Morgunblaðið - 30.11.2017, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 30.11.2017, Blaðsíða 76
76 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2017 Vandaðir mínifræsarar og brennipennar í úrvali Fræsari 200 stk Verð 13.625 Brennipenni Verð 6.980 Fræsari lítill Verð 9.980 Fræsari 60 stk Verð 15.240 Tilvalin jólagjöf fyrir handverks- manninn Opið virk a dag a frá 9-18 lau frá 1 0-16 Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is Lífið í kaupstað Vafasamt er að kaupmenn hafi byrjað kaupskap fyrr en sýslumaður var kominn á vettvang. Honum bar að kynna sér leyfisbréf þeirra og innheimta af þeim gjöld. Víst er að tollar og leyfisgjöld þýskra kaup- manna færðu konungi umtals- verðar tekjur ... Þýskir kaupmenn kvörtuðu undan að höfuðsmenn ættu til að heimta hálfu meira og er ekki ljóst af hverju það var. Kannski var það vegna þess að sumir kaupmenn héldu tvær hafnir þótt þeir hefðu að- eins eitt skip. Það bíður rannsóknar hvort tollurinn var frekar hafnar- tollur en skipatollur. Í október 1567 veitti konungur Brimamanni einum höfnina á Búð- um og öðrum Kumbaravog, það var Johan Munstermann. Fulltrúi kon- ungs gerði þeim að greiða árlega hvorum um sig: „Eina lest mjöls. Eina lest öls. Hálfa lest brauðs. Hálfa tunnu af hvítu salti. Hálfa tunnu af ediki. 25 ganga af skeifum.“ Mætti ætla að þetta væri leyfisgjald. Á hinn bóginn er ekki getið um toll í þessu sam- hengi og er hugsanlegt að í þessum varningi felist bæði afgjald og tollur. Hefur munað um varning af þessu tagi, e.t.v. á hverri höfn, og vaknar spurning um það hvort konungs- fulltrúi hafi selt hann fyrir fisk og aðrar afurðir. Væru leyfisbréf með felldu og samið um gjöld gat kaupstefna haf- ist. Algengt hefur verið að þýskir kaupmenn reistu hús eða búðir í kaupstöðum. Þetta birtist skýrt í áð- urnefndri tilskipun konungs frá 1608 um að verslunarhús þýskra kaup- manna skyldu rifin og timbrið lagt til kirkna. Þegar kaupmenn gátu gengið að því vísu fyrir 1560 að halda sömu höfnum áratugum sam- an hafa húsin líklega verið vandaðri en eftir 1560 þegar farið var að binda hafnir leyfum, oftast til þriggja eða fjögurra ára, og óvíst hvort leyfi yrði endurnýjað. Um 1700 og á 18. öld þóttust menn geta ráðið af tóttum hvar verið hefðu þýsk verslunarhús. Þau munu hafa verið tvískipt, krambúð í aðalhúsi en íbúð kaup- manna í afhúsi. Bæði hús hafa e.t.v. verið þiljuð með timbri að innan en veggir annars gerðir af torfi og grjóti. Það var sjálfsagt líf og fjör í stærstu kaupstöðum á tíma Þjóð- verja, t.d. í Hafnarfirði þegar þar stigu á land 120 þýskir menn. Þetta voru kaupmennirnir og þjónar þeirra, svo og eiginlegar áhafnir kaupskipa. Sumir voru bartskerar og Íslendingar sóttust eftir lækn- ingum þeirra, aðrir voru smiðir, beykjar, hermenn, og e.t.v. fiski- menn og fálkafangarar. Brimamenn höfðu mikið umleikis á Djúpavogi (Fúlavogi) og með í för voru bart- skerar. Íslenskir ráðamenn geta þess sérstaklega að smiðir Brima- manna tækju að sér að smíða fiski- skip fyrir landsmenn eftir þörfum, enda hefðu þeir meðferðis fjalvið eða borð og væru sanngjarnir. Með þessari góðu þjónustu hafa Brima- menn vanið Austfirðinga á föst og regluleg viðskipti og þetta er líklega ein helsta