Morgunblaðið - 17.05.2018, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 17.05.2018, Blaðsíða 68
68 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2018 ✝ HalldórHjálmarsson fæddist á Hólma- vík 29. ágúst 1931. Hann lést 9. maí 2018. Foreldrar hans voru Hjálmar Sig- valdi Halldórsson, póst- og símstöðv- arstjóri á Hólma- vík, f. 19. apríl 1900, d. 30. nóv- ember 1961, og Solveig Magn- úsdóttir, húsfreyja, f. 2. janúar 1903, d. 12. febrúar 1983. Systkini Halldórs eru: 1) Magnús, f. 9. mars 1933; 2) Ragnheiður, f. 29. júlí 1934; 3) Ingimar Sigurkarl, f. 22. maí 1936; 4) Svanhildur, f. 19. júní 1939, d. 25. febrúar 1940; 5) Svanhildur Röfn, f. 3. febrúar 1942; 6) Sólveig, f. 29. maí 1944; 7) Hlíf, f. 7. apríl 1946. Eiginkona Halldórs var Sig- þrúður Guðbjörg Pálsdóttir, f. 19. desember 1928, d. 9. sept- ember 2007. Þau giftust 12. desember 1953. Börn Halldórs og Sigþrúðar eru: 1) Steinunn, f. 9. maí 1953, gift Einari Stein- grímssyni, f. 15. janúar 1950. vinsdóttur, f. 29. júlí 1954. Börn þeirra eru a) Haukur Lindberg, f. 1972, sambýlis- kona hans er Almut Prakno og eiga þau tvö börn. Að auki á Haukur eitt barn og eitt barna- barn; b) Magni Sigurður, f. 1975, giftur Bryndísi Björns- dóttur og eiga þau tvö börn; c) Davíð Snævar, f. 1980, giftur Sylvíu Sigurðardóttur og eiga þau þrjú börn; d) Elmar Leví, f. 1994. Halldór og Sigþrúður hófu sinn búskap á Hólmavík og bjuggu þar til ársins 1955. Þau bjuggu í Keflavík og Reykjavík um nokkurra ára skeið, en árið 1962 fluttust þau aftur til Hólmavíkur og bjuggu þar til ársins 1986. Frá árinu 1986 bjuggu þau í Reykjavík og síð- ar Kópavogi en árið 2003 flutt- ust þau til Hafnarfjarðar og bjuggu þar allar götur síðan. Halldór var rafvirkjameist- ari og starfaði við þá iðn alla sína starfsævi, lengst af sem sjálfstæður atvinnurekandi á Hólmavík. Síðustu starfsárin á Hólmavík starfaði hann hjá Orkubúi Vestfjarða. Eftir flutn- ing til Reykjavíkur starfaði hann hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur þar til hann lét af störfum vegna aldurs. Útför Halldórs fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í dag, fimmtudaginn 17. maí, kl. 13. Börn þeirra eru a) Sírnir Hallgrímur, f. 1975, sambýlis- kona hans er Lena Kadmark og eiga þau þrjú börn. Að auki á Sírnir tvo syni; b) Tjörvi, f. 1978, giftur Þóru Björgu Hallgríms- dóttur og eiga þau fjögur börn og eitt barnabarn; c) Arn- rún, f. 1982, gift Þórði Má Sig- fússyni og eiga þau þrjú börn; 2) Hjálmar, f. 10. apríl 1954; 3) Rún, f. 28. maí 1957; 4) Páll, f. 4. nóvember 1958, giftur Stellu Arnlaugu Óladóttur, f. 20. maí 1959. Dætur þeirra eru a) Kar- itas, f. 1979, sambýlismaður hennar er Daníel Stefánsson og eiga þau eitt barn; b) Karen Nadia, f. 1987, sambýlismaður hennar er Octavio Perez; 5) Örn, f. 3. febrúar 1964, giftur Ingibjörgu Bryndísi Sigurð- ardóttur, f. 21. nóvember 1966. Börn þeirra eru a) Sif, f. 1993; b) Halldór Smári, f. 1996; 6) Sigmar Júlían, f. 25. júlí 1953, móðir: Sigríður Sigurðardóttir. Sigmar er giftur Sóleyju Björg- Komið er að því að kveðja yndislega tengdaföður minn, Halldór Hjálmarsson. Daddi, eins og hann var allt- af kallaður, var einstakur mað- ur, hlýr, með góða nærveru og með eindæmum ósérhlífinn. Hann var mikill verkmaður, sannkallaður þúsund þjala smiður, sem alltaf var að. Það