Morgunblaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 6
6
Svartiskógur, Sviss&Alsace
sp
ör
eh
f.
Haust 3
Heillandi staðir mæta okkur í þessari yndislegu ferð um
Svartaskóg, Sviss og Alsace héraðið í Frakklandi. Í ferðinni
munum við kynna okkur helstu aðdráttaröfl þessara
þriggja landa á þessu dásamlega svæði og sjáum m.a.
kraftmestu fossa meginlands Evrópu, Rínarfossa. Gist
verður í bænum Lörrach alla ferðina.
15. - 22. september
Fararstjóri: Ester Helgadóttir
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK
Verð: 199.900 kr. á mann í tvíbýli.
Mjög mikið innifalið!
SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 2018
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Mismunandi fylgi framboðslistanna
í Reykjavík eftir borgarhlutum er
enn mjög áberandi í lokakönnun Fé-
lagsvísindastofnunar fyrir borgar-
stjórnarkosningarnar á laugardag.
Könnunin var birt hér í blaðinu í
gær.
Sjálfstæðisflokkurinn nýtur
langtum meira fylgis í Grafarvogi,
Grafarholti, Úlfarsárdal og á Kjalar-
nesi en aðrir flokkar. Þar ætla um
40% íbúa að kjósa flokkinn en með-
alfylgi hans í borginni er 26,3%.
Fylgi Samfylkingarinnar er lang-
mest í Miðbæ og Vesturbæ, 39%.
Meðalfylgi flokksins í borginni er
31,8%.
Greint eftir fjórum borg-
arhlutum
Í könnuninni er fylgi framboðs-
listanna greint eftir fjórum borgar-
hlutum. Fylgi Sjálfstæðisflokksins
er einnig yfir meðaltali, 28,3%, í
Árbæ, Norðlingaholti og Breiðholti.
Aftur á móti er það undir meðaltali í
Miðbæ og Vesturbæ, þar sem það er
aðeins 18,6%, og í Hlíðum, Laugar-
dal og Háaleitis- og Bústaðahverfi,
þar sem það er 22%.
Þessu er öfugt farið hjá stærsta
flokknum í Reykjavík, Samfylking-
unni. Auk Miðbæjar og Vesturbæjar
er fylgi hennar yfir meðaltali í Hlíð-
um, Laugardal og Háaleitis- og Bú-
staðahverfi, þar sem það er 36,5%.
Fylgið er undir meðaltali í Árbæ,
Norðlingaholti og Breiðholti, 24,9%,
og í Grafarvogi, Grafarholti, Úlfars-
árdal og á Kjalarnesi, þar sem það
er 25,3%.
Vesturhlutinn vinstrisinnaður
Ef skoðað er fylgi annarra fram-
boða eftir borgarhlutum kemur í
ljós að Píratar, VG og Sósíalista-
flokkurinn eiga eins og Samfylk-
ingin mest fylgi í Miðbæ og Vestur-
bæ. Fylgi Pírata þar er 10,8%, fylgi
VG 10,1% og Sósíalistaflokksins
6,9%. Miðflokkurinn hefur mest
fylgi í Árbæ, Norðlingaholti og
Breiðholti, 8%. Fylgi Viðreisnar er
mest í Hlíðum, Laugardal og Háa-
leitis- og Bústaðahverfi, 6,4%.
Þegar fylgi við borgarastjóraefni
framboðanna er greint eftir hverf-
um kemur sama mynstur í ljós.
Samkvæmt könnuninni vilja að með-
altali 43,5% borgarbúa Dag B. Egg-
ertsson, oddvita Samfylkingarinnar,
sem næsta borgarstjóra. Eyþór
Arnalds, oddvita sjálfstæðismanna,
nefndu 29,4% og Vigdísi Hauks-
dóttur, oddvita Miðflokksins, nefndu
8,5%.
Vigdís vinsæl í Grafarvogi
Stuðningur við Dag er mestur í
Miðbæ og Vesturbæ, þar sem hann
er 55,6%, en minnstur í Árbæ, Norð-
lingaholti og Breiðholti, þar sem
hann er aðeins 32%. Stuðningur við
Eyþór er mestur í úthverfunum, þar
sem hann er 36-37%, en minnstur í
vesturhlutanum, þar sem hann er
tæplega 21%. Stuðningur við Vigdísi
er langmestur í Grafarvogi og að-
liggjandi hverfum, 16,3%.
Í skoðanakönnuninni, sem birt
var í gær, var fjöldi þátttakenda
1.610. Haft var samband bæði í síma
og tölvupósti. Fjöldi þeirra sem
svöruðu var 1.113, eða 69,1% úrtaks-
ins. 1,6% ætluðu að skila auðu, 0,7%
sögðust ekki ætla að kjósa, 15,7%
höfðu ekki gert upp hug sinn og
12,9% vildu ekki svara.
Ólík viðhorf eftir búsetu í borginni
Fylgið við vinstriflokkana mest í Miðbæ og Vesturbæ Sjálfstæðismenn sterkastir í úthverfunum
Stuðningur við borgarstjóraefnin fylgir sama mynstri Nær 56% í Miðbæ og Vesturbæ vilja Dag
Fylgi við flokka, borgarstjóraefni og mikilvægustu málefnin eftir hverfum í Reykjavík
Dagur B. Eggertsson eða Eyþór Arnalds?Sjálfstæðisflokkur eða Samfylking? Hvaða málefni er mikilvægast?
