Morgunblaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 43
Íbúar í Reykjavík voru 126.041 þann 1. janúar 2018. Útvarsprósentan í borginni er 14,52%. 606 frambjóðendur eru á þeim 16 listum sem bjóða fram í Reykjavík, en 23 munu taka sæti sem borgarfulltrúar eftir kosningar. Kjörsókn í sveitarstjórnarkosningunum árið 2014 var 62,9%. Reykjavík MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2018 Alexander Gunnar Kristjánsson alexander@mbl.is Bættar almenningssamgöngur og áhyggjur af húsnæðismarkaðnum eru þau mál sem helst brenna á ungum kjósendum í Reykjavík sem blaða- maður tók tali í Háskóla Íslands. „Það er bara mjög fínt að vera ungur í Reykjavík,“ segir Arnór Jó- hannsson, 21 árs háskólanemi úr Laugardalnum. Stutt sé í alla þjón- ustu og skólann, auk þess sem borg- inni takist að hafa nokkurs konar stórborgarblæ yfir sér án þess þó að vera jafn yfirþyrmandi og alvöru stórborgir. „Reykjavík kemst upp með að hafa svo lítið, en vera samt al- veg nógu góð,“ segir Arnór sposkur. Hann býr í foreldrahúsum og sér ekki fram á að flytja út í náinni fram- tíð. Hann hefur áhyggjur af húsnæðismarkaðnum og því að hag- kvæmt húsnæði sé af skornum skammti. Hann er ekki sá eini. Í sama streng tekur Álfheiður Edda Sig- urðardóttir, sem einnig er í HÍ. „Það er svo sem fínt að búa hjá mömmu og pabba meðan maður hef- ur ekki efni á að flytja út,“ segir Álf- heiður. Hún viðurkennir þó að það gæti hugsanlega verið einfaldara að koma undir sig fótunum ef hún færi betur með peninga. Samgöngumál eru báðum of- arlega í huga fyrir kosningarnar. „Ég er hrifin af öllum sem vilja auka tíðni strætóleiða,“ segir Álfheiður. „Kerfið er allt í lagi en vagninn mætti koma oftar.“ Undir það tekur Arnór. Bæta þurfi umferðina í borginni, laga veg- ina og tryggja að strætó gangi tíðar. - En hvernig bætir maður um- ferðina? „Það er einmitt góð spurning, og örugglega mjög erfitt,“ segir Arnór. „Ég ætla ekki að þykjast vita eitt- hvað sem ég veit í raun mjög lítið um. En ég þykist vita, eða vona í það minnsta, að hún gæti verið betri.“ Hann segist opinn fyrir borgarlínu. Það sé kostur sem þurfi að skoða. „Ég held að við þurfum að spyrja okkur hvort hún muni gera lífið auð- veldara í Reykjavík.“ Mínimalisminn heillar Álfheiður og Arnór segjast bæði ætla að kjósa. Álfheiður hefur kynnt sér stefnuskrá flestra flokka fyrir kosningarnar og segist nokkurn veg- inn vera búin að taka ákvörðun, þó að hún sé ekki alveg niðurnjörvuð. „Ég stefni að því að kjósa flokk með mínímalíska stefnu. Helst eyða sem minnstu í óþarfa og gera eitt- hvað gott við peningana,“ segir hún. Sveitarfélög hafi tilhneigingu til að eyða peningum í óþörf verkefni sem gagnist fáum. „Þess vegna gæti ég til dæmis ekki hugsað mér að kjósa Vinstri græn. Mér finnst þau boða allt of mikil svoleiðis útgjöld.“ Arnór hefur einnig gert upp hug sinn og segir samgöngu- og hús- næðismál vera þau mál sem hann hafi helst litið til við ákvörðunina, enda eigi þau að vera helstu viðfangs- efni sveitarstjórna. Minni áhugi á borg en þingi Arnór og Álfheiður eru sammála um að áhugi á borgarstjórnarkosn- ingunum sé mun minni en á þing- kosningunum í fyrra. „Í kringum mig finnst mér eins og flestir hafi þegar gert upp hug sinn, en þeir sem hafi ekki gert það ætli bara ekki að kjósa,“ segir Arnór. Álfheiður segir hugsanlegt að áhugaleysið stafi af því að hagsmuna- mál ungs fólks séu frekar á könnu al- þingis en borgarinnar og nefnir sem dæmi fjármögnun háskólanna og námslánakerfið. Leik- og grunn- skólar og útsvarsprósenta séu mögu- lega ekki helstu hugðarefni ungu kynslóðarinnar. Arnór Jóhannsson Stærsta áskorun ungs fólks að flytja að heiman Álfheiður Edda Sigurðardóttir  Gott að vera ungur í Reykjavík  Bæta þarf samgöngur Eva segir að miðað við skoðana- kannanir muni nýir flokkar koma mönnum að í borgarstjórn. Hún kveðst ekki hafa áhyggjur af því að fjölgun framboða fæli kjósendur frá, eins og einhverjir hafi lýst áhyggjum af. „Það er athyglisvert að það er nokkurn veginn hægt að skipta þess- um flokkum í tvo hópa, hægri og vinstri. Þegar þú ert með líka flokka eins og Framsókn og Miðflokkinn getur atriði eins og það hver leiðir listann farið að hafa mikil áhrif. Þetta verði því meira í átt að per- sónukjöri en áður, en það hefur hing- að til ekki verið sterkt hér. Þá fer fólk líka mögulega að huga að því hversu mikla möguleika viðkomandi flokkur á á að ná inn manni áður en það ráðstafar atkvæði sínu.“ Eva segir aðspurð að kosninga- baráttan hafi verið með hefð- bundnum hætti og mótast af mál- efnum. Hefðbundin barátta „Ég held að þessi kosningabar- átta hafi verið mjög týpísk fyrir sveitarstjórnarkosningar. Það hafa ekki verið neinar stórar vendingar og engir stórir skandalar. Það er verið að kjósa um stefnu í hefð- bundnum en mikilvægum málum og því hefur þetta verið svolítið þurrt og litlaust. Það má líka alveg líta á það sem kost.“ Morgunblaðið/Valli Mannfjöldaþróun á höfuðborgarsvæðinu Hlutfall Reykvíkinga af íbúum höfuðborgarsvæðisins 1998-2018 125 100 75 50 25 0 .000 Íbúafjöldi Hlutfall 70% 65 60 55 50 45 Íbúafjöldi í Reykjavík Hlutfall af íbúum höfuðborgarsvæðisins 1998 2000 2002 2004 2006 2008 2010 2012 2014 2016 2018 Heimild: Hagstofan 65,1% 56,7% Bæjarlind 2, 201 Kópavogur | SÍMI 577-4700 | bilalindin.is Svampþvottastöð Afkastamikil sjálfvirk þvottastöð sem getur þvegið allt að 50 bíla á klukkustund. Opið virka daga kl. 8 -19 helgar kl. 10 – 18.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.