Morgunblaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 68
68 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2018 ✝ Steinar Pet-ersen fæddist í Stokkhólmi 18. nóvember 1946. Hann lést 18. maí 2018 í faðmi fjöl- skyldunnar. Foreldrar hans voru Guðmunda Stefánsdóttir Pet- ersen og Brynj- úlfur Thorvalds- son. Guðmunda giftist Gunnari Petersen sem síðar ættleiddi Steinar. Eft- irlifandi eiginkona Steinars er Greta Björgvinsdóttir Pet- ersen. Börn þeirra eru: 1) Birna Petersen, eiginmaður hennar er Ken Håkon Nor- berg. Börn þeirra eru Viktor, Emilia og Oliver. 2) Gunnar Petersen, eiginkona hans er Elva Gísladóttir, börn þeirra eru Anna Alexandra, Steinar og Brynjar. 3) Eva Petersen. störfum. Hann tók þátt í upp- byggingu badmintoníþrótt- arinnar á Íslandi, sat í stjórn bæði Tennis- og Badminton- félags Reykjavikur og Badmin- tonsambands Íslands. Steinar var keppnismaður í badminton til margra ára og vann fjöl- margra titla á sínum ferli. Frá miðjum aldri heillaðist Steinar af golfíþróttinni og var meðlimur i GKG. Hann starfaði með Lions- klúbbnum Nirði og gegndi fjölmörgum embættum þar, m.a. sem formaður, gjaldkeri og ritari. Steinar var veiði- maður, var félagi í Stanga- veiðifélagi Reykjavíkur og starfaði um árabil með ár- nefnd Norðurár. Steinar var mikill unnandi ferðalaga og útivistar bæði innanlands og utan og var fé- lagi bæði í Ferðafélagi Íslands og Útivist. Útför Steinars fer fram í Áskirkju í Reykjavík í dag, 24. maí 2018, og hefst athöfnin klukkan 13. Systkini Steinars samfeðra eru Guð- rún, Sigríður, Þóra og Þórir. Þegar Steinar var á fyrsta ári hófu Munda og Gunnar búskap í Hraunborg við Karfavog. Síðar reistu þau sér hús á Kambsvegi 36, Reykjavík þar sem Steinar ólst upp frá 7 ára aldri. Steinar gekk í Lang- holtsskóla, Vogaskóla og lauk verslunarskólaprófi árið 1966. Að loknu námi hóf hann störf hjá Bernhard Petersen hf. og starfaði þar mestan hluta af sínum starfsferli. Samhliða störfum hjá Bern- hard ráku Steinar og Greta heildsölu með íþróttavörur og vörur tengdar sjávarútvegi. Steinar var virkur í félags- Elsku pabbi, það að þú hafir kvatt okkur fyrir nokkrum dögum er enn hálfóraunverulegt, það er eins og þú sért enn hérna hjá okk- ur en þrátt fyrir það er mikil sorg. Þú verður áfram hjá okkur í hug- anum en ég veit að þú hefðir viljað að við myndum fljótlega halda áfram að lifa og njóta eins og þér einum var lagið. Nú sveimar hug- urinn hins vegar aftur í tímann og sterkustu minningabrotin eru tengd þeim fjölmörgu skemmti- legu stundum sem við áttum sam- an, erfiðar stundir hafa sem betur fer verið fáar. Þú sagðir oft hvað þér fannst þú vera ótrúlega hepp- inn í lífinu og mér finnst það líka, það er að hafa átt þig sem pabba. Ég er þér ákaflega þakklátur fyr- ir að hafa leyft mér að fljóta og njóta með þér frá unga aldri í þeim fjölmörgu áhugamálum sem þú hafðir. Þetta á við hvort sem er badminton, skíði, jeppaferðir og ekki síst veiðiferðir, alltaf var ég, litli guttinn, velkominn með þér og félögum þínum. Áherslan vær ætíð á að njóta náttúrunnar, kynnast nýjum stöðum og eiga góðan tíma með félögunum en auðvitað var veiðieðlið og keppn- isskapið skammt undan. Við lentum í ótal ævintýrum saman í gegnum tíðina hvort sem var uppi á hálendi, við rjúpnaveiði