Morgunblaðið - 17.05.2018, Qupperneq 84

Morgunblaðið - 17.05.2018, Qupperneq 84
84 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2018 --- ALLT A EINUM STAD � HÓT E L R E K S T U R Komdu og skoðaðu úrvalið í glæsilegri verslun að Hátúni 6a Hágæða rúmföt, handklæði og fallegar hönnunarvörur fyrir heimilið Eigum úrval af sængurvera settum Percale ofin – Micro bóm ull, egypskri og indverskri bó mull Hátúni 6a, 105 Reykjavík | Sími 822 1574 | hotelrekstur.is Húsafellssteinn í Goðdölum I Fróðleiksmaðurinn Björn Egils- son á Sveinsstöðum var alllengi með- hjálpari í sóknarkirkju sinni í Goð- dölum og sló einnig kirkjugarðinn þar sumar eftir sumar með orfi sínu og ljá. Hann þekkti flestum mönnum betur þúfurnar í þeim guðsbarnareit, þótt engin væri nafnfjölin eða kross- inn. Góðviðrisdag einn nálægt 1970 leiddi Björn mig, fávísan gest, gegn- um sáluhlið Goðdalagarðs í því skyni að sýna mér leg- staði, suma merkta, en fleiri ómerkta. Við gengum hægt og kristilega milli leiðanna. Og þar kom að fyrir fótum okkar lá í grasi rauðleit leghella, ekki mikil um sig. Letrið var sums staðar skemmt af tímans tönn, þeirri sem allt nagar. Ég áttaði mig á því að hellan var tilhöggvin á Húsafelli í Borgarfirði, hafði fáum árum fyrr lesið grein eftir Þór Magnússon um legsteinasmíði Húsafellsmanna. Steinninn sór sig að öllu leyti í þá ættina. Ég minntist á þetta við Björn, en gerðist um leið forvitinn. Ekkert minningarmark þessu líkt sást í garðinum. Og vissi Björn upp á hár hver þarna lá grafinn, sagðist þó ekki geta lesið öllu meira af því sem á steininum stóð en nafn hins fram- liðna: Magnús Sigurðsson. Hóf síðan að þylja það sem hann vissi gerst um Magnús þennan. Ég lagði við eyra og ég trúi því að sólþurrt grasið í kring- um okkur hafi líka hlustað á vin minn og fræðara. Þarna hvílir, mælti Björn, séra Magnús, sonur Sigurðar Jónssonar prests í Goðdölum. Magnús hlaut á námsárum viðurnefnið græni eða græni hatturinn. Hann þótti kyndug- ur og drukknaði ungur í Svartá. Hvíslað var hér í Skagafirði að Anna Sigríður, dóttir Ara fjórðungslæknis á Flugumýri, hefði trúlofazt Magn- úsi, en heitorðið verið fals eitt af hennar hálfu. Þegar svo Magnús féll frá áður en til hjónavígslu kom sá hún sér leik á borði, syrgði hann heitt og innilega og lét gera í ræktarskyni við minningu hans þennan legstein á sinn kostnað, en í raun og veru til þess eins að sleikja sig upp við séra Sigurð, stórefnamann, í von um væn- an fjárhlut fyrir bragðið sem unnusta sonar hans. Ekki ábyrgðist Björn hvort saga þessi var sönn eða login. Ég kom af fjöllum; átti samt að kannast við hina gömlu históríu, í slitrum þótt ekki væri annað, því ég hafði lesið tvær bækur þar sem hún var sögð, í grófum dráttum, reyndar án þess steinsins á leiði séra Magn- úsar væri við getið. Það sýnir hvað maður er fljótur að gleyma því sem fangar ekki hugann þegar í stað. Sem við Björn Egilsson stóðum þarna hlið við hlið hjá leiði séra Magnúsar Sigurðssonar kom okkur saman um að skafa þyrfti botninn „í þessu skrýtna máli“. Kannski yrði Björn sjálfur til þess, kannski ég ell- egar einhver enn annar, það færi sem færi með það. Veit ég ekki hvort Björn lét af slíkri athugun verða, þótt hann lifði mörg ár eftir 1970, sískrif- andi að kalla fram í háa elli. Og trassalega gekk vesalingur minn til verks. Um seinan tíni ég til atriði sem ég ímynda mér að