skýring þess hversu versl- un jókst eystra. Í kaupstað hittust menn og gerðu út um kaup, sölur og skuldir, svo sem hinn auðugi Hannes Björnsson í Snóksdal sem ritaði bréf „í kaup- staðnum í Kumbaravogi"“, eins og þar segir, 6. júlí 1567. Hann hefur væntanlega hlotið skjól í krambúð. Sami maður var í Kumbaravogi löngu síðar, árið 1615, mun hafa glatt sig við áfengar veigar en reið á brott og drukknaði. Um son hans segir sama heimild að hann „drakk eftir í kaupstaðnum“. Líklega var al- gengt að karlar kynntu sér öl- framboð í kaupstað og í tíð danskrar verslunareinokunar eftir 1602 kunnu þeir æ betur að meta brenni- vín. Í kaupstað drukku menn einkum bjór fyrir 1600 en kannski líka létt- vín og margir urðu örir og sumir jafnvel óðir og uppvægir. Á 16. öld var vopnaburður tíður og mönnum tamt að grípa til vopna til að verja heiður sinn. Eftir 1570 tók þó fyrir dráp í hefndarskyni og má rekja til vaxandi konungsvalds. Engu að síð- ur gripu menn til hnífa sinna og lögðu til andstæðinga þegar mikið lá við þótt ekki yrðu mannvíg. Erki- biskupinn Olaus Magnus segir að um 1530 eða svo hafi sumir þýsku kaupmannanna verið viðsjálir, prett- að og gabbað Íslendinga, og hafi þá getað soðið upp úr. Hann talar um innlenda sveit riddara sem reyni að koma í veg fyrir „að beitt sé ofbeldi við strandbúa“. Líklegt er að hann eigi við vopnaða sveina sýslumanna. Átök um innflutningsfrelsi: tertubotnar og litasjónvörp Aukið frjálsræði í innflutnings- versluninni gekk ekki átakalaust fyrir sig. Sumir hópar og stéttir töldu að sér vegið. Stjórnarand- staðan og verkalýðshreyfingin létu ávirðingarnar dynja á viðreisnar- stjórninni fyrir að hafa skert kaup- mátt launafólks og komið af stað verðbólgu með gengisfellingunum 1960 og 1961. Margar iðngreinar stæðu höllum fæti vegna meiri sam- keppni frá innfluttum vörum og hætta væri á að störf töpuðust. Verslun og viðskipti soguðu æ meira fjármagn og vinnuafl til sín á kostn- að annarra atvinnugreina. Meðan al- menningur sætti kjaraskerðingum og lánsfjárhöftum byggði auðvaldið verslunarhallir sínar við Suður- landsbraut og Laugaveg allt frá Nóatúni til Grensásvegar. Fram- sóknarflokkurinn, sem hallaði sér greinilega til vinstri á þessum árum, taldi að nýja efnahagskerfið sem rík- isstjórnin væri að reyna að koma á „raskaði eðlilegri tekjuskiptingu í landinu“ og kæmi á „þjóðfélags- háttum í stíl stórkapítalisma“. Flokkurinn taldi sig hlynntan af- námi innflutningshafta, en ekki með því að lama kaupgetuna og skerða lífskjör almennings, heldur með því að auka framleiðsluna. Sósíalistar tóku í sama streng og sögðu ætlun ríkisstjórnarinnar að koma á „ómenguðu og hömlulausu auðvaldsskipulagi á Íslandi“. Í leið- ara Þjóðviljans 3. október 1963 sagði: Það var sjálfur kjarni viðreisn- arstefnunnar að gróðinn ætti að skera úr um allar athafnir þjóð- félagsins, innflutning, útflutning, at- vinnuframkvæmdir, húsbyggingar o.s.frv., en hitt voru talin svívirðileg „höft“ að reyna að leggja á ráðin af fyrirhyggju og skynsemi, sam- kvæmt nauðsyn almennings og þjóð- arheildarinnar. ... Víst eru það höft að koma í veg fyrir að fjárplógsmenn geti arðrænt almenning og að heild- salar geti sóað gjaldeyristekjum í tóma endileysu. En það eru höft