Morgunblaðið - 30.11.2017, Síða 48

Morgunblaðið - 30.11.2017, Síða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2017 Jólatertur Gríptu eina! eða allar 4 Strax í dag Smakkaðu NÝJA með rabbarbara - sultu MYLLU „Hár Gallerí hefur verið starfrækt á sama stað frá 1983 og hefur ver- ið í minni eigu frá 2014,“ segir Rúna Magdalena Guðmundsdóttir, hárgreiðslumeistari og eigandi stofunnar. „Það er líka skemmti- legt að segja frá því að ég kaupi fyrirtækið af Lilju Sveinbjörns- dóttur sem rak það í 27 ár, áður en hún seldi mér stofuna. Vöru- merkið og staðsetningin fagnar því 34 ára afmæli nú í ár. Það er fáheyrt í þeim miklu breytingum sem hafa orðið á þessu svæði.“ Hártískan í sífelldri þróun Þó eftirspurn fólks eftir hár- snyrtingu hvers konar sé viðvar- andi þá er breytingum háð frá ári til árs – jafnvel frá árstíð til árs- tíðar – hvaða þjónusta er þar vin- sælust. Rúna segir breytingarnar örar og hártískuna síbreytilega. „Það hefur verið gríðarleg þró- un í efnum og tækni og höfum við tileinkað okkur að hafa bestu og nýjustu vörur í boði á hverjum tíma og sótt um leið þau námskeið sem hafa verið í boði. Það eru auðvitað tískustraumar í gangi og útlit kemur og fer. Það er það dásamlega við hártískuna, við fáum alltaf að skapa eitthvað nýtt,“ útskýrir hún. Rúna nefnir permanent sem dæmi um eitthvað sem kemur og fer. „Hér fyrir nokkrum árum voru ekki margir strákar sem komu í permanent en síðastliðið ár hefur það verið vin- sælt hjá strákunum sem er skemmtileg þróun. Margar dömur hafa viljað vinna með náttúrulegt útlit þar sem við vinnum með hársrótina og þær fá svokallaðar sólarstrípur í hárið. En allt geng- ur í hringi og allt er leyfilegt. Hún er skemmtileg, hártískan í dag.“ Staðsetningin sú besta í bænum Þegar talið berst að staðsetn- ingunni, við Laugaveg í miðborg- inni, segir Rúna hana einn helsta kostinn við stofuna. „Stærsti kost- urinn er staðsetningin og sér- staklega síðustu ár þar sem um- ferð fólks, sérstaklega ferða- manna, hefur stóraukist í mið- bænum. Hér er alltaf líf og fjör í kringum stofuna og gaman bæði að starfa og fyrir viðskiptavini að koma og njóta miðbæjarins.“ Aðspurð hvort einhverjir gallar fylgi því að vera í miðbænum seg- ir hún svo ekki vera. „Það er ekki hægt að kvarta yfir staðsetning- unni enda ein sú besta í bænum. Auðvitað fylgja svona skemmti- legum stað að erfiðara er að finna bílastæði, en þó er mikið af bíla- stæðahúsum í kring ef fólk er til í að rölta aðeins. Það er líka bara notalegt.“ Erlendir ferðamenn reglulegir kúnnar Stóraukin umferð erlendra ferðamanna hefur ekki farið fram hjá neinum og þar er starfsfólk Hár Gallerís ekki undanskilið, að sögn Rúnu. „Staðsetningunni fylgja þau frábæru forréttindi að erlendir ferðamenn eru úti um allt nánast allan sólarhringinn. Þeir skila sér hingað til okkar í miklum mæli og hafa bæði nýtt sér okkar þjónustu og vörusölu,“ segir Rúna. „Þetta er gríðarlegur mun- ur frá því fyrir innan við áratug þar sem fáir voru á ferli í slæmu veðri og á frídögum. Þetta hefur gerbreyst. Við tökum sérstaklega eftir því að það er mikil aukning á sölu á djúpnæringu þar sem er- lendu ferðamennirnir baða líka hárið sitt flestir í Bláa Lóninu og skilja svo ekkert í því af hverju hárið þeirra er svona skrítið,“ bætir hún við og hlær. Vertíð í jólamánuðinum Jólamánuðurinn framundan og þá þurfa Rúna og stúlkurnar heldur betur að bretta upp erm- arnar því þá er hvað mest að gera af öllum mánuðum ársins. „Jólamánuðurinn er okkar annamesti mánuður og mikil törn framundan,“ bendir hún á. „Des- ember fylgja langir og annasamir dagar, lengri en venjulega, en aft- ur á móti er eitthvað í loftinu í desember sem gerir hvern dag ólýsanlegan. Það eru allir glaðir, vinahópar koma saman í miðbæ- inn og njóta og stemningin er dásamleg! Að mínu mati er skemmtilegasti dagur ársins Þor- láksmessa, þá nær stemningin há- marki,“ segir Rúna Magdalena að endingu. jonagnar@mbl.is Hártískan er skemmtileg í dag Gleði „Desember fylgja langir og annasamir dagar, lengri en venjulega, en aftur á móti er eitthvað í loftinu í desember sem gerir hvern dag ólýsanlegan.“ Hár Gallerí er í hópi þeirra hárgreiðslustofa sem hafa verið hvað lengst starfandi í mið- borginni og á næsta ári fagnar stofan 35 ára af- mæli. Það var því full ástæða til að kíkja í klippingu á stofunni á þeim stað sem hún hef- ur verið frá upphafi. Stíll „Hér fyrir nokkrum árum voru ekki margir strákar sem komu í permanent en síðastliðið ár hefur það verið vinsælt,“ segir Rúna. MIÐBORGIN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.