Morgunblaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2018 Smiðjuvegi 2, Kópavogi - www.grillbudin.is - Sími 554 0400 Grillbúðin Frá Þýskalandi Nr. 12952 - Án gashellu - Svart 79.900 Opið virka daga 11-18 Laugardaga 11-16 •Afl 10,5 KW • 3 brennarar • Brennarar úr ryðfríu stáli • Postulínsemalerað eldhólf • Grillgrindur úr pottjárni • PTS hitajöfnunarkerfi • Kveikja í öllum tökkum • Tvöfalt einangrað lok • Stór posulínshúðuð efri grind • Hitamælir • Auðveld þrif - Bakki fyrir fitu undir öllu grillinu • Grillflötur 65 x 44 cm Niðurfellanleg hliðarborð Vönduð yfirbreiðsla fylgir l i Þýsk gæði í yfir 50 ár reykur var greinilega farinn að sjást út um glugga hjá okkur. Þegar þeir urðu varir við mig á ganginum hlupu þeir af stað.“ Slökkviliðsmenn komu fljótlega á staðinn og réðu niðurlögum eldsins í eldhúsinu. Þar er allt gjörónýtt. Hiti var gífurlegur, allt plast bráðnaði eins og nærri má geta og eiturgufur mynduðust í íbúðinni. Segir Helgi Freyr þau feðgin því mjög heppin að hafa komist út í tæka tíð. Altjón, sem svo er kallað, varð í íbúðinni, fjölskyldan missti því nán- ast allt sitt og býr nú heima hjá föð- urömmu Helga Freys. Einstaka hlutir sem voru inni í skápum niðri við gólf virðast hafa sloppið, annað ekki. „Allt fyrir ofan hnéhæð er kolsvart.“ Mátti ekki tæpara standa Lögregluþjónninn komst fljótt upp á þriðju hæð. „Við vorum leidd niður á fyrstu hæð til nágranna, þar sem við vorum í eina tvo tíma á með- an slökkviliðið var að vinna í íbúð- inni. Þegar pabbi og mamma komu heim úr vinnunni sáu þau því alla íbúa hússins nema okkur tvö, sem var þeim mikið áfall.“ Helgi Freyr þorir ekki að hugsa þá hugsun til enda hefði dóttir hans ekki tekið upp á því að troða kexi upp í föður sinn þennan föstudags- morgun. „Ég veit bara að við vorum mjög heppin. Ég hefði hugsanlega ekki vaknað í tæka tíð nema vegna þess að hún gerði þetta.“ koma sjálfum mér í gang. Það fyrsta sem ég sé á leiðinni á klósettið er að eldhúsið stendur í ljósum logum.“ Helga brá illilega í brún. „Ég sá að ástandið var orðið þannig að ég gat ekkert gert. Eldurinn var allt of mikill.“ Sú litla hafði fiktað í eldavélinni, kveikt á hellu og við það kviknaði í pítsukassa sem þar var. Á bekknum við hlið eldavélarinnar var djúp- steikingarpottur, eldur komst í hann og þess vegna varð ástandið jafn slæmt og raun ber vitni, að sögn Helga Freys. „Ég greip stelpuna, reif af henni símann, stökk með hana út úr íbúð- inni og náði að hringja í 112. Af ganginum framan við íbúðina sé ég yfir á lögreglustöðina þar sem tveir lögregluþjónar voru í glugganum; Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Helgi Freyr Sævarsson og Aþena Rós, þriggja ára dóttir hans, sluppu naumlega út af heimili sínu á Akur- eyri þegar eldur kviknaði þar að morgni síðasta föstudags. Fyrstu fréttir hermdu að enginn hefði verið heima þegar eldurinn varð laus, en svo var aldeilis ekki. Feðginin búa ásamt foreldrum Helga á þriðju hæð fjölbýlishúss við Helgamagrastræti, næsta húss ofan við lögreglustöðina. Þegar Helgi Freyr varð eldsins var greip hann dóttur sína og hljóp út. Hann var nýlega vaknaður og á nærbuxum einum fata. Tróð kexi upp í pabba sinn „Ástæðan fyrir því að við vorum bæði heima er að sú litla átti tíma hjá lækni um tíuleytið,“ segir hann. Foreldrar Helga héldu til vinnu laust fyrir klukkan átta. „Sú litla hafði laumast fram um nóttina og skriðið upp í hjá þeim. Mamma og pabbi vöktu mig áður en þau fóru en þar sem Aþena Rós var steinsofandi lagði ég mig aftur. Ég vaknaði svo við að hún var að troða kexi upp í mig. Þá áttaði ég mig á því að hún hefði verið frammi að dunda sér, eins og hún gerir stundum; hún fer stundum fram án þess að vekja mig. Við spjölluðum saman smástund í rúminu, ég set svo Latabæ í gang í símanum hennar og fer fram til að Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Sluppu naumlega Helgi Freyr Sævarsson og þriggja ára dóttir hans, Aþena Rós, á heimili ömmu Helga í gær. Vorum mjög heppin  Sluppu naumlega úr brennandi íbúð  Helgi Freyr Sæv- arsson hljóp út á brókinni með þriggja ára dóttur í fanginu Morgunblaðið/Skapti Eldur Slökkviliðið að störfum í fjöl- býlishúsinu við Helgamagrastræti. Kosið er til sveitarstjórna næstkom- andi laugardag og segir Helga Björk