Morgunblaðið - 30.11.2017, Side 65
MENNING 65
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2017
Sýningin Ofgnótt verður opnuð í
dag kl. 16 á Háskólatorgi Háskóla
Íslands. Sýningin er innsetning eft-
ir Andreu Arnarsdóttur, listamann
og háskólanema og er hún liður í
meistaraverkefni hennar í hagnýtri
menningarmiðlun. Umfjöllunarefni
verksins er sælgæti.
„Frá örófi alda hefur mann-
eskjan leitað uppi allt sætt. Það var
þó ekki fyrr en um 500 árum f.Kr.
að Indverjar byrjuðu að vinna syk-
ur og þangað má rekja upphaf sæl-
gætisgerðar. Síðan þá hefur sæl-
gæti komið víða við, meðal annars á
veisluborðum aðalsfólks. Breski að-
allinn undir stjórn Elísabetar I. var
alræmdur og umtalaður fyrir sér-
stakar sælgætisveislur sínar þar
sem allur veislukostur var í formi
sælgætis,“ segir í tilkynningu um
sýninguna og að Íslendingar neyti
að meðaltali um 18 kg af sælgæti
árlega. Á sýningunni verði þessi
neysla Íslendinga myndgerð í formi
hlaðborðs í anda veisluborða El-
ísabetar og gestum og gangandi
boðið að taka þátt í því að borða af
hlaðborðinu.
Sýningin stendur yfir til 6. des-
ember.
Listamaðurinn Andrea Arnars-
dóttir sýnir á Háskólatorgi.
Sælgætishlaðborð í innsetningu
Lakkrís Eflaust verður nóg af hon-
um á sýningunni á Háskólatorgi.
Erna Ýr Öldudóttir
ernayr@mbl.is
„Sagan heillaði mig og mig langaði
að skrifa óperu fyrir börn. Þegar ég
var fastráðin sólóisti hjá óperuhús-
inu í Kænugarði voru settar upp óp-
erur fyrir börn og unglinga. Mér
fannst það vanta hérna á Íslandi,“
segir Alexandra Chernyshova,
tungumálakennari og óperusöng-
kona með meistarapróf í menningar-
stjórnun, en hún er höfundur og
syngur eitt aðalhlutverkið í Æv-
intýrinu um norðurljósin. Verkið er
frumsaminn óperuballet fyrir börn
og fullorðna og verður frumflutt nú
á laugardaginn 2. desember í
Norðurljósasal Hörpu.
Alexandra er fædd í Kænugarði í
Úkraínu 1979 og hefur búið hér-
lendis um árabil. Hún samdi verkið
upp úr sögu sem móðir hennar, Ev-
genia Chernyshova, skrifaði, en hún
er bókmenntafræðingur og aðstoð-
arrektor við Háskólann í St. Péturs-
borg í Rússlandi. Árni Bergmann
þýddi söguna á íslensku.
Börn hafa gaman af óperum
„Ég hef kennt börnum söng í 15
ár og þau hafa gaman af óperum,
söng og dansi. Mig langaði að semja
verk um álfa og tröll, Ísland á svo
mikið af skemmtilegum sögum og
norðurljósin finnst mér sérstaklega
heillandi, en þau var ekki að finna í
Kænugarði þegar ég var lítil stelpa,“
segir Alexandra og hlær við. „Þetta
átti alltaf að vera óperuballett,
vegna þess hvernig norðurljósin
dansa á himninum.“
Alexandra fékk hugmyndina þeg-
ar hún var ólétt að yngsta barni sínu,
Hilmi Blæ Jónssyni. Tveir synir
hennar, Alexander Logi og Nikolai
Leó Jónssynir, syngja í sýningunni
og Alexandra sjálf fer með hlutverk
álfadrottningarinnar.
Einsöngvarar, barnakór, ballett-
dansarar, kammerhljómsveit og
ýmsir stjórnendur koma að verkinu
sem er í tveimur þáttum. Í sögunni
er komið víða við og notast við
hreyfimyndir með skuggadansi frá
Egyptalandi og myndband af
norðurljósunum eftir Jón Hilmars-
son. Þátttakendur í sýningunni eru
frá ýmsum heimshornum: Íslandi,
Úkraínu, Bretlandi, Georgíu, Belgíu,
Moldóvu og Afríku.
Alexandra telur að sýningin höfði
til „barna á öllum aldri“ og segir:
„Sagan er um samhljóminn og
hvernig við eigum að vernda það
sem við eigum. Norðurljósin eru
áminning um galdra ástarinnar og
hvernig hún varð til.“
Ævintýralandið og nútíminn
koma saman í sögunni, sem er um
ömmu sem segir barnabörnunum
ævintýri um hvernig ást tröllastúlku
og álfadrengs bjó til norðurljósin,
íkornann Ratatosk, álfadrottn-
inguna sem verndar samhljóminn og
lög heimanna níu, hinn volduga
Njörð og konu hans Skaði. Samhliða
frumsýningunni verður gefin út bók-
in Ævintýrið um norðurljósin sem er
sagan í heild sinni auk hljóðsögu.
