Morgunblaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 49
49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2018
Síðasta tækifærið Hjólasöludögum Barnaheilla í Langarima 21-23 í Reykjavík lýkur í dag, en opið verður frá kl.14-19. Tara
Michelsen gerði góð kaup og hjólaði út í sumarið á bleiku hjóli í gær, en allur ágóði sölunnar rennur til Barnaheilla.
Eggert
Hafa skal það sem sannara
reynist er ekki máltæki sem
borgarstjóra er efst í huga þegar
hann ræðir um samgöngumál á
höfuðborgarsvæðinu. Í raun er
það átakanlegt hve létt hann fer
með að afvegaleiða umræðuna og
staðreyndir þessa mikilvæga
máls. Tökum orð hans um Sunda-
braut til dæmis, en ekki er deilt
um að hún sé mjög mikilvæg
lausn í þeim samgönguvanda sem
við okkur blasir á höfuðborg-
arsvæðinu. Um Ártúnsbrekku fara daglega ná-
lægt 100.000 farartæki og erfitt er að bæta
flæðið um hana svo neinu nemi. Sundabraut
mun líklega létta á þeirri umferð um allt að
30.000 ökutæki á dag.
Viðtal við Dag B. Eggertsson í fréttum í lið-
inni viku var hreint með ólíkindum, en þar
sagði hann m.a. að stefna borgarinnar varð-
andi Sundabraut hefði verið skýr síðastliðin 10
ár. Fyrir sex árum gerði þessi sami borg-
arstjóri nefnilega samning við ríkisstjórn
Vinstri grænna og Samfylkingar um að fram-
kvæmdastopp í samgöngumálum yrði á meðan
það fjármagn sem til ráðstöfunar yrði væri
nýtt í eflingu almenningssamgangna. Það
verkefni hefur reynst íbúum höfuðborgarinnar
dýrkeypt, árangurinn af verkefninu enginn, en
aðrar mikilvægar framkvæmdir svo sem mis-
læg gatnamót við Bústaðaveg setið á hakanum.
Vegagerðin hefur ávallt haft heildarhags-
muni höfuðborgarsvæðisins í huga, varðandi
legu og útfærslu Sundabrautar, gætt þess að
umferðarspár taki til höfuðborgarsvæðisins
alls, heildarakstur metinn, að kostnaður hinna
ólíku kosta sé áætlaður á sambærilegan hátt
o.s.frv. Niðurstaðan var sú að velja skyldi innri
leið Sundabrautar, m.a. vegna þess að með
henni verður til beinn ás í gegnum
höfuðborgarsvæðið, lausn sem best hentar
sem flestum vegfarendum í borginni. Þá óskaði
borgarstjórn hins vegar eftir nánari athugun á
jarðgangaleiðum og lagði Vegagerðin mikla
vinnu, tíma og fjármuni í það en niðurstaðan
var eftir sem áður sú sama, að innri leið væri
sú hagkvæmasta.
Skipulagsstofnun samþykkti bæði innri og
ytri leið með ákveðnum skil-
yrðum sem m.a. taka til samráðs
við íbúa um útfærslu hljóðvarna.
Á þessi skilyrði hefur ekki reynt
vegna viljaleysis borgarinnar.
Ytri leiðin sem Reykjavíkurborg
vill fara verður miklu dýrari í allri
framkvæmd og útilokar nánast að
skipta verkinu upp í hagkvæma
áfanga, sem aftur er vel mögulegt
með því að fara innri leiðina.
Vegagerðin hefur ítrekað gert
athugasemdir við vinnubrögð
Reykjavíkurborgar vegna Sunda-
brautar, t.d. við skipulagsvinnu og ákvörðun
um að hefja byggingaframkvæmdir á fyrirhug-
uðu vegstæði, þar sem beinlínis er verið að
leggja steina í götu Sundabrautar. Nú er það
svo að sveitarstjórn má auðvitað velja dýrari
kost við gerð aðalskipulags en Vegagerðin
leggur til, en þarf þá að greiða viðbótarkostn-
aðinn sjálf. Hann nemur um 10.000 milljónum
króna á verðlagi ársins 2017, sem reykvískir
útsvarsgreiðendur þurfa að bera.
