Morgunblaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 50
50 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2018 Helga Melkorka Óttarsdóttir, lögmað- ur og framkvæmda- stjóri lögfræðistof- unnar LOGOS, var í viðhafnarviðtali í Við- skiptablaðinu 26. apr- íl sl. Í viðtalinu er eftirfarandi haft eftir Helgu Melkorku í tengslum við svokall- aða „metoo“- byltingu: „Við verðum aldrei söm. Við för- um aldrei til baka. Það finnst mér vera sterkast í þessu. Þetta er svo mikið risamál að maður hefur næstum fellt tár við að heyra hvernig traðkað hefur verið á kon- um, oftar en ekki í skjóli valds.“ Mér var afar brugðið við þessi orð lögmannsins. Hún hefur und- anfarin ár verið lögmaður Magn- úsar Jónssonar, sem gengur undir nafninu „Texashrottinn“, í allsherjarmálaferlum við dóttur mína, Hildi Ösp Þorsteinsdóttur, en hún birti hroðalega frásögn sína í DV hinn 16. mars sl. Þar lýsti dóttir mín margra ára ofbeld- issambandi við hrottann Magnús, sem fólst í líkamlegu, andlegu og kynferðislegu ofbeldi í skjóli valds og peninga. Málaferli dóttur minn- ar gegn hrottanum standa enn yf- ir og hefur Helga Melkorka ekk- ert dregið af sér í vörninni þrátt fyrir að málstaður skjólstæðings hennar sé hrottalegt ofbeldi gegn konum. Helga Melkorka hefur nýtt allar smugur í lögum og réttarfari til að koma málstað ofbeld- ismannsins á fram- færi. Það er því mjög sér- kennilegt hjá lög- manni, sem segist finna til með fórn- arlömbum ofbeldis, að taka að sér vörn fyrir ofbeldis- mann. Gæti verið að peningar lékju þar stórt hlutverk? Á heima- síðu LOGOS kemur fram að heið- arleiki, fagmennska og metnaður sé sá grunnur sem fyrirtæki Helgu Melkorku byggist á. Eftir framgöngu hennar fyrir hönd Magnúsar Jónssonar Texashrotta gef ég lítið fyrir þau gildi. Málsvari ofbeldismanns Eftir Þorstein Vilhelmsson Þorsteinn Vilhelmsson » Það er mjög sér- kennilegt hjá lög- manni sem segist finna til með fórnarlömbum ofbeldis að taka að sér vörn fyrir ofbeldis- mann. Höfundur er faðir Hildar Aspar. Einn þeirra fjöl- mörgu, íslensku máls- hátta sem hitta nagl- ann nákvæmlega á höfuðið er þessi: „Um- gengni lýsir innri manni“. Hér áður fyrr voru orð eins og „þrifnaður“ og „hirðu- semi“ veigamikil hrós- yrði gesta sem komu á ókunnuga bæi og þá jafnframt hrósyrði gagnvart þeim sem þar fóru með húsbóndavald. Hirðusemi lýsir svo sannarlega mikilvægum mann- kostum. Hún er vitnisburður um virðingu okkar fyrir verðmætum, umhverfi og öðrum einstaklingum. Hirðuleysi ber hins vegar vott um leti, ómennsku og skort á virðingu. Minni umhirða – vaxandi frjó- kornaofnæmi Ég hef stundum áður vakið at- hygli á þeirri dapurlegu staðreynd að núverandi borgaryfirvöld hafa verið eftirbátar allra sinna forvera í umgengni. Reykjavík hefur aldrei verið sýnt eins mikið hirðuleysi og nú á tveimur síðustu kjör- tímabilum. Grasfletir hafa verið slegnir mun sjaldnar en áður og umhirða útvistarsvæða minni með tilheyrandi vaxandi frjókornaof- næmi. Á sama tíma hefur nem- endum í 8. bekk grunnskóla verið ítrekað neitað um sumarvinnu hjá borgaryfirvöldum. Undantekningin er þó að vísu nú í sumar enda kosningavor. Áttundubekkingar mega því