Morgunblaðið - 17.05.2018, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 17.05.2018, Qupperneq 45
45 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2018 Loftslagsbreytingar af manna- völdum eru hnattrænn umhverf- isvandi enda virðir mengun engin landamæri. Vitundarvakning á þessu sviði hefur meðal annars leitt til stórfelldra framfara í framleiðslu vistvænna bifreiða, bæði varðandi notkun á vistvænni orku og notkun áls til að létta bílana. Kostir um- hverfisvænni bíla eru ótvíræðir, þeim fylgir ekki aðeins umhverf- islegur ávinningur heldur líka fjár- hagslegur því að orkan sem knýr þá er ódýrari. Það á sérstaklega við hér á Íslandi þar sem allt rafmagn er framleitt með sjálfbærum hætti. Undanfarin ár hafa stjórnvöld ýtt undir áframhaldandi vistvæna þró- un með því að leggja virðisauka- skatt niður af rafknúnum bílum, auk þess sem vörugjöld af bensín- og dísilknúnum bifreiðum eru breytileg eftir skráðri losun koltví- sýrings ökutækisins. Umræðan í dag beinist í áttina að rafbílavæð- ingu, en með hliðsjón af miklum framförum í þróun bensín- og dís- ílvéla er útlit fyrir að þær muni gegna mikilvægu hlutverki við að draga enn frekar úr mengun. Styttist í tvo milljarða öku- tækja Á annan milljarð ökutækja er í heiminum og mikil aukning er á sölu í þróunarlöndum. Með áfram- haldandi vexti styttist í að tveir milljarðar ökutækja verði í umferð, þar af rúmlega helmingurinn fólks- bílar. Jörðin okkar nálgast því tíma- mót þar sem reynt verður á þol- mörk hennar, að hluta til vegna mengunar úr- eltra bílvéla. Ábyrgð kallar á aðgerðir. Frá upphafi hefur loftmengun verið þekktasti vankantur bifreiða, en ekki sá eini. Á nítjándu öld skildu úreltir bílar eftir sig úrgangsefni, göml- um hjólbörðum var brennt í milljónatali og þungmálmar úr raf- hlöðum skiluðu sér til hafsins. Þrátt fyrir þetta neikvæða vistspor hafa bílar gegnt veigamiklu hlutverki í þróun mannkyns og eru nauðsynlegir til að viðhalda þeim lífsstíl og efnahag sem við þekkjum í dag. Hér á landi eru bifreiðar ein af forsendum efna- hagslegra framfara, þær eru til dæmis mjög mikilvægar í dreifingu ferðamanna um landið, auk þess sem mikið landrými á Íslandi leyfir okkur að búa á rýmri máta en flest- um öðrum vestrænum þjóðum. Bif- reiðar veita okkur einnig persónu- legt frelsi, sveigjanleika og þægindi umfram það sem almennings- samgöngur eða reiðhjól bjóða upp á, þó þessir samgöngumátar eigi full- komna samleið með bíleigandanum. Aðhald Evrópusambandsins Frá 1992 hefur Evrópusambandið sett fram reglugerðir með það markmið að auka loftgæði, sem þýð- ir að bílaframleiðendur þurfa að mæta ströngum Evrópustöðlum til þess að halda koltvísýringi og nít- uroxíðmengun niðri. Þökk sé þess- um stöðlum hafa orðið miklar framfarir í þró- un bensín- og dísilvéla. Sem dæmi losar dís- ilbíll með Euro 6- vottun eingöngu 0,08 grömm af níturoxíði á kílómetra, sem er einn tólfti af því sem var árið 1992 þegar stað- allinn var fyrst kynnt- ur til sögunnar. Við bætist að nýjustu dís- ilbílarnir er útbúnir sérstökum síum sem fjarlægja að miklu leyti útblásturs- efni er valda svif- og reykmengun. Losun dísilvéla á níturoxíði er orð- inn það lítil að það styttist í að slík mengun heyri sögunni til. Þessari framfarir marka kaflaskil í sögu dísilvéla þar sem nýjustu dís- ilvélar eru ekki lengur hluti vand- ans heldur lykill að lausn hans. Framtíðin felst