Morgunblaðið - 24.05.2018, Page 48

Morgunblaðið - 24.05.2018, Page 48
48 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Síðasti þing-meirihluti áÍtalíu kaus sósíaldemókrat- ann Mattarella sem forseta Ítalíu. Hann hafði þrýst mjög á sigurveg- ara kosninganna þar að draga ekki myndun nýrrar ríkis- stjórnar úr hömlu. Forsetinn hótaði því beinlínis að boðað yrði til nýrra kosninga ef þannig færi. Sigurglaðir leið- togar bentu forsetanum á að þreifingar þeirra á milli um stjórn hefðu aðeins staðið í tvo mánuði en í Þýskalandi hefði það tekið Merkel hálft ár að mynda stjórn sem reyndist vera ljósrit af þeirri gömlu. En þegar verðandi stjórn- arflokkar tilkynntu skömmu síðar að þeir hefðu fengið rík- isstjórnina og sáttmála henn- ar samþykktan og kynntu forsætisráðherraefnið, laga- prófessorinn Giuseppe Conte, hljóp forsetinn í hnút. Hann hafði áhyggjur af meintri and- úð prófessorsins á evrunni og ESB og einnig af væntan- legum fjármálaráðherra af sömu ástæðum. Forsetinn átti nokkurra klukkustunda við- ræður við forsætisráð- herraefnið áður en hann skrif- aði undir skipunarbréf hans. Að loknum fundi þeirra sagði Conte, nýbakaður forsætis- ráðherra, sem ekki er fulltrúi á þingi og hefur enga stjórn- málalega reynslu, að hann yrði lögfræðilegur verjandi allra Ítala. Hann bætti svo við: „Forseti og ég ræddum það erfiðleikaskeið sem Ítalía hefur gengið í gegnum og við- fangsefnin fram undan. Og ég er meðvitaður um það að Ítalía hlýtur að standa við evrópskar og alþjóðlegar skuldbindingar sínar.“ Þetta innlegg var bersýnilega það sem forsetinn hafði krafist að kæmi fram opinberlega. En Conte forsætisráðherra bætti svo við: „Nýja ríkisstjórnin verður þegar í stað að hefja samningaviðræður um fjár- málaáætlun ESB, réttindi flóttamanna og evrópska sam- hæfingu bankakerfisins. Ég ætla mér að vinna af þunga í þessum málum, afla mér sam- herja um þau með það að markmiði að standa vörð um hagsmuni þjóðarinnar.“ Hætt er við að Mattarella forseta hafi þótt sem innihald- ið í friðþægingaryfirlýsing- unni hafi þynnst allsnarlega út með þeirri viðbót sem fylgdi. En framhaldið er ekki auð- metið. Forsætisráðherrann hefur ekki reynslu sem gæti hjálpað í hans erf- iðu stjórnmála- legu stöðu sem hann og landið er í. Og önnur stað- reynd litar einnig stöðu hans. Flokksformenn- irnir tveir, sem gátu hvorugur unnt hinum að sitja við borð- sendann. Stundum er talað um aftur- sætisbílstjóra í pólitík og iðu- lega þegar lítil efni eru til þess. En suður í Róm fer ekki á milli mála að þeir sitja tveir í aftursætinu, flokksformenn- irnir. Og sá við stýrið hefur aldrei ekið þessa leið áður og er um flest háður þessum í aftursætinu. Líka um það hversu lengi hann fær að sitja við stýrið á stjórninni. Ætla má að margur á meginlandi Evrópu, ekki síst í naflanum Brussel, horfi nú sem felmtri sleginn til frétta frá Róm. Enn sem komið er hafa „markaðir“ þó haldið niðri í sér andanum í von um að þegar hinir óreyndu leið- togar muni horfa framan í andstöðuna og ógnirnar sem bíða þeirra hljóti þeir að kikna í hnjáliðunum og lypp- ast svo niður. Þá komi kannski nýjar kosningar með gömlum krötum. En Martin Wolf segir að þótt horft sé til þeirrar niður- stöðu bendi margt til þess að hún sé ólíkleg. Martin Wolf skrifar jafnan vandaðar og trúverðugar greinar í blað sitt FT. Hann sótti Ísland heim á árunum „eftir hrun“ og ræddi mál þess í senn af raunsæi, þekk- ingu og samúð. Hann skrifar í vikunni grein um nýju ríkis- stjórnina í Róm, forsætisráð- herra hennar og í hverju vandi þeirra felist og hver lík- legustu viðbrögð þeirra og annarra við þeim verði. Yfir- skriftin er: „Hinir nýju vald- hafar á Ítalíu gætu skekið evruna.