Morgunblaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 76
76 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2018 AF BÓKUM Karl Blöndal kbl@mbl.is Bandaríski blaðamaðurinn og rithöf- undurinn Tom Wolfe lést í liðinni viku 88 ára að aldri. Í stílfimi stóðust fáir Wolfe snúning. Það var líkt og textinn streymdi upp úr honum, innblásinn og óheftur. Þegar Wolf skrifaði fékk allt að fljóta með. Hann miðlaði ekki bara þurrum staðreyndum, heldur notaði verkfæri skáldsögunnar til að fylla síðurnar af persónulýsingum, andrúmslofti og tíðaranda, stöðutákn- um og sókninni eftir metorðum þann- ig að lesandinn fengi á tilfinninguna að höfundurinn væri með fingurinn á púlsi samtímans. Þegar best lét varð textinn að flugeldasýningu og frá- sögnin svo hröð að lesandinn hafði vart tíma til að draga andann. Getur gert meira við orð en nokkur annar „Hann er sennilega hæfileikarík- asti höfundurinn í Bandaríkjunum,“ skrifaði rithöfundurinn og álitsgjafinn William F. Buckley í tímaritið Nation- al Review. „Með því á ég við að hann getur gert meira við orð en nokkur annar.“ Wolfe fæddist 2. mars 1930 í Rich- mond í Virginíu og var því 88 ára þeg- ar hann lést. Hann hóf ferilinn í blaða- mennsku að loknu doktorsnámi í ensku og vakti fljótt athygli fyrir að slá nýjan tón. Var talað um nýju blaðamennskuna þar sem Wolfe var í fararbroddi ásamt höfundum á borð við Hunter S. Thompson og Gay Tal- ese. Má segja að Truman Capote hafi verið frumkvöðull skrifa í þessum anda og einnig mætti tína til rithöf- unda á borð við Norman Mailer, þótt hann hefði ímugust á Wolfe og teldi skrif hans innantómt orðagjálfur. Skar sig úr í stíl og klæðaburði Wolfe skar sig ekki aðeins úr vegna stílfiminnar, heldur einnig vegna klæðaburðar. Hann klæddist silki- skyrtum, gekk ýmist með bindi eða slaufu og var í áberandi jakkafötum með vesti, yfirleitt hvítum. Það liggur við að segja megi að enginn hafi klætt sig eins og hann. Hann gaf það ráð að fráleitt væri að reyna að falla inn í umhverfið: „Vertu skrítinn og sérvit- ur persónuleiki. Fólk mun bjóðast til að gefa þér upplýsingar.“ Í viðtali við tímaritið Rolling Stone árið 1980 sagði hann að fólk, sem hann fjallaði um, vildi ekki að hann reyndi að verða einn af hópnum. „Það vill miklu frekar setja þig inn í málin,“ sagði hann. „Fólk vill hafa einhvern til að segja sögu sína. Þannig að ef þú ert reiðubúinn til að vera upplýsinga- safnari þorpsins mun fólk hlaða á þig efni. Eina framlag mitt til sálfræð- innar er kenning mín um upplýsinga- áráttuna. Hluti af eðli mannskepn- unnar er sú tilfinning að skora nokkur metorðastig með því að segja fólki hluti, sem það veit ekki, og það vinnur í þína þágu.“ Ritstífla vendipunktur Wolfe vakti athygli með líflegum og beittum skrifum sínum, en sú grein, sem átti eftir að marka honum sérstöðu fyrir alvöru, varð til nánast fyrir tilviljun. Wolfe hafði talið Byron Dobell, ritstjóra sinn á tímaritinu Es- quire, á að fela sér það verkefni að skrifa um unga áhugamenn um breytta bíla í Kaliforníu. Í tvær vikur bjó hann á dýru hóteli á meðan hann kynnti sér líf þessara manna. Þegar hann sneri aftur gat hann ekki með nokkru móti komið orði á blað. Að endingu gafst ritstjórinn hans upp og bað hann að senda sér punkt- ana sína. Wolfe byrjaði að skrifa og sendi honum síðan texta upp á 49 síð- ur. Ritstjórinn tók textann, fjarlægði orðin „Kæri Byron“ í upphafi og birti að öðru leyti óbreyttan undir hinni vart þýðanlegu fyrirsögn „The Kandy-Kolored Tangerine-Flake Streamline Baby“. Þetta var árið 1968. Þessi grein markaði upphaf hinnar nýju blaðamennsku. Wolfe skrifaði að fyrir sér þýddi það hugtak að skrifa um raunverulega atburði í blaða- greinum og bókum með því að nota „grundvallarvinnubrögð blaða- mennskunnar til að viða að sér efni, en þá tækni, sem venjulega er kennd við skáldskap, eins og að endurskapa atburðarás, við gerð frásagnarinnar“. Frásagnarmátinn, fullur af grein- armerkjum, hástöfum og upphróp- unum, passaði inn í tíðarandann og lýsti honum um leið, öfgum og hé- góma, velmegun og glysgirni. Upp- ganginum virtust engin takmörk sett og um leið lifðu hippar sitt blóma- skeið. Wolfe lýsti þessu öllu saman, oft háðskur, stundum beittur, en sjaldnast meinfýsinn. Hann notaði at- hyglisgáfuna til að ná umhverfi, að- stæðum og ekki síst orðfæri þeirra, sem um var fjallað. Hippar á sýru og geimfarar Wolfe skrifaði níu bækur almenns eðlis, skáldleysur, á milli 1965 og 1981. 