í því að minnka út- blástur koltvísýrings enn frekar en miklar framfarir hafa nú þegar átt sér stað. Dísilbílar með Euro 4-6 vottun mega eingöngu losa 0,50 grömm af koltvísýringi á kílómetra en bifreið með Euro 1 staðli mátti losa 2,2 grömm á kílómetra árið 1992. Minnkunin er því rúmlega sexföld. Allir nýir bílar sem skráðir eru á Íslandi í dag verða að uppfylla Euro 6-staðalinn. Ýmsir bíla- framleiðendur munu frá því í sept- ember 2018 uppfylla enn ríkari staðal, Euro 6d-staðalinn, sem setur fram enn frekari kröfur um hreinan akstur, og það allt að ári áður en staðallinn verður skylduviðmið. Val og ábyrgð bílnotenda Með því að farga gömlum bílum, sem ná einungis að uppfylla Euro 1-3-staðla og endurvinna þá geta neytendur spornað við skaðlegum útblæstri og stuðlað þannig að minni gróðurhúsaáhrifum og betra andrúmslofti. Bílaumboð hér á landi bjóða til dæmis upp á slíka þjón- ustu, þar sem bíleigendur geta látið farga eldri bílum til endurvinnslu og fengið inneign til kaupa á vistvænni og sparneytnari Euro 6-bíl í stað- inn. Finnar hafa stigið þetta skref af fullum krafti og miklu þéttar en við Íslendingar, en gegn förgun eldri bíls, þá greiða finnsk stjórn- völd innborgun fyrir viðkomandi bíl- eiganda inn á nýjan, sparneytnari og hreinni bíl, til móts við bílgrein- ina sjálfa sem leggur til þátttöku á móti. Mörg önnur lönd hafa farið þessa leið til að flýta endurnýjun bílaflotans með hreinni bílum sem um leið eru miklu öruggari og spar- neytnari. Meðalaldur bíla á Íslandi er nú um 12 ár og einn sá hæsti í Evrópu. Með hjálp nýjustu og öflugra um- hverfisstaðla og þróunarvinnu bíla- framleiðenda losa bílar eingöngu um 4% prósent af heildar koltvíox- íðútblæstri (CO2) á Íslandi í dag. Það hlutfall mun væntanlega lækka enn frekar næsta áratuginn með áherslu stjórnvalda á orkuskipti og lágmarksmengun bifreiða í sam- göngum. En þrátt fyrir jákvæða þróun hefur aldrei verið mikilvæg- ara að bifreiðanotendur séu meðvit- aðir um hvaða staðli bíllinn þeirra fylgir og taki ábyrgar ákvarðanir um framtíðina í kjölfarið. Að sama skapi er mikilvægt að stjórnmálamenn sem tala fyrir Borgarlínu og umhverfisvænni bíla- flota, tali af ábyrgð og þekkingu. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar ritar grein í Morgunblaðið föstudaginn 11. maí. Hún segir það óhrekjanlega stað- reynd að bíllinn sé mesti sökudólg- ur mengunar hér á landi og sé upp- runi mestrar losunar kolefnis. Ljóst er að hún hefur ekki kynnt sér mál- in nægjanlega vel. Af lestri grein- arinnar má sjá að þingmaðurinn gerir sér líklega ekki grein fyrir því að nýir bílar, hvort sem þeir eru knúnir rafmagni, bensín, dísil eða blöndu af þessum orkugjöfum eru miklu hreinni en bílar sem voru skráðir fyrir einum eða tveimur áratugum síðan, og þeim mun síður gerir hún sér grein fyrir að bifreið- ar hér á landi, þótt gamlar séu, skila aðeins 4% af þeim koltvíoxíðút- blæstri (CO2) sem við landsmenn skilum út í andrúmsloftið, eins og kom fram í svari umhverfisráðherra á Alþingi árið 2015. Eftir Jón Trausta Ólafsson »Kostir umhverf- isvænni bíla eru ótvíræðir, þeim fylgir ekki aðeins umhverf- islegur ávinningur held- ur líka fjárhagslegur. Jón Trausti Ólafsson Höfundur er formaður Bílgreinasambandsins og framkvæmdastjóri Öskju. Hreinni bílar – lykill að lausninni Þegar litið er yfir farinn veg í rekstri Seltjarnarnesbæjar geta sjálfstæðismenn verið