eða við einhverja laxveiðiá og fannst okkur fátt skemmtilegra heldur en að rifja upp ýmis æv- intýri og skapa ný. Þú slóst ekkert af í veiðiskapnum síðustu ár þrátt fyrir að líkamleg orka væri minni en áður, þá var hugurinn bara enn sterkari. Síðasta veiðiferð okkar saman var með nafna þínum á rjúpu í nágrenni Skjaldbreiðar síðasta vetur í frábæru veðri og góðri veiði, þar náðir þú þinni síð- ustu bráð í bili. Á aðfangadag borðuðum við síðan saman bráðina á Kambsveg- inum og rifjuðum upp ógleyman- leg atvik við arineld og koníak. Þessi ævintýri verða aldrei tekin af okkur og munu halda áfram að ylja okkur báðum um hjartaræt- ur. Nú veit ég að veiðigyðjan tekur vel á móti þér og sýnir þér ónumd- ar veiðilendur á nýjum stað. Pabbi, þú kunnir einstaklega vel að tileinka þér jákvæðni, húm- or og skemmtilegan frásagnarstíl og hafðir lítinn áhuga á að eyða tíma í eitthvað leiðinlegt. Þú hafð- ir gaman af fólki og hafðir mjög sterka nærveru. Oftar en ekki komu vinir, kunningjar eða fólk sem varð á vegi manns til mín og allir höfðu sömu sögu að segja: „Mikið er pabbi þinn skemmtileg- ur karl.“ Þú varst svokallaður lífs- nautnaseggur og tókst allt út úr þessu lífi sem hægt var og meira til. Nú höldum við fjölskyldan áfram ferðinni með þá jákvæðni og húmor að vopni sem þér einum var lagið. Við sjáumst seinna. Þinn sonur, Gunnar. Elsku tengdapabbi. Mig langar að kveðja þig með fáeinum orðum en ég hef verið hluti af fjölskyld- unni í 25 ár. Ég minnist þín fyrst og fremst sem mikils húmorista sem kunni að segja skemmtilegar sögur. Þú varst afar jákvæð manneskja, ég man hreinlega ekki eftir þér nema í góðu skapi. Þú varst jafnframt góður og skemmtilegur afi. Það hefur alltaf verið gaman að koma til ykkar Gretu í Goðheim- ana þar sem líflegar umræður sköpuðust oft við matarborðið. Við tvö höfum ávallt verið á önd- verðum meiði í pólitík en þótt við værum oft ósammála um bæði menn og málefni var alltaf stutt í grallaraskapinn. Þú hafðir ein- staklega gaman af því að stríða mér og hafðir lag á því að æsa mig upp í samræðum, sem gátu stund- um orðið háværar, einkum þegar ég var yngri. Þú varst keppnismaður í bad- minton til margra ára og hafa barnabörnin þín Anna Alexandra, Steinar og Brynjar fetað í fótspor þín og æfa badminton með TBR. Þú varst mikið fyrir ferðalög og útivist, hvort sem var tengt skíð- um, göngum, útilegum eða veiði. Þær eru ófáar sögurnar til af ykk- ur Gretu á ferð um landið með tjald, tjaldvagn og nú síðustu ár A- hýsi. Aldrei mátti þó tjalda á merktum tjaldstæðum, nokkuð sem Gunni sonur ykkar hefur tekið mjög bókstaflega, mér stundum til ama. Það má segja að þú hafir kynnt stangveiði fyrir mér en þú bauðst okkur Gunna oft með þér í Norðurá þar sem við áttum góðar stundir. Síðasta sumar fórum við svo öll fjölskyldan saman í Litlu- Laxá á Ásum þar sem við áttum góðar stundir saman, mokveiddum urriða og þið Gunni sýnduð börn- unum hvernig best væri að bera sig að við veiðarnar. Síðustu tvö ár sem liðin eru frá því að þú veiktist hafa verið afar dýrmæt. Þessi tími hefur verið vel nýttur og hefur einkennst af mikilli samveru, þar á meðal ófáum heim- sóknum í Goðheimana þar sem krakkarnir gripu oft með sér ís í brauðformi, nokkuð sem þau vissu að myndi gleðja þig. Samveran um