Morgunblaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2018 Hólshraun 3 · 220Hafnarfjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is Skútan Sjá verð og verðdæmi á heimasíðu okkar www.veislulist.is Fagnaðir Næst þegar þið þurfið pinnamat, smurt brauð eða tertur fyrir útskriftina eða annan mannfagnað, hafðu þá samband og fáðu tilboð í sal okkar og veitingarnar þínar. PINNAMATUR Veislur eru okkar list! Bjóðum uppá fjölda tegundapinnamats og tapasrétta Pinna- og tapasréttir eru afgreiddir á einnota fötum, klárt fyrir veisluborðið. Þórdís Lóa er með gráðu í sjón- varpsframleiðslu, BA-gráðu í félags- og afbrotafræði, framhaldsnám í fé- lagsráðgjöf og loks MBA-gráðu í rekstrarhagfræði. Lóa starfaði í tæp 20 ár sem stjórnandi á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, svo vatt hún kvæði sínu í kross og hefur síðast- liðin 13 ár verið viðloðandi við- skiptaheiminn og einnig látið til sín taka í ferðaþjónustunni hér á landi. Fyrir utan fjölbreyttan mennta- og starfsferil lifir Lóa innihaldsríku fé- lagslífi og setur vini og söngelska fjölskyldu sína í forgang. Það sem færri vita er að Lóa er mat- jurtabóndi og svokallaður „slow- food“-ari. Okkur lék forvitni á að vita meira um þennan lífsstíl og spurðum Þórdísi Lóu nokkurra spurninga.Hvernig lýsir „slow- food“-lífsstíllinn sér? „Hann lýsir sér í raun þannig að maður er mjög trúr því að allt komi frá náttúrunni. Þegar ég segi nátt- úrunni þá er ég bæði að meina allt sem maður ræktar eða kjöt og fisk sem maður veiðir sjálfur. Þetta þýð- ir að maður ræktar allt grænmeti og kryddjurtir sjálfur og nýtir það eins og hægt er. Það eru ótal valmögu- leikar. Fyrir utan að búa til salat eða matreiða grænmetið sem slíkt er hægt að gera alls kyns pestó, dress- ingar, marineringar og svo mætti lengi telja. Svo notum við allt græn- metið og kryddjurtinar til að útbúa og matreiða sjálft kjötið og fiskinn frá grunni. Margir halda að „slow food“ sé einungis grænmeti, kart- öflur og kryddjurtir. En undir þess- ari aðferðafræði er líka hægt að gera eigin osta, jógúrt, ís og allt sem snýr að því að gera kjöt og fisk.“ Róast úti í náttúrunni Hvernig kom það til að þú og fjöl- skyldan urðuð grænmetisbændur og veiðimenn? „Ég er búin að vera að veiða sil- ung og rjúpu frá því um tvítugt og svo fór ég aðeins seinna að skjóta gæs og hreindýr og veiða lax. Síðan gerðist það þegar ég var í MBA- námi samhliða fullu starfi sem fram- kvæmdastjóri á velferðarsviði hjá Reykjavíkurborg að ég fór að sækja meira í að rækta mitt eigið græn- meti og útbúa meiri mat og hráefni frá grunni. Ég var á yfirsnúningi í kapphlaupi við tímann á hverjum degi en fékk mig samt sem áður ekki til að fara í jóga, hugleiðslu eða ann- að sem myndi veita mér hugarró. Þá komst ég að því að þessi iðkun gaf mér einmitt það; ég róaðist svo á því að vera úti í náttúrunni að hlúa að einhverju og nánast taka þátt í ljós- tillífuninni sjálfri og ég hef gert þetta allar götur síðan. Stundum meira og stundum minna, bara eftir því sem ég þarf og get. Þetta er aldr- ei kvöð í mínum augum né vesen.“ Lóa segir að draumamatarboðið sitt yrði „ævintýrasmakkferð með villibráðarívafi“ eins og hún kallar það. „Þá sé ég fyrir mér að gera alls kyns tilraunir með gæsalæra-confit, dúnmjúka hreindýra-mousse, heit- reykta bleikju og grafinn silung úr Másvatni. Svo myndi ég gera ein- hverjar útgáfur af gæsalærakjöt- bollum með beikoni og gráðosti. Þetta myndi maður svo bera fram með heimabökuðum kartöflum með rósmaríni og timían, eplasalati af eplatrénu sem stendur bak við hús heima í Árbænum og fersku salati úr matjurtagarðinum. Svo er líka mjög mikilvægt að eiginmaðurinn geri sína villibráðarsósu sem ber það lýs- andi nafn „tilbrigði við fullnæg- ingu“.“ Ef þú yrðir borgarstjóri, hvað myndirðu gera til að fá fleiri til að aðhyllast þennan lífsstíl? „Ég myndi vilja sjá matjurtagarða miklu víðar, í alls konar formi og af öllum stærðum og gerðum. Við þurf- um að afskólagarðavæða hugrenn- ingatengslin við þetta fyrirbæri sem slíkt. Það er hægt að hafa mat- jurtagarð fyrir framan húsið sitt og þar af leiðandi eiga í meiri sam- skiptum við nágranna og mannlífið í kringum sig, inni í miðjum byggða- kjörnum, og nýta þá fyrirkomulag deilihagkerfisins. Svo er hægt að hafa mun fleiri garða á húsþökum, að því gefnu að þau séu flöt! Ég myndi sérstaklega hvetja stofnanir og fyrirtæki til að koma upp mat- arjurtagarði á sínu svæði.“ Ræktar sitt grænmeti sjálf og veiðir í matinn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, kom á dögunum ný fram á hinn pólitíska vettvang. Þórdís Lóa, eða Lóa eins og hún er jafnan kölluð af vinum og vandamönnum, hefur komið víða við í gegnum tíðina. Himinsæl Ekki er annað að sjá en Lóa sé hæstánægð með aflann. Fyrirmyndargarður Lóa kann réttu handtökin í grænmetisræktinni. Grænmetisgyðja Þórdís Lóa ræktar allt grænmeti sjálf. Skörungur Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Náttúrukona Þórdís Lóa segist una sér vel úti í náttúrunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.