Morgunblaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 46
46 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2018 Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is Nánar á www.BILO.is Eigum til afhendingar strax nýja vinnuflokkabíla, 7mannameð palli og 6mannameð sendirými. INNUBÍLAR - FORDTRANSITI Verð 4.490.000 +vsk 6manna 7manna Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Þingmenn úr röðum repúblikana og demókrata á þingi Bandaríkjanna hafa lagst gegn eftirgjöf Donalds Trump forseta í samningaviðræðum við stjórnvöld í Kína um viðskipti landanna. Þingmennirnir hafa gert ráðstafanir til að koma í veg fyrir að stjórn Trumps geti aflétt refsiaðgerð- um gegn kínverska fjarskiptarisanum ZTE og dregið úr takmörkunum við útflutningi á tækjum sem hægt væri að nota til að njósna um Bandaríkja- menn eða efla her Kína. Þingmenn- irnir óttast að slíkar tilslakanir geti stefnt þjóðaröryggi Bandaríkjanna í hættu, að því er fram kemur í frétt The Wall Street Journal. Embættismenn landanna náðu ný- lega samkomulagi um drög að samn- ingi sem fæli í sér að bandarísk fyrir- tæki gætu að nýju selt kínverska fjarskiptafyrirtækinu tæknibúnað og að aflétt yrði banni sem viðskipta- ráðuneyti Bandaríkjanna setti við við- skiptunum í síðasta mánuði. Talið er að bannið geti orðið til þess að stór- fyrirtækið verði gjaldþrota. Samkvæmt samkomulaginu áttu stjórnvöld í Kína að afnema tolla á bandarískar landbúnaðarvörur sem fluttar eru út til landsins, að því er The Wall Street Journal hefur eftir heimildarmönnum í báðum löndun- um. Talið er að eitt af markmiðunum með eftirgjöfinni hafi verið að hjálpa Xi Jinping, forseta Kína, og fá hann til að liðka fyrir viðræðum við einræðis- stjórnina í Norður-Kóreu um að hún afsali sér kjarnavopnum. Donald Trump skýrði frá eftirgjöf- inni í tísti á Twitter. Hann sagði að þeir Xi Jinping væru að „vinna saman að því að gera risastóru kínversku símafyrirtæki, ZTE, kleift að hefja viðskipti að nýju, fljótt. Of mörg störf í Kína tapast. Viðskiptaráðuneytinu hefur verið sagt að koma þessu í verk!“ Margir þingmenn og embættis- menn leyniþjónustu- og öryggisstofn- ana Bandaríkjanna reiddust þessari yfirlýsingu. Ástæðan er sú að við- skiptaráðuneytið í Washington hefur sakað fjarskiptafyrirtækið um að hafa látið hjá líða að refsa starfsmönnum þess sem bera ábyrgð á brotum á refsiaðgerðum gegn klerkastjórninni í Íran og einræðisstjórninni í Norður- Kóreu. Bandarískir embættismenn hafa einnig sagt í mörg ár að ZTE og annað kínverskt fjarskiptafyrirtæki geti notað búnað sinn til að njósna um Bandaríkjamenn, en bæði fyrirtækin neita því. Bandarísk yfirvöld ákváðu í mars að sekta ZTE um 1,2 milljarða doll- ara, jafnvirði tæpra 130 milljarða króna, og viðskiptaráðuneytið ákvað síðan í apríl að banna bandarískum fyrirtækjum að selja fjarskiptarisan- um tæknibúnað og hluti sem notaðir eru til að framleiða farsíma. Trump sagði í fyrradag að hann sæi fyrir sér að bannið yrði afnumið gegn því m.a. að ZTE greiddi sekt að andvirði allt að 1,3 milljarða dollara til viðbótar, að sögn