síðustu jól og áramót á Kambsveg- inum gaf okkur fjölskyldunni einn- ig afar góðar minningar sem gott verður að sækja í síðar. Elsku tengdapabbi, ég kveð þig með söknuði en þakka um leið fyr- ir allar góðu stundirnar. Þín tengdadóttir, Elva Gísladóttir. Elsku afi. Okkur langar að minnast þín í nokkrum orðum. Þú varst um- hyggjusamur og jákvæður og það var alltaf stutt í húmorinn hjá þér. Það var alltaf notalegt að hjóla til ykkar ömmu Gretu í Goðheimana og hlusta á áhugaverðar sögur af veiðiferðum og badmintonafrek- um þínum. Við höfum átt margar góðar stundir saman, t.d. má nefna veiðiferðina sem við fórum í síð- asta sumar þar sem við sátum saman og spjölluðum, grilluðum góðan mat á fallegu sumarkvöldi og veiddum urriða. Þú varst keppnismaður í bad- minton í mörg ár og höfum við öll fetað í fótspor þín og æfum við badminton með TBR. Það er skemmtilegt að mæta á æfingar því þá göngum við fram hjá vegg þar sem hanga gamlar ljósmynd- ir, margar þeirra eru af þér og öðrum fjölskyldumeðlimum með badmintonspaða í hendi. Það var alltaf gaman þegar þú komst að fylgjast með okkur spila og hvatt- ir okkur áfram í keppnum. Þú verður alltaf í hjörtum okk- ar, við munum sakna þín. Við elskum þig, afi. Þín barnabörn, Anna Alexandra, Steinar og Brynjar. Elsku besti afi okkar, við barnabörnin minnumst þín sem góðs og ástkærs afa sem var fyr- irmyndin okkar og ekki síst góður vinur. Það voru margir sem elsk- uðu þig og vorum við barnabörnin þar á meðal. Með afa á Íslandi og barnabörn í Noregi var það stundum erfitt að hittast. En þegar við komum til Íslands eða þú og amma til okkar í Noregi voru það ávallt miklir fagnaðarfundir. Þegar við hugsum til baka til allra stunda okkar saman er kannski ekkert eitt atvik sem stendur upp úr. Við hugsum til þess að þú varst alltaf til staðar fyrir okkur þrátt fyrir að vera langt í burtu. Alltaf hægt að hringja og tala saman í síma eða á Skype. Þú varst alltaf sá sem hélt uppi gleðinni þegar við hittumst, mið- punkturinn í fjölskylduboðum svo það verður skrítið núna þegar þú ert ekki hjá okkur lengur. Þú varst alltaf í góðu skapi og varst með mjög góðan húmor og komst alltaf með góð innskot, brandara eða skemmtilegar sögur sem skemmtu þeim sem voru í kringum þig. Hvort sem þetta var sannsögulegt eða ekki. Þú varst alltaf til í að fíflast við okkur, lést okkur stelpurnar flétta og stæla á þér hárið og atast við strákana. Þú varst orkumikill afi og bauðst okkur í veiði-, jeppaferðir og önnur ferðalög og ekki fannst okkur leiðinlegt að prófa stóra jeppann þinn. Í Noregi komst þú með okkur í skíðaferðir þar sem þú eltir okkur út um allt, bæði ýmsar skógarleið- ir og svartar brekkur. Þér fannst líka gaman að koma með okkur út á bát og var amma ekkert ánægð þegar þú varst að gefa í og beygja á fullu. Þú varst svolítið stríðinn við okkur og fannst bara gaman þeg- ar við stríddum þér á móti. Það sem okkur fannst skemmtilegast var að skríða inn í svefnherbergi til þín og ömmu og kitla á þér tærnar. Þá þóttist þú alltaf halda að það væri mús. Við vissum líka að þú hataðir papriku, svo við reyndum oft að lauma henni í matinn þinn. En stundum fékkst þú nóg af látunum í okkur og fannst þá gott að fá þér reykinga- pásu á svölunum eða slappa af í stólnum þínum. Fyrir okkur