Morgunblaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 57
UMRÆÐAN 57 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2018 SJÓNMÆLINGAR Í OPTICAL STUDIO Íslendingar eru komnir það langt í þróunarferlinu að það ætti að vera hægt að gera betur fyrir eldri borgara. Hvers vegna er ástandið eins og það er? EIR-málið gaf tóninn Árið 2010 birtist auglýsing á bls. 21 í Morgunblaðinu með hamingju- óskum til hjúkrunarheimilisins Eirar sem hafði þá nýlega tekið í notkun 111 glæsilegar öryggis- íbúðir í Fróðengi í Grafarvogi. Þessa auglýsingu birtu Gildi líf- eyrissjóður, Stafir lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður verzlunarmanna, Sameinaði lífeyrissjóðurinn og Virðing. Í nóvember 2012 var verkefnið búið að setja húsrekstr- arsjóð Eirar í þrot og eldri borg- arar glötuðu a.m.k. tveimur millj- örðum. Kastað ryki í augu eldri borgara Ríkisendurskoðun kannaði með- ferð með smáaura miðað við tvo milljarðana sem hurfu frá eldri borgurum enda ekki heimilt sbr. svar Sveins Arasonar, þv. ríkis- endurskoðanda, sem birt var á mbl.is 7. nóvember 2012: „Stofn- unin telur sér hins vegar óheimilt að taka að sér fjárhagslega úttekt á fjárhagsvanda húsrekstrarsjóðs Eirar, enda er rekstur hans óvið- komandi ríkissjóði,“ sagði í svari hans. Málið er því að efninu til óuppgert. Aðeins hafa verið afhentir nán- ast verðlausir pappírar í formi skuldabréfa sem enginn getur los- að sig við án affalla sem þekkist varla á byggðu bóli. Það kann að vera að einhver sé sáttur við þessa afgreiðslu en hvers vegna má ekki leita leiða fyrir hina sem ósáttir eru og eiga um sárt að binda vegna þessa? Eigum við að afgreiða málin svona og skilja sárin eftir opin? Nei! Eignir Mosfellinga Almenningur í Mosfellsbæ af- henti bænum á sínum tíma nánast skuldlausar eignir sem byggðar voru upp fyrir sjálfsaflafé fé- lagasamtaka í Mosfellsbæ. Voru bænum afhentar þessar eignir til varðveislu. Þegar Eir var stofnað voru þessar eignir færðar inn í Eir sem eiginfjárframlag bæjarins en hvernig hafa þær varðveist þar? Í heild glötuðust átta milljarðar í Eirar-málinu og þar af tveir millj- arðar frá eldri borgurum. Hvað varð um eignir bæjarins? Hver er og var ábyrgð meiri- hlutans í Mosfellsbæ þegar litið er til setu þeirra manna í stjórn Eirar? Hvern- ig brugðust þeir við og hvers vegna er enginn vilji til að rannsaka þegar um tveir milljarðar gufa upp hjá gömlu fólki sem má ekki vamm sitt vita? Við erum öll í skuld við eldri borgara og eigum að rannsaka þetta skelfilega mál og leita leiða til að krefja ríkið og aðra þá sem að þessu máli komu til að finna leiðir til sanngirnisbóta til handa þeim eldri borgurum, og eftir atvikum aðstandendum, sem hafa glatað sínu. Bitnar á þjónustu og gæðum, leigu og gjöldum Í dag spyrja eldri borgarar sig hvers vegna í ósköpunum leigan á öryggisíbúð eða þjónustuíbúð sé komin í um 250.000 krónur á mán- uði. Það er ekki að undra að fólk spyrji. Lögmálin í þessu efni láta ekki að sér hæða frekar en fyrri daginn. Ástæðan er í grunninn að þegar illa er farið með fjármuni, menn reisa sér og öðrum hurðarás um öxl og geta ekki höndlað með verkefnin sem þeim er treyst fyrir eru fjármunir sóttir til þeirra sem síst skyldi. Þetta er vel þekkt. Hefðu menn haldið vel utan um fjármálin á þessum tíma, gætt að réttindum eldri borgara t.a.m. með þinglýsingum þeirra og tryggt hagkvæm innkaup án umboðs- vanda má ætla að ná hefði mátt niður verðlagi og þannig leigunni til lengri tíma. Svona er þetta, þetta er ekkert flókið. Meirihlutinn í Mosfellsbæ Þegar lesið er um brúðkaups- gjafir, sem stjórn Eirar borgaði fyrir fyrrverandi stjórnarformann sinn, og gjafakort frá Icelandair til handa ættmennum framkvæmda- stjóra Eirar, auk smíðavinnu verk- taka Eirar fyrir framkvæmda- stjórann, leiðir maður óneitanlega huga að bæjarstjórn Mosfells- bæjar. Þáverandi framkvæmdastjóri Eirar greiddi til baka kr. 200.000 gjafakort Icelandair en eldri borg- arar glötuðu kr. 2.000.000.000. Meirihlutinn í Mosfellsbæ hefur aldrei gert upp mál varðandi fram- sal lóða við Hulduhóla. Átt er við lóðaleigusamninga sem Mosfells- bær, fráfarandi byggingarfulltrúi þar á bæ, gaf út í skjóli nætur án þess að það væri borið undir bæj- arráð. Jafnræði öreiganna varð þá einhvern veginn aðeins fyrir einn eldri borgara í Mosfellsbæ. Meirihlutinn dregur fjöður yfir þetta mál allt rétt eins og það sem varðaði eldri borgara sem glötuðu kr. 2.000.000.000. Þetta snýr allt að umboðsvanda sem gegnsýrir samfélagið í Mosfellsbæ langt ofan í rætur þess. Það er óhollt. Því verður að breyta en þetta breytir sér ekki sjálft. Ómenning í stjórnmálum og fjármálum Svo virðist sem innan meirihlut- ans í Mosfellsbæ ríki enn ómenn- ingin sem endurspeglast í orðum eins útrásarvíkingsins: „Ég á þetta og því má ég þetta.“ Þetta ber allt að sama brunni umboðsvanda og fjármálaóreiðu. Það svo endar með því að í grunnstoðir samfélagsins skortir fjármuni. Það er sem Mosfellingar hafi ekki gert upp hrunið og það að rannsaka ekki Eirarmálið er van- virðing við eldri borgara og þær kynslóðir sem eru á leið í þessa átt, þ.e. við öll hin. Rannsökum Eirarmálið. Mælum fyrir sanngirnisbótum þar sem farið hefur verið illa með saklaust fólk. Illa farið með eldri borgara í Mosfellsbæ og víðar Eftir Svein Óskar Sigurðsson »Hver er og var ábyrgð meirihlutans í Mosfellsbæ þegar litið er til setu þeirra manna í stjórn Eirar? Sveinn Óskar Sigurðsson Höfundur viðskiptafræðingur, M.Sc. í fjármálum fyrirtækja og skipar 1. sæti á lista Miðflokksins í Mosfellsbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. www.facebook.com/Midflokkurinn- Moso Allt um sjávarútveg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.