fréttaveitunnar AFP. „Þetta er ekki að sigra“ Eftirgjöfin varð til þess að banka- nefnd öldungadeildar Bandaríkja- þings samþykkti einróma í fyrradag drög að frumvarpi um að herða tak- markanir við útflutningi á tæknibún- aði til Kína, auka eftirlit til að tryggja að útflutningurinn stefndi ekki þjóðaröryggi í hættu og torvelda stjórn Trumps að aflétta refsiaðgerð- unum gegn ZTE. 27 repúblikanar og demókratar í öldungadeildinni birtu einnig bréf þar sem þeir hvöttu samningamenn Trumps til að hafna hvers konar til- lögum Kínverja um að Bandaríkin drægju úr takmörkunum við sölu á tæknibúnaði til að auka útflutninginn til Kína. Þingmennirnir sögðu að hafna þyrfti hvers konar samningi sem myndi auðvelda sölu á búnaði sem gæti verið mikilvægur í hernaði, gert Kínverjum kleift að efla her sinn og grafið undan þjóðaröryggishags- munum Bandaríkjanna. Þeir lögðust einnig gegn því að viðskiptabanninu á kínverska fjarskiptafyrirtækið yrði aflétt. The Wall Street Journal segir að Kínverjar hafi í byrjun maí lagt fram tillögu um að slaka á þessum tak- mörkunum og embættismenn úr röð- um samningamanna Trumps hafi íhugað að samþykkja hana til að auka útflutninginn til Kína. Embættis- menn öryggisstofnana hafi hins vegar lagst gegn tillögunni og komið í veg fyrir að hún yrði rædd frekar. Á meðal repúblikana sem skrifuðu undir bréfið er Marco Rubio, þing- maður frá Flórída. Hann gagnrýndi eftirgjöfina í ZTE-málinu á Twitter og hét því að öldungadeildin myndi koma í veg fyrir hana. „Því miður eru samningamenn Kína að skjóta okkur ref fyrir rass og sigra í viðskiptavið- ræðunum núna,“ tísti Rubio. „Þeir hafa komist hjá tollum og náð samn- ingi um ZTE án þess að fallast á neina mikilvæga tilslökun með því að nota viðræðurnar við Norður-Kóreu og landbúnaðarmálin til að styrkja samningsstöðu sína. Þetta er ekki að sigra.“ Orðalagið bendir til þess að tístið hafi verið ætlað sem skot á Trump, sem hefur lýst sér sem sigurvegara og afburðasnjöllum samningamanni. N-Kórea mikilvægur þáttur í viðskiptaviðræðunum Forsetinn sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í fyrradag að viðræð- urnar við Norður-Kóreu hefðu mikil áhrif á viðræðurnar við Kína um við- skipti. „Þegar ég hugsa um viðskiptin við Kína hugsa ég einnig um hvað þeir gera til að hjálpa okkur að semja um frið við Norður-Kóreu. Það er mjög mikilvægur þáttur,“ hefur fréttavefur CNN eftir Trump. Forsetinn sagði einnig á blaða- mannafundinum að hann myndi af- lýsa eða fresta fyrirhuguðum fundi með Kim Jong-un, leiðtoga einræðis- stjórnarinnar í Norður-Kóreu, ef hann samþykkti ekki fyrst skilyrði Bandaríkjastjórnar. Trump vildi ekki svara því hvaða skilyrði hann setti en áréttaði síðar að Norður-Kóreustjórn þyrfti að samþykkja kjarnorkuaf- vopnun. Stefnt hefur verið að því að leið- togafundurinn verði haldinn í Singa- púr 12. júní en óvissa er um hvort af honum verði vegna nýlegra yfirlýs- inga Norður-Kóreustjórnar sem hafa kynt undir efasemdum um að hún sé í raun og veru reiðubúin að afsala sér kjarnavopnum þótt hún hafi lofað því að stefna að kjarnorkuafvopnun á