Laxdal, skrifstofustjóri borg- arstjórnar, allan undirbúning ganga vel í Reykjavík. „Það má segja að við séum orðin vel sjóuð í þessu og því gengur þetta allt saman mjög vel,“ segir hún í samtali við Morg- unblaðið. Alls eru nú 16 framboð til borg- arstjórnar og verður kjörseðillinn af þeim sökum í lengri kantinum. „Það þurfti smá tilfæringar út af kjörseðl- inum – hann er það stór. En við er- um hins vegar búin að taka þetta allt saman út, sjá hvort seðillinn komist ekki örugglega fyrir á borði inni í kjörklefa og svo ofan í kassanum. Þetta á því allt saman að ganga upp,“ segir Helga Björk og bætir við að ekki hafi verið þörf á því að minnka letur á seðlinum þrátt fyrir fjölda framboða. Þá segir hún kjörseðilinn vera tví- brotinn. „Aðalvandamálið við stærð- ina er umfang og þyngd seðlanna. Það þarf því að hafa það í huga þeg- ar verið er að afhenda kjörgögnin.“ Fundað með starfsfólkinu Í gær var haldinn stór kynningar- fundur fyrir þá sem standa munu vaktina á kjördag og er áformað að halda annan sambærilegan fund með starfsfólki í dag. „Við gerum ráð fyrir því að allt muni ganga vel á laugardag. Utankjörfundaratkvæði verða svo flokkuð í Ráðhúsinu á föstudag – allt samkvæmt venju,“ segir hún. khj@mbl.is Undirbúning- ur gengur vel  Kjörseðillinn í Reykjavík langur og tvíbrotinn en kemst þó fyrir á borði Morgunblaðið/Eggert Lýðræði Alls eru 16 flokkar sem nú bjóða fram í höfuðborginni. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Sveitarstjórn Skagafjarðar hefur fall- ið frá lagningu Blöndulínu 3 á svo- nefndri Efribyggðarleið og leggur í staðinn fram tillögu um að nýja byggðalínan fari um svonefnda Héraðsvatnaleið. Tillaga sveitar- stjórnar er til athugunar hjá Skipu- lagsstofnun og verður síðar send til umsagnaraðila og auglýst opinber- lega. Blöndulína 3 á að liggja frá Blöndu- virkjun til Akureyrar. Byggðalínan á þessari leið er orðin veik og á öflugri raflína að bæta úr. Hugmyndir Landsnets um línustæði mættu mik- illi andstöðu í Skagafirði og hluta Eyjafjarðar og hefur þess verið kraf- ist að hún verði lögð í jörðu. Landsnet telur ekki tæknilega möguleika á nema stuttum spotta af jarðstreng á þessari leið. Sveitarfélagið Skagafjörður hefur undanfarna mánuði unnið að breyt- ingum á aðalskipulagi til að koma Blöndulínu 3 inn á skipulag. Í vinnslu- tillögu voru kynntir báðir eldri kost- irnir, Efribyggðarleið og Héraðs- vatnaleið og að auki Kiðaskarðsleið. Samanburður á kostum Eftir ítarlega rannsókn og saman- burð á kostunum varð það niðurstaða sveitarstjórnar Skagafjarðar að fara Héraðsvatnaleið. Allir fulltrúar í sveitarstjórn samþykktu það nema fulltrúi Vinstri grænna, sem sat hjá. Viggó Jónsson, formaður skipulags- og byggingarnefndar, segir að vatns- vernd og gróður á efri leiðinni hafi ráðið mestu um að ákveðið var að fara neðri leiðina. Hún er að miklu leyti í farvegi Héraðsvatna. Ákveðið var að leggja jarðstreng á um 3 km kafla þar sem línan þverar Skagafjörð, frá Hús- eyjarkvísl norðan Saurbæjar og aust- ur fyrir Vindheima. Viggó viðurkenn- ir að raflínan muni blasa við veg- farendum um hringveginn. Í því tilliti hefði verið betra að fela hana með fjöllunum á Efribyggðarleið. Hann tekur fram að ný sveitarstjórn muni, að fengnum umsögnum, ákveða end- anlega línuleið. Tillaga um raflínu við Héraðsvötn  Sveitarstjórn Skagafjarðar fellur frá áformum um að Blöndulína 3 verði á Efribyggð  Tillaga um Héraðsvatnaleið er til skoðunar hjá Skipulagsstofnun og síðan verður auglýst eftir athugasemdum Aukið öryggi » Með Blöndulínu 3 eykst af- hendingaröryggi raforku á Norðurlandi til muna. Línan er með 220 kV spennu, mun öfl- ugri en núverandi byggðalína. » Jafnframt er fyrirhugað að byggja nýtt tengivirki í Varma- hlíð og leggja rafstreng í jörðu til Sauðárkróks. Á kjördag, næstkomandi laugar- dag, má búast við talsverðri rigningu á sunnan- og vestan- verðu landinu, samkvæmt upp- lýsingum frá Veðurstofu Íslands. Norðaustanlands gera veðurfræðingar ráð fyrir hægri suðaustlægri átt og skýjuðu veðri eftir hádegi. Ekki er þar gert ráð fyrir mikilli úrkomu. Hiti verður víða á bilinu 8 til 12 stig, en 12 til 17 stig norðaust- antil á landinu. Víða gert ráð fyrir rigningu KOSNINGAVEÐUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.