Morgunblaðið - 17.05.2018, Page 89

Morgunblaðið - 17.05.2018, Page 89
MENNING 89 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2018 Stærsta málverkið sem Amedeo Mo- digliani (1884-1920) málaði á sinni stuttu ævi, málverk af nakinni konu sem nefnist „Nu Couche (sur le cote gauche)“, var selt á uppboði hjá Sotheby’s í vikunni og slegið óþekkt- um kaupanda fyrir 157,2 milljónir dala, með gjöldum, rúma sextán milljarða króna. Þetta er fjórða dýr- asta málverk sem selt hefur verið á uppboði og það dýrasta sem Sothe- by’s hefur selt. Þetta er þó ekki hæsta verð sem fengist hefur fyrir verk eftir Mo- digliani því árið 2015 greiddi kín- verskur auðkýfingur 170,4 milljónir dala, 17,4 milljarða króna, fyrir minna málverk eftir hann, þekkt undir heitinu „Nu Couché“. Bæði þessi málverk eru úr frægri röð nektarmynda sem Modigliani málaði á árunum 1917 til 18 að ósk gall- erista síns í París, sem greiddi mál- aranum 15 franka á dag. Seljandi verksins sem selt var í fyrrakvöld var írskur milljarðamær- ingur, hrossaræktandi og listaverka- safnari, sem keypti málverkið fyrir fimmtán árum fyrir 26,9 milljónir dala, sem var á þeim tíma metfé fyr- ir verk eftir Modigliani. Það ýtti undir frægð verksins að það var á dögunum á yfirlitssýningu á verkum listamannsins í Tate Modern. AFP Verðmætt Málverk Modiglianis „Nu Couche (sur le cote gauche)“ var slegið hæstbjóðanda hjá Sotheby’s fyrir um sextán milljarða króna. Rándýr Modigliani Bókmennta- og kartöflu-bökufélagið er vissulegalangur og furðulegur titillog hann er jafnvel enn lengri á frummálinu, The Guernsey Literary and Potato Peel Pie Soci- ety. Í upphafsatriðinu er opinberað hvernig þetta tiltekna félag varð til, sem var undir afar óvenjulegum kringumstæðum, sem skýrir einnig af hverju nafn þess er svona óvenju- legt. Titillinn endurspeglar líka ákveðna lensku, sem hefur frekar verið áberandi innan bókmennta- heimsins en kvikmyndaheimsins, þ.e. að hafa titla óhemju langa og skrítna. Þetta er líklega fyrst og fremst gert til að vekja forvitni og kátínu. Höfundur sem hefur nýtt sér þetta gagngert er t.d. hinn sænski Jonas Jonasson, höfundur Gamlingj- ans sem skreið út um gluggann og hvarf. Kartöflubökufélagið er ein- mitt byggð á bók sem kom út árið 2008. Höfundur hennar, Mary Ann Shaffer, vann um árabil að sögunni en lést áður en hún gat lokið verk- inu. Frænka hennar, Annie Barr- ows, lauk við bókina að Mary látinni og er titluð sem meðhöfundur. Bókin naut gríðarlegra vinsælda, hefur verið þýdd á fjölda tungumála og hefur nú verið fest á filmu. Sagan gerist í Bretlandi árið 1946, rétt eftir lok seinna stríðs. Aðal- persónan er Lundúnabúinn Juliet Ashton, ungur rithöfundur sem er í miðjum klíðum að kynna nýja bók. Bókin er skrifuð undir leyninafninu Izzy Bickerstaff og er samansafn af grínpistlum sem hún skrifaði á stríðsárunum. Bókin nýtur mikilla vinsælda, umboðmanni hennar Sid- ney til mikillar ánægju. Juliet á í ástarsambandi við Bandaríkjamanninn Mark, sem sendir henni stöðugt gjafir og blóm. Juliet er hrifin af honum en glöggir áhorfendur ættu að eygja vísbend- ingar um að þetta samband sé ekki vænlegt til langlífis. Á yfirborðinu virðist allt vera í sómanum hjá Juliet en það er þó greinilegt að hún er eirðarlaus á ein- hvern hátt, hún brennur ekki fyrir þessari nýútkomnu bók og þráir að skrifa eitthvað af raunverulegri vigt. Dag einn fær hún fyrirspurn bréf- leiðis frá manni af eyjunni Gurnsey, sem rakst á nafn hennar og heim- ilisfang fyrir tilviljun. Maðurinn heitir Dawsey Adams og segist til- heyra Bókmennta- og kartöfluböku- félaginu í Guernsey. Þetta vekur for- vitni Juliet og hún biður hann að útskýra þetta furðulega