Kóreuskaga. Trump áréttaði þó í fyrradag að hann teldi enn að Kim væri „svo sannarlega mjög einlægur“ í loforð- um sínum um kjarnorkuafvopnun. Áður hafði forsetinn sagt að hann teldi Kim hafa verið „mjög hreinskil- inn“ og „mjög heiðvirðan“ í viðræðun- um um málið. Sumir fréttaskýrendur telja að við- ræðurnar við Norður-Kóreu hafi svo mikla pólitíska þýðingu fyrir forset- ann að hann sé tilbúinn að gera næst- um hvað sem er til að tryggja að leið- togafundurinn verði haldinn. Þeir skírskota meðal annars til þess að stuðningsmenn hans hafa talað um að Trump verðskuldi friðarverðlaun Nóbels fyrir að knýja Norður-Kóreu- stjórn til samninga um kjarnorkuaf- vopnun. Þeir óttast að hann sé að búa sig undir að lýsa yfir sigri í viðræðun- um og sætta sig við samning sem fæli til að mynda í sér að Norður-Kóreu- stjórn héti því að eyða eldflaugum, sem gætu dregið til Bandaríkjanna, án þess að fallast á algera kjarnorku- afvopnun. Hafna eftirgjöf Trumps  Repúblikanar og demókratar á Bandaríkjaþingi leggjast gegn tilslökun Trumps í viðskiptaviðræðum við Kínverja  Þingmennirnir hafna afnámi banns við sölu á tæknibúnaði til að auka útflutning til Kína Kjarnorkutilraunasvæði Norður-Kóreustjórnar Heimildir: USGS/Yonhap/Stjórnvöld í Suður-Kóreu/38north.org/DigitaGlobe Norður- göng Austur-göng, um 800 m löng *38 North er verkefni á vegum stofnunar Johns Hopkins-háskóla sem sérhæfir sig í rannsóknum á málefnum Norður-Kóreu Kjarnorkutilraunasvæðið í grennd við þorpið Punggye-ri er í fjalli í norðaustanverðu landinu. Sex kjarnorkusprengjur voru sprengdar þar í tilraunaskyni, síðast í september 2017 Einræðisstjórn Norður-Kóreu tilkynnti fyrr í maí að hún hygðist „gereyðileggja“ kjarnorkutilraunasvæðið Erlendum fréttamönnum var boðið að fylgjast með eyðileggingu ganga sem voru notuð í kjarnorkutilraununum Skrifstofur og fleiri byggingar Vestur- göng Suður- göng100 m Byggist á gervihnattamyndum sem sérfræðingar 38 North rannsökuðu* PJONGJANG 75 km SEOUL KÍNA Punggye-ri- kjarnorku- tilraunasvæðið Yongbyon- kjarnorkustöðin SUÐUR- KÓREA NORÐUR- KÓREA Útsýnispallur þar sem fréttamenn geta fylgst með eyðileggingu ganganna Eins og að eyðileggja sönnunargögn » Hópur erlendra fréttamanna hóf í gær um 20 klukkustunda ferð til kjarnorkutilraunasvæð- is Norður-Kóreustjórnar í grennd við þorpið Punggye-ri. » Einræðisstjórnin hefur lofað að eyðileggja kjarnorku- tilraunasvæðið og boðið er- lendum fréttamönnum að fylgjast með eyðileggingu ganga sem hafa verið notuð til kjarnorkutilrauna. Fréttamenn- irnir fara þangað með lest og rútu og gert er ráð fyrir að eyðilegging ganganna hefjist í dag eða á morgun. » Engum erlendum vopna- eftirlitsmönnum eða sérfræð- ingum var boðið að fylgjast með eyðileggingu ganganna. » Verði göngin eyðilögð geta erlendir sérfræðingar ekki tek- ið sýni úr þeim til að afla upp- lýsinga um hvers konar kjarn- orkusprengjur voru sprengdar í þeim í tilraunaskyni. Segja má að með því að eyðileggja göngin sé Norður-Kóreustjórn að eyðileggja sönnunargögn, að sögn vopnasérfræðinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.