Morgunblaðið - 30.11.2017, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 30.11.2017, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2017 „Hornið er fjölskyldufyrirtæki. Ég lauk námi í matreiðslu á Hótel Sögu og fór svo ásamt konu minni til Danmerkur. Þar starfaði ég í nokk- ur ár, meðal annars á ítölskum veit- ingastöðum á Strikinu í Kaup- mannahöfn. Ég hitti Guðna Erlendsson frænda minn þarna úti og við ræddum möguleika á að opna ítalskan matsölustað þegar við kæmum heim til Íslands. Guðni rak Hornið með mér í fáein ár en svo flutti hann til Danmerkur,“ segir Jakob H. Magnússon sem á og rek- ur þennan vinsæla stað ásamt konu sinni Valgerði Jóhannsdóttur og börnum þeirra Ólöfu, Hlyn Sverri og Jakobi. „Hornið var fyrsti staðurinn í Reykjavík sem bauð upp á ítalskan matseðill. Við fengum léttvínsleyfi – en ekki mátti veita vín milli klukkan 13.00 og 15.00 á miðvikudögum. Campari var þá það sterkasta sem féll undir slíkt leyfi, síðar fengum við fullt vínveitingaleyfi. Sáralítið var um veitingastaði í Reykjavík þegar við opnuðum Hornið og þóttu það því töluverð tíðindi. Okkur Guðna leist vel á staðsetninguna hér í Hafnarstræti 15. Við innréttuðum húsnæðið í samræmi við hugmyndir okkar og staði í Kaupmannahöfn sem buðu upp á ítalskan matseðil. Hornið þótti nýjung og varð fljót- lega vinsæll staður, ekki síst fyrir fjölskyldufólk. Margir þekktu þá lítt til ítalskrar matseldar, höfðu t.d. aldrei smakkað lasagne, spaghetti bolognese né pizzur – en voru fljótir að komast á bragðið. Merkilegt þótti að geta horft á bakarana mat- reiða pizzurnar. Ennþá eru hér rétt- ir sem voru á fyrsta matseðlinum, svo sem þeir fyrrnefndu og einnig djúpsteiktur Camembert og sniglar. Hér áður var stundum erfitt að fá sniglana. Ég keypti þá frá Dan- mörku. Nú er hægt að fá allt sem maður vill, hráefnisúrvalið hefur breyst mikið.“ Ítalskt kaffi og djassmúsik Hornið bauð frá byrjun upp á ítalskt kaffi – einn staður í Reykja- vík bauð þá upp á slíkt – Mokka- kaffi. Við komum með stóra, ítalska kaffivél – það þótti flott. Stundum þurfti ég að fara til útlanda eftir varahlutum í vélina. Fyrst keyptum við sjálfir kaffibaunir – nú er allt slíkt löngu liðin tíð. Fyrstu áratugina voru Íslend- ingar í meirihluta viðskiptavina, út- lendingar voru nánast eingöngu á ferli í miðbænum yfir sumartímann. Það hefur aldeilis breyst. Ég er í sveinsprófsnefnd í matreiðslu og sé ég þar margar nýjungar.“ Hornið hefur, að sögn Jakobs, frá upphafi gengið mjög vel og gerir enn. „Fólk er að koma og fara allan daginn frá því opnað er klukkan 11.00 morgnana og fram til þess að lokað er á kvöld klukkan 23.30,“ segir hann. „Við eigum marga fasta við- skiptavini sem koma hingað að stað- aldri. Sem dæmi má nefna fjóra fé- laga sem koma hingað á þriðjudögum í hádeginu og sitja þá jafnan við sama borðið. Þeir eru fastheldnir á þá rétti sem þeir borða og fá alltaf frítt kaffi í kaup- bæti upp á gamlan og góðan vin- skap.“ Samtalið við Jakob fer fram í sal við hliðina á aðalsalnum. „Þessi sal- ur bættist við seinna. Einnig höfum við um langt árabil rekið Djúpið hér niðri, þar hafa verið sýningar og fleira, í þó nokkur ár var þar Jass- búlla,“ segir Jakob og brosir. Hann segist enn reka Djúpið og hafa þar „pínulitla grasrótarmúsik“ – eins og hann orðar það. Hvað um breytingarnar sem hafa orðið í miðbænum? „Mér líka þær vel. Það hefur ver- ið skemmtilegt að fylgjast með þró- uninni í veitinga- og hótelbrans- anum á síðustu árum og það eru að koma íbúðir hérna í nágrenninu – fyrir utan allt annað. Eitt hefur þó ekki breyst – Hornið er ennþá mik- ill fjölskyldustaður. Við lögðum upp með að hafa Hornið fremur ódýran stað og höfum fylgt þeirri stefnu. Ég er enn að vinna hérna á Horn- inu og er vel sáttur við það lífsstarf sem ég valdi mér. Á Horninu er enn allt með ítölskum blæ, ég var um tíma á Ítalíu til að læra málið og hef haft ítalskt starfsfólk. Nágrennið hefur verið mikið endurnýjað, svo sem Hafnarstrætið. Gaman verður að fá glæsilegt hótel hér á hafn- arbakkann. Mikið skjól hefur skap- ast af nýbyggingunum og gott að geta boðið fólki að borða og fá sér kaffi hér fyrir utan á sumrin. Horn- ið er löngu orðið einn af horn- steinum gamla miðbæjarins – „hér hefur ekkert breyst“, segja gamlir kúnnar gjarnan og eru ánægðir með það.“ gudrunsg@gmail.com Stofnun Þeir eru fáir veitingastaðirnir í Reykjavik sem eru jafn rótgrónir og Hornið. Margir eiga góðar minningar þaðan og eiga sína uppáhaldsrétti. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Breytingar „Margir þekktu þá lítt til ítalskrar matseldar, höfðu t.d. aldrei smakkað lasagne, spaghetti bolognese né pizzur – en voru fljótir að komast á bragðið,“ segir Jakob um matarmenningu borgarinnar þegar staðurinn opnaði. Kunnuglegt Að innan hefur veitingastaðurinn alltaf þótt einstaklega notalegur. Ítalskur sjarminn leynir sér ekki og gerir ljúffengar máltíðirnar þeim mun ánægjulegri. Veitingastaðurinn Hornið ber sannarlega nafn með rentu enda vel staðsettur á horni Hafn- arstrætis og Pósthússtrætis. Eigandinn man tímana tvenna í miðbænum þar sem flest hefur breyst – nema staðurinn hans. Hornið er vinsæll fjölskyldustaður MIÐBORGIN SÖLUAÐILAR Reykjavík: Gullbúðin Bankastræti 6 s:551-8588 | Gullúrið Mjódd s: 587-410 | Meba Kringlunni s: 553-1199 Michelsen Úrsmiðir Kringlunni s: 511-1900 | Michelsen Úrsmiðir Laugavegi 15 s: 511-1900 Kópavogur: Klukkan, Hamraborg 10 s: 554-4320 | Meba Smáralind s: 555-7711 Hafnarfjörður: Úr & Gull Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar s: 565-4666 Keflavík: Georg V. Hannah, úrsmiður Hafnargötu 49 s: 421-5757 | Akureyri: Halldór Ólafsson úrsmiður Glerártorgi s: 462-2509 Akranes: Guðmundur B. Hannah, úrsmiður Suðurgötu 65 s: 431-1458 | Egilsstaðir: Klassík Selási 1 s:471-1886 Selfoss: Karl R. Guðmundsson, úrsmiður Austurvegi 11 s: 482-1433 | Vestmannaeyjar: Geisli Hilmisgötu 4 s: 481-3333
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.