Morgunblaðið - 17.05.2018, Page 78
78 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2018
VIÐTAL
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Þó ég hefði glaður viljað þá er þessi
mynd ekki áróðursmynd. Myndin
fjallar um stærri hluti og teflir saman
andstæðum skoðunum. Ég neyðist til
að taka Shakespeare mér til fyrir-
myndar að þessu leyti, því maður
verður að vera heiðarlegur gagnvart
öllum sjónarmiðum og gefa áhorf-
endum færi á að skilja deiluaðila.
Sjálfur myndi ég aldrei nenna að sjá
áróðursmynd,“ segir leikstjórinn
Benedikt Erlingsson um nýjustu
kvikmynd sína, Kona fer í stríð, sem
hann skrifaði í samvinnu við Ólaf Egil
Egilsson.
Benedikt hefur síðustu daga verið
staddur í Cannes til að kynna mynd-
ina, sem valin var til þátttöku í
Critics‘ Week, einni af hliðardag-
skrám Kvikmyndahátíðarinnar í
Cannes, sem hófst 9. maí og lauk í
gær, en Kona fer í stríð var heims-
frumsýnd ytra sl. laugardag og verð-
ur frumsýnd hérlendis 23. maí. Rúm-
ur aldarfjórðungur er síðan íslensk
kvikmynd í fullri lengd tók síðast þátt
í Critics’ Week, en það var Ingaló eft-
ir Ásdísi Thoroddsen.
Kona fer í stríð er önnur kvikmynd
Benedikts í fullri lengd á eftir Hross í
oss, sem fór sigurför um heiminn eft-
ir frumsýningu 2013. Myndin vann til
um tuttugu alþjóðlegra verðlauna á
kvikmyndahátíðum í San Sebastián á
Spáni, Tókýó og í Eistlandi auk þess
sem hún hlaut Kvikmyndaverðlaun
Norðurlandaráðs árið 2014.
Tónlistin túlkar innri baráttu
Kona fer í stríð segir frá Höllu,
kórstjóra á fimmtugsaldri, sem
ákveður að bjarga heiminum og lýsir
yfir stríði gegn allri stóriðju í landinu.
Hún gerist skemmdarverkamaður og
er tilbúin til að fórna öllu fyrir móður
jörð og hálendi Íslands, þar til mun-
aðarlaus stúlka frá Úkraínu stígur
inn í líf hennar og Halla stendur
frammi fyrir valinu um að bjarga
einu barni eða að bjarga heiminum.
Með hlutverk Höllu fer Halldóra
Geirharðsdóttir og í öðrum hlut-
verkum eru Davíð Þór Jónsson,
Magnús Trygvason Eliassen, Ómar
Guðjónsson, Juan Camillo Roman
Estrada og Jóhann Sigurðarson.
Hvernig kviknaði hugmyndin að
myndinni?
„Kona fer í stríð kom til mín í
draumi. Í draumnum var ég staddur í
sundinu milli Þjóðleikhússins og
Þjóðmenningarhússins þegar kona
kemur hlaupandi til mín í rigningu án
þess að sjá mig. Þegar hún stoppar sé
ég að baki henni hljómsveit sem er að
spila fyrir hana, ekki fyrir mig. Ég
hugsaði að svona langaði mig til að
hafa í myndinni minni. Þarna fæddist
neisti. En þetta tengist alfarið kon-
septi myndarinnar, um leið og þetta
er aðferð til að sýna innri baráttu
hetjunnar og gera það á sjónrænan
og tónlistarlegan hátt,“ segir Bene-
dikt sem tók á móti blaðamanni á
heimili sínu í Mosfellsbæ örfáum dög-
um áður en leið hans lá til Frakk-
lands fyrr í mánuðinum.
