Morgunblaðið - 17.05.2018, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 17.05.2018, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Þegar þetta erskrifað ersagt að meiri líkur en minni standi til þess að sigurvegarar kosn- inganna á Ítalíu nái saman um nýja ríkisstjórn. Forseti Ítalíu hefur hótað nýjum kosningum klári leiðtogar „flokka lýð- skrumara“ ekki dæmið núna. Glænýir lekar um vænt- anlegan stjórnarsáttmála vöktu mikinn óróleika og jafnvel jarð- skjálfta í Brussel og það þótt helstu talsmenn flokkanna hafi brugðist við og sagt að drögin sem láku hafi breyst mikið síð- ustu tvo dagana. Það voru tvö atriði sem helst vöktu óhug í Brussel. Annað þeirra snerist um kröfu væntanlegrar ríkis- stjórnar Ítalíu um að Seðla- banki Evrópusambandsins (ECB) myndi afskrifa 220 millj- arða evra af skuldum Ítalíu við bankann. Þetta hljómar eins og svimandi upphæðir, en er þó að- eins um 10% af skuldum lands- ins við seðlabankann. En hitt atriðið var um ráða- gerðir nýrrar stjórnar um að draga sig út úr sameiginlegum refsiaðgerðum ESB-landa gegn Rússlandi vegna Úkraínu. Yrði sú reyndin má víst telja að fjöl- mörg ESB-lönd í Austur- Evrópu myndu fylgja þessu for- dæmi. Yrði þessi niðurstaðan má fullyrða að refsiaðgerðirnar yrðu fljótlega úr sögunni. Þegar þessi atriði og fleiri úr væntanlegum stjórnarsáttmála tóku að leka út lækkuðu markaðir í Evrópu nokkuð, en þeir jöfnuðu sig furðu fljótt og styrktust svo í kjöl- farið, sem kom fréttaskýr- endum og fræðimönnum á óvart. Þær skýringar sem helst hafa verið nefndar á þessum óvæntu viðbrögðum mark- aðanna eru þessar: Annars veg- ar það að yfirlýsingar flokks- leiðtoganna sem eru í viðræðum um ríkisstjórn hafi náð að kæla málið og draga úr áhyggjum. Hins vegar svo sú tilgáta að því sé treyst að reynist væntanleg drög enn vera að mestu óbreytt muni þau leiða til uppnáms í flokkunum og ýta undir að stjórnarmyndun renni út í sandinn. Verði sú raunin muni forseti Ítalíu, Sergio Matt- arella, sem er sósíaldemókrati og náinn Renzi, helsta forystu- manns þeirra, standa við sínar hótanir og boða til kosninga. Forsvarsmenn ESB og fjár- festar bindi þá vonir sínar við að misheppnaðrar tilraunir til að mynda stjórn muni draga mjög úr trausti á flokkum „lýð- skrumara.“ Nýjar kannanir sýna hins vegar að þeir flokkar sem sæta þessum uppnefnum eru að minnsta kosti enn sem komið er líklegir til að auka fylgi sitt en ekki minnka það. Það verður því áfram þess virði að fylgjast með þróun mála á Ítalíu, hvernig svo sem þessi pendúll sveiflast. Spennustig ítalskra stjórnmála er enn hátt} Lekar rugga bátum í Róm Kim-feðgarnir,sem stýrt hafa Norður-Kóreu um áratugaskeið, hafa haft lag á að valda uppnámi í næsta nágrenni og jafnvel um víða veröld. Þetta hefur færst í aukana eftir því sem kjarnorkuvopnaframleiðslan hefur náð lengra og eldflaug- arnar sömuleiðis. Kim Jong-un hefur þess vegna valdið miklum áhyggjum víða um heim og stefnubreyting hans fyrir nokkrum vikum var þess vegna ánægjuefni. Hann lýsti sig skyndilega reiðubúinn til að ræða bætt samskipti við önnur ríki og undanskildi ekki viðræður um kjarnorkuvopnin eins og hann hafði áður gert. Svo gerðist það fyrir rúmum sólarhring að Kim virtist snúast aftur og frá stjórnvöldum í Norður-Kóreu bárust yfirlýs- ingar um að þeim yrðu ekki sett þau skilyrði fyrir viðræðum að losa sig við kjarnorkuvopnin. Athygli vakti að meðal þess sem heyrðist úr þessari átt var að harðstjórinn Gadd- afí hefði látið kjarn- orkuvopn Líbýu af hendi og sennilega þykir harðstjór- anum Kim óþægilegt að hugsa til þess hvernig fór fyrir þess- um kollega sínum. Hræðsla við að geta ekki stutt sig við kjarnorkuógnina á eflaust sinn þátt í að Kim er tví- stígandi, en ekki er síður líklegt að þetta nýjasta útspil sé hluti af samningatækni Norður- Kóreu. Og jafnframt