Morgunblaðið - 17.05.2018, Page 2

Morgunblaðið - 17.05.2018, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2018 Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil as ér ré ttt ill eið ré ttin aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. 28. maí í 11 nætur GRIKKLAND Tolo & Loutraki í beinu flugi til Aþenu Stökktu Loutraki í Grikklandi kr. 79.995 á mann m/morgunmat Stökktu Tolo í Grikklandi kr. 89.995á mann m/hálfu fæði 595 1000 . heimsferdir.is Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Útför Huldu Valtýsdóttur, fyrrverandi blaðamanns, þýð- anda og borgarfulltrúa, fór fram í Dómkirkjunni í gær. Sr. Sigurður Árni Þórðarson jarðsöng. Tengdasynir og barnabörn báru kistu Huldu úr Dómkirkjunni. Á myndinni eru frá vinstri Ásgeir Haraldsson, Stein- unn Ásgeirsdóttir, Gunnar Stefánsson og Eggert Stef- ánsson. Frá hægri Michael Dal, Eva Kristín Dal, Hulda Stefánsdóttir og Gunnar Steinn Ásgeirsson. Á eftir kist- unni ganga dætur Huldu; Kristín, Helga og Hildigunnur Gunnarsdætur. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hulda Valtýsdóttir borin til grafar Þorgerður Anna Gunnarsdóttir thorgerdur@mbl.is Stórsókn í uppbyggingu Landspítala var aðalumræðuefni ársfundar spít- alans sem fram fór í Silfurbergi í Hörpu í gær. Uppbygging Landspít- alaþorps við Hringbraut hefur verið í undirbúningi síðan árið 2010, en nú er fyrsti áfangi þess loks í sjónmáli: Stefnt er að opnun nýs 66 þúsund fer- metra meðferðarkjarna árið 2024 og rannsóknarhús, þar sem umfangs- mikil og dreifð þjónusta rannsóknar- deilda Landspítalans munu samein- ast, fer í fullnaðarhönnun á árinu. Auk þessara tveggja bygginga er í undirbúningi bílastæða-, tækni- og skrifstofuhús, auk viðbyggingar við Læknagarð. Meðal hefðbundinna ársfundar- starfa voru ávarp heilbrigðisráðherra og forstjóra Landspítalans. Í máli sínu lagði Svandís Svavarsdóttir áherslu á mikilvægi þess að skil- greina hlutverk einstakra þátta heil- brigðisþjónustunnar og samstarf þeirra á milli og sagði Landspítalann mikilvæga þungamiðju og móðurskip heilbrigðisþjónustunnar í heild. Páll Matthíasson forstjóri sagði Landspítalann aldrei hafa verið öfl- ugri þrátt fyrir skin og skúrir í starf- inu, og sagði yfirskrift ársfundarins, Landspítali í vörn og sókn, eiga vel við daglega starfsemi spítalans. Ársreikningur Landspítalans var einnig kynntur, en rekstrargjöld hækkuðu um 7,1% á milli ára, en hækkun rekstrartekna nam 2,7%. Í kjölfar kynningar ársreiknings kynnti Ólafur Baldursson, fram- kvæmdastjóri lækninga, nýjan sam- skiptasáttmála Landspítalans. Hann sagði tugmilljónir samskipta fara fram á spítalanum á ári á milli starfs- fólks, sjúklinga og aðstandenda sem saman mynduðu þverskurð úr þjóð- félaginu. Vegna þessa hefðu mál sem uppi væru í þjóðfélaginu á hverjum tíma einnig áhrif innan spítalans. „Af slíkum málum hefur borið einna hæst gjörsamlega óásættanleg og óþolandi hegðun miðaldra karlmanna.“ Hann sagði fagnaðarefni að #MeToo hefði varpað ljósi á þetta vandamál og sagði mátulegt að í púlti stæði miðaldra karlmaður til þess að ræða hvaða umbætur væri verið að fara í. Að gerð sáttmálans komu 700 manns á 50 fundum, 900 samskipta- atvik voru skrásett og 530 ábending- ar bárust frá starfsfólki og sjúkling- um. Kaflar sáttmálans eru níu talsins og fjalla um viðmót, virðingu, fag- mennsku, umhyggju, skilning, ábyrgð, hreinskilni, jafnræði og við- urlög og er markmið sáttmálans að stuðla að bættri líðan starfsfólks og eflingu öryggis sjúklinga og starfs- fólks. Starfsfólk og teymi heiðrað Runólfur Pálsson hlaut þá nafnbót að vera heiðursvísindamaður Land- spítala, en hann er yfirlæknir á lyf- lækningasviði og fæst einkum við rannsóknir á nýrnasjúkdómum. Þá voru tíu einstaklingar frá mismun- andi sviðum spítalans heiðraðir fyrir framúrskarandi starf, auk þriggja teyma. Teymin þrjú voru teymið sem innleiddi ræstingastaðalinn INSTA 800, verkefnahópur um nýtt verklag fyrir sjúklinga með brátt heilaslag og teymið á Teigi, dagdeild fíknimeð- ferðar. Í lok fundarins var til sýningar ít- arlegt kynningarmyndband um upp- byggingu fjögurra nýrra bygginga í Landspítalaþorpinu við Hringbraut. Nú starfar Landspítali á 20 stöðum í um 100 byggingum. Morgunblaðið/Hari Stórsókn Miðað við fjölmiðla sagði Páll spítalann einungis virðast