Eins og dómsdagsspámaður
Að sögn Benedikts kemur hug-
myndin að Kona fer í stríð úr nokkr-
um áttum. „Okkar kynslóð stendur
frammi fyrir risastóru verkefni sem
snýr að umhverfis- og loftslags-
málum. Ég held að fáar ef nokkrar
kynslóðir í mannkynssögunni hafi
fengið stærra verkefni – og þá er ég
að tala um ríka hluta mannskynsins,
okkur sem fáum að ferðast í flug-
vélum,“ segir Benedikt og tekur fram
að innan við hundrað ár séu þar til
borgir á borð við London, Kaup-
mannahöfn og Amsterdam verði
komnar undir vatn. „Og Höfðaborg
er nú þegar orðin vatnslaus. Samt
eru þetta bara smámunir samanborið
við það sem bíður okkar ef hitastigið
á jörðinni hækkar um fjórar gráður,
eins og allt virðist stefna í, því þá
losnar metangasið úr sífrerum sem
þýðir að hitinn hækkar í 11 gráður
sem þýðir útdauði lífsins á jörðinni.
Þegar maður talar um þetta líður
manni eins og dómsdagsspámanni og
það langar engan að vera í því hlut-
verki. Við erum samt komin á þann
stað að við þurfum að láta hræða okk-
ur,“ segir Benedikt og rifjar upp að
fulltrúar World Bank hafi skorað á
hann og fleiri leikstjóra að mennta
sig í loftslagsmálum. „Það féll auðvit-
að ekki í góðan jarðveg hjá kollegum
mínum að láta bankamenn segja okk-
ur hvernig sögur við ættum að segja,
en almættið talar í gegnum ólíkleg-
ustu farvegi. Þessi ógn er einn þráður
myndarinnar. Næsta spurning var
síðan hvernig sögu mig langaði að
segja um þetta. Ég nenni ekki að
segja sársaukasögur eins og oft vill
brenna við í „art house“-myndum þar
sem verið er að hrista helvítis áhorf-
andann til meðvitundar.
Eitt af því sem ég skoða í myndinni
er hin djúpstæða þörf okkar fyrir að
vera hetja – eða til að orða það fal-
legar – að verða að gagni með því að
bæta heiminn, skilja eitthvað eftir sig
og vinna fyrir aðra. Foreldrahlut-
verkið er hluti af þessu, því mikil
sjálfsfórn felst í því. Þessi þörf, sem
ég held að allir búi yfir, er líka afl sem
getur flutt okkur yfir línuna og gert
okkur að stríðsmönnum þar sem
jafnvel tilgangurinn helgar meðalið.
Þetta er líka aflið á bak við hryðju-
verkamennina sem fórna sjálfum sér
til að bjarga heiminum frá okkur
heiðingjunum. Þannig að þetta er
tvíeggjað sverð og ástríða sem allir
tengja við. Hvernig segir maður æv-
intýri um þetta?“
Ævintýra- og hasarmynd
Sérðu myndina sem ævintýra-
mynd?
„Ævintýri er lykilorð. Mér finnst
við ekki segja nógu mikið af ævin-
týrum. Mér finnst kvikmyndir sem
gerðar eru í Norður-Evrópu oft vera
um sársauka og eymd. Mér finnst
ekki nógu mikið gert af ævintýra-
myndum. Að sumu leyti er Kona fer í
stríð mjög raunsæisleg og farið er
mjög nákvæmlega gegnum skemmd-
arverkin. Þetta er eltingarleikur og
þriller. Hún reynir að fylgja lög-
málum hasarmyndarinnar. Mig lang-
aði til að gera fyrstu íslensku hasar-
myndina, af því að Íslendingasögur
eru hasarmyndir þegar best tekst til.
Það er svo gaman að segja sögur þar
sem aðeins er lýst því sem gerist og
sá sem hlustar, les eða horfir getur
sjálfur ráðið í hvað er að gerast innan
í manneskjunni. Svo langaði mig að
gera litríka og hlýja mynd. Orðið
skemmtilegt er kannski ekki sexí, en
mig langaði að skemmta áhorfendum
á sama tíma og ég segði þeim mjög
alvarlega sögu. Ég er sú týpa af sögu-
manni sem leiðist dramatískar sögur
sem leika bara á einn streng. Ég hef
mikla þörf fyrir að hleypa öðru hvoru
inn trúðunum, eins og Shakespeare
myndi hafa sagt. Það er svo falleg
skilgreining á kómedíu og harmleik
að eini munurinn þar á sé endirinn
þar sem efnistökin eru að öðru leyti
alveg eins.“
Það hljómar eins og vandasamt
verði að skilgreina myndina þegar
kemur að markaðssetningu og kvik-
myndahátíðum.