viðleitni til að sýna það gagnvart eigin þjóð, einkum hernum, að hann sé harður í horn að taka og geti staðið upp í hárinu á Bandaríkj- unum. Kim áttar sig þó vafalaust líka á því að hann hefur ekkert að bjóða í komandi viðræðum annað en kjarnorkuvopnin. Það eru þau sem aðrar þjóðir óttast og láti hann þau ekki hratt og örugglega af hendi getur hann ekki búist við að Trump semji. Kim Jong-un reynir að styrkja stöðu sína fyrir komandi viðræður við Trump} Orðaskak H inn 9. maí sl. voru sérstakar um- ræður á Alþingi um borgara- laun. Sú umræða var mjög áhugaverð, hvaða skoðun sem fólk hefur á borgaralaunum. Umræða um borgaralaun er nefnilega ekki svo einföld því margar skoðanir eru á því hvað borgaralaun eru eða eiga að vera. Til þess að einfalda þá umræðu er gott að leggja fram ákveðnar þumalputtareglur; borgaralaun munu ávallt þurfa að rúmast innan efnahags- legra marka. Borgaralaun verða aldrei meiri en við höfum efni á. Það þýðir því ekkert að segja, við munum aldrei hafa efni á 300 þús. kr. borgaralaunum fyrir alla og þar af leiðandi séu þau ömurleg hugmynd. Klassískt dæmi um strámann. Önnur rök sem heyrast oft og mig langar sérstaklega til þess að vekja at- hygli á í þessum pistli eru rökin um nýju störfin. Ein af ástæðunum fyrir því að ýmsir leggja til að tekin séu upp borgaralaun er að störf eru að úreldast og vélar sinna þeim í staðinn. Því er yfirleitt svarað með einhverju eins og að ný störf skapist alltaf í staðinn fyrir gömlu störfin. Þessi rök komu meðal annars fram í ræðu for- sætisráðherra. Sögulega séð er þetta alveg rétt. Það koma ný og fleiri störf í staðinn fyrir þau gömlu. Það er hins vegar önnur vídd á sögunni sem er ekki tekin til greina, það er ending nýrra starfa. Þegar nýtt starf verður til þá er ekkert sem segir til um að það starf verði til að eilífu. Það er réttara sagt allt sem segir að það starf muni að lokum einnig úreldast, og það sem er mikilvægara, nýja starfið mun úreldast miklu hraðar en gamla starfið sem það tók við af. Næsta starf eftir það endist enn skemur og svo framvegis. Breytingarnar eru jafnvel enn hraðari ef tek- ið er tillit til þeirra breytinga sem verða inn- an starfsgreina, það er til dæmis allt öðruvísi starf að vera múrari í dag en fyrir 50 árum þótt starfsheitið og afurðin séu sambærileg þá er handavinnan allt öðruvísi. Við búum nú í síbreytilegum heimi, og þar af leiðandi síbreytilegu samfélagi. Þessi stað- reynd er nýtilkomin í mannlegu samfélagi. Það eru nefnilega ekki svo mörg ár síðan heimurinn sem fólk dó frá var eins og heim- urinn sem það fæddist í. Í dag er gríðarlegur munur á því samfélagi sem afar okkar og ömmur ólust upp í og því sem við höfum núna. Það er því ekki nema eðlilegt að við forðumst breytingar, þær hafa aldrei verið stöðugur hluti af samfélagi okkar hingað til. Áður var hægt að velja sér ævistarf. Í dag getur enginn giskað á hvort það starf verði til eftir 20 ár. Þessar breytingar hafa allar verið góðar. Það er minna stríð en áður, minni fátækt, lengra líf og betri heilsa. Ég veit ekki um neinn sem er tilbúinn að segja að við verðum nú að fara hætta þessum framförum (breytingum). Þess vegna ræðum við um borgaralaun. bjornlevi@althingi.is Björn Leví Gunnarsson Pistill Ending starfa Höfundur er þingmaður Pírata. