Morgunblaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 2
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Eigendur sýningarinnar Undur ís-
lenskrar náttúru í Perlunni buðu
starfsfólki Slökkviliðs höfuðborgar-
svæðisins á sýninguna í þakklæt-
isskyni fyrir „ótrúlega fagleg og vel
unnin störf“ þegar kviknaði í Perl-
unni í síðasta mánuði. Þáðu þeir boð-
ið í gær.
Töluverð tjón varð í brunanum 24.
apríl. Eldur kom upp í einangrun á
hitaveitutanki við inngang Perl-
unnar. Slökkvistarfið reyndi á
slökkviliðsmenn enda voru þrengsli
á þeim stöðum sem þeir þurftu að at-
hafna sig á. Unnið hefur verið hratt
og örugglega að endurbótum í kjöl-
far brunans, samkvæmt upplýs-
ingum Gunnars Gunnarssonar,
stofnanda og framkvæmdastjóra
Perlu norðursins. Sýningin Undur
íslenskrar náttúru var opnuð síðast-
liðinn laugardag, 25 dögum eftir
brunann. Áfram er unnið að upp-
byggingu Perlunnar sjálfrar.
Þökkuðu
slökkviliðs-
mönnum
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2018
TENERIFE
Bir
tm
eð
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
ing
aá
slí
ku
.A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fyr
irv
ar
a.
KOMIÐ
Í SÖLU
6. október í 21 nótt
7. nóvember í 21 nótt
14. nóvember í 14 nætur
HOTEL BEST TENERIFE
Brottfarir:
MeðGunnari Svanlaugssyni
Sérkjör fyrir félaga í FEB – ekkert bókunargjald
60ára+
595 1000 . heimsferdir.is
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
„Þessi blómakörfumynd eftir Kjarval telst til lykil-
verka hans og er hreint fágæti. Það er afar sjaldgæft
að svona mynd komi á uppboð enda eru þær í raun
svo fáar.“ Þetta segir Tryggvi Páll Friðriksson hjá
Gallerí Fold, en fyrirtækið stendur fyrir 110. mynd-
listaruppboði sínu næstkomandi mánudag. Þar verður
m.a. boðið upp verk eftir Jóhannes Kjarval sem hann
mun hafa málað árið 1956. Verðmat gerir ráð fyrir
að verkið fari á 6-7 milljónir króna.
Spurður út í verðlagninguna segir Tryggvi að hún
verði að teljast hófleg. „Þetta er varla bílverð. Og þó
að oft sé hægt að kaupa fallegar Þingvallamyndir eft-
ir Kjarval eru verk á borð við þetta nær ófáanleg.
Þessi mynd er nátengd hinni frægu blómakörfumynd
sem Kjarval færði bílstjórum BSR og er nú í eigu
Listasafns Reykjavíkur. Þessar myndir málaði hann
af blómakörfu sem Bifreiðastöð Reykjavíkur færði
honum í tilefni sjötugsafmælis hans 1955. Þessi mynd
sem nú er boðin upp er líkast til með Dyrfjöll í bak-
grunni þar sem mynd Listasafnsins hefur veggfóður.
Þessi finnst mér ekki síðri vegna þessa,“ segir
Tryggvi.
Meðal annarra verka sem boðin verða upp á mánu-
dag er verkið Rosabaugur um gervitunglið eftir
Svavar Guðnason og segir Tryggvi að hún hafi farið
allvíða á sýningar. Verðmat á henni hleypur á 2-2,5
milljónum króna. Þá er einnig boðin upp uppstoppuð
snæugla sem hann segir mjög sérstæðan grip í
mörgu tilliti og er verðmat á henni 500 til 600 þús-
und krónur.
Fágætur Kjarval á uppboði
Fágæti Blómakarfa eftir Kjarval er olíuverk og er
100x142 cm á stærð. Verkið var málað árið 1956.
Uppstoppuð snæugla
meðal uppboðsgripanna
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Bæjarfulltrúar Kópavogs eru ekki
sáttir við launakjör bæjarstjóra þrátt
fyrir að hafa samþykkt þau einróma á
sínum tíma.
Theódóra S. Þorsteinsdóttir, odd-
viti Bjartrar framtíðar, segir að
hækkun á launum bæjarstjóra og
bæjarfulltrúa byggist á tveimur
ákvörðunum.
„Bæjarstjórn samþykkti árið 2016
eftir ítarlega skoðun að hækka starfs-
hlutfall bæjarfulltrúa úr 27% í 33% í
ljósi þess að stefnumótunarhlutverk
ýmissa nefnda hafði verið aukið.
Þegar kjararáð úrskurðaði 45%
hækkun á þingfararkaupi í lok árs
2016 var um það pólitísk sátt að taka
ekki við þeirri hækkun heldur miða
launin við almenna launavísitölu og
eina leiðin til þess var að breyta
samningi bæjarstjóra,“ segir Theó-
dóra.