1968 kom út bókin The Electric Kool-Aid Acid Test þar sem hann fjallaði um ferðalag rithöfundarins Kens Keseys, höfundar bókarinnar Gaukshreiðursins (One Flew Over The Cuckoo’s Nest), ásamt hirð hans frá Vesturströndinni til Austur- strandarinnar með hauga af ofskynj- unarlyfjum í farteskinu, sem enn er sögð besta umfjöllunin um uppruna þessarar andhreyfingar, hvort sem er á prenti eða öðru formi. Upp úr stendur þó frá þessu tíma- bili bókin The Right Stuff, sem kom út 1979 og fjallar um fyrstu banda- rísku geimfarana og geimferðaáætl- unina, sem kennd var við Merkúr. Jafnhliða skrifaði hann fjölda greina og ritgerða í ýmis tímarit og hamraði á því við hvern þann sem heyra vildi, eins og það er orðað í and- látsfrétt í The New York Times, að blaðamennska og skáldleysur hefðu „þurrkað út skáldsöguna sem meg- inviðburð í bandarískum bók- menntum“. Bálköstur hégómleikans Það hlaut því að koma að því að Wolfe sneri sér að skáldsögunni. Það gerði hann í bókinni The Bonfire of the Vanities (Bálköstur hégómleik- ans). Wolfe hafði dálæti á rithöf- undum á borð við Balzac, Zola, Dick- ens og Thackeray og titillinn var skír- skotun til Vanity Fair eftir þann síðastnefnda. Líkt og sögur þeirra birtist The Bonfire of the Vanities upprunalega meira að segja sem framhaldssaga í tímaritinu Rolling Stone í 24 köflum áður en hún kom út á bók mikið endurskoðuð. Titillinn vísar einnig til atburða í Flórens þegar klerkurinn Savonarola réð þar ríkjum 1497 og fyrirskipaði að snyrtivörur, bækur, listaverk og aðrir munir, sem kirkjan teldi birtingar- mynd syndarinnar, skyldu brennd á báli. Sögusviðið er New York á níunda áratugnum, það er uppsveifla á Wall Street eftir mögur ár. Bókin fjallar um verðbréfasalann Sherman McCoy, sem græðir á tá og fingri og lítur á sig sem meistara alheimsins, en lendir síðan í miklum hremm- ingum þegar hann villist inn í Bronx ásamt hjákonu sinni og ekur á ungan blökkumann. Í kjölfarið upphefst mikill darraðardans þar sem koma við sögu litríkar persónur, lukkuriddarar og tækifærissinnar. Bókin seldist gríðarlega vel og var á metsölulistum vikum saman og fékk almennt góðar umsagnir, þótt ekki þætti öllum mikið til koma. Deilt við Bakkabræður Einn harðasti gagnrýnandi hans var rithöfundurinn Norman Mailer, sem skrifaði í The New York Review of Books eftir að önnur bók Wolfes, A Man In Full, kom út 1998 að ritfærn- innar vegna hefði hann neyðst til að velta fyrir sér „þeim óþægilega mögu- leika að þar komi að Tom Wolfe verði talinn okkar besti rithöfundur“ og því væri ástæða til að „fyllast þakklæti fyrir mistök hans og á endanum van- mátt til að verða stórkostlegur – að hann hafi ekki hinn sanna, stóra átta- vita“. John Updike og John Irving tóku undir með Mailer. Tveimur árum síðar svaraði hann fyrir sig í grein þar sem hann gerði þá að eins konar Bakkabræðrum undir fyrirsögninni My Three Stooges og sagði að hann dembdi sér óhræddur í samfélag samtímans þegar hillti undir nýja öld og nýja strauma og stefnur, sem gera myndi að verkum að margir málsmetandi listamenn, „eins og gömlu rithöfundarnir okkar þrír, virð- ist útjaskaðir og engu máli skipta“. Síðan bætti hann við: „Það hlýtur að valda þeim örlítilli beiskju að allir – jafnvel þeir – skuli tala um mig, og enginn tali um þá.“ Allt fram undir það síðasta passaði Wolfe upp á klæðaburðinn. Hann var alltaf í jakkafötum nema þegar hann svaf. Hann bjó í New York og gekk agaður til vinnu. Dagskammturinn var tíu vélritaðar síður með þreföldu línubili og gilti einu hvort hann væri þrjá tíma eða 12 að klára. Tveir rithöfundar, sem settu mark sitt á bandarískar bókmenntir á seinni hluta tuttugustu aldar, eru fallnir frá með stuttu millibili. Philip Roth lést á þriðjudag, Tom Wolfe fyr- ir rúmri viku. Þessir höfundar gætu ekki verið ólíkari; Roth beindi kastara sínum inn á við, en Wolfe dró upp mynd af umbúðum og anda síns sam- tíma með meitlaðri og skarpari hætti en flestir aðrir. Með fingur á púlsi samtímans  Tom Wolfe var einn stílfimasti höfundur sinnar kynslóðar  Hann braut blað í blaðamennsku með því að nota verkfæri skáldsögunnar  Í skáldskapnum dró hann upp mynd af samtíma sínum AFP Dándimaður Tom Wolfe kemur til veislu í New York uppáklæddur í ein- kennisbúningi sínum, hvítum jakkafötum með vesti, árið 2005. » „Fólk vill hafa ein-hvern til að segja sögu sína. Þannig að ef þú ert reiðubúinn til að vera upplýsingasafnari þorpsins mun fólk hlaða á þig efni.“ Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is Fallegar vörur fyrir heimilið Stærð: 200 x 103 x 69 cm Svefnflötur: 145 x 200 cm Springdýna Rúmfatageymsla í sökkli Verð 120.000 kr. Þægilegir svefnsófar á góðu verði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.