var gott að leita ráða hjá honum með hvað sem var og yfirleitt var hann fyrstur á staðinn ef verk þurfti að vinna. Barnabörnin hændust að afa sínum og nutu þess að fylgja honum eftir í þeim fjölmörgu verkefnum sem hann tók sér fyrir hendur, enda hafði hann ómælda þolinmæði fyrir að leyfa þeim að sýsla með sér. Það voru ófáar ferðirnar sem farnar voru norður á Strandir með Dadda í för, enda var það hans uppáhaldsstaður og má segja að þar hafi hann verið í essinu sínu. Hann dvaldi oft með okkur fjölskyldunni í bústaðnum okk- ar á Hólmavík og oftar en ekki voru þar verkefni sem hann dreif áfram, hvort sem það var að byggja pall eða skúr, leggja parket eða hvað annað sem fyr- ir lá hverju sinni. Það þurfti lítið fyrir honum að hafa, enda sá hann ekki ástæðu til að umstang væri gert hans vegna. Daddi átti sér líka áhugamál fyrir norðan sem við Örn og krakkarnir fengum að taka þátt í með honum, en það veitti okk- ur mikla ánægju. Það var gaman að spjalla við Dadda, enda var hann vel inni í málum og fylgdist vel með sín- um. Oft mynduðust skemmtilegar umræður þegar hópurinn hans var saman kominn með honum, börn, tengdabörn og jafnvel barnabörn og barnabarnabörn, allir sitjandi saman við borð í hrókasamræðum. Þessar stund- ir voru einstaklega ánægjuleg- ar. Gott er að eiga allar góðu minningarnar nú þegar komið er að kveðjustund. Elsku Daddi, takk fyrir allt og allt. Þín tengdadóttir, Ingibjörg. Þú lygnir augum aftur og það í hinsta sinn. Ég bið þig mikli kraftur að passa afa minn. (SA) Elsku afi okkar er farinn frá okkur. Hann var besta fyrir- mynd sem við gátum haft, alltaf tilbúinn að hjálpa okkur og var alltaf svo góður við okkur. Afi hafði alltaf mikla orku og var duglegur að stússast og finna sér eitthvað að gera. Hann kenndi okkur að hugsa út fyrir boxið og bjarga okkur ef eitthvað vantaði. Við eigum honum mikið að þakka áhuga okkar á að vinna með hönd- unum. Við kveðjum þig með sorg í hjarta, nú ömmu loks ert hjá. Ávallt lifir þín minning bjarta sem huggun veita má. (SA) Elsku afi, takk fyrir allt. Þín barnabörn, Sif og Halldór Smári. Fljótlega eftir að við Tjörvi urðum kærustupar var mér ljóst að hann átti gott samband við Dadda afa sinn. Við vorum ekki búin að vera saman í mán- uð þegar ég kom að hitta hann þar sem hann var að sýsla í skúrnum hjá afa sínum í Máva- hlíðinni. Daddi afi var nefnilega með allt til alls í bílskúrnum og því gott að vesenast þar. Þegar við Tjörvi förum svo að búa þóttist Tjörvi kunna allt. Tengja rafmagnið í íbúðinni, gera við bílinn, smíða pall undir þvottavélina og svona má lengi telja. Ég hafði nú ekki fulla trú á honum og skildi ekki af hverju hann hélt að hann gæti gert þetta allt saman. En alltaf þeg- ar ég gekk á hann og spurði fékk ég sama svarið: „Ég hef alveg gert þetta áður með Dadda afa.“ En það var einmitt málið, hann fékk að sýsla og prófa sig áfram undir leiðsögn frá afa. Stundum var það líka þannig að þegar Tjörvi hringdi til að fá verkfæri lánuð þá spurði Daddi hvað hann ætlaði að gera og svo hvernig hann ætlaði að gera það. Þá stundum ákvað Daddi líka að skutla verkfærinu til okkar og beið svo á meðan verkið var unnið, þá var líka öruggt að þetta væri almenni- lega gert. Því ekki stóð hann hljóður á hliðarlínunni. Þegar ég er rétt um tvítugt þá er ég með Dadda að græja garðinn á