barnabörnin varstu frábær afi og áhugasamur um allt það sem við gerðum. Bad- minton hefur verið stór hluti af þínu lífi og það hefur smitast yfir á okkur, sem við erum mjög þakklát fyrir. Þér fannst alltaf mjög gam- an þegar við komum til landsins til að keppa í TBR, þá mættir þú á svæðið til að hvetja okkur. Það er ekkert skrítið að þú varst svona vinmargur og að öll fjölskyldan elskaði þig svona mik- ið eins og við gerum. Þú varst al- veg einstakur við alla í kringum þig. Þú varst okkar fyrirmynd sem studdi okkur í öllu sem við gerðum, elsku afinn okkar sem við munum aldrei gleyma. Við eigum eftir að hittast aftur, vitum ekki hvar, vitum ekki hve- nær. En við hittumst aftur einn fallegan sólskinsdag. Þín verður sárt saknað og alltaf elskaður. Þín barnabörn, Oliver, Emilia og Viktor. Ég man fyrst eftir Steinari bróðursyni mínum þegar hann kom vestur í Skála við Kapla- skjólsveg í byrjun sjötta áratug- arins með foreldrum sínum, Gunnari elsta bróður mínum og Mundu konu hans. Hann var mjög kraftmikill krakki og minnisstæð eru kapphlaup Ævars bróður míns og hans, hring eftir hring um stofur og ganga hússins svo okkur sem „ráðsettari“ vorum þótti nóg um. Hann átti eftir að stillast og fékk útrás í virðulegri keppnum, sérstaklega í badminton. Kynni okkar urðu nánari eftir að hann hóf störf í fyrirtæki fjöl- skyldunnar, Bernh. Petersen hf., sem við Gunnar faðir hans vorum í forsvari fyrir. Þar unnum við saman í 36 ár eða frá 1. maí 1966 til loka mars 2002. Steinar var góður samstarfsmaður, duglegur og áreiðanlegur og hressti gam- ansemi hans oft upp á skrifstofu- lífið. Hann fór fljótlega að sjá um þorskhrognaviðskipti fyrirtækis- ins, sem voru allmikil á þessum árum. Þegar Steinar var ungling- ur fékk hann sumarvinnu hjá sænska niðursuðufyrirtækinu ABBA, sem var stór kaupandi að sykursöltuðum hrognum. Þar kynntist hann bæði geymslu og meðhöndlun hrognanna svo og framleiðslu þeirra í hinar vel þekktu kavíartúpur, en ekki síst lærði hann sænsku sem kom sér vel síðar. Hrognin voru söltuð á vetrarvertíð hjá fiskverkendum víðsvegar á landinu en aðallega á Suðurnesjum og Snæfellsnesi. ABBA sendi hingað menn sem dvöldu hér vikum saman, flestir ár eftir ár og urðu margir þeirra góðir vinir Steinars ævilangt. Þeir heimsóttu reglubundið alla þessa saltendur ásamt Steinari, oft í slæmum vetrarveðrum. Það voru yfirleitt 6-7.000 tunnur hvert ár sem fóru til ABBA og einnig til Grikklands á vegum Constantine Lyberopoulosar sem seinna varð íslenskur konsúll þar í landi. Hrognaviðskiptin héldust óslitið fram yfir síðustu aldamót þegar tók að draga úr þeim vegna breyttra verkunarhátta. Steinar annaðist einnig innflutning sem fyrirtækið hafði með höndum sem var aðallega ýmsar efnavörur fyr- ir sjávarútveginn og ekki síst um- búðir fyrir fiskimjöl. Þar var Steinar líka fljótt á heimavelli. Hann var vel liðinn af viðskipta- mönnum okkar enda orðheppinn með afbrigðum og skemmtilegur. Bernh. Petersen ehf. var slitið 2005 en nokkru áður fluttum við skrifstofurnar í húsnæði Hellas ehf. í Skútuvogi í eign Steinars. Þar minnist ég notalegra stunda með Steinari og Gretu. Steinar kvæntist Gretu sinni 11. apríl 1970 og þau höfðu því verið gift í rúm 48 ár þegar hann lést. Þeim varð þriggja barna auð- ið og