Bókin er myndskreytt af Önnu G.
Torfadóttur og lesin af Guðrúnu Ás-
mundsdóttur leikkonu. Eintak af
bókinni fylgir hverjum barnamiða á
sýninguna en hún verður jafnframt
til sýnis og sölu á sýningunni.
Bókin verður einnig gefin út á
rússnesku í St. Pétursborg 12. des-
ember en óperuballettinn verður
líka kynntur í Rússlandi í janúar á
næsta ári.
Önnur ópera Alexöndru
Alexandra er með þessu verki að
semja sína aðra óperu. Skáldið og
biskupsdóttirin sem var sýnd í Hall-
grímskirkju í Saurbæ í Hvalfirði ár-
ið 2014 var fyrsta óperan hennar.
Það var flutt á úkraínsku í október
sl. í tónlistarskóla í heimabænum
hennar Kænugarði, í tilefni af 150
ára afmæli skólans en áður hafði það
verið kynnt í Gnessin-tónlistarskól-
anum í Moskvu. Alexandra er búsett
í Reykjanesbæ og kennir tónlist við
Stóru-Vogaskóla í Vogunum. Áður
hafði hún m.a. stofnað og rekið Óp-
eru Skagafjarðar í Skagafirði og sett
á laggirnar eigin söngskóla og stofn-
að stúlknakórinn Draumaraddir
norðursins á Norðurlandi vestra.
„Hvernig norðurljósin
dansa á himninum“
Óperuballett fyrir börn á öllum aldri frumsýndur
Ljósmynd/Jón Hilmarsson
Ballerínur Frá æfingu í Hörpu á óperuballettinum Ævintýrið um norðurljósin.
Ljósmynd/Alexandra Chernyshova
Mæðgur Evgenia og Alexandra
Chernyshova eru höfundar.
GUÐ BLESSI ÍSLAND HHHHH Fréttablaðið
Elly (Stóra sviðið)
Fös 1/12 kl. 20:00 33. s Lau 16/12 kl. 20:00 40. s Fös 12/1 kl. 20:00 56. s
Lau 2/12 kl. 20:00 auk. Þri 26/12 kl. 20:00 41. s Fös 19/1 kl. 20:00 57. s
Sun 3/12 kl. 20:00 34. s Mið 27/12 kl. 20:00 42. s Lau 20/1 kl. 20:00 58. s
Mið 6/12 kl. 20:00 35. s Fim 28/12 kl. 20:00 43. s Þri 23/1 kl. 20:00 aukas.
Fös 8/12 kl. 20:00 auk. Fös 29/12 kl. 20:00 44. s Fim 25/1 kl. 20:00 59. s
Lau 9/12 kl. 20:00 36. s Lau 30/12 kl. 20:00 aukas. Fös 26/1 kl. 20:00 60. s
Sun 10/12 kl. 20:00 37. s Fös 5/1 kl. 20:00 53. s Lau 27/1 kl. 20:00 61. s
Fim 14/12 kl. 20:00 38. s Lau 6/1 kl. 20:00 54. s Lau 3/2 kl. 20:00 64. s
Fös 15/12 kl. 20:00 39. s Sun 7/1 kl. 20:00 55. s Sun 4/2 kl. 20:00 65. s
Stjarna er fædd!
Guð blessi Ísland (Stóra sviðið)
Fim 30/11 kl. 20:00 10. s Fim 7/12 kl. 20:00 11. s Sun 17/12 kl. 20:00 Lokas.
Þetta er 11. september Íslendinga, gjörsamlega.
Brot úr hjónabandi (Litla sviðið)
Fim 30/11 kl. 20:00 11. s Fös 8/12 kl. 20:00 15. s Lau 16/12 kl. 20:00 19. s
Fös 1/12 kl. 20:00 12. s Sun 10/12 kl. 20:00 16. s Mið 27/12 kl. 20:00 20. s
Lau 2/12 kl. 20:00 13. s Fim 14/12 kl. 20:00 17. s Fös 29/12 kl. 20:00 22. s
Sun 3/12 kl. 20:00 14. s Fös 15/12 kl. 20:00 18. s
Draumur um eilífa ást
Blái hnötturinn (Stóra sviðið)
Sun 3/12 kl. 13:00 53. s Sun 17/12 kl. 13:00 55. s Sun 7/1 kl. 13:00 aukas.
Sun 10/12 kl. 13:00 54. s Þri 26/12 kl. 13:00 56. s Sun 14/1 kl. 13:00 aukas.
Sigurvegari Grímuverðlaunanna síðastliðið vor.
Jólaflækja (Litla sviðið)
Lau 2/12 kl. 13:00 3. sýn Sun 10/12 kl. 13:00 aukas. Sun 17/12 kl. 16:00 aukas.
Sun 3/12 kl. 13:00 4. sýn Lau 16/12 kl. 13:00 aukas. Þri 26/12 kl. 13:00 aukas.