Sævanginum. Þegar við vorum búin að vera að í nokkrar klukkustundir þá er ég orðin ansi þreytt og sting upp á að við tökum smá kaffipásu. Hann hélt nú ekki, það væri ekki tímabært. Ég held því áfram og þegar ég er rétt að örmagnast lítur hann á mig og samþykkir þá að lokum pásu. Hann þá rétt um sjötugt í miklu betra formi en ég. Pásan var þó ekki löng, því gera þurfti garðinn almenni- legan og aftur fórum við út og unnum fram á kvöld, hann af sama krafti og áður, ég aðeins hægar. Daddi var mikill þátttakandi í lífi okkar og barna okkar. Hann mætti með Urði Ásu í morgunmat á leikskólanum, skutlaðist með þær allar í tóm- stundir, passaði þær og sagði þeim til í sveitinni. Samveru- stundirnar í Reykjavíkinni eru þó sérlega dýrmætar. Þar var hann á heimavelli og stýrði vinnunni eins og herforingi. Naut þess að sjá barna- og barnabarna- og barnabarna- barnabörnin sýsla þar og leika. Hann var þó ekkert að skafa af hlutunum ef honum fannst til dæmis fiskurinn sem veiddist vera heldur smár eða verk- skipulag ekki til fyrirmyndar. Ég brosi alltaf þegar ég rifja þetta upp og er þakklát fyrir hvað við eigum góðar minning- ar og sterka arfleifð. Síðasta daginn sinn var Daddi umkringdur fólkinu sínu, skýr fram á síðustu stundu og tilbúinn að kveðja. Þegar ég kom sagði hann við mig: „Takk fyrir allt og allt.“ Það eina sem ég kom upp var: „Þakka þér, Daddi, miklu frekar.“ Þú sagð- ist vera orðinn þreyttur, þetta var í fyrsta og síðasta skiptið sem ég heyrði þig segja það. Þóra Björg Hallgrímsdóttir. Halldór Hjálmarsson er genginn á vit feðra sinna. Daddi eins og hann var kall- aður var frændi minn og kær vinur. Ég hef þekkt hann allt mitt líf en vinskapur okkar varð mjög náinn eftir að ég komst til vits og ára. Hlýjar eru æsku- minningarnar, er ég sótti Dadda og Sigþrúði, eiginkonu hans, heim. Börn þeirra voru þá flest farin að heiman og var dekrað við mig eins og unga í hreiðri. Í hvert skipti sem ég fæ frosin bláber með rjóma og sykri minnist ég ósjálfrátt stundanna með Dadda og Dúddu. Daddi undi sér best á Hólmavík á Ströndum þar sem var hann fæddur og uppalinn. Síðar byggðu þau hjónin sér hús á Hólmavík og þar uxu börn þeirra úr grasi. Daddi starfaði alla tíð við rafvirkjun og á síðari hluta níunda áratug- arins fluttu þau hjónin til Reykjavíkur þar sem hann hóf störf hjá Rafveitunni. Karlarnir í þorpinu göntuðust með það að Daddi hefði í raun aldrei flutt suður því hann nýtti hvert tækifæri sem gafst til að koma heim til Hólmavíkur. Árin liðu og um það leyti sem ég kom úr námi frá Tékk- landi, lést Dúdda. Þegar for- eldrar mínir fluttust til Hólma- víkur lágu leiðir okkar Dadda æ oftar saman. Mikill vinskap- ur var með honum og föður mínum sem smitaðist yfir á mig og oftar en ekki stóðum við í einhverjum framkvæmdum og hamagangi. Þó að Daddi hafi fyrir löngu verið hættur að vinna var hann engan veginn hættur. Hann var alltaf boðinn og búinn til að hjálpa vinum og ættingum. Þær voru ófáar ferð- irnar sem hann fór með Stein- unni dóttur sinni og Einari tengdasyni í Reykjarvíkina í Bjarnarfirði þar sem þau af þrjóskunni einni gerðu þreytt- an hjall að glæsihöll. Maður gleymdi því oft þegar við vor- um að hamast í burði og brasi að með okkur var maður á ní- ræðisaldri sem aldrei sló slöku við. Þó að tæp 50 ár hafi skilið að fann ég aldrei til