“ Undirfyrirsögnin er þessi: „Ef Ítalía brotlendir út úr sameiginlegu myntinni og verður ófær um að standa við skuldbindingar sínar mun tjónið verða gríðarlegt.“ Sjálfsagt er ekki öll myndin dregin upp af Wolf og aðrir gætu haft ólíkt mat. En í nokkrum stuttum köflum og furðu fáum orðum, ásamt ein- földum og grípandi mynd- skýringum, er áhugaverð saga um óorðna hluti dregin upp. Þeir sem hafa hingað til efast um að ítölsku kosning- arnar hefðu hugsanlega úr- slitaáhrif á þróun mála í okk- ar heimshluta geta ekki verið eins vissir um það eftir lestur völvunnar Wolf. Ný ríkisstjórn í Róm og spákortið sem Martin Wolf dregur upp eru með áhuga- verðasta efni} Raunveruleikinn í Róm F yrir réttum tveimur árum varð Flokkur fólksins til. Hann fædd- ist af miðaldra ömmu þegar hún heyrði að 9,1% íslenskra barna liði mismikinn skort. Nú á Flokk- ur fólksins fjóra þingmenn sem hafa barist öt- ullega fyrir alla þá sem eiga um sárt að binda og er haldið í fátæktargildru græðgisvæðing- arinnar sem við búum við í dag. Nánast allt það sem við höfum unnið að í störfum okkar á þinginu hefur verið svæft inni í nefndum. Við höfum ekki fengið lýðræðislega umræðu inni í þingsal Alþingis um mikilvæg hagsmunamál aldraðra, öryrkja, láglaunafólks, fíkla og fátækra. Nei það er komið í veg fyrir það með öllum ráðum, að þurfa að sýna það í þingsölum að viljinn til að standa með sínum minnsta bróður er í raun og veru enginn. Enda lofuðu þeir allir að bæta kjör þeirra verst settu í kosningabaráttunni sl. haust. Að hlusta á öll fögru fyrirheitin nú í aðdraganda borg- arstjórnarkosninganna er hrollvekjandi. Ekki undarlegt miðað við efndirnar sem engar eru. Skiptir engu hvort kjósa á til ríkis eða bæjar. Borgin er skuldum vafin Vandfundið er það sveitafélag á Íslandi sem er eins illa rekið og Reykjavík. Skuldirnar hafa hrannast upp og slaga nú í 100.000.000.000 kr. Já þetta eru sannarlega mörg núll sem nú eru á herðum borgarbúa í boði Dags B. Eggertssonar og borgarstjórnar hans. Tæp- lega 1.000.000 kr. á hvern einasta borgarbúa. Þannig skuldar fjögurra manna fjölskylda tæpar 4.000.000 króna vegna óráðsíu og óstjórnar í rekstri borgarinnar. Þrátt fyrir þessa skuldasöfnun hefur aldrei streymt annað eins fé inn í borgarsjóð. Mest af því má tengja við þá holskeflu sem orðið hefur á komu er- lendra ferðamanna. Þrátt fyrir þetta ríkir al- gjört ófremdarástand hjá stórum hluta borg- arbúa. Þeim hópi sem settur er út í horn og fær að lepja dauðann úr skel, án þess að yfirvöld sinni lögbundinni skyldu sinni gagnvart þeim. Er þetta það sem við viljum? Aldraðir fastir inni á Landspítalanum þrátt fyrir að geta farið heim. Það er vegna þess að enginn er til aðstoðar. Aðgengi og umhyggja við öryrkja er nöturleg. Börnum er mismunað bæði á grundvelli þroska og efna- hags. Húsnæðismál, samgöngumál og umhverfismál eru í molum. Á dögunum flæddi skólp óhindrað dögum saman án þess að borgurunum væri gert viðvart. Göturnar svo óhreinar að svifriksmengun mælist ítrekað langt yfir heilsufarslegum hættumörkum. Nánast ekkert húsnæði í boði fyrir efnaminna fólk, einungis ríkisbubba. Hópur fólks á hvergi höfði sínu að að halla. Er þetta sú fjögurra ára framtíðarsýn sem þú vilt sjá borgari góður? Inga Sæland Pistill Flokkur fólksins er flokkurinn þinn XF Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Margir Íslendingar hafaá síðustu dögum feng-ið í gegnum tölvupóstsenda nýja persónu- verndarskilmála frá hinum ýmsu vefþjónustum. Ný persónuverndar- reglugerð Evrópusambandsins veldur þessu, en hún kemur til framkvæmda á morgun. Þar sem vernd