„Það verður hræðilega flókið fyrir
skipuleggjendur kvikmyndahátíða og
kvikmyndahúsaeigendur að skil-
greina myndina og mér finnst það
skemmtilegt. Ég er markhópurinn
sem ég miða við – ég og eldri konur,
því það erum við sem höfum áhuga á
menningu. Meðan myndin var í
vinnslu lýsti ég henni sem listrænni,
umhverfishasartrylli og söngleik og
var þá bent á að söngleikjaskilgrein-
ingin myndi mögulega rugla áhorf-
endur þannig að við sættumst á að
skilgreina myndina sem listrænan
umhverfishasartrylli þar sem tónlist
léki lykilhlutverk. Það er hrikalega
hættulegt og geldandi að þurfa að
skilgreina allar listir eftir greinum.
Efnið og inntakið þarf að draga form-
ið til sín. Kvikmyndin er staðnað list-
form þrátt fyrir að vera ung listgrein,
aðeins 100 ára, og hafa haft mikil
áhrif á aðrar listgreinar. Kvikmynda-
listin er í ákveðnum fagurfræðilegum
vanda. Ég nenni því ekki að taka tillit
til viðmiða eða gilda sem stjórnast af
ótta sem er tilkominn vegna þess
hversu dýrt listform þetta er og mikil
áhætta samfara. Ég skynja mikinn
þorsta eftir öðruvísi myndum sem
ekki falla fullkomlega í tiltekin skil-
greiningarhólf.“
Þú minntist áðan á trúða. Halldóra
Geirharðsdóttir hefur sýnt snilldar-
takta sem trúðurinn Barbara. Lá
beint við að leita til Halldóru og biðja
hana að leika Höllu?
„Ég hef verið að reyna að lýsa
Halldóru fyrir frönskum blaðamönn-
um og lýsi henni sem íslenskri Söruh
Bernhardt, það er að segja ef Sarah
Bernhardt stæðist samanburð. Hall-
dóra er ein flottasta dramatíska leik-
kona landsins á sama tíma og hún er
trúður. Hún er leikvera sem leikur
jafnt konur og karla,“ segir Benedikt
og rifjar í því samhengi upp að Hall-
dóra hafi bæði leikið Don Kíkóta í
samnefndu verki Cervantes og Vla-
dimir í Beðið eftir Godot eftir Samuel
Beckett auk þess sem hún bregði sér
reglulega í hlutverk Smára í tvíeyk-
inu Hannes og Smári.
„Eftir á að hyggja er undarlegt
hvað leiðin að Halldóru var löng og
grýtt. Mér til afsökunar fékk ég hug-
ljómun um Halldóru frekar snemma í
ferlinu, en mátaði einnig fleiri sam-
ferðakonur mínar í þetta hlutverk,
leikkonur sem eru mér mjög kærar,“
segir Benedikt og rifjar upp að hann
hafi upphaflega ætlað sér að fá tví-
„Við þurfum að láta hræða
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Nýjasta kvikmynd Benedikts Erl-
ingssonar kom til hans í draumi Vill
ekki hrista áhorfendur til meðvitundar
Prakkari „Ég hef mikla þörf fyr-
ir að hleypa öðru hvoru inn trúð-
unum, eins og Shakespeare
myndi hafa sagt,“ segir Benedikt.
Hátt Leikstjórinn ásamt tökuliði
og leikurum á þaki Hótels Borgar.
Hugsi Halldóra í hlutverki sínu
sem Halla í Kona fer í stríð.
GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA
Eru sparifötin
hrein?