Morgunblaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 73

Morgunblaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 73
DÆGRADVÖL 73 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Tilfinningar þínar til vinar gætu breyst á næstu vikum. Finndu tíma til að sinna þér og áhugamálunum, þó þú sért önn- um kafin/n. 20. apríl - 20. maí  Naut Gættu þess að skapa ekki stærri vanda- mál með framkomu þinni heldur en þau sem þú ætlar að leysa. Elskaðu sjálfa/n þig, þú skiptir mestu máli í þínu lífi. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú lætur heillast af dularfullum og töfrandi frásögnum í dag. Það sígur á ógæfu- hliðina í peningamálunum ef þú grípur ekki inn í strax. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú lætur umhverfið stjórna skapi þínu. Vertu opin/n fyrir góðum hugmyndum. Þig langar til að víkka sjóndeildarhringinn og ættir að leyfa þér það. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það er engin skoðun svo skotheld að hún geti ekki breyst vegna nýrrar vitneskju. Af hverju ertu föst/fastur í því að gera alltaf allt ein/n? Veltu því fyrir þér. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Kannaðu verð og gæði áður en þú festir kaup á nýjum hlut. Mundu að ást er ekki að taka þarfir einhvers annars fram fyrir þín- ar eigin. Þú verður beðin/n um að skrifa undir skjal sem þú ættir að lesa vel yfir áður. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú átt auðvelt með að laða fram það besta í öðrum sem og að miðla málum þegar menn eru ekki á eitt sáttir. Þú kemst á snoðir um gamalt leyndarmál. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Reyndu að halda einkalífi þínu og starfi aðskildu. Það gustar af þér þessa dagana, farðu varlega að fólki, fólk er mis- viðkvæmt. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Gættu þess að sýna nærgætni og koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig. Félagslífið verður í miklum blóma næstu vikur. 22. des. - 19. janúar Steingeit Farðu í göngutúr ef þér finnst blóð- þrýstingurinn vera að hækka. Notaðu tímann til þess að gera það sem skiptir þig máli. Ekki gefa unglingnum of lausan tauminn. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú þarft á allri þinni þolinmæði að halda í samskiptum þínum við yfirmenn í dag. Þér fellur sjaldan eða aldrei verk úr hendi, það er nú í lagi að slaka stundum á. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það er óþarfi að láta hugfallast þótt aðrir hafi ekki alltaf þann tíma fyrir þig. Þín bíða dagar víns og rósa eftir annasamar vikur. Orðið varð hold Í upphafi var Orðið og Orðið var hjá Guði og Orðið var Guð. (Jóh: 1.1) Erum flutt í nýja glæsilega verslun Skútuvogi 2 Verið velkomin! Borgartúni 22 og Skútuvogi 2, Reykjavík, sími 588 8000 • Dalshrauni 11, 220 Hafnarfirði, sími 565 0385 Hafnargötu 54, Reykjanesbæ, sími 421 2720 • Gleráreyrum 2, Akureyri, sími 461 2760 Opið 8.00–18.00 alla virka daga og 10.00–14.00 alla laugardaga Ólafur Stefánsson skrifar að þaðgeti verið býsna fróðlegt að skoða tímasetningar á skeytum Leirverja. Að honum hafa svipir sótt, – sá var ekki hissa. Klukkan fjögur í fyrrinótt fór hann út að pissa. Fía á Sandi bætir við, að það sé nú allt svona orðið harðbannað á Ís- landi: Ef karlanga lúinn og lotinn af langdrykkju og sukkinu þrotinn hendir sú skyssa á húsvegg að pissa þá verður hann vafalaust skotinn. „Nú er líf og fjör í Krossanes- borgum,“ sagði Davíð Hjálmar Har- aldsson á laugardag og bætti við til skýringar að KVAK sé skamm- stöfun fyrir Kvennakór Akureyrar: Nú er