sem bitna á fámennri stétt gróðamanna en tryggja allri alþýðu aukið frelsi. Stjórnarandstaðan hafði því mikl- ar efasemdir um ágæti algers frjáls- ræðis í innflutningi og að heildasalar fengju frítt spil til að ráðstafa tor- fengnum gjaldeyri landsmanna. Þegar áföllin dundu yfir í sjávar- útvegi 1967-1969 með tilheyrandi samdrætti, atvinnuleysi og gjaldeyr- isskorti magnaðist umræðan um óþarfa innflutning og sóun á gjald- eyri um allan helming. Árið 1967 minnkuðu gjaldeyristekjur þjóð- arbúsins um nærfellt 30% og árið 1968 um næstum jafnmikið. Ríkis- stjórnin greip til þess ráðs að fella gengi krónunnar og taka stórt gjaldeyrislán til þess að laga gjald- eyrisstöðuna, en afréð að grípa ekki nema að litlu leyti til innflutnings- takmarkana. Engu að síður dróst innflutningur mjög saman vegna efnahagserfiðleika, árið 1967 stóð hann nokkuð í stað en minnkaði um 8% 1968 og 11% árið 1969. Tíminn birti leiðara um gjaldeyr- islánið 11. nóvember 1967 undir yf- irskriftinni „Tertubotnar að láni“ þar sem ríkisstjórnin fær á baukinn fyrir að taka erlent lán til kaupa á erlendum vörum, „þörfum sem óþörfum“, þótt heimafenginn gjald- eyrir sé orðinn torfenginn. Magnús Kjartansson þingmaður og forystu- maður í Alþýðubandalaginu, hjó í sama knérunn, gagnrýndi ríkis- stjórnina fyrir úrræðaleysi og kall- aði eftir réttlátari álögum á lands- menn. Hann sagði á Alþingi 1967: Raunar gæti hvert skólabarn bent hæstvirtri ríkisstjórn á skatt- heimtuleiðir, sem eru miklu réttlát- ari en nefskattar, og ef hæstvirtur viðskiptamálaráðherra gengi hér í nokkrar verslanir, mundu blasa við honum vörutegundir, sem fyrr bæri að hækka en brýnustu neysluvörur, allt frá dönskum tertubotnum og kexi til lúxusbifreiða. Innflutt kex og danskir tertubotn- ar urðu skýrasta táknið um bruðl og óráðsíu stjórnarinnar í viðskipta- málum næstu misserin. Rýmkað hafði verið fyrir innflutning á kök- um, kexi og „íburðarmeiri bök- unarvörum“ í júní 1964 og nú streymdu þessar vörur inn í landið. Stjórnarandstaðan vildi koma bönd- um á innflutning án þess þó að boða afturhvarf til haftastefnunnar. Tak- marka átti „óþarfa“ innflutning og stýra innflutnings- og gjaldeyris- málum á miklu markvissari hátt en gert var. Fjármunir þjóðarinnar hefðu á undanförnum árum farið í of ríkum mæli til verslunar og milliliða í stað undirstöðuatvinnuveganna, landbúnaðar, sjávarútvegs og iðn- aðar. Líftaug landsins Verslun við útlönd hefur um aldir verið burðarás í menningu og atvinnulífi landsmanna. Í bókinni Líf- taug landsins – Saga íslenskrar utanlandsversl- unar 900-2010 rekja sagnfræðingarnir Helgi Þor- láksson, Gísli Gunnarsson, Anna Agnarsdóttir, Helgi Skúli Kjartansson, Halldór Bjarnason og Guðmundur Jónsson heildarsögu íslenskrar utan- landsverslunar frá landnámstíð til okkar daga og leitast við að segja hana á lifandi hátt svo að al- mennir lesendur geti haft af henni gagn og gaman. Ljósmyndasafn Íslands/Gunnar Rúnar Ólafsson Bakkelsi Í saumaklúbbi hjá Þórdísi Bjarnadóttur í Reykjavík 1953. Á borðinu eru veitingar, kaffi, tertur og smá- kökur. Allt heimabakað. Áratug síðar flæddu útlendir tertubotnar og kex inn í landið og ollu pólitískum deilum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.