Morgunblaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 59
Kæra Marta María. Ég er aðeins að vesenast. Mig vantar gluggatjöld í svefnherbergið. Einhverjir myndi ráðleggja mér að láta sérsníða rúllugardínu úr myrkraefni en mig lang- ar í meiri hlýleika. Ég er búin að mála herbergið í gráum tón sem ég er ánægð með. Hverju myndi Smart- land mæla með? Hvernig gluggatjöld á ég að fá mér? Kveðja, XX Sæl XX. Það er hægt að fara ýms- ar leiðir þegar kemur að gluggatjöldum. Mestu máli skiptir að þú veljir þér gardínur fyrir þig og sért ekki að hugsa um hvað öðr- um finnst. Hörgardínur hafa verið ákaflega vinsæl- ar en hérlendis er hægt að fá þær til dæmis í IKEA og kosta þær ekki mjög mikið. En svo er líka hægt að fá flottar myrkragardínur í Rúmfatalagernum eða láta sérsauma þær í Vogue eða Z-brautum og gluggatjöldum. Ég myndi velja gardínur sem eru nánast í sama lit og veggurinn eða allavega í sama litatóni. Þær mega vera aðeins dekkri eða aðeins ljósari. Kannski hefði verið betra að velja lit á herbergið og gluggatjöld á sama tíma en fyrst þú ert búin að mála þá þýðir ekki að spá í því. Nema þú nennir að mála aftur! Það að kaupa gardínur og efni og kappa til að setja í loftið er hagkvæm lausn. Hún er líka hagkvæm að því leytinu til að þú getur tekið gluggatjöldin með þér ef þú flytur. Hér eru nokkrar myndir þar sem gluggatjöld eru notuð á sjarmerandi hátt. Gangi þér sem allra best. Kveðja, Marta María Hvernig gluggatjöld á ég að velja? Tvær tegundir Það er alltaf fallegt að blanda saman tveimur tegundum af gardínum. Annars vegar þunnum ljósum glugga- tjöldum og hinsvegar örlítið þyngri sem koma yfir. Með þessu sést minna inn til fólks en birtan flæðir inn í herbergið. Sami litur Það er fallegt að hafa gluggatjöldin í sama lit og veggurinn, bara í örlitið ljósari tón. Hör Gluggatjöld úr hörefni hafa notið mikilla vinsælda upp á síðkastið. Þau er hægt að fá til dæmis í IKEA. Sniðugt Ef það er lítið pláss má alltaf nota gardínur til að stúka herbergi af. Í hverri viku berast spurningar frá lesendum Smart- lands sem vantar ráð varðandi heimili sitt. Hér kem- ur spurning frá konu sem er týnd í frumskógi glugga- tjaldanna og veit ekki hvað hún á að velja. Farðu inn á Smartland-heimili á Facebook til að sjá fleiri spurn- ingar og svör og fá góðar hugmyndir fyrir heimilið. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2018 Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | sími 551 3366 | www.misty.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.