Morgunblaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 63
samt fram eftir degi með að stíga of- an í ylvolga laugina en tókst á við hverja hríð í alls konar stellingum uppi í rúmi til að auka líkur á að Klumpur svokallaði kæmi niður með réttum hætti. Stúlkurnar mínar þrjár höfðu nefnilega allar komið skakkar niður og lengt fæðingar mínar mun meira en raunverulegt tilefni hefði verið til. Þegar ég fann þörfina fór ég í laugina og þvílík dásemdartilfinning að finna vatnið umlykja bumbu og bak – ólýsanlegur léttir! Í hverri hríð hékk ég á sundlaugarkantinum með hendurnar utan um Þorleif minn, kreisti hann í bak og fyrir, reif í föt hans og andaði haföndun í takt við hans. Þess á milli svamlaði ég um, spjallaði við fjölskylduna mína og grínaðist eins og ekkert væri í gangi. Þegar klukkutímarnir liðu var ég orð- in aðeins þreyttari og dormaði inn á milli til að hvíla mig fyrir næstu hríð. Hopp og vatnsdans milli hríða Þegar útvíkkun var mæld næst, í kringum kvöldmat, var hún orðin átta og ég sá fyrir endann á hafönd- unargöngunum. Kollurinn var samt ekki alveg á réttum stað svo í gang fóru nokkrar aðgerðir til að pota hon- um rétt niður og hleypa honum út. Reboza-hristingur, hálfgert splitt í hríðum, hægri og vinstri hliðarlegur, vatnsdans og hopp milli hríða, ég var tilbúin að gera hvað sem er og taldi einfaldlega hugann á að gera allt til að hjálpa syni mínum og sjálfri mér í þessu ferli fæðingarinnar. Þorleifur minn þreyttist ekki á að minna mig á jógaöndunina og hélt mér við efnið með hvatningarorðum: „Þú ert hetja, þú ert svo dugleg, ég er svo stoltur af þér, þú ert farvegur lífs- ins, ég elska þig, þú getur þetta, haltu áfram svona.“ Stundum urðu hríð- arnar tvöfaldar og þrefaldar í tíma- lengd og þá átti ég til að missa kjark- inn, gleyma öndun og herpast saman í von um að allur kraftur fæðing- arinnar myndi hreinlega ganga til baka og gefa mér hvíld. Svo var auð- vitað ekki og eina sem virkaði var að hlusta á ástmann minn og halda okk- ar striki með haföndun og segja linnulaust við hugann: ég get þetta, ég get þetta, ég get þetta, mér er ætl- að að geta þetta. Ég var orðin svolítið þreytt og við næstu skoðun kom í ljós að útvíkkun var níu en herslumuninn vantaði upp á til að klára síðustu metrana. Ég missti aldrei móðinn samt, magnað hvað kraftur og ást frá fjölskyldu geta gefið á svona stundu; ef hönd mín leitaði út í loftið í hríð var hún takti og ég sjálf hefði alveg treyst mér til að halda áfram heimavið. Það ríkti ákveðin sorg í hjarta mínu og hjá öllum á heimilinu við þessa ákvörðun en við einhvern veginn töldum rétt að fara samt, dagurinn var fullkominn, núna var kominn tími til að klára restina af ferðalaginu annars staðar. Sonurinn borar sig út Pabbi brunaði með okkur og Arn- eyju ljósu þar sem tekið var á móti okkur opnum örmum á fæðing- ardeildinni. Yndislegar ljósmæður lífsins, þær glöddu mig svo að vera til. Ég rauk beinustu leið á fjóra fætur upp í rúm og fékk glaðloft til að létta mér lundina. Ég datt beint í grín- gírinn sem hafði einkennt skap mitt fram eftir degi og taldi mig finna alls konar andfýlu og kúkalykt sem Þor- leifur sannfærði mig um að væri alls ekki til staðar. Ég leit á klukkuna, 23:34, og sagði: „Frábært! Hann kemur ekki fyrr en 5. maí eins og ég vildi því þá er alþjóðlegur dagur ljós- mæðra.“ Mér fannst svo viðeigandi að fá hann í fangið á þeim degi, bar- áttu þeirra til heiðurs. Þær litu á Þor- leif og hver á aðra, „nei, hann er sko að koma í dag“, og með þeim orðum byrjaði ég að rymja eins og ljón! Ég fann þessa stórkostlegu tilfinn- ingu sem við bíðum allar eftir á fæð- ingardegi barna okkar. Hún ruddist fram af miklum krafti og ég fann hvernig sonur okkar boraði sig niður fæðingarveginn á hraðri leið sinni út í heiminn! Fyrsta hríðin af þremur kom kollinum vel á veg út en ég fann að ég myndi ekki ná að ýta honum öll- um í þetta sinn og slakaði því á með hafönduninni rosalegu sem nú var há- værari en áður. Hann fór til baka og ég beið stuttlega eftir næstu. Í henni rumdi ég öllum mínum ljón- ynjukröftum niður í fæðingarveginn og höfuðið kom. Þessi tilfinning – að finna barnið milli fóta þér, bein þess og heita húð vera á leið út, það eru ekki til nein orð. Ég slakaði á milli og í næstu og síðustu hríð kom hann all- ur – beint í hendurnar á pabba sínum sem hágrét af hamingju með hann blautan og sleipan, fór með hann milli fóta mér og færði mér hann í fangið, tók svo utan um okkur bæði og saman vorum við búin að klára þetta! Saman komum við syni okkar í heiminn kl 23:39, við og fjölskyldan okkar, ljós- mæðurnar, haföndunin og hugurinn. Takk elsku litli unginn minn fyrir að koma í heiminn, við pabbi þinn og fjölskylda öll elskum þig. Takk al- heimur fyrir að gefa okkur tækifæri til að elska svona mikið. Fæðingin „Í henni rumdi ég öllum mínum ljónynjukröftum niður í fæðingarveginn og höfuðið kom. strax gripin af dóttur, móður, föður eða tengdamömmu. Ég leitaði til þeirra allra eftir styrk í einni hríð, hékk í fangi hvers og eins þeirra bæði til að fá styrk, gefa ást og hvíla Þorleif minn eitt augnablik. Hversu magnað! Að upplifa hríð með hverju og einu þeirra – aldrei mun nokkurt okkar gleyma þeirri stund. Þegar klukkan fór að nálgast ellefu að kveldi tókum við þá ákvörðun að skottast upp á fæðingardeild til að eiga möguleika á drippi (þótt hríð- arnar hefðu ekkert orðið kraftminni). Sonur okkar var þverhaus og vildi greinilega fá aðstoð fleiri við að koma í heiminn, kannski bara hrifinn af spítölum og þjónustunni þar alveg eins og pabbi hans. Hann var búinn að kúka í legvatnið til að fá sitt fram en hjartsláttur var þó í fullkomnum 63 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2018 Rafport ehf • Auðbrekka 9-11 • 200 Kópavogur • Sími 580 1900 • rafport@rafport.is Fækkaðu hleðslu- tækjunum á heimilinu, skrifstofunni eða sumar- bústaðnum. Tengill með USB Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is PLUSMINUS | OPTIC fasteignir Þjónustuauglýsingar Fáðu tilboð hjá söluráðgjafa í síma 569 1100 eða á augl@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.