Morgunblaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 78

Morgunblaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 78
78 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2018 mánudaginn 28. maí, kl. 18 Listmunauppboð í Gallerí Fold Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is fimmtudag og föstudag kl. 10–18, laugardag kl. 11–16, sunnudag kl. 12–16 og mánudag 10–17 Jóhannes S.Kjarval Listmunauppboð nr. 110 Forsýning á verkunum fimmtudag til mánudags J j Sv av ar G uð na so n Hér er birtur hluti af eftirmála Silju Aðalsteinsdóttur. Tilvísunum er sleppt. Skáldsagan sem á íslensku hlaut heitið Kapitola eða Upp koma svik um síðir í fyrstu útgáfu heitir á frummálinu The Hidden Hand eða Hin hulda hönd. Titillinn sá vísar til Guðs handar sem verndar góða fólk- ið í sögunni – þó að sannarlega þurfi það að ganga í gegnum þungar raunir áður en yfir lýkur. Undirtitill sögunnar var Capitola the Madcap eða Ærslabelgurinn Kapítóla. Höfundurinn Höfundur bókarinnar hét Emma Dorothy Eliza Nevitte Southword (1819-1899) og var vinsælasti skáld- sagnahöfundur Ameríku á sínum tíma. Hún ólst upp í Washington og lauk þar prófi árið 1835 sem gaf henni kennara- réttindi. Hún kenndi svo í fimm ár en giftist þá Frederick South- worth uppfinn- ingamanni og fluttist með honum til Wisconsin. Hann yfirgaf hana árið 1844 þegar annað barn þeirra hjóna var nýfætt. Þá sneri hún til baka til Washington og fór aftur að kenna. En kennaralaunin voru ekkert til að hrópa húrra fyrir, ekki þá frekar en nú, og Emma fór fljótlega að senda tímaritum smásögur til að drýgja tekjurnar. Hún kallaði sig frá upphafi E.D.E.N. Southworth þannig að ekki varð séð á höfund- arnafninu hvort hún var karl eða kona. Ritstjóra dagblaðsins Nation- al Era leist vel á sögurnar og samdi við hana um fyrstu skáldsöguna, Retribution, sem hann birti sem framhaldssögu og kom svo út á bók 1846. Sagan varð svo feikilega vin- sæl að Emma hætti að kenna og á næstu sjö árum gaf hún út tólf met- sölubækur þrátt fyrir heilsuleysi sitt og barnanna. Árið 1857 bauð Robert Bonner, ritstjóri vikuritsins New York Led- ger, henni álitlega fjárhæð fyrir einkaréttinn til að birta sögur henn- ar sem framhaldssögur og Emma varð helsti höfundur eins útbreidd- asta tímarits Bandaríkjanna á þess- um árum. Þar birtist einmitt skáld- sagan um Kapítólu sem hefur verið vinsælasta verk hennar frá því að það birtist fyrst 1859. Alls skrifaði Emma yfir sextíu skáldsögur og margar þeirra fjalla – eins og Kapít- óla – um sjálfstæðar, uppreisnar- gjarnar og klárar stúlkur. Það var nokkuð á skjön við viðtekna hug- myndafræði Viktoríutímans en átti stóran þátt í vinsældum hennar. Hún studdi af alhug baráttu kvenna fyrir auknum réttindum eins og glöggt kemur fram í Kapítólu. Það var líka full ástæða til að standa við bakið á ungum stúlkum, því þó að okkur finnist ævintýri þeirra Kapít- ólu og Clöru í sögunni ótrúleg sagði Emma að flest væru þau byggð á raunverulegum atburðum. Michele Ann Abate bókmennta- fræðingur bendir á það í tímarits- grein frá 2006 hve lygilega róttæk sagan var á sínum tíma. Kapítóla elst upp í mikilli fátækt í New York, þótt hún sé í rauninni milljónaerf- ingi. Þegar hún missir fóstru sína, kynblendinginn Nancy Grewell, lendir hún á vergangi og