Morgunblaðið - 17.05.2018, Side 39
Þegar Meghan var 11 ára sendi
hún Hillary Clinton, sem þá var for-
setafrú Bandaríkjanna, bréf þar sem
hún lýsti yfir furðu sinni á því að
sjónvarpsauglýsingu um þvottaefni
væri eingöngu beint að konum og að
í henni væri látið í veðri vaka að
staður konunnar væri í eldhúsinu.
Þetta vakti talsverða athygli í
Bandaríkjunum og varð til þess að
auglýsingunni var breytt.
Árið 2003 útskrifaðist hún úr
Northwestern háskólanum með tvö-
falda BA-gráðu í sviðslistum og al-
þjóðasamskiptum. Hún hafði hug á
að verða leikkona og á milli áheyrn-
arprufa vann hún við skrautskrift.
Fyrsta hlutverk hennar á skjánum
var í sápuóperunni General Hospital
árið 2002, síðan tóku við hlutverk í
sjónvarpsþáttunum CSI, 90210,
Castle og Fringe, svo nokkrir séu
nefndir. Einnig lék hún smáhlutverk
í nokkrum kvikmyndum en stóra
tækifærið kom þegar henni var boð-
ið hlutverk Rachel Zane í lögfræði-
dramanu Suits árið 2011. Um það
leyti giftist hún kvikmyndaframleið-
andnum Trevor Engelson en þau
höfðu þá verið par í sex ár. Þau
skildu árið 2013.
Suits urðu geysivinsælir þættir,
frægðarsól Meghan hækkaði og hún
stofnaði lífsstílssíðuna thetig.com
sem varð afar vinsæl. Þar skrifaði
hún um lífsstíl frá ýmsum sjón-
arhornum, valdeflingu kvenna og
hvernig hún sameinaði leikkonu-
starfið og vinnu sína að góðgerð-
armálum. Síðunni hefur nú verið lok-
að eins og reyndar öllum samfélags-
miðlasíðum Meghan.
Hún var ráðgjafi fyrir alþjóðlegu
góðgerðarsamtökin One Young
World og hélt erindi á ýmsum vett-
vangi um femínisma, mansal og jafn-
rétti kynjanna. Til dæmis hélt hún
erindi á Alþjóðadegi kvenna í höf-
uðstöðvum Sameinuðu þjóðanna ár-
ið 2015 um konur í leiðtogahlut-
verkum. Þá hefur hún starfað
talsvert með Jafnréttisstofnun SÞ.
Eftir að tilkynnt var um trúlofun
þeirra Harrys hefur hún látið af
störfum fyrir flest þessara samtaka.
Búist er við því að hún muni láta
jafnréttismál og málefni kvenna til
sín taka þegar hún tekur til starfa á
ný eftir brúðkaupið.
Jæja. Er hann góður maður?
Bent hefur verið á muninn sem er
annars vegar á Meghan, þegar hún
giftist inn í þessa frægustu fjöl-
skyldu heims, og hins vegar Díönu
heitinni prinsessu og Katrínu her-
togaynju af Cambridge og tilvonandi
svilkonu Meghan. Díana var korn-
ung barnfóstra þegar hún giftist
Karli og Katrín var ekki vön sviðs-
ljósinu í upphafi sambands þeirra
Vilhjálms. En það er Meghan aftur á
móti, þó sú fjölmiðaumfjöllun sem
hún fékk sem leikkona sé ekki neitt í
líkingu við þá sem hún fær núna.
„Margir halda að ég sé vön þessu.
En ég hef aldrei verið í slúðurblöð-
unum fyrr en nú, “ sagði hún í viðtali
eftir að samband þeirra Harrys varð
opinbert. „Í byrjun var svo mikið af
rangri umfjöllun að ég las ekkert
sem var skrifað um mig.“
Leiðir þeirra lágu saman í júlí
2016 í matarboði hjá sameiginlegum
vinum í New York. Brúðurin tilvon-
andi sagði í viðtali að hún hefði
vissulega vitað hver hann var, en
hún hefði ekki vitað mikið um hann.
„Ég þekkti lítið til hans. Svo það
eina sem ég spurði vinkonu mína
um, þegar hún sagði að hún vildi að
við tvö hittumst, var: Jæja, er hann
góður maður? Vegna þess að ef hann
hefði ekki verið það, þá hefði ég ekki
haft áhuga á að hitta hann.“
Parið náði vel saman, þau fóru
fljótt að hittast reglulega og í októ-
ber þetta sama ár fengu fjölmiðlar
veður af sambandinu. Skömmu síðar
sendi breska hirðin út formlega yf-
irlýsingu um samband þeirra og bað
þar fjölmiðla um að virða einkalíf
Meghan. Þar sagði að prinsinn ótt-
aðist um öryggi hennar, hann væri
ósammála þeim fullyrðingum að
linnulaust áreiti væri það gjald sem
hún yrði að greiða fyrir að vera í
tygjum við hann og að það væri
„hluti af leiknum“. „Þetta er enginn
leikur – þetta er líf hennar og hans,“
sagði í yfirlýsingunni.