komið vor með vængjablak og vell og bí í margvíslegum tónum. Það er eins og konurnar í KVAK keppist við að æfa sig í mónum. Það er enginn „morgunasi“ á Páli Imsland á hvítasunnudag: Að æða á fætur í flýti er fráleitt. Ég dæmi’ á það víti. Þeir hrasa um flest sem haska sér mest og hætta’ á að hásinar slíti. Helgi R. Einarsson velur „Þorst- inn“ fyrir yfirskrift þessarar limru: Skoltinum skellti aftur Skarphéðinn fylliraftur. Þorstann svo fann og þess vegna hann opnaðist sjálfkrafa aftur. Og „Efnileg“ kallast þessi limra Helga: Helst vill hún komast í kynni við karla með viðkvæmt sinni. Allt af þeim reyta, rjómann fleyta. Já, rýja þá inn að skinni. Þorsteinn Erlingsson kvað: Hárra fjalla frægðaróð fossarnir mínir sungu. Það hefur enginn þeirra ljóð þýtt á danska tungu. Sóknarmaður séra Jóns á Bægisá las upp í kirkjudyrum að lokinni messu lýsingu á stroknum graðfola, meðan söfnuður var allur inni. Það var á boðunardegi Maríu. Þá kvað Jón: Hver las? – Hirðir mera. Hvað? – Um fola graðan. Hvar? – Í helgum dyrum. Hvunar? – Á dag boðunar. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Tímasetningar og mál að pissa „ÉG LÆSTI LYKLANA Í BÍLNUM. ÉG FÉKK LÁNAÐ HERÐATRÉ SVO AÐ EF ÉG ÞARF AÐ SOFA ÚTI ÞÁ KRUMPAST FÖTIN MÍN EKKI.“ „ÉG SAGÐI ÞÉR AÐ ÉG VILDI IPAD Í AFMÆLISGJÖF!“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... skilyrðum háð! Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann KEMUR EINHVERN TÍMANN EINHVER FRÆGUR HINGAÐ? TAKK FYRIR AÐ FLJÚGA MEÐ GRETTISTAKI! JÁ! ATLI HÚNAKONUNGUR BORÐAR OFT HÉRNA! ÞÚ VEIST AÐ ÉG ER NOKKUÐ FRÆGUR SJÁLFUR! AUÐVITAÐ! VIÐ KÖNNUMST ÖLL VIÐ HRÓLF HINN HRÆÐILEGA ÞJÓRFJÁRVEITANDA! Víkverji hefur að undanförnu styttsér stundir með því að tefla á netinu, en alls kyns forrit og heima- síður gera mönnum nú kleift á ör- skotsstundu að finna sér andstæð- inga við taflborðið. Hefur þar kennt ýmissa grasa og verður Víkverji að viðurkenna að hann er ekki sá slyng- asti með hvítu og svörtu mennina. x x x Víkverji er einnig aðeins of íhalds-samur skákmaður til þess að ná árangri. Honum finnst vissar byrj- anir miklu skemmtilegri en aðrar og finnst hálfleiðinlegt þegar andstæð- ingurinn mætir honum með eitt- hvert Sikileyjarrugl, þegar Víkverji var sjálfur kominn langleiðina til Spánar. Svo eru margir, sérstaklega í þeim skáklegu neðrideildum þar sem Víkverji teflir oftast nær, sem gera bara eitthvað í þeirri von að það muni rugla andstæðinginn í ríminu þegar þekkingu hans á byrjuninni sleppir. x x x Því miður ber sú aðferð stundumárangur, en fátt pirrar Víkverja meira en þegar hann tapar svona netskák fyrir einhverjum sem hann finnur á sér að er ekkert endilega það mikið betri að tefla en hann sjálfur. Víkverji er þar reyndar í góðum félagsskap. Aron Nimzovich (1886-1935), einn áhrifamesti skák- maður sögunnar, mun víst hafa hrópað upp yfir sig þegar hann tap- aði fyrir stórmeistaranum Sämisch: „Hví verð ég að tapa fyrir þessum fávita?!“ x x x Munurinn er kannski sá aðNimzovich hafði alveg efni á upphrópuninni. Víkverji lendir hins vegar kannski fulloft í þeim að- stæðum að þurfa að lúta í gras fyrir mönnum sem tefla eins og fífl, svo ekkert sé skafið af því. Allt of oft leikur Víkverji af sér, gleymir að valda menn, sést yfir mátsóknir eða gleymir biskupi andstæðingsins sem lúrði þarna í horninu. Þegar svona gerist trekk í trekk verður spurn- ingin þá kannski helst til áleitin: er Víkverji þá ekki aðallega að tapa fyrir mesta fávitanum, sjálfum sér? vikverji@mbl.is Víkverji
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.