búast við sumarvinnu á fjögurra ára fresti – þegar kos- ið er til borg- arstjórnar. Skrefagjald og spánnýir sorp- skattar Stefna borgaryf- irvalda í sorphirðu- og sorpeyðingarmálum hefur verið jafn óheppileg og hún er til fyrirmyndar í ýmsum nágrannasveit- arfélögum Reykjavíkur. Hér hefur öll viðleitnin farið í það að vekja tortryggni og óánægju borgarbúa í stað þess að vinna í sameiningu með almenningi að því að auka og vanda flokkun úrgangs. Dregið hef- ur úr tíðni sorphirðu í Reykjavík, sérstakar bláar tunnur seldar á okurverði, sendir út mælingamenn um alla borg til að mæla fjarlægð sorptunna frá gangstéttarbrún og nýr skattur eða skrefagjald lagt á þá sem hafa tunnurnar meira en 15 metra frá brúninni. Borgarbúum var jafnvel hótað með ruslatunnu- löggæslumönnum sem áttu að hnýsast í einkalíf fólks með því að róta í sorptunnum þess. Nýjasta útspilið hjá borgaryfirvöldum í þessum málaflokki eru djúpgámar sem nú á að koma fyrir hér og þar um borgina með enn nýjum gjöld- um á borgarbúa. Veggjakrot á opinber mannvirki og fasteignir einstaklinga hefur nú stóraukist aftur, hvoru tveggja í og við miðbæinn og í úthverfum, eftir að verulega dró úr því fyrir um áratug þegar farið var í sérstakt átak til að stemma stigu við þessari hvimleiðu skemmdarstarfsemi. En borgaryfirvöld láta sér fátt um finnast eins og búast mátti við. Borgarstjóri í felum Alvarlegt umhverfisóhapp átti sér stað er klóakfrárennsli Vestur- bæinga rann óhindrað út í fjöruna við Ægisíðu, vikum saman, án þess að gerðar yrðu ráðstafanir og án þess að borgaryfirvöld sæju ástæðu til að tilkynna borgarbúum um þessa mengun við mjög fjölfarna útivistarstíga. Þegar fjölmiðlar reyndu að hafa uppi á borgarstjóra til að fá fréttir og skýringar á óhappinu og furðulegum við- brögðum yfirvalda, þá lét hann aldrei ná í sig. Hann var yfir það hafinn að blanda sér í pípulagnir. Þá hefur drykkjarvatn Reykvíkinga mengast nokkrum sinnum í vetur, vegna viðhaldsleysis, auk þess sem svifryksmengun í Reykjavík hefur aukist gífurlega vegna samgöngu- stefnu borgaryfirvalda. Allt eru þetta dæmi um fádæma hirðuleysi sem ber ótvíræðan vott um virðingarleysi gagnvart um- hverfi okkar og samfélagi. Búskussar í borginni Eftir Mörtu Guðjónsdóttur »Reykjavík hefur aldrei verið sýnt eins mikið hirðuleysi og nú á tveimur síðustu kjörtímabilum. Marta Guðjónsdóttir Borgarfulltrúi Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. SÖLUAÐILAR Reykjavík: Gullbúðin Bankastræti 6 s:551-8588 Meba Kringlunni s: 553-1199 Michelsen Úrsmiðir Kringlunni s: 511-1900 Michelsen Úrsmiðir Laugavegi 15 s: 511-1900 Kópavogur: Klukkan, Hamraborg 10 s: 554-4320 Meba Smáralind s: 555-7711 Hafnarfjörður: Úr & Gull Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar s: 565-4666 Keflavík: Georg V. Hannah, úrsmiður Hafnargötu 49 s: 421-5757 Akureyri: Halldór Ólafsson úrsmiður Glerártorgi s: 462-2509 Akranes: Guðmundur B. Hannah, úrsmiður Suðurgötu 65 s: 431-1458 Egilsstaðir: Klassík Selási 1 s:471-1886 Selfoss: Karl R. Guðmundsson, úrsmiður Austurvegi 11 s: 482-1433 Vestmannaeyjar: Geisli Hilmisgötu 4 s: 481-3333
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.