Lau 9/12 kl. 13:00 aukas. Sun 17/12 kl. 13:00 aukas.
Tilnefnd sem Barnasýning ársins á Grímunni. Eingöngu sýnd á aðventunni.
Natan (Litla sviðið)
Fim 7/12 kl. 20:00 Lokas.
Hvers vegna drepur maður mann?
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
Fjarskaland (Stóra sviðið)
Sun 3/12 kl. 17:00 Sun 7/1 kl. 13:00 Sun 28/1 kl. 13:00
Lau 30/12 kl. 13:00 Sun 21/1 kl. 13:00
Fjölskyldusöngleikur eftir Góa!
Faðirinn (Kassinn)
Fim 30/11 kl. 19:30 13.sýn Fös 8/12 kl. 19:30 16.sýn Sun 28/1 kl. 19:30 20.sýn
Fös 1/12 kl. 19:30 14.sýn Lau 9/12 kl. 19:30 17.sýn Mið 31/1 kl. 19:30 21.sýn
Lau 2/12 kl. 19:30 15.sýn Fös 15/12 kl. 19:30 Auka Sun 11/2 kl. 19:30 22.sýn
Mið 6/12 kl. 19:30 Auka Lau 30/12 kl. 19:30 18.sýn Sun 18/2 kl. 19:30 23.sýn
Fim 7/12 kl. 19:30 Auka Lau 20/1 kl. 19:30 19.sýn
Áhrifamikið nýtt verðlaunaverk.
Hafið (Stóra sviðið)
Þri 26/12 kl. 19:30 Frum Fös 5/1 kl. 19:30 4.sýn Fös 19/1 kl. 19:30 7.sýn
Mið 27/12 kl. 19:30 2.sýn Lau 13/1 kl. 19:30 5.sýn Sun 21/1 kl. 19:30 8.sýn
Fim 4/1 kl. 19:30 3.sýn Sun 14/1 kl. 19:30 6.sýn
Risaeðlurnar (Stóra sviðið)
Fös 1/12 kl. 19:30 11.sýn Fös 29/12 kl. 19:30 14.sýn Lau 20/1 kl. 19:30 17.sýn
Lau 2/12 kl. 19:30 12.sýn Lau 6/1 kl. 19:30 15.sýn Lau 27/1 kl. 19:30 18.sýn
Lau 9/12 kl. 19:30 13.sýn Fös 12/1 kl. 19:30 16.sýn
Grátbroslegt og ágengt nýtt verk um litla þjóð í stórum heimi .
Leitin að jólunum (Leikhúsloft)
Lau 2/12 kl. 11:00 295.s Lau 9/12 kl. 11:00 301.s Lau 16/12 kl. 11:00 307.s
Lau 2/12 kl. 13:00 296.s Lau 9/12 kl. 13:00 302.s Lau 16/12 kl. 13:00 308.s
Lau 2/12 kl. 14:30 297.s Lau 9/12 kl. 14:30 303.s Lau 16/12 kl. 14:30 309.s
Sun 3/12 kl. 11:00 298.s Sun 10/12 kl. 11:00 304.s Sun 17/12 kl. 11:00 310.s
Sun 3/12 kl. 13:00 299.s Sun 10/12 kl. 13:00 305.s Sun 17/12 kl. 13:00 311.s
Sun 3/12 kl. 14:30 300.s Sun 10/12 kl. 14:30 306.s Sun 17/12 kl. 14:30 312.s
Grímuverðlaunasýningin Leitin að jólunum.
Smán (Kúlan)
Lau 2/12 kl. 17:00 16.sýn Lau 9/12 kl. 17:00 18.sýn
Sun 3/12 kl. 19:30 17.sýn Sun 10/12 kl. 19:30 19.sýn
Mið-Ísland að - Tilraunasýningar (Þjóðleikhúskjallarinn)
Fim 30/11 kl. 20:00
Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika!
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 6/12 kl. 20:00 Mið 13/12 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
Efi (Kassinn)
Lau 13/1 kl. 19:30 Frum Lau 27/1 kl. 19:30 7.sýn Fim 15/2 kl. 19:30 Auka
Sun 14/1 kl. 19:30 2.sýn Fim 1/2 kl. 19:30 Auka Fös 16/2 kl. 19:30 11.sýn
Mið 17/1 kl. 19:30 Auka Fös 2/2 kl. 19:30 8.sýn Lau 17/2 kl. 19:30 12.sýn
Fim 18/1 kl. 19:30 3.sýn Lau 3/2 kl. 19:30 9.sýn Fös 23/2 kl. 19:30 13.sýn
Sun 21/1 kl. 19:30 4.sýn Fim 8/2 kl. 19:30 Auka Lau 24/2 kl. 19:30 14.sýn
Fim 25/1 kl. 19:30 5.sýn Fös 9/2 kl. 19:30 Auka Mið 28/2 kl. 19:30 Auka
Fös 26/1 kl. 19:30 6.sýn Lau 10/2 kl. 19:30 10.sýn
Margverðlaunað og spennandi verk !
Atvinna