Morgunblaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2018 fæðingarorlofs og leikskóla. Og í mínum huga er það eitt af stóru mál- unum á næsta kjörtímabili. Þessi áætlun hefur verið lögð fyrir og samþykkt í borgarráði.“ – Má skilja á þér, Dagur, að það verði ekki biðlistar með haustinu? „Foreldrar þessara barna sem þú varst að vísa til, 1.600 barna, hafa að langstærstum hluta fengið bréf og foreldrar þeirra sem yngri eru munu bætast við núna á næstu vikum. Það kemur bréf til þeirra vegna þess að við treystum okkur til þess að taka inn yngri börn í haust en oft áður.“ Vandinn ekki verið leystur Eyþór tekur næstur til máls: „Málið hefur ekki verið leyst þótt Dagur sé búinn að vera í 16 ár og bú- inn að lofa því að 18 mánaða börn fái pláss. Það hefur verið vandi, til dæmis öll síðustu ár, að börn hafa ekki komist inn á leikskóla á réttum tíma. Síðan er það hitt að þeim hefur verið vísað heim á miðjum vetri til foreldra sem hafa þurft að fara með þau til vinnu eða heim. Og þetta hef- ur í sumum tilfellum kostað foreldra vinnuna sína. Ég veit um dæmi þess. Það er ekki nóg að fá bréf. Það þarf að fá pláss. Í bréfinu stendur nefni- lega neðst að það er fyrirvari um að mönnunin gangi og hingað til hefur hún ekki gengið.“ Hafa náð góðum árangri Dagur andmælir: „Það er reyndar ekki rétt. Því við höfum náð góðum árangri í manneklumálum í vetur.“ „Góðum?“ spyr Eyþór. „Góðum, já,“ segir Dagur og held- ur áfram. „Og hérna lítum við á það sem viðvarandi verkefni að ráða [starfsfólk] inn í leikskólana. Þessi uppbyggingaráætlun okkar kallar á 30-40 viðbótarstöðugildi á ári. Þannig að við ætlum að nýta þær að- ferðir sem reynst hafa vel í vetur til þess að halda áfram í sókninni í leik- skólamálum til þess að þetta gangi.“ Eyþór biður aftur um orðið: „Ég verð að bregðast við. Ef það er góð- ur árangur í manneklumálum að það hefur þurft að vísa börnum heim sem hafa ekki fengið pláss í sínu hverfi þá veit ég ekki hvernig þetta verður þegar það á að bæta við plássum fyrir 12-18 mánaða börn.“ Dagur vill skýra mál sitt frekar: „Við skulum ekki gleyma því að við erum búin að móta tillögur með Fé- lagi leikskólakennara og fagfólki á þessu sviði varðandi bættan aðbún- að og starfsaðstæður á leikskólum. Það er búið að samþykkja þær til- lögur, þannig að þær komast til framkvæmda. Ég er því bjartsýnn á framtíðina í leikskólamálum.“ Útilokar ekki bílaumferð – Þá spyr ég þig, Eyþór. Þið boðið 4.000 íbúa byggð í Örfirisey. Nú kom sambærileg hugmynd fram í borgar- málunum fyrir hrun en var síðan sett til hliðar. Samkvæmt vefsíðu ykkar á þessi byggð að vera bíllaus. Þú hefur talað mikið um mikilvægi fjölskyldubílsins. Er raunhæft að 6-8 þúsund manna byggð í Örfirisey verði bíllaus? „Við gerum þá ráð fyrir að það verði bílastæðahús á svæðinu en fólk geti valið hvort það fjárfesti í bíla- stæði eða ekki,“ segir Eyþór. „Við erum ekki að útiloka bílaumferð heldur að gefa fólki val. Og þessar kosningar snúast um val.“ – Þarf þá ekki að efla almennings- samgöngur mjög mikið á svæðinu? „Það er mjög mikilvægt, við vilj- um efla almenningssamgöngur. Það sem er svo mikilvægt í skipulags- málum er að það séu fleiri hag- kvæmir búsetukostir í vesturhluta borgarinnar. Við höfum nefnt til dæmis BSÍ-reitinn, en þar er nú bensínstöð. Þar má koma fyrir mörg hundruð íbúðum án mikils tilkostn- aðar. Það þarf að fjölga stofnunum og fyrirtækjum í austurborginni og fjölga hagkvæmum kostum í vestur- borginni til þess að jafna umferðina. Við höfum nefnt Örfirisey, BSÍ- reitinn og aðra staði sem lið í því að ná jafnvægi [í umferðinni].