Morgunblaðið - 17.05.2018, Síða 58

Morgunblaðið - 17.05.2018, Síða 58
Glæsilegur réttur Andri Björn Jónsson, yfirkokkur á Tryggvaskála stóð sig með stakri prýði og galdraði fram gómsætan rétt. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Þóra Sigurðardóttir thora@mbl.is Að þessu sinni er það Andri Björn Jónsson, yfirkokkur á Tryggvaskála á Selfossi, sem tók áskoruninni. Andri stendur fyllilega undir væntingum eins og við var að búast og býður hér upp á hörpuskel með mango chorizo salsa á grilluðu brauði. Þetta er rétt- ur sem ruglar skemmtilega í bragð- laukunum. Hreinasta afbragð og við hvetjum ykkur að sjálfsögðu til að prófa þessa dýrindis uppskrift. Mangó salsa Uppskrift fyrir tvo 1 stk mangó 100 gr chorizo 1 stk skalottlaukur 1 stk lime (safi og börkur) 1 stk rauður chilli salt Mangóíð er skrælt og síðan skorið í þunna strimla á lengdina, skalott- laukurinn og chilli saxað fínt, chorizo pylsan tekin í littla teninga og lime rifið yfir. Smakkað til með salti og lime-safanum. Hörpuskel salt sykur lime (börkur) Hörpuskelin látin liggja í salti, sykri og lime-berki í 10 mínútur. Grillað brauð Brauð skorið í ca. 2 cm sneið, svo er það næst grillað vel á báðum hliðum og ristað svo í ofni. Hin æsispennandi áskorendakeppni Fimm eða færri heldur áfram en í henni keppast færustu matreiðslumenn landsins við að reiða fram rétti sem innihalda fimm innihaldsefni eða færri. Undanþága hefur verið veitt á kryddi og þetta er svo sem ekki háheilagt. Markmiðið er hins vegar að fá hina miklu meistara til að galdra fram mat sem hinn almenni hversdagskokkur ræður við. Hörpuskel með mangó chorizo salsa á grilluðu brauði Sælkeraréttur Hörpuskel með mangó chorizo salsa á grilluðu brauði. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2018 Nýmalað! „Það skiptir mestu máli að kaffi sé nýmalað. Því mæli ég með að fólk kaupi kvörn til að mala baunir heima. Mjólkin! Khadija sjálf er hrifnust af haframjólk (til er sérstök freyði- haframjólk frá Oatly) eða nýmjólk. Því stendur hún í ströngu þessa dagana til að finna út hvernig hún getur komið haframjólk með sér í heimsmeistarakeppnina í Amst- erdam. Beint úr ísskápnum. Ef freyða á mjólk heima skiptir máli að hún sé köld, helst beint úr ísskápnum því þá freyðir hún betur. Kaffið sjálft. Khadija mælir með að fólk prófi sig áfram með mis- munandi kaffitegundir í stað þess að kaupa alltaf það sama af göml- um vana. „Mitt uppáhalds kaffi er Kenya Zahabu eða Gvatemala El Injerto.“ Leyniráð til að laga betra kaffi Khadija Ósk Sraidi, kaffibarþjónn hjá Kaffitári, vann nýverið Íslandsmeistarakeppni kaffibarþjóna og keppir fyrir hönd Íslands í júní í heimsmeistara- keppninni í Amsterdam. Kahadija er því fullkominn kandídat í að svara spurningum um hvernig skuli laga betra kaffi heima fyrir. Ljósmynd/Kaffitár Frumleg! Khadija Ósk er afar frum- leg og fær, enda Íslandsmeistari. bestalambid.isBeztu uppskriftirnar okkar Enn einn dagur í Paradís Bez t á nau tið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.