barnabörnin eru sex. Hann var hamingjumaður í sínu einka- lífi og mjög traustur heimilisfaðir. Fyrir hönd systkina minna og allrar fjölskyldunnar þakka ég honum áralanga tryggð um leið og við sendum Gretu og fjölskyld- unni okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Bernhard Petersen. Ég kynntist Steinari Petersen fyrir rúmum 40 árum í gegnum badmintonið. Strax í upphafi vakti eftirtekt mína húmorinn og góð- vildin sem kom frá Steinari. Fólk vildi vera í návist hans. Steinar var fyrst og fremst mjög skemmtilegur maður. Gaman að hitta hann á förnum vegi, sem endaði alltaf í miklum hlátrasköll- um. Steinar var besti tvíliðaleiks- spilari landsins á áttunda ára- tugnum. Ég varð þess heiðurs að- njótandi að spila með honum á einu badmintonmóti og töpuðum við fyrsta leik og duttum út. Or- sökin var getuleysi undirritaðs en viðbrögð Steinars voru við tapinu: „Þetta var gaman meðan á því stóð, Gunni minn.“ Ég fékk Steinar til að vera með mér í skemmtiatriði á Akureyri þar sem Pro Kennex-mótin fóru fram. Þetta var svokallað „Jack- son-atriði“ og átti Steinar að fara í splitt í atriðinu. Það fór ekki betur en svo að Steinar reif vöðva og var frá í nokkrar vikur. Alltaf þegar við hittumst eftir það spurði Steinar mig hvort mig vantaði ekki mann í Jackson-atriði. Steinar, endalaust skemmtileg- ur og frábær félagi. Mínar dýpstu samúðarkveðjur til Gretu, Birnu, Gunnars, Evu og barnabarna. Gunnar Kristjánsson. Við félagarnir úr Verslunar- skólanum árg. 66 kveðjum nú Steinar Petersen, góðan vin og kæran félaga. Þessi hópur hefur hist reglulega gegnum tíðina, ferðast, spilað golf og átt saman ógleymanlegar stundir. Vinátta sem myndast á ungra aldri á þroskaferli einstaklinga verður alltaf dálítið sérstök og ef til vill einstök. Sjóður minninga birtist ljóslifandi fyrir hugskotssjónum okkar við þessi tímamót sem við endurupplifum í hugum okkar. Steinar Petersen var sannar- lega góður félagi og vinur okkar allra og best er að lýsa honum sem traustum, ábyrgum, glað- værum og skemmtilegum. Á sín- um yngri árum var hann frábær íþróttamaður og vann marga titla í badminton. Seinna ánetjaðist hann golfi sem hann taldi vera mikið gæfuspor fyrir sig og Grétu eiginkonu sína sem var honum alla tíð stoð og stytta. Félagsskap- ur okkar félaganna ásamt konum okkar var meiriháttar svo ekki sé minnst á ferðalög hópsins bæði innanlands og erlendis. Má í því sambandi minnast á eftirminni- lega ferð til Toscana 2014 og til Frakklands ári síðar. Mig langar einnig að minnast skólaáranna þar sem við Steinar bundust vinaböndum og brölluð- um margt saman bæði í skóla á veturna og eins að sumarlagi í úti- legum. Minning um góðan vin lifir. Við félagarnir sendum Grétu og fjölskyldu innilegar samúðar- kveðjur og biðjum hinn hæsta höf- uðsmið að gæta þeirra. Far þú í friði, kæri vinur. F.h. VÍ 66, Jón Ásgeir Eyjólfsson. Steinar Petersen, heiðursfélagi í Tennis- og badmintonfélagi Reykjavíkur, er látinn eftir erfiða baráttu við ólæknandi sjúkdóm. Steinar var félagi í TBR frá unga aldri og keppti í badminton um áratuga skeið. Hann varð Íslands- meistari í tvíliðaleik mörgum sinnum ásamt félaga sínum Har- aldi Kornelíussyni og einnig varð hann Íslandsmeistari í tvenndar- leik með Lovísu Sigurðardóttur. Þeir Steinar og