Morgunblaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2018 landi; annars væri hann starfandi í Bandaríkj- unum eða annars staðar í Evrópu. Hann er frábær í alla staði og verður sífellt betri, enda kallaður Wonderkid, nýorðinn 45 ára!“ Þá nefnir Bjarni Hafþór að Óskar Einarsson tónlistarmaður, sem gjarnan er kenndur við Fíladelfíu, hefur skrifað út nótur fyrir hvert einasta lag sem höfundurinn hyggst bjóða hverjum sem vill, endurgjaldslaust. Söngvararnir á Fuglum hugans eru, auk höfundarins sjálfs, Baldur Björn Arnarsson, Bjarni Arason, Björgvin Halldórsson, Dagný Elísa Halldórsdóttir, Eyþór Ingi Gunnlaugs- son, Elísabet Ormslev, Eyjólfur Kristjánsson, Guðrún Gunnarsdóttir, Helgi Björnsson, Helga Möller, Jóhann Helgason, Ína Val- gerður Pétursdóttir, Magni Ásgeirsson, Mar- grét Eir Hjartardóttir, Páll Rósinkranz, Ragn- ar Bjarnason, Regína Ósk Óskarsdóttir, Sigríður Beinteinsdóttir, Stefán Hilmarsson og Stefanía Svavarsdóttir. Ingunn sagði mér að gera þetta! Bjarni Hafþór segir eiginkonu sína, Ingunni Wernersdóttur, bera töluverða ábyrgð á því að ráðist var í þetta stóra verkefni. „Í gegnum tíðina hef ég stundum verið spurður hvar hægt sé að finna lögin mín, en ég hef sjaldnast getað svarað því, vegna þess að þau eru fæst til nokkurs staðar! Og Ingunn, sem hefur hlustað á eitthvað af lögunum sem ég hef samið undanfarin ár og heyrt mig spila eitthvað af þeim gömlu, sagði við mig fyrir tveimur árum að það yrði að drífa í að gera tónlist minni almennileg skil; safna saman og gefa út.“ Sjálfur maldaði hann í móinn fyrst í stað. Það væri galið verkefni, mikið að vöxtum, auk þess rándýrt og þeir peningar fengjust aldrei til baka. „Þegar hún benti mér á að pening- arnir færu til íslenskra tónlistarmanna og spurði hvort það væri slæmt varð ég kjaft- stopp. Talaði við Þóri Úlfarsson og hann var klár í slaginn.“ Þá varð ekki aftur snúið. Bjarni Hafþór ólst upp á Húsavík; var þá jafnan kallaður Haffi í Grafarbakka. Fjöl- skyldan bjó nefnilega í húsi með því nafni, sem vissulega var hægt að snúa út úr, en var þann- ig tilkomið að annað hús á sama stað var fyrir margt löngu byggt á bakka mógrafar. Úr Grafarbakka heyrðist stundum músík barnsins, þar sem það sat og glamraði á píanó. „Benedikt Jónsson, kallaður Benni Donda, jafnaldri minn og skólabróðir, hefur stundum nefnt að það sé merkilegt hvað komið hafi út úr glamrinu sem heyrðist stundum úr Grafar- bakka. Það var víst ekki alltaf fallegt!“ Móðir Bjarna Hafþórs var Jóhanna Aðal- steinsdóttir frá Vaðbrekku á Jökuldal, systir þeirra kunnu hagyrðinga Ragnars Inga og Há- konar, sem báðir eiga texta á Fuglum hugans, og fleiri þekktra manna. Mikil listræn taug er í Vaðbrekkufólkinu, það er ekki síst þekkt fyrir kveðskap, og Bjarni Hafþór segir ekki ólíklegt að eitthvað hafi hann þaðan enda á hann sjálf- ur eina 50 texta á Fuglum hugans. „Mamma var hins vegar alveg laglaus og meira að segja alveg taktlaus! Mæður tala náttúrlega alltaf um að börn þeirra hafi undra- verða hæfileika og hún sagði mér að tónlistar- gáfa mín hefði komið fram áður en ég varð þriggja ára. Þá var hún að syngja Bí bí og blaka fyrir okkur Helga litla bróður minn, með sínu lagi. Hann sofnaði strax – við viljum reyndar meina að liðið hafi yfir Helga, frekar en hann hafi sofnað – en ég á þá að hafa stung- ið hausnum fram úr efri kojunni og sagt: Mamma, á ég ekki frekar að syngja þetta fyrir okkur? Þetta var víst svo rosalegt hjá henni!