Morgunblaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2018 innbyggðum gufugleypi SpAnhellubORðmeð Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is lOSnAðu Við hÁfinn Þýska hönnunarfyrirtækið BORA hefur unnið til margra verðlauna fyrir BORA spanhelluborðin sem eru með innbyggðum gufugleypi. Sparaðu pláss njóttu hreins lofts þegar þú eldar og losnaðu við fitu sem sest um allt eldhús sem fylgir eldamennskunni. ÞÝSK VeRðlAunAhönnun Sjámyndbönd á friform.is 5 ára ábyrgð á öllum raftækjum fRÁbÆR nÝjung enginn hÁfuR eKKeRtVeSen Opið: Mán. - fim. kl. 09 til 18 Föstudaga kl. 09 til 17 Laugardagar kl. 11 til 15 Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddvitiPírata fyrir borgarstjórn- arkosningarnar í Reykjavík, var í viðtali á Rás 2 í gærmorgun og ræddi meðal annars um borgarlínu. Taldi hún borgarlínu upp- haf og endi alls og hún ein gæti tryggt viðunandi umferð um borgina, auk þess sem hún ætti að tryggja nærþjónustu og að fólk gæti unnið í hverfunum þar sem það byggi og þyrfti ekki að eiga bíl. Ekki nóg með þetta, borgarlína er beinlínis forsenda byggðar í landinu að mati Dóru Bjartar, því að hún sagði: „Ég persónulega mun ekki endast hér á landi nema við gerum þessar breytingar og ég þekki fullt af ungu fólki sem er í sömu sporum.“    Römm er sú taug, var sagt hér íeina tíð, nú heitir það römm er sú lína.    Delluumræðan fyrir borgar-stjórnarkosningarnar er með ólíkindum. Meirihlutaflokkarnir skálduðu upp strætó á sterum fyrir kosningar og skírðu borgarlínu. Þeim hefur gengið vel að selja þetta nafn eftir að hafa undirbúið jarðveg- inn með því að halda almenningi föstum í umferðartöfum vegna skorts á framkvæmdum.    Meðal þeirra framkvæmda semmeirihlutinn vill ekki fara út í eru mislæg gatnamót. Hættulegustu gatnamót landsins eru þessi ljósa- stýrðu sem borgarstjórnarmeiri- hlutinn vill ólmur halda í og síðasta útspil Hjálmars Sveinssonar, skipu- lagsfræðings Samfylkingarinnar, er að halda því fram að mislæg gatna- mót séu ekkert öruggari en þessi ljósastýrðu. Það sé „flökkusaga“! Dóra Björt Guðjónsdóttir Flakkað út af línunni STAKSTEINAR Hjálmar Sveinsson Veður víða um heim 23.5., kl. 18.00 Reykjavík 8 skýjað Bolungarvík 6 skýjað Akureyri 12 skýjað Nuuk -1 snjókoma Þórshöfn 9 léttskýjað Ósló 23 heiðskírt Kaupmannahöfn 23 heiðskírt Stokkhólmur 18 heiðskírt Helsinki 24 heiðskírt Lúxemborg 20 þrumuveður Brussel 22 léttskýjað Dublin 15 skýjað Glasgow 16 heiðskírt London 18 skúrir París 18 léttskýjað Amsterdam 22 heiðskírt Hamborg 22 heiðskírt Berlín 24 heiðskírt Vín 24 þrumuveður Moskva 21 heiðskírt Algarve 20 léttskýjað Madríd 25 léttskýjað Barcelona 23 heiðskírt Mallorca 22 léttskýjað Róm 20 skúrir Aþena 23 léttskýjað Winnipeg 25 skýjað Montreal 18 skýjað New York 21 alskýjað Chicago 20 þoka Orlando 28 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 24. maí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:44 23:06 ÍSAFJÖRÐUR 3:15 23:45 SIGLUFJÖRÐUR 2:57 23:29 DJÚPIVOGUR 3:06 22:43 Stærsta skemmtiferðaskip sumarsins, MSC Meraviglia, er væntanlegt til Reykjavíkur á laug- ardaginn. Samkvæmt áætlun á skipið að leggjast að Skarfabakka klukkan átta að morgni og það mun láta úr höfn klukkan 14 á sunnudag. MSC Meraviglia er jafnframt stærsta skemmti- ferðaskip sem komið hefur til landsins. Skipið er 171.598 brúttótonn, 316 metra langt, breiddin er 43 metrar og djúpristan tæpir níu metrar. Far- þegar eru um 4.500 og í áhöfn 2.000 manns. Káet- ur og svítur farþeganna eru á 15 hæðum. MSC Meraviglia er rúmlega 30 þúsund tonnum stærra en MSC Preziosa, sem er stærsta skip sem komið hefur til landsins hingað til. Í tilefni skipakomunnar munu starfsmenn Faxaflóahafna afhenda skipstjóranum skjöld til minningar um fyrstu heimsóknina til höfuðborg- arinnar. MSC Meraviglia mun koma tvisvar sinn- um aftur í sumar til Reykjavíkur; 29. júní og 2. ágúst. MSC Meraviglia er í eigu fyrirtækisins MSC Cruises. Þeim sem vilja fræðast meira um skipið er bent á heimasíðu MSC Cruises. sisi@mbl.is Risaskip væntanlegt á laugardag  MSC Meraviglia er 171.598 brúttótonn Mynd/MSC Cruises MSC Meraviglia Kemur til hafnar á laugardag. Byggingavinnustaðurinn Grensás- vegur 12 var opnaður aftur í gær. Honum hafði verið lokað 9. maí og öll vinna bönnuð eftir að í ljós kom að asbest hafði verið fjarlægt úr hús- inu án þess að sótt hefði verið um til- skilin leyfi og viðeigandi búnaður verið notaður. Var lífi og heilsu starfsmanna talin hætta búin af as- bestmengun. Unnið er við það að breyta Grens- ásvegi 12 úr atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði. Áður hefur vinna verið stöðvuð vegna aðbúnaðar starfsfólks. Svava Jónsdóttir hjá Vinnueftirlitinu segir að ábending hafi borist um að verið væri að fjar- lægja asbest. Um það gildi ákveðnar reglur. Sækja þurfi um leyfi og gera áætlun um verkið. Það hafi ekki verið gert. Búið er að bæta vinnu- brögðin, að hennar sögn. Leyft að rífa asbest úr húsi Morgunblaðið/Árni Sæberg Grensásvegur 12 Unnið er við breytingar á húsinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.