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Innleiðing á nýjum lögum umpersónuvernd mun kalla á nýttog bætt verklag um persónu-vernd og hafa veruleg áhrif á alla stjórnsýslu sveitarfélaga og leiða til umtalsverðs kostnaðarauka,“ segir á minnisblaði sem Sigurður Á. Snæv- arr, sviðsstjóri hjá hag- og upplýs- ingasviði Sambands íslenskra sveit- arfélaga, hefur tekið saman um kostnað sveitarfélaga af nýjum lögum um persónuvernd. Gera má ráð fyrir að frumvarpið verði lögfest í sumar með innleiðingu nýju Evrópuregln- anna um persónuvernd. Á minnisblaðinu sem lagt var fram á seinasta stjórnarfundi sam- bandsins í lok apríl er m.a. fjallað um mögulegar afleiðingar af þungum sektarákvæðum sem er að finna í væntanlegum lögum. Dagsektir og stjórnvaldssektir geta numið allt að 200 þús. kr. á dag. Að hámarki getur Persónuvernd lagt á stjórnvaldsektir sem nema allt að 2,4 milljörðum kr. eða 4% af veltu, hvort heldur er hærra. Gæti verið sjö milljarðar „Heimild Persónuverndar til að leggja á stjórnvaldssektir nær til fyr- irtækja og til stjórnvalda og stofnana sem falla undir stjórnsýslulög, þ.m.t. sveitarfélög. Hér er um að ræða heimild til að leggja á gífurlega háar sektir. Sem dæmi má hér nefna að velta Reykjavíkurborgar (samstæðu A- og B-hluta) er 177 [milljarðar kr.] og 4% af þeirri fjárhæð losar 7 [millj- arða kr.] Miðlungsstór sveitarfélög á borð við Hornafjörð, Hveragerði eða Fjallabyggð eru með árstekjur um 2,7 [milljarða kr.] og Persónuvernd gæti lagt á þau allt að 110 [milljóna kr.] sekt,“ segir á minnisblaðinu. „Álagning ofursekta af þessu tagi á sér engin fordæmi gagnvart opinberum aðilum. Beiting þeirra myndi sliga sveitarfélög og afleiðing þessa væri að skera þyrfti niður þjón- ustu og eftir atvikum og aðstæðum bitna á skattborgurum. Hefur sam- bandið eindregið lagt til að fallið verði frá þessum áformum,“ segir enn- fremur. Fram kemur að fjölmörg atriði í frumvarpsdrögunum séu mjög óljós og mat á kostnaði sveitarfélaga vegna væntanlegra laga því mikilli óvissu háð. Vikmörk leika þar á hundruðum milljóna króna. Flest sveitarfélög eru nú í óða- önn að undirbúa að takast á við ný lög um persónuvernd en fram kemur á minnisblaðinu, sem dagsett er 26. mars sl., að þau eru komin mislangt í undirbúningnum. Þau hafa farið mis- munandi leiðir, sum hafa gert samn- inga við utanaðkomandi ráðgjafa, s.s. lögmannsstofur, en önnur reiða sig á vinnu eigin sérfræðinga og þurfa að bæta við stöðugildum. Reynt er að bregða máli á hugsanlegan kostnað við undirbún- inginn og árlegan rekstrarkostnað til frambúðar. 8.500 klukkustunda vinna Er t.a.m. reiknað með um 30 ársverkum vegna ráðninga verkefn- isstjóra og heildarkostnaðurinn gæti numið 370 milljónum kr. Kortleggja þarf vinnslu gagna í sveitarfélögum og setja upp vinnsluskrár. Reiknað er með að þessi verkþáttur krefjist 8,5 þúsund klst. í aðkeyptri sérfræði- vinnu og að heildarkostnaðurinn gæti orðið um 230 milljónir kr. fyrir sveit- arfélögin. Alls er talið að kostnaður við undirbúning sveitarfélaganna verði um 815 milljónir kr. en það er þó mikilli óvissu háð og hann gæti legið á bilinu 680 til 980 millj. kr. ,,Hér er um að ræða verulegar fjár- hæðir, eða sem nemur 0,2% af áætl- uðum tekjum sveitarfélaga 2018, samstæðu A- og B-hluta.“ Ofursektirnar myndu sliga sveitarfélög Morgunblaðið/Hari Reglur um persónuvernd Vænta má þess að kostnaður við undirbúning sveitarfélaganna verði talsvert á þriðja þúsund kr. á hvern Íslending. Viðbúið er að kostnaður sveit- arfélaga verði mestur á fyrstu tveimur árunum eftir gildistöku persónuverndarlaganna. Á minnisblaði Sambands ísl. sveitarfélaga er gert ráð fyrir að skipa þurfi 14 persónu- verndarfulltrúa. Kostnaður vegna þeirra gæti orðið um 230 milljónir. ,,Búast má við að verkefni persónuverndarfull- trúa verði ærin við afgreiðslu beiðna fyrsta árið og að mikið álag verði jafnframt á lykilmenn á þeim sviðum sveitarfélaga sem sýsla hvað mest með persónu- upplýsingar. Til þess að mæta þessu mætti reikna með ½ stöðugildi fyrir hvert embætti persónuverndarfulltrúa fyrstu 1-2 árin,“ segir þar. Árlegar öryggisprófanir þurfa að fara fram og sveitarfélög að koma sér upp hugbúnaðar- lausnum. Samantekinn rekstr- arkostnaður á hverju ári er áætlaður um 390 milljónir kr. Talinn 390 milljónir á ári REKSTRARKOSTNAÐUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.