Þetta er hin skýra stefna borgarstjóra und-
anfarin 10 ár: að setja framkvæmdastopp í
samgöngumálum, þæfa og tefja Sundabraut-
ina með jarðgangahugmyndum og ákveða svo
– án samráðs við Vegagerðina – vegstæði sem
er í öllu tilliti miklu dýrara.
Það er ekkert að því að borgarstjóri hafi eig-
in hugmyndir um lausnir á umferðarvanda höf-
uðborgarsvæðisins, en ég geri þá kröfu til hans
og annarra að þeir standi þá með sínum hug-
myndum en reyni ekki að afvegaleiða um-
ræðuna eins og augljóslega er verið að reyna
að gera.
Eftir Jón Gunnarsson
» Þetta er hin skýra stefna
borgarstjóra undanfarin
tíu ár: að setja framkvæmda-
stopp í samgöngumálum, þæfa
og tefja Sundabrautina með
jarðgangahugmyndum.
Jón Gunnarsson
Höfundur er þingmaður og fyrrverandi
samgönguráðherra.
Sannleikurinn um
Sundabraut
Hefðbundið laganám hér á
landi er fimm ár. Á fyrsta árinu
læra laganemar undir-
stöðuatriði svokallaðra rétt-
arheimilda og lögskýringar.
Nefna má fáeinar grundvall-
arreglur sem laganemar á
fyrsta ári læra: (1) Stjórn-
arskráin er æðsta réttarheim-
ildin og aðrar heimildir mega
ekki stangast á við hana. (2)
Önnur sett lög frá Alþingi
koma að meginstefnu til næst í
röðinni og svo aðrar réttarheimildir. (3)
Reglur settar með stoð í lögum mega ekki
stangast á við lögin. (4) Við lögskýringu er
ráðandi sjónarmið í flestum tilvikum að
horfa til lagatextans sjálfs. Þetta síðast-
nefnda kemur upp í hugann við lestur for-
sendna Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu
nr. E-3301/2017 (Jón Steinar Gunnlaugsson
gegn Lögmannafélagi Íslands) sem kveðinn
var upp 17. maí sl. en þar er vikið frá því
grundvallarsjónarmiði að horfa til lagatext-
ans við úrlausn dómsmála.
Í framangreindu máli krafðist stefnandi
ógildingar á úrskurði úrskurðarnefndar lög-
manna. Forsaga málsins er að héraðsdóm-
ari hafði sent stjórn lögmannafélagsins
samskipti sín við stefnanda sem fór með
dómsmál fyrir héraðsdómi. Sú stjórn taldi
samskiptin þess eðlis að rétt væri að kvarta
undan stefnanda til úrskurðarnefndar lög-
manna. Úrskurðarnefndin felldi úrskurð á
málið þar sem stefnandi var áminntur. Hér-
aðsdómsmálið lýtur að þessum úrskurði en
krafist var ógildingar á honum sem fyrr
segir, m.a. á þeim grunni að lögmanna-
félagið gæti ekki átt aðild að málinu.
Til að eiga aðild að máli fyrir úrskurð-
arnefnd lögmanna þarf lögmaður, sem
kvartað er yfir, að hafa gert á hlut viðkom-
andi. Þetta er skýrt tekið fram í lögum um
lögmenn, sbr. orðalagið að telji einhver að
„lögmaður hafi í starfi sínu gert á sinn hlut
[…] og getur hann þá lagt fyrir fyrir úr-
skurðanefnd lögmanna kvörtun“. Héraðs-
dómur í framangreindu máli stóð frammi
fyrir því að rökstyðja hvernig lögmanna-
félagið gæti átt aðild að málinu, enda lá fyr-
ir að stefnandi hafði ekki „gert á hlut“ fé-
lagsins. Af lestri dómsins virðist það raunar
hafa verið óumdeilt í málinu að
lögmannafélagið taldi að ekki
hefði verið gert á hlut þess.
Laganemum á fyrsta ári
væri kennt, í samræmi við að
textaskýring sé ráðandi í öllum
þorra tilvika, að málið væri
einfalt og að niðurstaðan ætti
að blasa við öllum dómurum.
Lagareglan segði að aðild máls
fyrir úrskurðarnefnd lögmanna
væri bundin við þann sem teldi
að lögmaður hefði gert á sinn
hlut, ekki hefði verið gert á
hlut lögmannafélagsins og af þessu leiddi að
félagið gæti ekki átt aðild (en dómarinn,
sem sárnaði samskipti sín við stefnanda,
gæti hins vegar átt slíka aðild).
