Morgunblaðið - 17.05.2018, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2018
94% ökumanna finnst þeir öruggari með EyeSight tækni
Þú fyllist hugarró þegar þú veist að bíllinn þinn skerst í leik og aðstoðar þig við að koma í veg fyrir árekstur. Varar þig við
þegar aðvífandi ökutæki er á blinda punktinum. Og gerir þér kleift að leggja bílnum áreynslulaust í þröngt stæði með aðstoð
myndavélar sem sýnir nálægð við gangstéttarbrún. Slakaðu á. EyeSight er staðalbúnaður í Subaru Forester LUX, bensín.
EyeSight er hjálparbúnaður fyrir ökumann sem virkar e.t.v. ekki fullkomlega við allar akstursaðstæður. Ökumaður þarf alltaf að sýna ábyrgð og vera með fulla athygli við
aksturinn. Virkni búnaðarins er m.a. háð reglulegu viðhaldi bílsins, veðri og akstursaðstæðum. Nánari um virkni og takmarkanir búnaðarins í eigandahandbók eða á vefsíðu.
BL ehf
Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík
525 8000 / www.bl.is
GE bílar
Reykjanesbæ
www.gebilar.is
420 0400
Bílasalan Bílás
Akranesi
www.bilas.is
431 2622
Bílasala Akureyrar
Akureyri
www.bilak.is
461 2533
Bílaverkstæði Austurlands
Egilsstöðum
www.bva.is
470 5070
IB ehf.
Selfossi
www.ib.is
480 8080
BL söluumboð
Vestmannaeyjum
481 1313
862 2516
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
8
8
2
2
0
laust og Íslendingar vilja búa í eigin
húsnæði. Næstu tvö ár verður þó
áfram skortur á íbúðum,“ segir Ás-
geir sem telur að lækkun langtíma-
vaxta árin eftir hrun hafi skapað for-
sendur fyrir starfsemi leigufélaga.
Áður hafi „fórnarkostnaður fjár-
magns“ verið of hár til að það borg-
aði sig að leigja út. Vextir og leiga
séu tvær hliðar á sama peningi.
Ekki í takt við eftirspurn
Fram kom í Morgunblaðinu í gær
að vísitala Þjóðskrár fyrir leiguverð
á höfuðborgarsvæðinu hefur hækk-
að áfram í ár. Benti Ólafur Heiðar
Helgason, hagfræðingur hjá Íbúða-
lánasjóði (ÍLS), á að íbúðaskortur
geti þrýsti upp leiguverðinu.
Hólmsteinn Brekkan, fram-
kvæmdastjóri Samtaka leigjenda á
Íslandi, segir framboð leiguíbúða
ekki hafa aukist í takt við eftirspurn.
„Leiguverð á fermetra fer því
ekki lækkandi. Það má gera ráð fyr-
ir viðvarandi kostnaðarhækkunum,“
segir hann um áhrif skorts.
Hólmsteinn segir stóru leigu-
félögin – félög á borð við Heimavelli
og Almenna leigufélagið – orðin ráð-
andi í verðmyndun á leiguhúsnæði.
Almennir leigusalar taki orðið mið af
leiguverðinu hjá þessum félögum.
Neyðast til að leigja dýrt
Hólmsteinn segir eina afleiðingu
skortsins þá að leigjendur taki íbúð-
ir á leigu sem þeir hafa ekki ráð á.
Eftir nokkra mánuði fari það að
segja sín. Tekjurnar dugi ekki til.
Samkvæmt nýrri skýrslu Íbúða-
lánasjóðs töldu 93% aðspurðra í
könnun sem gerð var í febrúar að
óhagstætt væri að leigja húsnæði.
Um 3% aðspurðra töldu það hins
vegar hagstætt. Áætlaði sjóðurinn
að nú væru um 50 þús. manns, 18 ára
og eldri, á leigumarkaði á Íslandi.
Vísbendingar eru um að leiguverð
fari hækkandi á Suðurnesjum.
Sævar Pétursson, löggiltur fast-
eignasali hjá Eignamiðlun Suður-
nesja, segir fasteignaverð hafa
hækkað á árinu. Hækkanirnar séu
þó ekki jafn miklar og á fyrri hluta
árs í fyrra. „Verðið er að nálgast
Hafnarfjörð. Nýbyggingar eru vin-
sælar og það er beðið eftir raðhús-
unum. Það er helst að stærri íbúðir í
fjölbýli seljist hægar,“ segir Sævar.