Sjálfstæðis-
flokk
Samfylkingu
Annan flokk
eða lista
Heimild:
Skoðanakönnun
Félagsvísindastofnunar
Háskóla Íslands fyrir
Morgunblaðið dagana
17.-21. maí sl.
44%
29%
8,5%
3,8%
15%
Ef gengið yrði til borgarstjórnarkosninga í dag, hvaða flokk
eða lista myndir þú kjósa?
Hver vilt þú helst að gegni embætti borgarstjóra Reykjavíkur
eftir borgarstjórnarkosningarnar 26. maí næstkomandi?
Hver af eftirtöldum málaflokkum telur þú að muni ráða mestu
um hvaða flokk þú kýst í borgarstjórnarkosningum?
39%
19%
Miðbær og Vesturbær
21%28%25%
Miðbær og Vesturbær
Hlíðar, Laugardalur, Háaleiti og Bústaðahverfi
21%23%26%
Hlíðar, Laugardalur, Háaleiti og Bústaðahverfi
Miðbær og Vesturbær
37%
22%
Hlíðar, Laugardalur,
Háaleiti og Bústaðahverfi
25%
28%
Árbær, Norðlingaholt og Breiðholt
24%20%23%
Árbær, Norðlingaholt og Breiðholt
Árbær, Norðlingaholt
og Breiðholt
25%
40%
Grafarvogur, Grafarholt, Úlfarsárdalur og Kjalarnes
22%26%25%
Grafarvogur, Grafarholt, Úlfarsárdalur og Kjalarnes
Grafarvogur, Grafarholt,
Úlfarsárdalur og Kjalarnes
Öll hverfi Reykjavíkur
Öll hverfi Reykjavíkur
Öll hverfi Reykjavíkur
Mesta fylgi eftir hverfum
26%
32%
42%
Dagur B.
Eggertsson
Eyþór
Arnalds
Vigdís
Hauksdóttir
Líf Magneu-
dóttir
Aðrir
Dagur B.
56%
Eyþór
37%
Dagur B.
51%
Eyþór
36%
Velferðar- og
jafnréttismál
Samgöngumál
Húsnæðismál
Fjármál
borgarinnar
Skólamál
Annar mála-
flokkur
25%
25%21%
32% 34%
24%22%
11%
10%
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2018
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Þetta er allt á áætlun, en fráfarandi
borgarstjórn á eftir að halda þarna
einn fund og verður það 5. júní næst-
komandi. Þegar honum er lokið verð-
ur farið í framkvæmdir inni í borg-
arstjórnarsalnum og unnið hratt,“
segir Helga Björk Laxdal, skrifstofu-
stjóri borgarstjórnar, í samtali við
Morgunblaðið.
Kosið verður til sveitarstjórna
næstkomandi laugardag og mun þá
borgarfulltrúum fjölga úr 15 í 23.
Fundarsalur þeirra í Ráðhúsi
Reykjavíkur hefur, að sögn Helgu
Bjarkar, haldist nær óbreyttur frá
því að húsið var tekið í notkun árið
1992 og er því þörf á bæði viðhaldi og
breytingum að loknum kosningum.
„Samhliða breytingum verður far-
ið í venjulegt viðhald á salnum, s.s. að
slípa upp parket og mála, en einnig
verða ný húsgögn látin inn í salinn.
Það er hins vegar lögð áhersla á að
upprunalegt útlit fái að halda sér að
mestu leyti – þó verður aðeins léttara
yfir borðunum,“ segir Helga Björk.
Aðspurð segir hún borgarfull-
trúana 23 fá sæti við tvö skeifulaga
fundarborð í stað þess borðs sem nú
má finna inni í fundarsalnum. Þá er
stefnt að því að klára framkvæmd-
irnar áður en ný borgarstjórn tekur
til starfa. Verði salurinn hins vegar
ekki tilbúinn í tæka tíða verður annað
rými í húsinu nýtt tímabundið undir
fundarhöld eða fundað í sal annars
staðar í Reykjavík.
Allir fulltrúar í eitt rými
Borgarfulltrúar hafa vinnuaðstöðu
við Tjarnargötu 12 í Reykjavík. Eru
flokkarnir þar með sameiginlegt
vinnurými fyrir fulltrúa sína auk
fundaraðstöðu, en nú stendur til að
opna vinnurýmin alveg og bjóða
borgarfulltrúum upp á svokallað
„hot-desk“ þar sem fleiri en einn eru
um sama skrifborðið. Einnig verða
þar tvö fundarherbergi og kaffistofa.
„Það eina sem þarf að gera er að
taka niður nokkra veggi og opna
rýmið alveg,“ segir Helga Björk og
bætir við að á jarðhæð hússins verði
einnig að finna rými sem borgar-
fulltrúar geta meðal annars nýtt til
þess að taka á móti borgarbúum.
Salurinn tekinn í gegn
Framkvæmdir hefjast í borgarstjórnarsal Ráðhússins
snemma í júní Vinnuaðstöðu borgarfulltrúa einnig breytt
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Ráðhúsið Inni í borgarstjórnarsal er stórt skeifulaga borð en eftir breyt-
ingar verða borðin tvö fyrir fulltrúana 23 sem þar sitja eftir kosningar.