“ – Sjálfstæðisflokkurinn nefnir fjögur svæði í skipulagsstefnu sinni: Örfirisey, Keldur, Mjódd og BSÍ- reit. Nú er núverandi meirihluti löngu búinn að kynna áform um uppbyggingu í Mjódd, sem er hafin, ásamt því að hafa kynnt áform á BSÍ-reit. Lýsir þetta ekki hug- myndaleysi af ykkar hálfu? „Það eru engin áform um íbúða- uppbyggingu á BSÍ-reit.“ – Nei, en engu að síður eru áform um samgöngumiðstöð og hótel? „Það er mjög gott að þú komir inn á það. Samgöngumiðstöðin var inni í sáttmála núverandi borgarstjórnar- meirihluta. Það hefur ekkert gerst í því efni. Nú er það svo að ef maður hringir í BSÍ er svarað: „Reykjavík Excursions, how can I help you?“ Það er ekki strætóstopp við BSÍ, heldur stoppar strætó við gömlu Hringbraut. Það bólar ekki á neinni uppbyggingu á þessu svæði. Til þess að setja stærð þessa skika í sam- hengi er hann fimm hektarar en Landspítalalóðin nýja sex hektarar. Þannig að hérna er mjög verðmætt borgarland sem er mikilvægt að byggja upp. Það er látið sitja á hak- anum meðan það er hamast [við að þétta byggð] á Tryggvagötunni, í Lækjargötunni og í kringum Út- varpshúsið á mjög dýrum þétting- arreitum.“ Verða ekki í vegi framkvæmda – Þú hefur sagt, Eyþór, að nýr Landspítali á Hringbraut sé umferð- arlega á röngum stað og þú boðar nýja staðarvalsgreiningu. Nú er bú- ið að bjóða út jarðvinnu fyrir nýjan meðferðarkjarna. Hvernig ætlarðu að tryggja, ef þú verður borgar- stjóri, að breytt staðarval tefji ekki uppbyggingu spítalans um mörg ár? „Við munum ekki standa í vegi fyrir framkvæmdum við Landspít- alann á vegum ríkisins. Það er ljóst. En við teljum að það sé skylda borgarinnar að skipuleggja og út- vega borgarland eins og Keldur þar sem stofnanir, á borð við Landspít- alann, geta komið, en í dag eru stofnanir og fyrirtæki að fara í Kópavog. Það er tímanna tákn að nú er kosið utan kjörfundar í Kópavogi en ekki Reykjavík.“ – Ætti frekar að byggja spítalann upp á Keldum en við Hringbraut? „Ég held að framtíðaruppbygg- ingin eigi að vera austar í borginni. Ég tel að Keldur komi mjög sterk- lega til greina.“ – Væru það þá ekki mistök að byggja meðferðarkjarnann á þess- um stað við Hringbraut? „Ég held að það hefði verið betra að fara í þessa staðarvalsgreiningu fyrr, en betra er seint en aldrei.“ – Dagur, viltu bregðast við þessu? „Mér finnst Örfiriseyjarumræðan kannski kristalla vandræðagang Sjálfstæðisflokksins í skipulags- málum. Þessi áform voru skoðuð fyrir 10 árum en sett til hliðar. Ekki síst út af samgöngumálunum.“ „Út af hruninu,“ segir Eyþór. Ráða ekki við umferðina „Það að koma núna með mikla byggð og bílastæðahús breytir því ekki að Mýrargatan og Hring- brautin, sem eiga að taka við allri umferðinni úr bílastæðahúsunum, munu aldrei bera það og þetta vita Vesturbæingar,“ segir Dagur. „Þetta eru mjög skýr skilaboð til Vesturbæinga um að þessi áform séu vanhugsuð.“ – Hvað með BSÍ og Keldur? „BSÍ er frábært land sem við keyptum út úr þrotabúi fyrir nokkr- um árum og mun nýtast Reykjavík mjög til þess að setja niður sam- göngumiðstöð. Þannig má ekki að- eins tengja betur samgöngurnar innan borgarinnar og höfuðborgar- svæðisins heldur líka rútu- og strætóumferð utan af landi. Að gera þetta að einni heild. Þetta tengist áformum um borgarlínu. Þetta teng- ist þessari heildarhugsun og fram- tíðarsýn sem við höfum um skipu- lags- og samgöngumál á höfuð- borgarsvæðinu. Lykilatriðið er að höfuðborgarsvæðið allt þarf að þéttast. Það þarf borgarlínu til þess