stoltir. Ekki að- eins á Nesinu heldur um land allt. Seltjarn- arnes er frábært dæmi um skyn- samlegan rekstur bæjarfélags. Hér eru skattar og skuldir með því lægsta sem gerist. Álagning útsvars er t.d. 13,7% hér en 14,52% í Reykjavík, sem er raunar hámarksútsvar enda vinstrimenn við völd þar undir for- ystu Samfylkingarinnar. Þetta skiptir auðvitað miklu máli. Samt sem áður er þjónustustigið hér mikið mun hærra, og reyndar með því hæsta á landinu í öllum mála- flokkum og ánægja íbúa eftir því. Ómakleg gagnrýni Í dag er sótt að okkur sjálfstæð- ismönnum á Seltjarnarnesi úr ýms- um áttum. Óvæntum líka. Helsta gagnrýnin er hversu lengi flokk- urinn hefur verið við völd. Það eru einkennileg rök þegar vel gengur. Einnig er gagnrýnt hversu þjón- ustustigið er hátt og lítill afgangur er af rekstri bæjarins, sem sveiflast eftir atvikum. En undir forystu Sjálfstæðisflokksins hefur tekist að bjóða íbúum Seltjarnarness úrvals- þjónustu með lágum sköttum og álögum og erum við stolt af því. Skuldahlutfallið er með því lægsta á landinu og sterkar stoðir eru í grunnrekstri bæjarins. Stækkun íþróttamiðstöðvar, sem Reykvík- ingar kosta 2/3 hluta af, og bygging hjúkrunarheimilis, sem ríkið borg- ar 85% af auk alls rekstrarkostn- aðar eru enn fremur hluti af gagn- rýninni. Ef þetta eru helstu gagnrýnisefnin er ekki mikið sem bjátar á hjá okkur á Nesinu. Vaxandi vinsældir Fyrir síðustu kosn- ingar ritaði ég grein um vinsældir Sel- tjarnarness hjá barnafjölskyldum. Ekki óraði mig þá fyr- ir hvað hefur síðan gerst. Svefnbærinn er bókstaflega að fyllast af barnafjölskyldum. Á sama tíma rituðu fulltrúar minnihlutans um að hér væri allt ómögulegt. Sem betur fer hlustuðu fáir. Þeir eru að minnsta kosti hér sjálfir ennþá. Hér er ekki ódýrt að festa kaup á húsnæði, enda eftirspurn úr öllum sveitarfélögum, ekki síst úr Reykjavík þar sem ríkir ófremdarástand í leiksskólum, grunnskólum og frístundamið- stöðvum. Það eru gleðifregnir hve Seltjarnarnesbær er vinsæll og því ber að fagna. Til skemmri tíma út- heimtir það fjárfestingu í innviðum en á móti koma nýir skattgreið- endur sem taka þátt í að viðhalda háu þjónustustigi á skynsamlegum kjörum. Stefnan er skýr og metnaðarfull Þrátt fyrir töluverða uppbygg- ingu ætlar Sjálfstæðisflokkurinn ekki að hækka skatta. Flokkurinn ætlar þvert á móti að nýta svigrúm til skattalækkana. Viðmiðunar- aldur tómstundastyrkja verður lækkaður niður í fimm ára aldur úr sex. Nýr leikskóli mun rísa, enda Sólbrekka úr sér gengin. Allt stefnir í yfir 10% fjölgun barna á leikskólunum frá því í fyrra miðað við sama inntökualdur, 14 mánaða. Það er lægra en víðast hvar annars staðar. Með nýjum leikskóla er stefnt á 12 mánaða inntökualdur. Öryggis- og umferðarmál verða sett í forgang. Áhersla verður á eflingu Strætó og að ekki verði þrengt meir að einkabílnum en nú þegar er búið að gera. Sjálfstæð- isflokkurinn á Seltjarnarnesi hef- ur tekið skýra afstöðu varðandi Borgarlínuna sem er í dag óraun- hæf hugmynd. Umhverfismál og vestursvæðin hafa ávallt verið í öndvegi hjá okkur og sérstök áhersla verður á að hlúa vel að eldri borgurum sem er hratt stækkandi hópur í samfélaginu. Gerum lífið enn betra Ég þekki engan Seltirning sem vill búa í öðru sveitarfélagi. Ástæðan fyrir því er einföld. Hér hefur okkur tekist að byggja upp svo eftirsóknarvert samfélag að önnur sveitarfélög líta hingað öf- undaraugum. Þetta