Morgunblaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 58
58 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2018 N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n Komið og skoðið úrvalið Opið virka daga 11-18 laugardaga 11-15 Klassísk gæða húsgögn á góðu verði Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is Ekki bara jeppar 2013 - 2017 ota, Hyundai, Nissan, , og fleiri gerðir bíla ER BÍLLINN ÞINN ÖRUGGUR Í UMFERÐINNI? Varahlutir í... Laugardaginn 26. maí fara fram sveit- arstjórnarkosningar um land allt. Í flestum sveitarfélögum eru framboðslistar að kynna sín kosningamál og áherslur fyrir næstu fjögur ár. Í því samhengi er nauðsyn- legt að huga að því að meta fyrir hvað þessi framboð standa, hver gildi þeirra og sýn á samfélagið eru. Á hverju stefnuskrár framboðanna sem liggja til grundvallar framtíðarsýn þeirra á samfélag sitt eru byggðar. Ég hvet kjósendur til að kynna sér framboðin í sínu nágrenni og velta því fyrir sér hverjum þeir treysta til að fara með stjórn mála í nær- umhverfi sínu. Þar skiptir ekki máli hvort um sé að ræða ákveð- inn flokk eða framboð sem er byggt á krafti íbúanna sjálfra sem vilja láta rödd sína heyrast heldur þau gildi sem þau standa fyrir. Félagshyggja stendur fyrir raun- verulegum gildum eins og sam- kennd og velferð fyrir alla. Jöfn tækifæri og jafn réttur fólks innan samfélagsins er einn af horn- steinum þess þjóðfélags sem við lif- um öll saman í. Öflugt lýðræði og opin stjórnsýsla þar sem íbúar hafa aðkomu að málefnum síns sam- félags skipta okkur öll máli. Í komandi sveitarstjórnarkosn- ingum fær hvert og eitt okkar tæki- færi til að hafa áhrif á okkar nær- umhverfi næstu fjögur ár. Það skiptir máli að í sveitarstjórnum sé fólk sem aðhyllist jafnaðarstefnu og félagshyggju. Fólk sem þekkir sín gildi um frelsi og jafnrétti og vill vinna með samborgurum sínum til að vinna að þessum gildum í sam- félaginu. Ég hvet ykkur kjósendur til að skoða stefnuskrár framboðanna í ykkar sveitarfélagi og fyrir hvaða gildi þau standa. Framboð í anda jafnaðarstefnu og félagshyggju standa ykkur til boða til að vinna að málum í ykkar þágu næstu fjögur ár. Það skiptir máli hverjir eru í for- svari fyrir þitt sveitarfélag. Nýttu atkvæðisrétt þinn á kjördag. Val þitt skiptir máli Eftir Ólaf Inga Guðmundsson Ólafur Ingi Guðmundsson » Það skiptir máli að í sveitarstjórnum sé fólk sem aðhyllist jafnaðarstefnu og félagshyggju. Höfundur er stjórnsýslufræðingur. „Vísir menn“ hafa haft úrslitaáhrif á skipulag starfs í grunnskólum um ára- raðir. Mér er minnis- stætt þegar ákveðið var að hætta að kenna börnum hefð- bundinn reikning en þess í stað tekin upp mengjafræði sam- kvæmt sænskri fyrir- mynd. Börnin mín urðu fyrir þessu ásamt öðrum jafnöldrum. Á síðari árum mengjafræðinnar varð stöð- ugt algengara að kennarar semdu sjálfir ný kennslugögn fyrir bekki sína – kennslugögn sem dreift var fjölrituðum. Var gjarna bið eftir þeim í upphafi skólaárs. Gögnin ekki tilbúin. Undir það síðasta kom yngri dóttir mín heim eftir skóla- setningu og sagði að ný kennslubók væri á leiðinni. Hún væri mjög góð að sögn, en kæmi ekki alveg strax. Kom ekki á óvart. Loks kom nýja bókin. Það reyndist vera sama bók og ég lærði í reikningi í gagnfræða- skóla. Þar með var mengjafræðinni lokið. Hvaða áhrif hafði þessi „merka“ tilraun? M.a. þá, að ef far- ið var út í Bónus að versla, eitthvað kostaði þar 550 krónur og maður borgaði með 1.000 króna seðli, þá vissi unga fólkið við afgreiðslukass- ann ekki sitt rjúkandi ráð ef kassa- vélin var biluð. Kunni ekki að draga 550 krónur frá 1.000 króna seðli og gefa til baka. Kunni ekki að reikna. Margföldunartöfluna má ekki læra Svo bönnuðu „vísir menn“ að í grunnskólum væri gerð krafa um að börnin lærðu eitthvað utanað. Slíkur páfagaukalærdómur væri ekki líklegur til þess „að ydda menninguna“. Þess vegna var hætt við að láta börnin læra margföld- unartöfluna. Og hvaða áhrif hafði það? Mér