félag frekar. Dawsey segir henni alla sólarsöguna og Juliet er svo heilluð að hún afræð- ur að fara til Guernsey á fund félags- ins, með það að markmiði að skrifa um það pistil fyrir The Times. Þegar þangað er komið kynnist Juliet með- limum félagsins, sem eru einkar vinalegir þótt þeir séu hver öðrum sérvitrari. Hún ílengist á eyjunni og kemst fjótlega að því að vegferð félags- manna hefur verið þyrnum stráð og það er ýmislegt viðkvæmt í fortíð þeirra sem þeir vilja ekki að líti dagsins ljós. Meðan Juliet aflar sér upplýsinga um fortíð meðlima og rýnir í sögu eyjunnar Guernsey, fer hún að efast um að hún vilji snúa aft- ur til lífs síns í borginni. Kvikmyndin gerist rétt eftir stríð og er afskaplega vel heppnuð sem períóda. Sviðsmyndin er bæði sann- færandi og sérlega snotur og bún- ingarnir sömuleiðis. Það er allt sam- an afskaplega breskt, myndin kallar fram hugrenningatengsl við breskt sjónvarpsefni á borð við Downton Abbey og Monarch of the Glen og aðdáendur þess konar efnis verða vafalaust hrifnir. Eitthvað segir mér að myndin myndi sóma sér ein- staklega vel sem sunnudagsmynd á RÚV. Sagan líður mjúklega áfram og heldur áhorfandanum vel, þar sem hann fylgist með rannsókn Julietar og hennar persónulegu þróun. Saga hernámsins í Guernsey setur sterk- an svip á myndina en í gegnum end- urlit sjáum við svipmyndir af þeim hörmungum sem riðu yfir eyja- skeggja í stríðinu. Þetta hreyfir mjög við Juliet, hún finnur fyrir ríkri samúð með fólkinu, og sögurnar af stríðinu eru tengdar hennar per- sónulegu sögu. Þegar kvikmyndir eru byggðar á bókum skilar það sér oft í dýpri og litríkari persónum en ella og það er tilfellið hér. Meðlimir félagsins eru skemmtilegir og áhugaverðir og leikararnir túlka þá með glæsibrag. Sérstaklega var ég hrifin af hinni undarlegu Isolu, sem selur eyja- skeggjum heimabruggað gin og drekkur talsvert af því sjálf. Þegar aðlaganir eru annars vegar er samt alltaf hætt við því að texti taki of mikið pláss, á kostnað þeirrar sjónrænu frásagnaraðferðar sem er kvikmyndamiðlinum eiginleg. Hér leynir það sér ekki að myndin er byggð á bók og það er jafnvel full- augljóst. Það er gríðarmikil áhersla á texta, persónur tala mikið, úskýra mikið og lesa oft löng bréf upphátt. Bóklestur er líka lykilþema í mynd- inni, sem boðar að lestur og ritun bóka sé töfrandi fyrirbæri sem sam- einar fólk og bjargar jafnvel manns- lífum. Þessi sykursæta bókaróman- tík fer hættulega nálægt því að vera yfirþyrmandi en gengur blessunar- lega ekki alveg svo langt. Bókmennta- og kartöfluböku- félagið er hugljúf mynd og fínasta afþreying og þótt hún skilji ekkert brjálæðislega mikið eftir sig er hún algjörlega áhorfsins virði. Alveg sér- staklega á sunnudegi. Konan sem sigldi yfir hafið til að kynnast félögum bókaklúbbs en kynntist sjálfri sér Langur titill Leikkonan Lily James í Bókmennta- og kartöflubökufélaginu, kvikmynd sem ber enn lengri titil á frummálinu, The Guernsey Literary and Potato Peel Pie Society og er byggð á skáldsögu Mary Ann Shaffer. Smárabíó Bókmennta- og kartöflubökufélagið bbbnn Leikstjóri: Mike Newell. Handrit: Kevin Hood, Thomas Bezucha og Don Roos. Kvikmyndataka: Zac Nicholson. Klipp- ing: Paul Tothill. Aðalhlutverk: Lily James, Michiel Huisman, Matthew Goode, Katherine Parkinson, Jessica Brown Findlay, Glem Powell, Penelope Wilton og Tom Cortenay. 124 mín. Bretland, 2018. BRYNJA HJÁLMSDÓTTIR KVIKMYNDIR Sogavegi við Réttarholtsveg og Miklubraut Opið kl. 9-18 virka daga | Sími 568 0990 | gardsapotek.is | appotek.is Lágt lyfjaverð - góð þjónusta Einkarekið apótek Nú einnig netapótek: Appotek.is ICQC 2018-20

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.