hefur tekið marga áratugi og allan þann tíma hefur bærinn verið undir öruggri forystu Sjálfstæðismanna. Í kosn- ingunum 26. maí óska Sjálfstæð- ismenn eftir traustum meirihluta til að hér verði áfram eitt eftir- sóknarverðasta bæjarfélag lands- ins. Við heitum því að gera enn betur – gera lífið enn betra. Til- raunastarfsemi í breytingastjórn- un úr þekktri formúlu getur reynst bæjarbúum dýrkeypt. Kjósum áframhaldandi lífsgæði, ábyrgð og festu. Eftir Magnús Örn Guðmundsson »En undir forystu Sjálfstæðisflokksins hefur tekist að bjóða íbúum Seltjarnarness úrvalsþjónustu með lág- um sköttum og álögum og erum við stolt af því. Magnús Örn Guðmundsson Höfundur er viðskiptafræðingur og skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðis- manna á Seltjarnarnesi. Lífsgæði, ábyrgð og festa á Nesinu Þrjú stórmál skipta fólkið í Reykjavík miklu máli: Greiðar samgöngur, húsnæði og laun. Við kynntum lausnir í þessum mál- um út við Örfirisey í gær ásamt fjár- málaráðherra, Bjarna Benediktssyni. Með þessum skynsömu lausnum mun Reykjavík dafna og styrkjast á ný. Leysum um- ferðarhnútana Við setjum Sunda- braut á dagskrá en með henni munu tafir í Ártúnsbrekkunni hverfa. Við viljum fækka 3-4 hættu- legum gatnamótum á borð við Bústaðaveg, Kringlumýrarbraut, Grensásveg og Háa- leitisbraut. Við viljum bæta sérakreinar fyr- ir strætó og stuðla að samfloti fyr- ir þrjá í bíl. Laga ljósastýringar og auðvelda hleðslu fyrir raf- magnsbíla í fjölbýli. Borgin hefur ekki lagt áherslu á þessi mik- ilvægu mál sem verða sett í for- gang ef við komumst í meirihluta. Byggjum upp á Keldum Á sama tíma og Garðabær hefur dafnað og leyst til sín Vífilsstaða- landið hefur Reykjavík ekkert klárað á Keldum. Þetta mikla land er síðasta stóra svæðið sem liggur vel að samgönguæðum. Við ætlum að skipuleggja Keldur fyrir stofn- anir, fyrirtæki og heimili. Hægt væri að koma 20 spítölum fyrir á Keldum, svo stórt er landið. Und- anfarin ár hafa stofnanir og fyrir- tæki farið frá Reykjavík. Íslands- banki flutti í Kópavog og WOW er á leiðinni þangað. Sýslumað- urinn á höfuðborg- arsvæðinu er kominn í Kópavog og það er lýsandi fyrir ástandið að Reykvíkingar þurfa að fara í Kópa- vog til að kjósa utan- kjörfundar. Að óbreyttu munu fleiri fara, en með Keldum getum við boðið frá- bærar lóðir fyrir þessa mikilvægu að- ila. Þessi uppbygging mun jafna skipulags- hallann sem er í borginni þar sem um- ferðin er stífluð í aðra áttina alla daga vikunnar. Lækkum skatta á launafólk Á sama tíma og margir knýja á kaup- hækkun rukkar Reykjavík hæstu skatta á launafólk af öllum sveita- félögum á höfuðborgarsvæðinu. Þessu viljum við breyta. Við ætl- um að lækka útsvarið úr 14,52% í 13,98% í fjórum skrefum á fjórum árum. Með þessu fær fólkið í borginni meira í vasann og Reykjavík verður samkeppnishæf á ný. Það er með ólíkindum að langstærsta sveitarfélagið skuli ekki geta nýtt hagkvæmni stærð- arinnar. Hér ættu að vera lægstir skattar og besta þjónustan. Allt of lengi hefur höfuðborgin dregist aftur úr nágrönnum sínum og því þarf að snúa við. Það er kominn tími á breytingar. Endurræsum Reykjavík Eftir Eyþór Arnalds » Það er með ólíkindum að langstærsta sveitarfélagið skuli ekki geta nýtt hagkvæmni stærðarinnar. Hér ættu að vera lægstir skattar og besta þjónustan. Eyþór Arnalds. Höfundur er borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.