„Bæjarstjóri Kópavogs er á allt of
háum launum. Ég lagði það til við
meirihlutann að launabreytingarnar
frá júní 2014 fram í maí 2018 yrðu
vegnar saman því ég vildi vita hver
hækkunin væri en við því var ekki
orðið,“ segir Theodóra, sem segist
sitja uppi með það að hafa ekki form-
lega látið andstöðu sína í ljós.
„Bæjarfulltrúar meirihlutans geta
staðfest tölvupóstsamskipti þar sem
ég fór fram á endurskoðun,“ segir
Theódóra, sem mun láta það verða
sitt fyrsta verk þegar ný bæjarstjórn
tekur við að flytja tillögu um að for-
sætisnefnd endurskoði launakjör
bæjarfulltrúa og bæjarstjóra. Theó-
dóra segir að launabreytingar bæjar-
stjóra og bæjarfulltrúa hafi allar ver-
ið upp á borðinu og fréttatilkynningar
um þær sendar til fjölmiðla. Nú séu
að koma kosningar og málið dregið
upp aftur. Hún segir að breytingar á
launum bæjarstjóra og bæjarfulltrúa
verði ekki lagfærðar nema allir séu
sammála og það hafi verið hennar
mistök að hafa ekki staðið fastar í
fæturna með sannfæringu sína.
Meirihlutinn ber ábyrgð
Birkir Jón Jónsson, Framsóknar-
flokki, segir meirihluta Sjálfstæðis-
flokks og Bjartrar framtíðar bera
ábyrgð á launakjörum bæjarstjóra.
„Í byrjun nýs kjörtímabils 2014
lagði meirihlutinn grunninn að og
samþykkti starfssamning við bæjar-
stjóra. Samfylkingin greiddi atkvæði
á móti, Vinstri græn sátu hjá og
Framsókn mótmælti,“ segir Birkir
Jón og bendir á að bæjarfulltrúar hafi
ekki haft annað val en að samþykkja
nýjan ráðningarsamning með teng-
ingu við launavísitölu sem innihélt
26% hækkun í stað 45%.
„Laun bæjarstjóra Kópavogs, 2,5
milljónir á mánuði, keyra fram úr öllu
hófi. Laun hans eiga að vera í takt við
kjör annarra bæjarstjóra,“ segir
Birkir Jón, sem telur sjálfsagt að ný
bæjarstjórn endurskoði launamál
bæjarstjóra.
Pétur Hrafn Sigurðsson, oddviti
Samfylkingarinnar, tekur í sama
streng með ábyrgð meirihlutans á
ráðningarkjörum bæjarstjóra og seg-
ir að launakjör bæjarstjóra verði
endurskoðuð.
„Með því að samþykkja launasamn-
inginn í fyrra varð launahækkun
bæjarstjóra 600.000 en hefði orðið
900.000 ef við hefðum ekki samþykkt.
Við hefðum getað sett fram tillögu að
minni hækkun sem meirihlutinn hefði
eflaust hefði ekki samþykkt,“ segir
Pétur og segir að bæjarstjóri geti ekki
skotið sér undan ábyrgð á ráðningar-
samningum, þar sem hann sé oddviti
sjálfstæðismanna sem samið hafi um
launin við hann ásamt Bjartri framtíð.
„Ég tek fulla ábyrgð á breytingum
á starfshlutfalli bæjarfulltrúa en laun
bæjarstjóra verða endurskoðuð eftir
kosningar,“ segir Pétur.
Stóðu einhuga að launahækkun
Bæjarfulltrúar í Kópavogi segjast ósáttir við launakjör bæjarstjóra sem þeir sjálfir samþykktu Laun
þeirra sjálfra hækkuðu samhliða Bæjarstjóri hyggst leggja fram tillögu sem taki mið af ráðherralaunum
„Það samþykktu allir tillögu forsætisnefndar um hækkun launa bæjar-
fulltrúa og mín laun taka mið af þeim. Í forsætisnefnd sitja fulltrúar
Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og minnihlutans. Það er hefð fyrir
því að leggja ekki fram tillögu um launabreytingar bæjarfulltrúa nema í
fullri sátt,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, sem telur
að bæjarfulltrúar séu að skorast undan ábyrgð á þeim hækkunum sem
þeir samþykktu rétt fyrir kosningar.
„Ég hef ákveðið að mitt fyrsta verk eftir kosningar verði að leggja það
til við forsætisnefnd að endurskoða kjör bæjarfulltrúa og bæjarstjóra og
að þau taki mið af ráðherralaunum.“
Taka mið af launum bæjarfulltrúa
HEFÐ FYRIR SAMSTÖÐU