aldursbils milli okkar. Síðasta sumar fór- um við saman á sjóstöng í Steingrímsfirði og fengum okk- ur bjór í kvöldsólinni. Hann var alltaf fús að segja mér sögur og sýna mér staði í sveitinni sinni. Við hlógum að því einn daginn er við röltum í Skeljavíkinni að báðir gengum við í takt; hoknir, með hendur fyrir aftan bak og hökuna á undan okkur – svona ganga Strandamenn víst. Fráfall frænda míns er mér þungbært því þar fór svo lífs- glöð sál. Ég get þó huggað mig við það að í hvert skipti sem ég kem á Strandirnar svífur andi Halldórs Hjálmarssonar yfir vötnum. Ég votta ættingjum og vin- um Dadda mína dýpstu samúð. Hjálmar Einarsson. Halldór Hjálmarsson HINSTA KVEÐJA Halldór Hjálmarsson frá Hólmavík er látinn. Hann lést á afmælisdegi dóttur sinnar. Neistinn er slökkt- ur eftir farsæla daga í lif- anda lífi. Ég votta börnum Hall- dórs, barnabörnum, barna- barnabörnum, bræðrum og systrum hluttekningu á sorgarstund. Blessuð sé minning Halldórs. Takk fyrir. Jón Róbert. ✝ ValsteinnJónsson fædd- ist á Þórsnesi við Eyjafjörð 16. júlí 1944. Hann lést 4. maí 2018. For- eldrar Valsteins voru Jón Ólafsson, f. 25. sept 1921, d. 6. okt 1981 og Jó- hanna Valsteins- dóttir, f. 27. jan- úar 1923, d. 23 ágúst 2016. Bróðir Valsteins er Birgir Jónsson, f. 20. mars 1949. 30. des. 1966 giftist Val- steinn Öldu Þórðardóttur, f. 30. des. 1946. Foreldrar hennar eru Þórður Aðalsteinsson, f. 1901, d. 1982 og Stefanía Stein- dórsdóttir, fædd 1913, d. 1995. Börn Valsteins og Öldu eru Jón Viðar, f. 1965, Arnar, f. 1969, og andvana dóttir, f. 1973. Arn- ar er kvæntur Kristínu Rós Óladóttur, f. 1972, börn þeirra eru Alda Ólína, f. 1995, María, f. 2002, og Auður, f. 2008. Valsteinn gekk í Glerárskóla og síð- ar í Gagnfræða- skóla Akureyrar. Hann starfaði m.a. í Sana og súkku- laðiverksmiðjunni Lindu þar til hann keypti meirihlutann í heildsölunni Ásbyrgi-Flóru og stóð þar vaktina ásamt fjöl- skyldu sinni þar til að kom að starfslokum. Valsteinn spilaði fótbolta með ÍBA og Þór og varð bikarmeistari með ÍBA 1969. Þegar keppnisferlinum lauk hélt hann áfram að spila fótbolta með góðum félögum. Valsteinn glímdi við erfiðan sjúkdóm, Alzheimer, síðustu ár. Útför hans fór fram 14. maí 2018. Genginn er góður drengur og margs er að minnast þegar litið er aftur í tímann. Val- steinn var sá í hópi okkar sem alltaf var rólegur og yfirveg- aður hvort sem það var í leik eða starfi. Þegar aldurinn svo færðist yfir og ekki var lengur not fyrir þessa kynslóð í íþróttafélögum bæjarins fórum við að hittast og héldum áfram að spila fót- bolta og síðar skallabolta sem spilaður er yfir net í íþróttasal, þrír til fjórir í hvoru liði. Þar reyndi mikið á sparktækni og hæfileika sem margir gömlu keppnismennirnir bjuggu yfir, þar á meðal Valsteinn. Margar urðu keppnisferðirn- ar sem þessi hópur frískra mið- aldra manna fór í og hlaut svo hina undarlegu nafngift ,,Early Sunrise fótboltafélag“. Árin liðu og alltaf var æft stíft, farið í keppnisferðalög til ýmissa staða og ógleymanlegar eru ferðirnar í Mývatnssveit þar sem keppt var við ungmenna- félagið Eylíf sem og Magna á Grenivík. Farnar voru keppnisferðir á fleiri staði svo sem Árskógs- sand og Laugar og oftast hafði Early Sunrise betur, eða þann- ig er það að minnsta kosti í minningunni. Nú er komið að kveðjustund og við minnumst