Hann segir leigufélagið Heima-
velli orðið ráðandi í verðmyndun á
leigumarkaði á Suðurnesjum.
„Við fylgjum Heimavöllum. Þeir
stýra markaðnum. Leigumarkaður-
inn er mjög góður. Síðasta íbúð sem
við leigðum fór á 2.000 krónur á fer-
metrann,“ segir Sævar.
Seldi blokk til Heimavalla
Umsvif leigufélaga eru að aukast.
Á vefsíðu Heimavalla kemur fram að
félagið áformar að bæta við fjölbýlis-
húsum í útleigu. Meðal þeirra er
Jaðarleiti 8, nýtt fjölbýlishús sunnan
við Útvarpshúsið í Reykjavík.
Samkvæmt fasteignaskrá keypti
C4 ehf., félag í eigu Péturs Stef-
ánssonar, fjárfestis í Lúxemborg,
umrætt fjölbýli af fasteignafélaginu
Skugga í haust fyrir um 779 millj-
ónir króna. Félag hans seldi síðan
húsið til Heimavalla fyrir áramótin á
828 milljónir. Hafði kaupverðið þá
hækkað um rúmar 49 milljónir með
haustinu. Alls 18 íbúðir eru í húsinu.
Bygging þess er langt komin.
Leiguverðið að ná toppi
Guðlaugur Ö. Þorsteinsson, fram-
kvæmdastjóri Leigulistans, hefur
efasemdir um að leiguverð muni
fylgja kaupverði og halda áfram að
hækka. Þvert á móti séu komnar
fram vísbendingar um að leiguverðið
hafi náð toppi. Það birtist í því að
leigusalar slái af leiguverðinu.
Guðlaugur telur að á næstu mán-
uðum muni leiguverð frekar fylgja
launavísitölu en hækkun fast-
eignaverðs. Húsaleiga sé enda fjár-
mögnuð með launum en fasteigna-
kaup að miklu leyti með lánsfé.
Leigufélögin eru orðin ráðandi í verði
Samtök leigjenda spá frekari hækkun leiguverðs Dósent telur að leigjendum muni fjölga frekar
Fasteignasali suður með sjó segir leigufélagið Heimavelli orðið ráðandi í leiguverði á Suðurnesjum
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Jaðarleiti Nýbyggingar við RÚV.
Söluverðmæti íbúða í Jaðarleiti 8
Samkvæmt tveimur kaupsamningum árið 2017
778.859.579 828.000.000
Skuggi ehf. selur C4 ehf.
Kaupverð: 778.859.579 kr.
C4 ehf. selur Heimavöllum
Kaupverð: 828.000.000 kr.
Kaupsamningur
3. október 2017
Kaupsamningur
26. desember 2017
Munur: 49.140.421 kr.
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Vísbendingar eru um að stór leigu-
félög séu orðin ráðandi í leiguverði
íbúða á höfuðborgarsvæðinu.
Ásgeir Jónsson, forseti hagfræði-
deildar Háskóla Íslands, rifjar upp
að leigumarkaðurinn hafi stækkað
mikið í kjölfar hrunsins. Sú breyting
sé á vissan hátt varanleg. Fasteigna-
verð hafi hækkað mikið í fyrra.
„Um leið og það fer að tregðast
með sölu, og fólk er ekki tilbúið að
kaupa á núverandi verði, mun leigu-
markaðurinn sækja aftur í sig verð-
ið. Verðið á mörgum íbúðum sem
eru að koma á markaðinn er alltof
hátt fyrir fyrstu kaupendur. Það
skapar misvægi á markaðnum.
Skortur á framboði, strangari kröfur
um eigið fé og verðhækkanir á hús-
næði gætu farið að þrýsta upp leigu-
verði þegar kemur fram á veturinn.“
Verðið mun ná toppi
Ásgeir bendir á að fyrr eða síðar
muni fasteignaverðið ná toppi.
Margir leigjendur muni telja að
um sinn sé skynsamlegra að leigja.
Þá bendir Ásgeir á að ef fyrstu
kaupendur komast ekki á markaðinn
muni markaðurinn fyrr en síðar
„koðna niður“. Fyrstu kaupendur
séu nauðsynlegur hluti hringrásar.
„Til lengri tíma litið mun sér-
eignastefnan koma til baka. Fram-
boðsskorturinn mun ekki vara enda-