27. nóvember síðastliðinn var svo
tilkynnt um trúlofun þeirra og að
brúðkaup væri í vændum. „Við erum
tvær manneskjur sem eru virkilega
hamingjusamar og ástfangnar. Ég
hef ekkert breyst. Ég er sú sama og
ég var áður,“ svaraði Meghan spurð
um hvaða áhrif það hefði haft á hana
að trúlofast inn í bresku konungs-
fjölskylduna.
AFP
Regent Street í London Víða um Bretland eru götur og torg fánum prýdd í
tilefni af brúðkaupi þeirra Harrys og Meghan sem verður á laugardaginn
AFP
Póstur Gefin hafa verið út frímerki
með myndum af brúðhjónunum.
39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2018
Laugavegur 61 I Kringlan I Smáralind I sími 552 4910 I www.jonogoskar.is
Ýmiskonar varningur merktur brúðhjónunum er kominn á markað vegna
brúðkaups þeirra Harrys og Meghan. Andlit þeirra prýða drykkjarkönnur
og púða, stuttermaboli, sængurföt, sælgæti og diska og brugghús nokk-
urt í Windsor hefur bruggað hátíðabjór í tilefni af brúðkaupinu. Hann
heitir „Windsorhnútur Harrys og Meghan“ eða Harry & Meghan Windsor
Knot og er þar bæði vísað til staðsetningar brúðkaupsins og tiltekinnar
gerðar bindishnúts. Bjórinn er svokallaður Pale Ale og er unninn úr
bresku byggi og bandarískum humlum.
Af öðrum brúðkaupsvarningi má nefna smokka sem seldir eru í for-
láta kassa merktum Crown Jewels eða „Krúnudjásn“. Þegar kassinn er
opnaður hljómar samsuða af bandaríska og breska þjóðsönginum og á
hann er letrað: „Leggstu niður og hugsaðu um England. Prinsinn þinn
mun koma!“
Á vefsíðu framleiðandans segir að um sé að ræða hágæðasmokka
sem bjóði upp á „konunglega skemmtun“.
Konunglegir smokkar, könnur,
krúsir, púðar og Harrybjór
ÝMISKONAR BRÚÐKAUPSVARNINGUR Í BOÐI
Konunglegt Meðal varnings sem framleiddur hefur verið í tilefni brúðkaupsins eru
smokkar sem kallast „Krúnudjásn“. Af öðrum varningi má nefna könnur og púða.
Síðast þegar karlmaður úr bresku konungsfjölskyldunni giftist fráskil-
inni bandarískri konu, þurfti hann að afsala sér krúnunni. Það var Ját-
varður VIII sem það gerði en hann gat ekki hugsað sér lífið án Wallis
Simpson, tvífráskilinnar konu frá Pennsylvaníuríki í Bandaríkjunum og
tók bróðir hans Georg VI, langafi Harrys og faðir Elísabetar drottn-
ingar við konungdómi eftir afsögn hans.
Þetta var árið 1936, síðan þá hefur margt breyst og nokkrir með-
limir fjölskyldunnar eru ýmist fráskildir eða hafa gifst fólki sem á
hjónaband að baki. Karl Bretaprins, faðir Harrys, skildi við Díönu
prinsessu og er nú giftur Camillu hertogaynju af Cornwall sem einnig
er fráskilin. Anna prinsessa föðursystir Harrys er fráskilin og líka
Andrés prins, föðurbróðir hans.
Um hjónabönd meðlima bresku konungsfjölskyldunnar gilda kon-
unglegu hjúskaparlögin (Royal Marriages Act) sem að hluta til eru frá
árinu 1772. Fram til ársins 2013 voru í gildi lög um að meðlimur fjöl-
skyldunnar missti erfðarétt sinn til krúnunnar ef hann eða hún giftist
kaþólskum einstaklingi. Þá giltu einnig fram að þeim tíma lög um að
allir meðlimir fjölskyldunnar þyrftu að fá samþykki hjá þjóðhöfðingja
fyrir ráðahagnum. Núna gildir það ákvæði eingöngu um þá fjölskyldu-
meðlimi sem eru þeir sjöttu fremstu í erfðaröðinni, en það eru í erfða-
röð: Karl Bretaprins, Vilhjálmur prins sonur hans og hertogi af Cam-
bridge, Georg prins, Karlotta prinsessa og Louis prins sem öll eru
börn Vilhjálms og svo Harry prins.
Um síðustu helgi birtist á samfélagsmiðlasíðum bresku hirðarinnar
mynd af skjali sem sýnir formlegt samþykki Elísabetar Englands-
drottningar fyrir brúðkaupi Harrys og Meghan. Skjalið er ritað á
pergament, fagurlega skreytt og staðfest með innsigli hennar hátign-
ar.
Elísabet amma Harrys gaf
samþykki fyrir ráðahagnum
EINU SINNI MÁTTU ÞAU EKKI GIFTAST FRÁSKILDU FÓLKI
Samþykki Skjalið, sem er ritað á pergament, er til staðfestingar um formlegt
samþykki Elísabetar Englandsdrottningar, ömmu brúðgumans, fyrir ráðahagnum.