Morgunblaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 32
32 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2018 SKRIFSTOFUHÚSGÖGN Síðumúli 35 | 108 Reykjavík | S. 568 2828 | www.holmris.is Bjóðum uppá húsgögn eftir marga fræga húsgagnahönnuði. Mörg vörumerki. Sigurðsson, bílstjóra á Eiði. Mey- vant var 74 ára og stóð vaktina við elliheimilið Grund. „Þetta er allt ósköp friðsamt og skikkanlegt. Bíl- stjórarnir taka fullkomið tillit til vegfarenda,“ sagði Meyvant. Að mörgu þurfti að hyggja við breytinguna. Sem dæmi ná nefna að 1.662 umferðarskiltum var skipt út aðfaranóttina sjálfa um land allt og höfðu þá alls 5.727 skilti verið færð til. Þetta verkefni var fyrst og fremst unnið af Vegagerðinni. Lok- að var fyrir almenna umferð um nóttina, á meðan verkið var unnið. Einnig þurfti víða að breyta göt- um, ekki síst í höfuðborginni. Loks má nefna að breyta þurfti eða skipta út strætisvögnum og hópferða- bifreiðum. Af þessu öllu hlaust um- talsverður kostnaður. Í framkvæmdanefnd hægri um- ferðar sátu Valgarð Briem, formað- ur, Kjartan J. Jóhannsson og Einar B. Pálsson. Nefndin birti heilsíðu- auglýsingu í Morgunblaðinu 26. maí. Þar sagði m.a: „Nefndinni hefur frá upphafi verið ljóst, að við gildistöku hægri umferðar bætist við nýtt, en tímabundið tilefni til umferðarslysa, sem rekja má beint til breyting- arinnar sjálfrar. Starf nefnd- arinnar hefur því frá öndverðu beinzt að því marki að bæta svo um- ferðarhætti manna, að við byggj- um við eigi minna umferð- aröryggi eftir gildistöku hægri umferðar en fyr- ir hana.“ Og hvernig tókst svo breytingin úr vinstri um- ferð í hægri umferð? „Umferðar- breytingin gekk vel“ stóð í fyrirsögn yfir þvera forsíðu Morgunblaðsins daginn eftir, 27. maí. Á þessum árum kom Morgunblaðið ekki út á mánu- dögum en að þessu sinni var brugðið út af. Sýnir það vel hve stór þessi at- burður var talinn í þjóðarsögunni. Sunnudagurinn leið nánast án óhappa. Eina óhappið varð á Sund- laugavegi í Reykjavík síðdegis þegar 11 ára drengur á hjóli varð fyrir jeppa og fótbrotnaði. Umferð um veginn var mjög hæg þegar óhappið varð. Íslendingar vöknuðu snemma Aðalfrétt Morgunblaðsins hófst á þessum orðum: „Hægri umferð tók gildi á Íslandi kl. 6 árdegis í gær, sunnudag. Er það samhljóða álit allra, sem að breytingunni unnu, að hún hafi tekizt með miklum ágætum. Fá umferðaróhöpp urðu, aðeins eitt slys í Reykjavík, sem varla getur skrifazt á reikning H-umferðar. Þús- undir ökumanna reyndu hæfni sína í umferðinni og nutu ágætrar leið- beiningar löggæzlumanna. Stór hóp- ur Reykvíkinga var á fótum og úti við um morguninn til að fylgjast með umferðarbreytingunni. Veður var gott fram eftir degi, en síðdegis rigndi sums staðar. Lögreglu- yfirvöld segja, að jákvætt hugarfar borgaranna hefði ráðið mestu um, hversu vel umferðarbreytingin tókst.“ Breyting sem tókst afar vel  Á laugardaginn eru liðin 50 ár síðan hægri umferð var tekin upp hérlendis  Róttæk breyting á ís- lensku þjóðlífi  Tugþúsundir Íslendinga eru með ökuskírteini sem gefin voru út fyrir árið 1968 Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Fyrir og eftir Þessar myndir tók Ólafur K. Magnússon, ljósmyndari Morgunblaðsins, við gatnamót Miklubrautar og Lönguhlíðar. Sú fyrri var tekin síðasta dag vinstri umferðar og sú seinni var tekin fyrsta dag hægri umferðar, sunnudaginn 26. maí 1968. Umferðin var hæg í fyrstu meðan fólk var að átta sig. Kári Jónasson var ungur blaða- maður á Tímanum þegar hann var beðinn að taka við starfi blaðafull- trúa H-nefndarinnar haustið 1967. Þegar breytingin var um garð gengin fór hann aftur á Tímann. Kári rifjar upp að ekki voru allir á eitt sáttir um þessa breytingu á sínum tíma. „Við héldum fundi um land allt og voru þeir fjölsóttir. Eftirminnilegasti fundurinn sem ég man eftir var á Selfossi og hús- ið troðfullt. Við vorum þarna Val- garð Briem og fleiri. Meðal annars komu menn úr Reykjavík sem höfðu barist hart gegn umferðar- breytingunni. Þar var fremstur í flokki leigubílstjóri nokkur. Orðin sem þar féllu get ég varla haft eft- ir,“ segir Kári. Annar eftirminni- legur fundur var í Borgarfirði. „Þarna var mættur maður, frjó- tæknir á Hvanneyri, mikill stuðn- ingsmaður breytingarinnar. Hann fór heim á hvern bæ í sveitinni og bauðst til að tala máli okkar. Þessi maður var okkur mjög hjálplegur eins og margir fleiri sem vildu að þessi breyting yrði gerð.