persónuupplýsinga er hluti af EES-samningnum mun lög- gjöfin verða tekin upp í íslenskan rétt, þó ekki fyrr en að lokinni þinglegri meðferð Alþingis. Ljóst er að hin nýja löggjöf mun hafa víðtæk áhrif, bæði á einstaklinga og lögaðila, en öll fyrirtæki sem vinna með persónuupplýsingar ein- staklinga verða að fylgja löggjöf- inni. Eitt af markmiðum löggjafar- innar er að veita einstaklingum betri vernd og færa þeim aukinn ákvörðunarrétt yfir persónu- upplýsingum sínum, en reglugerð- in eykur meðal annars kröfur til samþykkis einstaklinga fyrir vinnslu með persónuupplýsingar þeirra. Nokkur óvissa ríkir um hver staða reglugerðarinnar verð- ur hérlendis á meðan innleiðing- arferli hennar er enn ekki lokið. Hvenær verður reglugerðin að lögum? Ýmis álitaefni eru uppi vegna lögfestingar reglnanna, en „Sam- tökin“, það eru Samtök atvinnulífs- ins, Samtök iðnaðarins, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjár- málafyrirtækja, Samtök verslunar og þjónustu, Samorka, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Við- skiptaráð Íslands, sendu fyrr í vor frá sér sameiginlega umsögn þar sem gerðar voru athugasemdir við drög að frumvarpi til nýrra per- sónuverndarlaga. Þar lýstu Sam- tökin meðal annars yfir mikilvægi þess að frumvarpið yrði orðið að lögum innan þess tímafrests sem reglugerðin setti, en nú er ljóst að sú verður ekki raunin. „Samtökin hafa gert athuga- semd við að formlega staðfestingu vanti um stöðu íslenskra fyrir- tækja þar til löggjöfin hefur tekið gildi á Íslandi,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við Morgunblaðið. „Það er mjög óheppileg staða að löggjöf sem þessi taki gildi innan ESB án þess að hafa verið tekin upp í EES- samninginn og þar af leiðandi ekki í innlendan rétt EES-ríkja,“ segir Halldór og bætir við: „Þar fyrir ut- an munu aðilar innan EES ekki njóta sama aðlögunartíma og ríki ESB, sem hafa haft meira en tvö ár til undirbúnings“. „Pólitískt vandamál“ Björg Thorarensen, formaður stjórnar Persónuverndar, segir vandamál ástandsins vera pólitísks eðlis en fullyrðir ekkert um áhrif þess. „Það er í raun ómögulegt að segja hver áhrifin verða ef þau verða einhver,“ segir Björg. „Menn vinna þá bara á grundvelli gildandi persónuverndarlaga sem geyma sömu kjarnareglurnar um persónuvernd,“ segir hún en bendir jafnframt á að evrópska reglugerðin geymi ítarlegri reglur sem ekki komi til framkvæmda strax. Björg tel- ur ólíklegt að Ísland verði álitið óöruggt á meðan reglu- gerðin er ennþá í millibils- ástandi hérlendis en bendir, líkt og Halldór Benja- mín, á að ESB hafi ekkert gert til að skýra þessa óvissu. Ný persónuverndar- reglugerð á morgun Getty Images/iStockphoto Persónuupplýsingar Hin nýja löggjöf mun hafa í för með sér aukin um- ráð einstaklinga yfir persónuupplýsingum sínum en verið hefur hingað til. Á vef Persónuverndar er skil- merkilega farið yfir hvað er nýtt í hinum nýju persónuverndar- lögum. Þar kemur meðal annars fram að einstaklingar eigi rétt á því að fá persónuupplýsingar sínar á hefðbundnu og staf- rænu formi. Börnum verður veitt sérstök vernd en samþykki foreldra yngri barna en 16 ára verður skilyrði fyrir skráningu í netþjónustur. Á vefnum kemur einnig fram að ýmsar skyldur verða lagðar á fyrirtæki en mörg þeirra munu þurfa að hafa sér- stakan persónuvernd- arfulltrúa á sínum snærum. Þeir sem vinna með persónu- upplýsingar fyrir hönd ábyrgðaraðila bera sjálf- stæða ábyrgð og geta orðið efnahags- lega ábyrgir í starfi sínu. Hvað er nýtt í lögunum? BÖRNUM VEITT VERND OG STARFSMENN ÁBYRGIR Halldór Benjamín, forstjóri SA.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.