Birni hefði fallið vel að hafa í kolli sér þegar sláttuljár hans hvein í Goðdalagarði, já um seinan, því nú hvíla bein hans sjálfs þar í mold. En áfram með smjörið. Björn vildi endilega að ég reyndi að stauta mig fram úr þeim línum sem meitlaðar voru í leghelluna og lesnar yrðu án sérstakra tilfæringa, svo sem þeirra að skrapa mosa og skófir upp úr stöf- unum með hníf. Steinninn var nokk- uð siginn í jörð og hafði grassvörður sótt að honum á alla vegu eins og nærri mátti geta. Við vildum ekki hrófla við köntunum, en það olli því aftur á móti að upphafleg stærð sást óglöggt. Mér var ljúft að verða við bón Björns, enda þótt ég vissi fullvel hversu handahófsleg uppskriftin hlyti að verða; tók upp vasabók mína og blýant, laut niður að hellunni og krotaði hjá mér stafi. Letrið reyndist veðurétnara en sýndist í fljótu bragði. Þegar ég leit yfir vasabókarblaðið stóðu þar þessi orð sem ég lét Björn heyra: Hér hvílast leifar þær líkamlegu pr. Magnúsar Sigurðssonar fæddist … 6. Júní útskrifaðist … Júlí vígðist … 26. Nóv deyði … 3 … 1828 Hann var góð[?]lundaður….m[?]ann. kjær … rækinn A … hreinhjartað: ur lastvar Teikn: Setti[?] IS[?] S. Jónsson Spurningarmerki í hornklofum eiga að sýna að ég var efins um lest- urinn. Líka skal nefnt að ég ritaði ekki upp eftir ströngum stafkrókum, kjær var t.d. kiær á steininum; og sakar lítið, því ég starfaði ekki í þágu fornfræði, heldur aðeins til þess að sýna okkur Birni Egilssyni hvað enn kynni að standa eftir af orðunum sem höggvin voru í þennan stein. Hann liggur víst óhreyfður í Goðdalagarði og ugglaust tekst slyngum mönnum betur en mér að ráða með fræðilegri natni í leturlínur hans. II Séra Magnús Sigurðsson átti sér skamma ævi eins og þegar hefur ver- ið sagt. Hann var í heiminn borinn í Saurbæ í Eyjafirði 7. maí 1800 (og smellur það ekki við það sem ég las á legsteini hans), einkasonur stað- arprestsins þar, Sigurðar Jónssonar, og konu hans Elínar Magnúsdóttur. Hann sat aðeins einn vetur í Bessa- staðaskóla, 1816–17, „við daufan orðstír“ og nam skólalærdóm að mestu hjá séra Einari H. Thorlaciusi, þeim nafnkennda lærdómsmanni, en útskrifaðist stúdent frá Geir biskupi Vídalín 10. júlí 1821. Árið eftir hafði faðir hans brauðaskipti við Einar H. Thorlacius, sem setið hafði í Goðdöl- um, og fluttist Magnús stúdent með foreldrum sínum þangað vestur og var með þeim næstu missiri. Hann var „annarlegur mjög og þótti lítið að manni og þó reisingamikill“ skrifar Espólín í Sögu frá Skagfirðingum. Hinn 7. september 1826 fékk Magnús veitingu fyrir Nesi í Aðaldal, enda þótt hann væri „stundum lítt með ráði“ skráir Espólín enn (nú í Árbókunum), fór samt aldrei norður í brauð sitt, fékk þess í stað Reyni- staðarklaustursprestakall 11. apríl 1827 í skiptum við sérann þar og sat á Hafsteinsstöðum. Þann tíma sem séra Magnús gegndi Reynistaðarkalli reis þrætu- mál út af landamerkjum milli föður hans og Magnúsar prests Magn- ússonar í Glaumbæ annars vegar, en hins vegar umboðsmanns Reynistað- arklaustursjarða sem þá var Einar Guðmundsson á Hraunum í Fljótum. Þeir prestarnir töpuðu málinu í hér- aði, skutu því til yfirréttar fyrir sunn- an „og var Magnús prestur, son Sig- urðar prests, að æfa í að sækja málin; þótti mönnum þá sem eigi batnaði ráðdeild hans“ stendur í Sögu frá Skagfirðingum. „Reið hann suður sumar þetta og var einn með 3 hesta; týndi hann hestunum á Sandi, utan þeim hann reið, og öllu er meðferðis hafði, villtist síðan og hitti að lokum grasastúlkur úr Vatnsdal, gáfu þær honum mat og björguðu honum til byggða; þó komst hann suður og kom að sunnan með biskupi, og hentu biskupssveinar mjög gaman að hon- um. Leitað var hesta hans, og fund- ust þeir seinna um sumarið, en far- angur hans fundu gangnamenn sunnan um haustið.