góðs félaga. Við hinir sem eftir eru þurfum líka að fara að ferðbúast. Við kveðjum góðan vin og sendum okkar samúðarkveðjur til Öldu og sonanna. Vilhelm og Skallaboltafélagar. Valsteinn Jónsson Þegar stórt er spurt er oft fátt um svör. En þegar ég leitaði til þín fékk ég oftast svör, annað hvort hjálpaðir þú mér að sjá svarið, finna svarið eða gafst mér svarið. Minning- arnar eru gríðarlega margar og dýrmætar, elsku pabbi minn, hve sárt ég sakna þín fá engin orð lýst. Að sitja og reyna að skrifa minningargrein er einkennilegt og að hugsa til þess að ég mun ekki sjá þig meira í þessum heimi er enn einkennilegra og ólýsan- lega sárt. Sigurjón Þórmundsson ✝ Sigurjón Þór-mundsson fæddist 25. júlí 1953. Hann lést 8. febrúar 2018. Útför Sigurjóns fór fram 15. febr- úar 2018. Þegar ég fór í há- skólann 27 ára var það alltaf það fyrsta sem ég hugsaði að hringja í þig og segja hvernig gekk og hvaða einkunnir ég fékk, ef ég fór í atvinnuviðtal og eig- inlega alveg sama hvað það var þá var alltaf fyrsta hugsun- in að hringja í þig og mömmu og segja ykkur hvernig gekk. Það er sko hverju orði sannara að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Ég gæti eflaust skrifað heila bók um allar þær minningar sem ég á með þér. Veiðiferðirnar voru nokkrar sem við fórum í, síðasta veiðiferð- in var sumarið 2015 og fórum við þá á gamlar slóðir, Brúará við Spóastaði. Eina af fyrstu veiði- ferðunum sem ég man eftir var ég örugglega 3-4 ára, ég hafði klemmt mig á bílhurðinni þegar við vorum að leggja af stað heim og þú fannst svo til með mér að þú gafst mér fiskinn sem þú veiddir. Þá var deginum bjargað og ég fann ekki meira til, mér leið eins og ég hefði sjálf veitt þennan fisk, ég var svo ánægð með að fá að eiga hann. Við ræddum þessa veiðiferð einmitt í desember síðastliðnum þegar ég var hjá þér uppi á spít- ala, þú hafðir svo oft hugsað til þessarar ferðar og hvað ég hlyti að hafa meitt mig mikið, en sárs- aukanum man ég ekki eftir, bara gleðinni að fá að eiga fiskinn. Þetta spjall sem við áttum þarna í desember er mér gríðarlega dýr- mætt, við náðum að tala saman örugglega í fjóra klukkutíma, ræddum fortíðina, framtíðina, krakkana mína og allt milli him- ins og jarðar. Eftir þetta samtal okkar var ekkert eftir ósagt á milli okkar, það var orðið ljóst að það væri ekki mikið eftir af þinni dvöl hér á jörðinni, og þessa samtals okkar mun ég hugsa oft til þar til við hittum á ný, elsku pabbi. Það var ósjaldan sem þú sagðir við mig: „Dadda mín, þegar settar eru niður kartöflur þá koma upp kartöflur“ og það var í þeim til- fellum þegar ég var að ræða börnin mín, og það sem þér þótti gaman að því þegar strákarnir voru að prakkarast og hvað stelp- urnar voru miklar prinsessur þegar þær voru litlar. Þú sagðir alltaf að Mæja veifaði eins og drottning þegar hún byrjaði að veifa þegar hún var lítil. Ég veit ekki hvar ég á að setja punktinn við þessi skrif, en ætla að enda þetta á ljóði sem ég samdi til þín. Hversu sárt er að sakna, en ég hugsa og þakka, þau árin sem ég náði að safna og minningum inn að pakka. Hver minning er dýrmæt perla, þær perlur eru ansi margar. Ég þakka þér allt og allra ráða þeirra góðu spjalla um aldur allan Elsku pabbi, við sjáumst síðar hinum megin. Þín dóttir Dagbjört Hlín.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.