er minnistætt þegar ég fyrir mörgum árum var að hlusta á dagskrá útvarpsins frá því fyrir há- degið. Stjórnendurnir, ungur karl og ung kona, höfðu kallað til sín Nönnu Rögnvaldardóttur, sem ný- lega hafði gefið út matreiðslubók. Unga parið lauk miklu lofsorði á bókina, sem var verðskuldað. Sögðu það þó skipta mestu máli að í þessari nýju matreiðslubók væri ekki bara að finna uppskriftir handa fjórum – eins og venjan væri – heldur líka handa tveimur. „Mað- ur þarf þá ekki að vera að borða sama matinn fram eftir vikunni,“ sögðu þau. Nanna Rögnvald- ardóttir tók undir þetta. Sagði að sér hefðu borist mörg tilmæli um að hafa uppskriftirnar bæði fyrir tvo og fyrir fjóra. Að sjálfsögðu. Hvað á sá að gera, sem aldrei hef- ur lært margföldunartöfluna, ef hann þarf að horfast í augu við uppskrift sem ætluð er fjórum en bara tveir í heimili? Svo ekki sé þá talað um ef bara einn er um hit- una? Éta sama matinn í meira en hálfa vikuna? Bannað að prófa Svo bönnuðu auðvitað „hinir vísu menn“ millibekkjarprófin í grunn- skólum – stöðuprófin sem ætlað var að meta hvort tilætlaður árang- ur hefði náðst á skólaárinu. Slíkt og þvílíkt mætti ekki leggja á börn fyrr en í fyrsta lagi að loknu skyldunámi – eftir 10 ára námsvist. Og nú stendur víst til að banna líka sam- ræmdu pófin. Svo ekki sé nú talað um PISA- prófin, sem grunn- skólanemendum er ætlað að taka til þess að fá samanburð við árangur skyldunáms í nálægum löndum. Hvers vegna þá ekki að vera samkvæm sjálfum okkur, þið „vísu menn“, og fella niður öll próf í öllum skólum á öll- um skólastigum? Hvers vegna að krefjast þess að ungt fólk þurfi að ljúka prófum ætli það að verða læknar eða lögfræðingar? Búið að venja fólkið við að ekki sé verið að krefjast slíks og þvílíks af þeim öll tíu fyrstu ár skólagöngunnar. Ætla síðan að heimta slíkt í lokin? Koma þannig aftan að fólki! Þvílík hegð- an! Innantómt slagorð „Skóli án aðgreiningar“. Nafngift búin til af „vísum mönnum“. Skipi hrint af stokkunum, en vélarlausu, stýrislausu, búnaðarlausu. Saman í bekkjadeildum hafðir hópar alger- lega ólíkra nemenda; mikilla náms- manna, slakra námsmanna, barna með hegðunarvandamál, barna með geðræn vandamál, barna með and- félagslega hegðun – barna með öll hugsanleg tilbrigði meðfæddra og/ eða áunninna eiginleika. Og einum og sama kennara ætlað að sinna öllum þessum gerólíku þörfum í einni og sömu bekkjardeildinni á einni og sömu stundu. Slíkt skapar óleysanleg vandamál bæði fyrir kennara og nemendur. Á líklega stærstan þáttinn í því að árangur íslenskra grunnskólanema er langt fyrir neðan árangur barna á sömu skólastigum í nágrannalöndunum þrátt fyrir að mun meiri fjár- munum sé varið til íslenskra grunnskóla en varið er til sambæri- legra skóla í samanburðar- löndunum. Skóli við hæfi Skóli án aðgreiningar eins og framkvæmdin hefur verið hér á landi er endemis rugl. Það sem fyr- ir mönnum ætti að vaka er „skóli við allra hæfi“. Slíka skóla er hægt að starfrækja hvort heldur sem það er í einni og sömu stofnun eða í skólastofnunum sem sniðnar eru við ólíkt hæfi ólíkra nemendahópa. Leyfum nú heilbrigðri skynsemi að ráða – svona einu sinni. Reynum að miða við að skólaganga þjóni mark- miði sínu – að skólaganga verði boðin við allra hæfi þannig að hver og einn fái notið alls þess sem skólagöngu er ætlað að veita. Og að skólaganga geti hjálpað ungu fólki í daglega lífinu. Það þurfi ekki að treysta á kassavélar til þess að geta gefið rétt til baka – og á vel- vild matgæðinga til þess að þurfa ekki að éta sama matinn langt fram eftir vikunni. Skóli við allra hæfi Eftir Sighvat Björgvinsson » „Skóli án aðgreining- ar“. Nafngift búin til af „vísum mönnum“. Skipi hrint af stokkun- um, en vélarlausu, stýr- islausu, búnaðarlausu. Sighvatur Björgvinsson Höfundur er fv. alþingismaður og ráðherra. ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VEISTU UM GÓÐAN RAFVIRKJA?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.