til þess að vernda sig fyrir slæmum körlum og til að fá heiðarlega vinnu bregður hún á það ráð að klæðast strákaföt- um – sem var ólöglegt, enda er hún tekin föst fyrir vikið – klippir hárið á sér stutt og tileinkar sér talsmáta götustrákanna í borginni. Sam- kvæmt Abate var Kapítóla fyrsta strákastelpan í bandarískum bók- menntum en sannarlega ekki sú síð- asta. Hún átti sinn stóra þátt í að frelsa bandarískar konur úr fjötrum strangra og einkar óheilnæmra boða og banna sem kennd eru við „True Womanhood“ og voru hrein- lega að gera millistéttar- og yfirstéttarkonur að andlegum og líkamlegum aumingjum. Kapítóla var þýdd á mörg tungu- mál og á frummálinu einu mun hún hafa komið út í tveim milljónum ein- taka fyrir utan frumbirtinguna sem framhaldssaga. Þar voru líka gerðar af henni einar fjörutíu leikgerðir meðan Emma var enn á lífi, og þær voru sýndar víðs vegar um Banda- ríkin og Bretland áratugum saman. Lesendur og áhorfendur fengu aldr- ei nóg af Kapítólu. Síðast var hún gefin út í Bandaríkjunum árið 1988. Kapítóla á Íslandi Eitt tungumálið sem tók við Kap- ítólu var íslenska. Eggert Jóhanns- son ritstjóri þýddi hana og endur- sagði fyrir vesturíslenska vikublaðið Heimskringlu í Winnipeg. Þar kom fyrri hluti hennar út sem framhalds- saga á árunum 1896-1897 og sum- arið 1897 kom hún öll út í bók vestra. Næst kom hún út í bók árið 1905 hjá Jóhanni Jóhannessyni bókaútgefanda í Reykjavík. Stuttur ritdómur er um bókina í tímaritinu Templar í janúar 1906 þar sem seg- ir: „Kapítóla er það, sem kallað er „framúrskarandi spennandi saga“, og það er engum efa undirorpið, að flestir er sögur lesa, munu vera svo gerðir, að þeir vilja ekki hætta við hana í miðju kafi og kasta bókinni, heldur lesa af kappi þar til sögunni er lokið. Allar þær sögur, sem svo eru, eru venjulega að eins til ánægju á meðan á lestrinum stendur, en flytja engar háfleygar kenningar um lífið eða tilgang þess, siðfræði eða annað þess háttar, sem nú er efst á baugi í skáldsagnaheiminum. Aðalsöguhetjan, stúlka að nafni Kapítóla, er svo dugleg, áræðin, snarráð og einbeitt, að lesarinn dá- ist að henni. Það er litlum efa vafið, að saga þessi hlýtur að seljast vel, og flestir ef ekki allir, er hana lesa, hafa ánægju af lestrinum.“ Jónas Jónsson frá Hriflu, nýráð- inn kennari við Kennaraskólann og upprennandi stjórnmálamaður, var ekki sammála þessu áliti Templars. Hann hélt opinberan fyrirlestur í Reykjavík um útgáfubækur Jó- hanns árið 1909 og í desember sama ár birtist greinaflokkur hans um efnið í blaði Landvarnarmanna, Ingólfi. Hann fer í saumana á út- gáfubókum Jóhanns og lýsir frati á efni þeirra sem hann segir lágkúru- legt enda persónur einna helst okr- arar, þjófar, morðingjar, sjóræn- ingjar og falsarar. Slíkt fólk kemur líka fyrir í bókum merkra höfunda, segir hann, og myndi miklu bjarga ef vel væri tekið á málum. En því miður er „efni og efnismeðferð í bókum hr. Jóh. Jóhannessonar sví- virðileg og listvana. […] Og þó er ekki nóg með, að þessar bækur séu einskisvirði sem list, jafn fánýtar að efni, meðferð og máli, að þær byggja ekkert upp; nei þar að auki rífa þær niður, eru bein- línis spillandi, einkum hér á Íslandi. […] Útgáfa hr. Jóh. Jóhannessonar á að öllu samtöldu ekki sinn líka. Þar eru í fullkomnu samræmi allir þeir