“ Helgi Bjarnason, faðir Bjarna Hafþórs, var hins vegar „hlaðinn af tónlist“ og söng af mik- illi tilfinningu. „Afi föður míns hét Helgi Flóv- entsson og var fræg eftirherma, skemmti- kraftur og vísnagerðarmaður á fyrri hluta síðustu aldar.“ Lög Bjarna Hafþórs eru af öllum stærðum og gerðum og fjölbreytni er mikil á Fuglum hugans. Ballöður, barnagælur og „Skriðjökla- lögin“ sem hann kallar stundum svo; Hryssan mín blá, Tengja og Mamma tekur slátur, svo einhver séu nefnd. Á Fuglum hugans eru líka nokkur vel þekkt íþróttalög. „Það fyrsta gerði ég fyrir KA-menn 1989, sumarið sem þeir urðu Íslandsmeistarar. Stebbi heitinn Gull., sem var formaður knatt- spyrnudeildar, kom til mín þegar þrjár eða fjórar umferðir voru eftir af Íslandsmótinu og spurði hvort ég gæti ekki samið hvatningar- söng fyrir því! Við þekktumst vel, ég bjó við hliðina á KA-svæðinu og börnin mín voru þar í íþróttum. Mér þótti því vænt um félagið þótt ég sé sjálfur Þórsari fyrst og síðast.“ Á Fuglum hugans er nokkurra ára upptaka þar sem Eyþór Ingi Gunnlaugsson syngur. Besta íþróttalag Íslands „Fyrst ég gerði þetta fyrir KA skuldaði ég Þórsurum að sjálfsögðu lag og samdi fyrst Deyja fyrir klúbbinn, sem í fyrra var kosið besta íþróttalag Íslands í heilmikilli keppni á FM 957. Dagný Elísa Halldórsdóttir, Áskels- sonar landsliðsmanns í fótbolta, syngur það lag og á 100 ára afmælis Þórs 2015 gerði ég lagið Ég er Þórsari sem Páll Rósinkranz syngur.“ Í safni Bjarna Hafþórs er líka Pollamótslag Þórs og að öllu þessu sömdu gat hann ekki skilið æskufélagið sitt eftir og samdi þvínæst lag fyrir Völsung á Húsavík en það er á diska- safninu í nýrri útsetningu, sungið af Ínu Val- gerði Pétursdóttur. Bjarni Hafþór hefur víða komið við í at- vinnulífinu í gegnum tíðina, en sinnir nú að- allega eigin fjárfestingum. Hann segir Fugla hugans skref í átt að því að fela öðrum þau verkefni í ríkari mæli en hingað til en snúa sér að frekari listsköpun. Jafnvel skriftum. „Ég veit ekki hvað ég mun skrifa en er þó með eitt verkefni í gangi. Á orðið sjö eða átta stuttar jólasögur fyrir fullorðna; þær eru alls ekki fyrir börn, ekki dónalegar en þær eru bara svo furðulegar! Það er ekki víst að neinn annar en ég hafi húmor fyrir þeim en ég er samt að hugsa um að semja annað eins til við- bótar og gefa jafnvel út. Og ef af því verður get ég lofað þér að það verður skrýtnasta jólabók sem nokkurn tíma hefur komið út.“ Þeir sem til þekkja vita að Bjarna Hafþóri er trúandi til alls. Bráðum verður því hugs- anlega hægt að hlakka til jólanna enn frekar en venjulega … Mamma, á ég ekki frekar að syngja þetta fyrir okkur?  Bjarni Hafþór Helgason „tónskáld frá Húsavík“ hefur samið músík frá unglingsaldri  Gefur út 75 lög sín á fimm diskum  Telur útgáfuverkefnið það stærsta í sögu íslenskrar dægurlagatónlistar Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Fuglar hugans Hef stundum verið spurður hvar hægt sé að finna lögin mín, en ég hef sjaldnast getað svarað því, segir Bjarni Hafþór. VIÐTAL Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Margir muna Bjarna Hafþór Helgason af sjón- varpsskjánum; hann var fastagestur í stofum landsmanna árum saman sem frétta- og dag- skrárgerðarmaður. Ákveðinn hópur kannast við hann úr viðskiptalífinu, einhverja rámar í lunkinn markaskorara með fótboltaliðum Þórs á Akureyri og Víkings í Reykjavík og enn aðrir tengja hann við tónlist, sennilega ekki síst eft- irminnileg dægurlög í flutningi