Haraldur voru ósigrandi á badmintonvellinum hér heima í fjölmörg ár, sigruðu í ótal mótum saman og báru höfuð og herðar yfir andstæðingana á vellinum. Þá keppti hann í nokkr- um landsleikjum fyrir Íslands hönd. Steinar var einnig mjög virkur í félagsmálum hjá okkur og var í stjórn og varastjórn TBR frá 1969-1977. Einnig sat hann í byggingarnefnd félagsins. Hann var í hópi TBR-inga sem unnu ómetanlega sjálfboðaliðavinnu við byggingu TBR-hússins sem var opnað 1976. Þá var hann líka í stjórn Badmintonsambands Ís- lands um árabil. Hann hlaut gull- merki TBR 1988 og var svo gerð- ur að heiðursfélaga TBR 2003. Gullmerki BSÍ hlaut Steinar 2007. Fjölskylda Steinars hefur tengst félaginu nánast frá stofnun TBR. Foreldrar hans léku badminton í áratugi og allir afkomendur Stein- ars hafa æft og keppt í badminton frá unga aldri. Þau hafa sum unn- ið Íslands- og Noregsmeistara- titla, svo og keppt í landsliðum unglinga og fullorðinna. Ég kynntist Steinari sem ung- lingur þegar ég hóf sjálfur keppni á badmintonvellinum. Hann var harður andstæðingur þar og gaf engum grið í leiknum, en jafn- framt var hann hinn besti sam- herji og hvatti mann óspart áfram í leiknum. Þá fórum við oft í keppnisferðir innanlands og er- lendis þar sem við kepptum í mót- um og landsleikjum. Árin liðu og við báðir lukum keppnisferlinum. Þá hófst næsti kafli, „Trukkarnir“ í badminton. Þar áttum við marg- ar góðar stundir í frábærum hópi vina sem hittust tvisvar í viku og léku sér í íþróttinni til skemmt- unar og heilsubótar. Þá voru einn- ig skemmtikvöld og ferðalög á dagskrá og var Steinar oft kall- aður til að halda tækifærisræður. Þar var hann snillingur í faginu. Ræðurnar voru fluttar á yfirveg- aðan hátt og með mjög alvarlegu yfirbragði, en efnið var á þeim nótum að áheyrendur veltust um af hlátri. Þetta var snilli Steinars og ég hef stundum reynt að tileinka mér þessa ræðulist hans sjálfur, en læt aðra um að meta. Síðustu árin tók svo golfið við. Þá komu konurnar okkar inn í hópinn, og áttum við margar góð- ar stundir á golfvellinum saman í „Trukkagolfi með tengivögnum“. Nú vorum við Steinar „stirðu kall- arnir“, sem voru settir saman í golfbíl, til að við næðum báðir að ljúka 18 holum. Og það tókst allt- af. Keppnisskapið hjá okkur sam- an var eins og í gamla daga og allt- af var reynt að ná sem bestu skori. En árgangurinn varð reyndar kannski stundum undir vænting- um, a.m.k. síðustu árin. Nú er komið að leiðarlokum og ég minnist góðs vinar og félaga með söknuði. Við Ebba, konan mín, getum því miður ekki kvatt Steinar við útför hans, en sendum okkar inni- legustu samúðarkveðjur til Grétu og annarra í fjölskyldunni. Sigfús Ægir Árnason. Okkur langar til að minnast vinar okkar Steinars Petersen sem nú er fallinn frá eftir erfið veikindi. Það er margs að minnast á þeim 50 árum sem vinskapur okkar spannar. Ferðalög með börnin, jeppaferðir, skíðaferðir, veiðiferðir svo dæmi séu nefnd, sem skilur eftir fallegar minning- ar. Steinar var einstakur maður og tók veikindum sínum af miklu æðruleysi eins og honum var ein- um lagið. Sem dæmi um það þá var hann búinn að plana veiðiferð í sumar, veikindin stoppuðu hann aldrei. Steinar tók lífinu með ró eins Steinar Petersen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.