eiginleikar sem lýta bækur, jafnt þeir sem ber að fyrirlíta og þeir sem ber að hata. Í hverri ein- stakri grein svívirðinganna hafa þær átt einhvern keppinaut. Marg- ar bækur eru nærri því eins til- gjörðarlegar og smekklausar eins og sögur hans, nokkrar jafn óskáld- legar og lygilegar og fáeinar álíka siðspillandi. Ef til vill eru líka til bækur á jafn vondu máli, þótt ég hafi aldrei lesið þær né heyrt þeirra getið. En þegar alt þetta kemur saman: tilgerð, smekkleysi, leir- burður, lygi, spillingarandi og mál- leysur þá finnur maður þó að engir nema Ameríka og hr. Jóh. Jóhann- esson gátu gjört slíkt furðuverk.“ Þó skal tekið fram að hvorki í Ingólfi né í Nýjum kvöldvökum, þar sem Jónas skrifaði líka um nýjar þýddar bækur, réðst Jónas á málfar eða stíl Kapítólu sérstaklega þótt hann nefni hana í sömu andrá og bækur sem hann fer harkalega með. Hann „býr til“ sögu úr beinum til- vitnunum í bækur Jóhanns en þar sé ég engin orð úr þýðingu Eggerts Jóhannssonar á Kapítólu. Það er raunar einna líkast því að Kapítóla hafi saklaus orðið eins konar sam- nefnari lélegra amerískra reyfara, kannski vegna þess hvað titillinn var grípandi. Eða kannski vegna þess hvað kvenmynd hennar var ögrandi. Þórbergur Þórðarson tekur Jón- as á beinið fyrir þessi hörðu skrif í sendibréfi til dr. Stefáns Einars- sonar sumarið 1953. Hann minnir að vísu að Jónas hafi skrifað greinina í Skinfaxa en þó að hann minnist á Kapítólu í grein þar fjallar hann ekkert um hana, því finnst mér sennilegast að Þórbergur hafi rugl- að þessum tveim náskyldu ritum saman. Hann segir meðal annars: „Herra Jónas hafði lesið reyfara eins og fleiri ungir menn þá og síð- ar, og hann dáðist að þessum bók- menntum. Seinna komst hann að raun um, að þetta voru ekki kallaðar bókmenntir, og að þeir voru kallaðir fremur litlir bókvitsmenn, sem lögðu sig niður við reyfaralestur. Þá skrifar hann sinn fræga hirtingar- pistil í Skinfaxa til þess að þvo af sér þá smán að hafa verið í samneyti við þessa smekkskussa á fagrar bók- menntir. En „í átthagana andinn leitar, þó ei sé loðið þar til beitar“. Gömul að- dáun hirtingarmeistarans á Kapítólubókmenntunum plús nokkru Guðs tillagi í ásköpuðu inn- ræti dró þann dilk á eftir sér, að hann varð innlyksa í reyfaragerð- inni og Kapítóla varð honum fyr- irmynd í stílsnilli. Hann varð fræg- asti reyfarahöfundur allra tíma á Íslandi, bæði að ímyndunaríþrótt, handtéringu á efni og stílshætti.“ Þrátt fyrir baráttu Jónasar frá Hriflu varð Kapítóla gríðarlega vin- sæl hér á landi. Svo ástsæl var hún að stúlkur voru skírðar í höfuðið á henni, hagyrðingar ortu um hana og Dagný Kristjánsdóttir minnist gam- als útvarpsviðtals við bónda nokk- urn sem kunni Kapítólu utanbókar frá orði til orðs! Ærslabelgurinn Kapítóla Skáldsagan Kapítóla eftir E.D.E.N. Southworth birtist Íslendingum fyrst sem framhaldssaga í Heimskringlu 1896–1897 í þýðingu Eggerts Jóhannssonar og vakti þegar mikla athygli. Hún var síðan gefin út á bók og varð þá enn vinsælli, en líka umdeild. Hún var endurútgefin fyrir stuttu og sá Silja Aðalsteinsdóttir um útgáfuna og ritaði eftirmála. Femínisti Bandaríska skáldkonan og metsöluhöfundurinn E.D.E.N. South- worth var vinsælasti skáldsagnahöfundur Ameríku á sínum tíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.