Héraðsdómur féll á prófinu og taldi að
fleiri en þeir sem lögmaður „gerir á hlut“
geti átt aðild. Af lestri dómsins verður ráðið
að lagaákvæðið sé að vísu alveg skýrt um
þetta en í dómnum er svo reynt að finna
rök í öndverða átt og þar staldrað við hug-
leiðingar í nefndaráliti á Alþingi sem væru í
þá átt að fleiri en „umbjóðendur lögmanna“
gætu átt aðild að málinu og svo hafði úr-
skurðarnefnd lögmanna sett sér reglur sem
gæfu til kynna að aðild væri rýmri en sjálf-
ur lagatextinn segði skýrlega til um. Hér-
aðsdómur segir í niðurstöðu sinni að laga-
ákvæðið sé „nú fremur opið“ og vísar í þeim
efnum til framangreinds nefndarálits og
reglna úrskurðarnefndar lögmanna.
Sem fyrr segir er lagatextinn sjálfur ráð-
andi þáttur við lögskýringu. Ef textinn þyk-
ir óskýr eru dæmi um að leitað sé fanga í
gögnum að baki textanum, t.d. í frumvarpi
með lögum. Það er hins vegar röng nálgun
að láta slík gögn ryðja til hliðar skýrum
lagatextanum eins og héraðsdómur gerði í
umræddu tilviki. Það fer gegn öllum hefð-
bundnum sjónarmiðum við lögskýringu.
Eftir Eirík Elís Þorláksson
»Héraðsdómur féll á prófinu
og taldi að fleiri en þeir
sem lögmaður „gerir á hlut“
geti átt aðild.
Eiríkur Elís Þorláksson
Höfundur er dósent við lagadeild
Háskólans í Reykjavík.
Að falla á prófi
Það skiptir máli
hverjir stjórna í
Reykjavík. Við
sjáum hvernig
fólk og fyrirtæki
hafa á und-
anförnum árið
flutt í önnur sveit-
arfélög. Sumir þar
sem húsnæð-
iskreppan í borg-
inni er farin að
bíta svo fast að þeir þurfa frá að
hverfa. Aðrir af því að hin sveit-
arfélögin bjóða betur. Eru með
betri þjónustu og lægri álögur
og gjöld. Það skiptir máli að
Reykjavík sé samkeppnishæf.
Hér sé útsvar á laun ekki hærra
en í nágrannasveitarfélögunum.
Hér sé skipulag þannig að
byggt sé á hagstæðum reitum.
Launafólk hafi efni á að leigja í
Reykjavík. Núverandi stefna
hefur leitt til miklu hærri hús-
næðiskostnaðar á örfáum árum.
Bein tenging er þannig á milli
þess að borgin hefur setið hjá í
lóðaúthlutunum og þess hvernig
fólk hefur flutt burtu. Við þurf-
um borgarstjórn sem skipu-
leggur ný og hagstæð svæði
eins og Keldur, BSÍ-reitinn og
Örfirisey. Borgarstjórn sem
beitir sér fyrir samgöngubótum
á borð við Sundabraut og kem-
ur með nýjar
lausnir í sam-
göngumálum.
Höfuðborg sem
leiðir skólastarf og
lýkur samningum
við grunnskóla-
kennara. Borg
sem sinnir mál-
efnum eldri borg-
ara og refsar þeim
ekki fyrir að vinna
eða búa heima.
Tækifæri til að
breyta er núna á laugardaginn
kemur. Valkostirnir eru skýrir.
Atkvæði greitt Sjálfstæð-
isflokknum er besta ávísunin á
breytingar. Sjálfstæðis-
flokkurinn er stóra mótvægið
við Samfylkinguna sem hefur
farið með völdin í borginni
meira og minna í aldarfjórðung.
Það er langur tími í pólitík. Öll
kerfi staðna ef þau eru ekki tek-
in í gegn. Það þarf að lofta út í
Reykjavík. Og það er kominn
tími til.
Nú þarf
að breyta
í Reykjavík
Eftir Eyþór
Arnalds
Eyþór Arnalds
» Öll kerfi staðna ef
þau eru ekki tek-
in í gegn. Það þarf að
lofta út í Reykjavík.
Höfundur er borgarstjóraefni
Sjálfstæðisflokksins.