“ Dagar séra Magnúsar á Hafsteins- stöðum voru nú senn uppi. Síðsum- ars 1828 bjóst hann enn til ferðar suður „í málatilbúningi“ og ætlaði fyrst til Goðdala á fund föður síns. Á þeirri ferð reið hann Svartá í nátt- myrkri undan Sölvanesi; „þar var hylur skammt frá og hvergi annars staðar í ánni; þóttust menn sjá merki, að hann hefði riðið yfir ána á vaði, og snúið aftur undir þann bakka, er hylurinn var við, en úr hylnum var ei meir en húslengd ofan á vaðið aftur; í þeim hyl týndist hann og svo hesturinn, og fannst lík hans seinna.“ Þannig segir af slysför þess- ari í Sögu frá Skagfirðingum. Dánardægur séra Magnúsar Sig- urðssonar var 13. september 1828. Fréttir um afdrif hans bárust fljótt suður yfir fjöll og heiðar. Árni Helga- son stiftprófastur í Görðum á Álfta- nesi skrifar vini sínum, Bjarna amt- manni Þorsteinssyni á Arnarstapa, þær línur í bréfi, dagsettu 27. sept- ember 1828, að séra Magnús, „kall- aður hinn græni, er drukknaður nyrðra nokkuð hraparlega með hesti í lítilli á. Hann hafði trauðlega óskert vit og hafði ei með prestskap eða líf að gera“. Á gamalsaldri sagði Jón Bjarna- son alþingismaður í Ólafsdal (1807– 1892), fyrrum bóndi í Eyhildarholti í Skagafirði, Finni Jónssyni sagnaþul á Kjörseyri ýmislegt minnisstætt frá veru sinni fyrir norðan. Jón fluttist vestur að Reykhólum í Reykhóla- sveit árið 1849, en var setztur að í Strandasýslu þegar Finnur kynntist honum að ráði. Meðal manna sem Jón nefndi í frá- sögnum sínum var séra Magnús á Hafsteinsstöðum. Hann sagðist hafa orðið góðkunningi prests ungur að árum og gat þess líkt og fleiri að séra Magnús hefði verið „undarlegur, og hafði sumum ekki virzt hann vera með réttu ráði á köflum“, en oft sá hann „lengra fram á veginn en aðrir og sagði jafnvel fyrir óorðna hluti“. Þannig taldi Jón Bjarnason að Magnús prestur hefði spáð rétt fyrir um það hvert yrði konuefni Jóns. Og hann óraði fyrir drukknun sinni í Svartá að hyggju Jóns Bjarnasonar: að morgni þess sem dags sem séra Magnús dó kom hann til Jóns og spurði „hvort hann gæti léð sér hnakk. Sagði að hann mundi ekki far- ast af slysförum, ef hann riði í hnakki Jóns. Það gat Jón ekki, því að hann ætlaði að ferðast sama dag. Þá spurði prestur, hvort hann gæti léð sér svip- una, það væri betra en ekki neitt, og það gerði Jón“. Svipulánið stoðaði lítt, því eins og fyrr segir rambaði séra Magnús í náttmyrkri á eina hylinn sem var í Svartá undan Sölvanesi og saup þar hel. Séra Magnús, kallaður hinn græni Jafnhliða ljóðlistinni hefur skáldið Hannes Pétursson skrifað sagnaþætti uppúr heimildum og sögnum og gefið út á bókum. Í Norðlinga- bók, sem Bjartur gaf út í tveimur bindum, er að finna heildarsafn sagnaþátta Hannesar sem hann hefur endurskoðað, yfirfarið og leiðrétt. Pretssetur Hafsteinsstaðir 1896, úr bók Daniels Bruun: Íslenskt þjóðlíf í þúsund ár. Ljósmynd/Hjalti Pálsson Góð[?]lundaður Legsteinn Magn- úsar Sigurðssonar „græna“ í Goð- dalakirkjugarði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.