Morgunblaðið - 17.05.2018, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 17.05.2018, Blaðsíða 62
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2018 Dóra Magnúsdóttir dora@mbl.is Það er mikil framkvæmdastemning í Úlf- arsárdalnum þegar blaðakona ekur um hverfið í leit að réttu húsi. Vorsól skín í heiði – í dalnum sést einmitt vel upp í heiði – það er kalt í lofti og húsin eru ýmis skjannahvít í sólskininu eða steypugrá. Ómáluð ennþá. Það eru stillansar, stór húsagler í pakkningum, byggingarkranar, steypubílar, krakkar á hjólum á gangstétt- unum og iðnaðarmenn í neongulum vinnu- göllum að sýsla, klára hús. Fjölmörg hús eru þó löngu tilbúin. Eða eins og hægt er að vera löngu tilbúin í svona nýju hverfi. Til dæmis hús hjónanna Sólveigar Maríu Svav- arsdóttur og Jóns Heiðars Hannessonar en þau fluttu inn árið 2011. „ Við vorum heppin, keyptum fokhelt á réttum tíma,“ segir Sólveig og blaðakona tekur undir að þau eru heppin með húsnæði. Gullfallegt hús með dásamlegt útsýni í nýju hverfi sem þýðir að það eru margir leik- félagar í öllum nálægum húsum fyrir börn hjónanna, þau Steindór Sólon sem er 13 að verða 14, Ísold Svövu sem er átta að verða níu, Bjarma Sæ fjögurra ára og litla barnið Maísól Mirru sem er eins að verða tveggja. Hollenska au-pair stúlkan Pia Staigis býr einnig hjá fjölskyldunni og hefur gert sl. fjóra mánuði en hennar vist lýkur í byrjun júlí. Ekki mál gleyma Schnauzer-tíkinni Öldu sem tók glaðhlakkaleg á móti blaða- konu og vill augljóslega vera vinkona allra. Ekkert stress Í hverfinu þar sem Sólveig og Jón Heiðar búa ásamt börnum sínum er mörgu lokið en einnig margt sem á eftir að verða. Sama á við um lífið hjá þessari stóru fjölskyldu, ým- islegt að baki en margt spennandi fram- undan. Tveggja ára afmæli um næstu helgi auk þess sem unglingurinn verður fermdur. Alltaf líf og fjör – en samt aldrei stress. Sem er kjarni málsins hjá þessari fallegu fjölskyldu og beinlínis leiðarljós; ekkert stress. Sólveig er heimavinnandi húsmóðir og sjómannskona, sem þýðir augljóslega að Jón Heiðar er sjómaður, en hann er yfirvélstjóri á uppsjávarskipinu Venusi. -Veldur það ekki oft ákveðnum erf- iðleikum og álagi eiginkonu í landi að eiga mann úti á sjó? „Jú, en það fylgja þessari stöðu líka margir kostir. Og þegar maður vegur kost- ina og gallana þá er þetta besta staðan fyrir okkur. Ég er menntaður grunnskólakennari en vel að vinna heima til að geta sinnt börn- unum sem allra best.“ -Nú er það ekki algengt að íslenskar kon- ur séu heimavinnandi, færðu stundum at- hugasemdir frá fólki? „Já, það kemur alveg fyrir. Þjóðfélagið gerir ráð fyrir að báðir foreldrar vinni utan heimilis og einhvern veginn að fólk, ekki síst konur, geri alveg ótrúlega marga hluti í einu. Það er mér hjartans mál að rjúfa þennan staðal. Ég hef alveg lent í því hálf- partinn að afsaka mig en er að æfa mig að segja: „Já, er heimavinnandi“ og sleppa orð- inu „bara“. Hinsvegar pæli ég ekki í því í dag hvað öðrum finnst, þó ég hafi gert það áður.“ Sólveig og Jón Heiðar sáu að sjómanns- lífið hefur þá kosti helsta að þegar Jón Heiðar er heima, þá er hann á staðnum fyr- ir börnin og ekki með hugann við eitthvað annað, eða komandi heim kl. sjö að kveldi eins og þegar hann vann í landi. „Þannig er gæðatíminn sem hann fær með fjölskyld- unni og við með honum bæði lengri og betri. En auðvitað er það stundum erfitt þegar hann er í burtu,“ segir Sólveig. Oft erfitt að kveðja börnin og fara út á sjó Jón Heiðar tekur undir að þetta fyr- irkomulag hafi sína kosti en honum þyki enn stundum erfitt að fara frá heimilinu og börnunum. Til dæmis þegar þau eru leið og gráta þegar pabbi fer og svo er erfitt að vera í burtu sérstaklega ef einhver á af- mæli, er veikur og þess háttar. Einnig var mjög erfitt að fara frá börnunum þegar þau voru rétt nýfædd, nokkurra vikna gömul. En þetta lærist eins og annað, að aftengja sig