“ Margir þjóðþekktir menn tóku þátt í umræðunni, með og á móti. „Ekki má gleyma séra Árelíusi Níelssyni, presti í Langholtskirkju. Hann var mjög á móti breyting- unni og predikaði gegn henni. Ég er fyrir löngu búinn að fyrirgefa sr. Árelíusi og segi bara: Blessuð sé minning hans.“ Kári segir að þessi breyting, sem var mikil aðgerð, hafi að hans mati heppnast afar vel. „Þetta var snögg aðgerð sem unnin var af samhentum hópi. Það komu upp ófyrirséð vandamál. t.d. hafís fyrir Norðurlandi. Vegna hans kom fram þingsályktunartillaga á Al- þingi um að fresta breytingunni en hún var sem betur fer kolfelld.“ Svíarnir með sína reynslu frá árinu áður reyndust mjög hjálp- legir, segir Kári. Þeir höfðu áhyggjur af því að ekki myndu allir Íslendingar vita hvað væri í vændum en þegar til kom vissi hvert mannsbarn af breytingunni. Sjónvarpið lagði sitt af mörkum með dagskrá kvöldið áður sem var sú lengsta og viðamesta í sjón- varpi fram að þeim tíma. „Allir vissu hvað stóð til“ KÁRI JÓNASSON, BLAÐAFULLTRÚI H-NEFNDARINNAR Kári Jónasson BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Þess verður minnst á laugardaginn að 50 ár eru síðan tekin var upp hægri umferð á Íslandi. Allt frá upp- hafi bílaaldar á Íslandi höfðu öku- tæki ekið á vinstri helmingi vega. Þetta var mjög róttæk breyting og erfitt fyrir yngri kynslóðir Ís- lendinga að átta sig á henni. Enn eru ótrúlega margir Íslendingar í um- ferðinni, 67 ára og eldri, sem lærðu á bíl og óku um í vinstri umferðinni fyrir rúmri hálfri öld. Þeir eiga minningar um breytinguna. „Langflestir taka bílpróf árið sem þeir verða 17 ára og ef við miðum við þá sem fæddir eru árið 1951 og fyrr, þá er í dag samtals 33.961 ein- staklingur með B-réttindi í gildi, 18.719 karlar og 15.242 konur. Þar af 549 sem eru 90 ára og eldri,“ segir Árni E. Albertsson, aðstoðaryfirlög- regluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra. Um síðustu mánaðamót voru alls 241.325 einstaklingar með gild B- réttindi, þar af 126.009 karlar og 115.316 konur. Forsaga málsins er sú að Alþingi ályktaði svohljóðandi þann 13. maí 1964: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að láta hefja hið allra fyrsta undirbúning að því, að upp verði tekinn hægri handar akstur hér á landi.“ Ekki allir á eitt sáttir Ekki voru allir á eitt sáttir um hvort breytingin væri heppileg. Þeir voru margir sem töldu að Íslend- ingar væru svo vanir vinstri umferð að breytingin myndi enda með ósköpum. Menn deildu um málið í blöðunum, með og á móti. En þegar Svíar skiptu yfir í hægri umferð árið 1967 var fljótlega ákveð- ið að fara sömu leið. Þá auðveldaði það breytinguna að langflestar bif- reiðar á Íslandi voru með stýrið vinstra megin, þ.e.a.s. eins og ætlast er til í hægri umferð. Og breytingin skyldi eiga sér stað klukkan sex að morgni sunnudagsins 26. maí 1968. Sérstakri framkvæmdanefnd var falið að undirbúa breytinguna. Einn- ig voru skipaðar margar nefndir um allt land en þær áttu hver í sínu sveitarfélagi að leiða framkvæmdina í samvinnu við bæjar- og sveit- arstjórnir á hverjum stað. Sjálboðaliðar, svokallaðir umferð- arverðir, leiðbeindu fólki fyrstu dag- ana, t.d. við gatnamót og gang- brautir. Útbúnar voru sérstakar hvítar ermar með H-merkinu á og þær fengu allir umferðarverðirnir til afnota þegar þeir voru að störfum. Daginn eftir breytinguna birtist í Morgunblaðinu viðtal við Meyvant
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.