að koma fólki á milli staða og um það var fólk sammála þvert á flokka um allt höfuðborgarsvæðið. Þetta hefur raunar óvænt orðið að kosningamáli í þessum borgarstjórnarkosningum. En stundum ræður maður ekki al- veg hver eru málin og þess vegna leggjum við svona mikla áherslu á borgarlínu. Það er vegna þess að áform Eyþórs, hvort sem er úti á Granda eða með útþenslu byggðar- innar, munu gera samgöngumálin verri en borgarlínan gerir þau betri. Leið Sjálfstæðisflokksins eykur tafatímann og kostnaðinn sem því fylgir og er verri skipulagslega.“ Eyþór óskar eftir að fá að svara: „Það er merkilegt að hlusta á borgarstjórann í Reykjavík vera alltaf að tala um Sjálfstæðisflokkinn en ekki sín eigin verk. Hann lofaði samgöngumiðstöð á kjörtímabilinu sem er að ljúka. Hún hefur ekki risið og hann svarar engu um það hvað hann ætlar að gera í því. Það er kol- rangt hjá honum að segja að þessi áform auki samgönguvandann. Það vantar einmitt hagkvæmar íbúðir, ekki síst fyrir ungt fólk, í vestur- hluta borgarinnar, sem getur þá ferðast eins og það vill, gangandi, hjólandi eða akandi. Þá hefur það raunverulegt val. En ef við byggjum alla atvinnustarfsemi í miðborginni erum við einmitt að auka á sam- gönguvandann. Við þurfum ekki mín orð. Horfum bara á hvað hefur gerst á kjörtímabilinu. Það tekur 40% lengri tíma að fara frá Grafarvogi niður í miðborgina. Það er árang- urinn. Það er niðurstaðan af þessu kjörtímabili. Við skulum horfa á raunveruleikann en ekki einhverjar ímyndanir.“ Áætlanir hafa gengið eftir – Dagur, þá eru það skipulags- málin. Þú kynntir í apríl 2014 Hús- næðispakka Samfylkingarinnar. Þá sagðir þú orðrétt: „Við erum að kynna ítarlega áætlun í húsnæðis- málum um það hvernig við ætlum að fjölga íbúðum af öllum stærðum og gerðum, sérstaklega þó litlum og meðalstórum íbúðum, leiguíbúðum og búseturéttaríbúðum fyrir venju- legt fólk.“ Síðan hefur vísitala leigu- verðs á höfuðborgarsvæðinu hækk- að um 39% en verðlag um 7,4%. Fasteignaverð hefur hækkað gríðar- lega. Vitnar þetta ekki um að ykkur hafi mistekist að koma á jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar? „Áætlanir hafa gengið eftir. Við sáum ekki allt fyrir. Við sáum ekki fyrir þennan mikla vöxt í ferðaþjón- ustunni og það er rétt að viðurkenna það. Reyndar sá hann enginn fyrir. Það hefur ekki auðveldað leikinn. Áætlanir okkar um að koma af stað 2.500-3.000 leigu- og búseturéttar- íbúðum hafa gengið eftir. Það er mjög mikilvægt. Það er ekki flutt inn í allar íbúðirnar en þetta mun hafa mjög jákvæð áhrif á húsnæðis- markaðinn. Sem virðist nú reyndar Borgarstjóri Dagur er reiðubúinn að taka inn nýja flokka til að viðhalda og styrkja meirihlutasamstarfið. - Dagur, ein helsta áskorun ferðaþjónustunnar er ójöfn dreifing ferðamanna. Væntingar um heilsárs- rekstur hótela hafa ekki gengið upp. Rætt er um skosku leiðina til að styðja innanlandsflugið. Sigurður Ingi Jóhannsson sam- gönguráðherra boðar nýja flugstöð í Vatnsmýri og aukinn stuðning við innan- landsflug. Hefur þessi þró- un aukið mikilvægi vall- arins? Hefur öryggishlutverk hans aukist með hliðsjón af tíðum og alvarlegum slysum ferðamanna? „Ég held að sá veruleiki sem þú ert að lýsa á lands- byggðinni, að það vanti tengingar beint úr millilanda- fluginu og út á land, sé alveg réttur. Og núverandi fyrir- komulag torveldar þetta. Gerir þetta erfiðara. Þannig að það eru æ sterkari raddir, ekki síst á landsbyggðinni sem tengjast ferðaþjónustunni, sem kalla eftir því að innanlandsflugið og millilandaflugið hafi