hinna akur- eyrsku Skriðjökla, þeirrar miklu gleðisveitar. Nú hefur „tónskáldið frá Húsavík“, eins og Tryggvi Gíslason, skólameistari MA, kallaði Bjarna Hafþór fyrstur manna, við brautskrán- ingu vorið 1978, ráðist í það þrekvirki að gefa út nánast alla sína tónlist, 75 lög á fimm disk- um, flest í nýjum útsetningum Þóris Úlfars- sonar í flutningi sumra þekktustu tónlistar- manna landsins. Safnið kallar höfundurinn Fugla hugans. „Þetta mun vera stærsta útgáfuverkefni af þessu tagi í sögu íslenskrar dægurtónlistar. Alls koma um 100 tónlistarmenn að verkefn- inu, þar af helmingurinn við nýjar upptökur,“ segir Bjarni Hafþór í samtali við Morgun- blaðið í tilefni útgáfunnar. Hann hefur samið tónlist frá unglingsaldri og ástæða þess að skólameistari kallaði hann tónskáld voru fjögur lög sem Bjarni Hafþór samdi fyrir leikritið Hlaupvídd sex eftir Sigurð heitinn Pálsson, sem leikfélag skólans sýndi um veturinn. „Ég spilaði lögin sjálfur á píanó í sýningunni, en síðan hafa þau hvergi heyrst fyrr en nú.“ Hann segir nokkrar gamlar upptökur not- aðar. „Við vildum ekki hrófla við þeim, en tók- um upp 61 lag frá grunni.“ Sú vinna hófst í Lundgaard-hljóðverinu í Danmörku, en þangað héldu Þórir og Bjarni Hafþór með hljómsveit og upptökumanni. „Addi 800 tók upp, Gulli Briem spilaði á trommur, gítarleikarar eru Jón Elvar Haf- steinsson og Pétur Valgarð Pétursson, Friðrik Sturluson spilaði á bassa og Þórir á ýmiskonar hljómborð.“ Litlu skúffulögin lifnuðu við Bjarni Hafþór segir Þóri hafa undirbúið verkefnið vel, útsett öll lögin og prentað bók fyrir hvern tónlistarmann þannig að allt var klárt þegar sest var niður í hljóðverinu. „Þetta eru miklir fagmenn og það var mjög gaman að fylgjast með þeim vinna. Tónlistin er afar fjölbreytt enda eru elstu lögin frá því ég var unglingur; heimavistarslagarar frá menntaskólaárunum, og þau nýjustu frá 2016. Mér þótti sérstaklega vænt um að þeir voru ekki síst hrifnir af því elsta; lítil skúffulög sem samin voru fyrir okkur félagana fóru allt í einu á mikið flug – lifnuðu í höndunum á þessum mönnum.“ Eftir að Þórir lýsti einkennum lags og sagði hvaða áferð hann vildi fá, spilaði hluta þess, annaðhvort gamla útgáfu sem gefin hafði verið út eða upptöku úr síma Bjarna Hafþórs þar sem hann raulaði lagið, settist hver á sinn stað og talið var í. Höfundurinn söng laglínuna á meðan spilað var og sjaldnast þurfti að taka hvert lag upp nema tvisvar, einstaka sinnum þrisvar. Síðan voru gerðar smávægilegar lag- færingar en annars var grunnurinn tilbúinn. „Hvert lag tók 15 til 20 mínútur. Þannig var unnið í rúma viku þangað til allt var klárt.“ Hér heima var tekin upp spilamennska 12 strengjaleikara úr Sinfóníuhljómsveit Íslands, einnig blásturshljóðfæraleikara, frekari áslátt- ur og allur söngur en 21 söngvari er á Fuglum hugans. „20 söngvarar og ég,“ segir Bjarni Hafþór og hlær. „Þórir færði nefnilega fyrir því alls konar rök að ég ætti að syngja ákveðin lög og ég hef reyndar fengið hrós fyrir söng- inn, m.a. frá Björgvini Halldórssyni.“ Bjarni Hafþór kveðst býsna montinn vegna þess og er sérstaklega ánægður með heildar- útkomuna. Segist hafa fengið frábær viðbrögð. „Ýmsir fagmenn sem vel þekkja til lýsa mikilli hrifningu með allan frágang og vinnslu, sem er mjög gleðilegt. Það er mín lukka að starfa með Þóri Úlfarssyni. Vegna þess að hann er ein- stæður faðir tveggja drengja býr Þórir á Ís-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.