andlega frá heimilinu og sinna vinnunni á sjónum þó hugurinn leiti vissulega oft heim. Jón Heiðar vinnur þrjár vikur og er heima í þrjár vikur og Sólveig segir að lífið sé svolítið lagskipt. Auðvitað sé það mjög mikil vinna að vera ein með börnin þegar hann er á sjónum, sem er ein helsta ástæð- an fyrir því að þau fengu au-pair stúlkuna Píu inn á heimilið. Við lögðum upp með að hún myndi vinna frekar mikið þegar Jón Heiðar er á sjónum en hinsvegar fær hún gott frí þegar hann er heima og hefur getað nýtt tækifærið til að ferðast. Hún tekur undir það, segist hafa séð heilmikið af land- inu og hafi fengið foreldra sína í heimsókn frá Hollandi til að ferðast. Pia segir að sér finnist helsti munurinn á þeirri fjölskyldu sem hún dvelur hjá og fjöl- skyldum sumra vinkvenna sinna á Íslandi sem einnig eru au-pair að börnum Sólveigar og Jóns Heiðars sé einfaldlega meira sinnt. Þau eru meira úti, það er minni skjátími, meira leikið og hlustað á þau og þau fá meiri athygli. „Við leyfum börnunum minni skjátíma þó svo við bönnum hann ekki alveg og unglingurinn fær alveg að fara í símann sinn. En fyrsti kosturinn hjá foreldrum er bara svo oft að láta börnin fá tækin því það er svo auðvelt og fólk er svo upptekið og þreytt. Hjá okkur er þetta síðasti kosturinn því það er svo margt annað sem þau geta gert. Til dæmis um helgar þá fara litlu börnin út eftir morgunmat frekar en að það sé kveikt strax á sjónvarpinu,“ segir Sól- veig. „Við leggjum gríðarlega mikið uppúr því að vera til staðar fyrir börnin og höfum allt- af gert. Með því að fá aðstoð inn á heimilið fæ ég meiri tíma til að sinna börnunum og nota minni tíma í þvotta og önnur heim- ilisstörf. Og það er líka ástæðan fyrir því að ég vinn ekki úti, ég vil geta sinnt börnunum mínum og mér finnst oft mjög mikilvægt að gera minna og njóta þess sem við gerum saman.“ Gera allt með börnunum Yngri börnin tvö eru í leikskóla en þó bara til kl. 14.00 mest 15.00 á daginn og þegar pabbi er heima er svigrúm til að leyfa þeim að sleppa við leikskólann. „Við viljum fá að gera hlutina á okkar hraða og leggjum einfaldlega mest upp úr því í lífinu að gera allt með börnunum. Þau eru alltaf hjá okk- ur, hvað sem við erum að gera. Hvort sem við erum að sýsla hérna heima, vinna í garð- inum eða eitthvað annað, þá eru þau alltaf með okkur. Þannig að þetta er eitthvað sem við vorum alveg samstillt inn á frá upphafi, og þó við séum afar ólík erum við með mjög áþekkar hugmyndir um uppeldi og að börn- in eru alltaf númer eitt, tvö og þrjú.“ Sólveig segir líka að þau leggi líka mikið upp úr því að rútína barnanna raskist ekki þegar pabbi þeirra kemur heim, það er ekk- ert farið út í búð og keypt nammi og allt leyst upp í kæruleysi. Hún segir að Jón Heiðar sé eiginlega strangari en hún með þetta atriði. „Það skiptir mig líka mjög miklu mál að fá andrými þegar Jón Heiðar kemur heim, geta verið ein og farið aðeins út af heimilinu og fyllt á tankinn. Ég fæ minna andrými eftir að börnin urðu fjögur, ég finn það alveg, og því er það enn mik- ilvægara að fá stundum minn prívat tíma, mitt andrými, þegar Jón Heiðar er í landi.“ Sólveig segir að þau séu afskaplega þakk- lát fyrir það líf sem þau lifa og að þau þurfi ekki að vera á fleygiferð og vera oft dauð- þreytt í lok dags. „Við viljum taka einn dag í einu og njóta. Það er mjög mikilvægt.“ Ekki á fleygiferð og þakklát fyrir það Hjónin Sólveig María Svavarsdóttir og Jón Heiðar Hannessonar búa ásamt börnum, au-pair stúlku og hundi í fallegu húsi í Úlfarsárdal. Hann er sjómaður, hún er heimavinnandi og saman leggja þau afar mikla áherslu á stresslaust heimilislíf, úti- veru og njóta hins einfalda i tilverunni með börnunum sínum. Hag þeirra setja þau alltaf í öndvegi. Morgunblaðið/Valli Lífið í Úlfarsárdalnum Sólveig Svavarsdóttir og Jón Heiðar Hannesson vilja taka lífinu rólega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.