sameigin- legan völl. Það er ein af ástæðum þess að það er verið að skoða Hvassahraunskostinn, vegna þess að hann er áhugaverður fyrir ferðaþjónustu á landsbyggðinni og þar með atvinnulíf á landsbyggðinni og allar hugmyndir um að dreifa ferðafólki meira. Þau mál eru komin í ferli á vegum samgönguráðherra sem er búinn að setja niður hóp sem er að skoða Hvassahraunskostinn og bera hann saman við aðra kosti sem hafa verið í umræðunni. Ég bind traust við að það verði staðið vel að þeirri vinnu og að ekki bara Reykvíkingar, heldur allir landsmenn, geti sameinast um einhverja lausn á þessu áratugalanga deilumáli, sem er góð fyrir Reykjavík, landsbyggðina og þjóð- arhag.“ - Hvað með öryggishlutverk flugvallarins, Dagur? Hefur það aukist vegna tíðra slysa [ferðamanna] og ná- lægðar núverandi flugvallar við Landspítalann? „Ferðamenn eru aðallega á Suðurlandi. Þar eru ekki sjúkraflugvellir nema á Höfn. Þannig að þyrlurnar eru að sinna slysunum á Suðurlandi og sjúkrabílarnir. Varð- andi öryggishlutverk Reykjavíkurflugvallar er vara- flugvallarhlutverkið mikið nefnt. Þorgeir Pálsson, fv. flugmálastjóri, hefur bent á að með því að þoturnar í millilandafluginu verða stærri geta færri og færri þotur nýtt sér Reykjavíkurflugvöll í núverandi mynd sem vara- flugvöll. Það er líka kallað eftir því að skoða annan varaflugvöll á suðvest- urhorninu. Þannig að það er mjög mikil deigla í þessari umræðu.“ – Ertu fylgjandi því, Dag- ur, að hefja flutning innan- landsflugs úr Vatnsmýri, til dæmis í Hvassahraun, fyrir 2030? „Ég hef sagt að ég sé tilbúinn að tryggja rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri á meðan það er verið að finna annan stað.“ – Þín afstaða skiptir máli sem borgarstjóri. Mynd- irðu beita þér fyrir því að völlurinn færi á annan stað? „Ég er af fullum heilindum í þessari vinnu á vegum samgönguráðherra. En jafnframt til í að tryggja rekstraröryggi flugvallarins í Vatnsmýri á meðan hún [sú vinna] stendur.“ - Eyþór, það var rifjað upp á dögunum að þú varst einn stofnfélaga í samtökunum 102 Reykjavík árið 2001. Markmið samtakanna var að flugvöllurinn færi úr Vatnsmýri. Hver er afstaða þín til málsins nú? „Meðan það er enginn annar staður fyrir flugvöllinn, ef sá staður er ekki til, þá verður flugvöllurinn áfram í Vatnsmýri. Það sem við vorum að skoða fyrir 20 árum voru hugmyndir Trausta Valssonar um að færa flug- brautirnar út í Skerjafjörð, svipað eins og er gert í Eyja- firði og víða um heim, þar sem sjór er. Þær hugmyndir voru ekki teknar til greina, til dæmis í Rögnunefndinni, og það er enginn annar valkostur. Þess vegna verður flugvöllurinn áfram í Vatnsmýri.“ – Verðir þú borgarstjóri, Eyþór, muntu beita þér gegn því að flugvöllurinn yrði fluttur? „Hann er ekki að fara neitt. Ég myndi beita mér gegn því að hann færi á einhvern stað sem er óraunhæfur. Ég sé heldur ekki neina fjármögnunarmöguleika á Hvassa- hrauni. Þetta er mjög dýr framkvæmd. Þessar lausnir sem er verið að varpa fram, hvort sem það er Mikla- braut í stokk eða borgarlína eða lest til Keflavíkur, eru risahugmyndir sem ég held að séu stundum varasamar að því leyti að þær kæfa þá raunhæfar leiðir. Meðan menn bíða eftir Hvassahrauni byggja þeir ekki upp á þeim stöðum sem þarf að byggja á.“ Borgarstjóri vill flugvöllinn úr Vatnsmýrinni DAGUR SEGIR FERÐAÞJÓNUSTUNA ÞURFA BETRI TENGINGAR Morgunblaðið/Ómar Reykjavíkurflugvöllur Tekist er á um framtíð vallarins. SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 2018
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.