í vörn. Uppbygging og samskipti á ársfundi  Ársfundur Landspítalans var haldinn í Hörpu í gær  Uppbygging Landspítalaþorps við Hringbraut í forgrunni  Nýr samskiptasáttmáli vegna „óásættanlegrar hegðunar miðaldra karlmanna“ kynntur Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Það léttist á stöðunni á bráða- móttökunni eftir því sem leið á daginn í gær,“ sagði Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir á bráðamóttökunni, en í gærmorgun biðu 29 sjúklingar sem lokið höfðu bráðamóttökuþjónustu eft- ir innlögnum á legudeildir Landspít- alans. Jón Magnús segir að við alvarleg slys komi plássleysið sér hvað verst. „Sem betur fer höfðum við létt að- eins á ástandinu í gær áður en umferð- arslys varð og við náðum að sinna því vel,“ segir Jón Magnús. Hann segir allar deildir taka á sig aukið álag og bæta við sjúklingum umfram það sem þær ættu að gera og eru þegar með. „Það er það sem bjargar og gerir það að verkum að það verða heldur færri sjúklingar á bráðamóttökunni,“ segir Jón Magnús og bætir við að inn- lagnarvandinn á spítalanum sé hluti af fráflæðisvanda sem stafi af skorti á hjúkrunarfræðingum sem hefur leitt til lokana fjölda rúma og skorts á hjúkrunarheimilium á höfuðborg- arsvæðinu „Fólk með færni- og heilsumat kemst ekki af sjúkrahúsinu þegar það hefur lokið sinni sjúkrahúsmeðferð. Heilbrigðisráðherra hefur boðað til stórátaks við fjölgun hjúkrunarrýma á höfuðborgarsvæðinu en það verkefni er langtímalausn. Skortur á hjúkr- unarfræðingum stafar í grunninn af því hvaða virðingu við berum fyrir mis- mundandi störfum. Það verður að segjast að stór hluti þeirrar virðingar birtist í launum sem miðast við mennt- un og álag. Þar hafa hjúkrunarfræð- ingar eins og ljósmæður klárlega setið eftir,“ segir Jón Magnús. Hefð að fara á bráðamóttöku Jón Magnús segir að heilsugæslan eigi sjálf að skilgreina þá sjúklinga sem koma til hennar en almennt geti fólk leitað til heilsugæslunnar með bráð vægari mál, svo sem vægari sýk- ingar og minni áverka. „Heilsugæslan leysir úr málum meirihluta fólks en sendir einstaka sjúkling áfram ef á þarf að halda. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur staðið sig vel í því að auka við þjónustu sína miðað við það sem áður var. Það tekur langan tíma að breyta hefðinni og fara frekar á heilsugæsl- una en bráðamóttöku með vægari ein- kenni,“ segir Jón Magnús. Aukið álag á deildirnar  Yfirlæknir segir að hækka þurfi laun hjúkrunarfræðinga Morgunblaðið/Sigurður Bogi Álag Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir á bráðamóttökunni. Hreppsnefnd Árneshrepps sam- þykkti kjörskrá og undirritaði á fundi sínum síðdegis í gær vegna sveitarstjórnarkosninga. Fyrirvari var gerður vegna könnunar Þjóð- skrár Íslands á lögmæti lögheimilis- flutninga í hreppinn. „Við gerðum fyrirvara um breyt- ingar ef einhverjar verða. Í kjör- skránni eru nöfn sem misjafnar skoðanir eru á hvort eigi að vera þar eða ekki. Þetta veltur á því hvort Þjóðskrá staðfestir, tekur út einhver nöfn eða bendir okkur á að einhverj- ir eigi ekki að vera þarna,“ segir Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti hrepps- ins. Hún segir engin nöfn hafa verið fjarlægð úr kjörstofni Þjóðskrár sem barst hreppnefndinni í gær og allir sem voru skráðir til heimilis í hreppnum 5. maí, þ.e. á viðmiðunar- degi stofnsins, séu á kjörskránni. „Þjóðskrá klárar þetta mál öðru hvoru megin við helgina og þá mun- um við funda aftur og fara eftir þeim tilmælum sem við fáum,“ segir Eva. Yfir 60 eru á kjörskránni Fjöldi íbúa í Árneshreppi sam- kvæmt lögheimilisskráningu hefur verið sagður hafa aukist um 40% síð- ustu tvær vikurnar fyrir 5. maí sl. Ný sveitarstjórn í Árneshreppi mun miklu ráða um mögulega byggingu Hvalárvirkjunar. 43 voru á kjörskrá síðasta haust. „Síðan bættust við íbúar í kringum áramót sem búa hér í sveitinni. Ég veit ekki hvenær þetta fólk flutti lögheimili sitt. Frá 24. til 4. eða 5. maí fjölgaði í íbúahópnum um u.þ.b. 40%,“ segir Eva, en hún kveðst aðspurð ekki muna nákvæmlega hve margir séu á kjörskránni, en þeir séu u.þ.b. 64. Skráin er aðgengileg almenningi í verslun hreppsins samkvæmt venju og í samræmi við lög að sögn Evu. Samþykktu kjör- skrá með fyrirvara  Bíða niðurstöðu Þjóðskrár Íslands

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.