Morgunblaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 66
66 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2018 ✝ Katrín Ólafs-dóttir fæddist á Akureyri 21. september 1982. Hún lést 10. maí 2018. Foreldrar Katrínar eru hjónin Ólafur Haraldsson, f. 13. ágúst 1953, og Inga Lára Bach- mann, f. 3. janúar 1955. Katrín var yngst þriggja barna þeirra. Systkini hennar voru Jósep, f. 30. júní 1974, d. 6. sambúðarmaður Katrínar um tíma. Katrín ólst upp á Akureyri og gekk í Síðuskóla og Mennta- skólann á Akureyri þar sem hún lauk stúdentsprófi 2002. Katrín útskrifaðist frá læknadeild Há- skóla Íslands 2012. Að læknanámi loknu vann hún á heilsugæslustöðinni í Hamraborg í Kópavogi og í Grafarvogi en þaðan lá leiðin á meinafræðideild Landspítalans þar sem hún tók ákvörðun um framtíðarstarf sitt. Hún stund- aði sérfræðinám í meinafræði við Skånes Universitetssjukhus í Malmö og Lundi og var hún á lokaári í því námi. Útför Katrínar fer fram frá Neskirkju í dag, 24. maí 2018, og hefst athöfnin klukkan 13. janúar 1990, og Anna María, f. 17. febrúar 1977, d. 30. mars 2003. Sonur Önnu Maríu er Ró- bert Steindór Stein- dórsson, f. 24. júní 1996. Sonur Katrínar er Kormákur Hólmsteinn Frið- riksson, f. 4. janúar 2005. Faðir hans er Friðrik Helga- son, f. 2. júlí 1981, og var hann Elsku Kata. Í því myrkri sem umleikur veröldina ert þú ljós sem lýsir upp alla staði hvert sem þú ferð. Falleg, góðhjörtuð, hug- ulsöm, elskandi, geislandi, áræðin, vitur, hlý, brosandi, einlæg, hlæjandi og yndisleg í alla staði. Þessa dásamlegu eig- inleika þína þekkja allir sem verða á þínum vegi. Að baki er djúpstæð reynsla og þekking á lífinu, viðkvæmni en í senn gríðarlegur styrkur og vilji til að lifa til fulls og fanga hverja stund og fegurðina sem í henni býr. Ferðalag okkar var ævintýri frá fyrstu mínútu við vatnið þar sem við hittumst og sá tími sem ég fékk að ferðast með þér er dýrmætasta minningin mín. Þú kenndir mér á lífið og ástina. Þú ert hetjan mín. Þú gafst mér milljón minningar og eilífa ham- ingju. Ég mun áfram syngja það sem við hlustuðum stund- um á og sungum saman þegar haf og lönd aðskildu okkur: Ég stend hérna einn í rigningunni ég hugsa til þín í öðru landi ég horfi til himins á stjörnurnar eru þær eins hjá þér ef ég ætti þrjár óskir, þá ég óskaði mér að ég gæti flogið, flogið til þín yfir fjöll, yfir höf til þín... (Helgi Björnsson) Nú aðskilur okkur annað og meira haf og dvelur hugur minn hjá þér. Hugur minn er líka hjá elsku Kormáki, foreldrum þín- um og ástvinum. Þeim votta ég mína dýpstu samúð. Óréttlæti heimsins er sárt og veröldin er tómleg án þín. Það er okkar verkefni nú að heiðra minningu þína og leitast við að öðlast eins viturt hjarta og þú barst í brjósti þér. Nú kveð ég þig að sinni, kæra Kata mín. Ég veit að við munum hittast á ný. Ég sakna þín. Þakklæti og sorg eru í senn yfirþyrmandi. Ég elska þig meira en orð fá lýst. Ég mun geyma ljós þitt í hjarta mínu alla mína ævidaga. Agnar Bragi. Í dag kveðjum við elsku Katrínu, sem kom inn í líf okk- ar á svo yndislegan hátt fyrir rúmi ári. Hún kom svo vel fyrir og sonur okkar elskaði hana mikið og syrgir nú góða stúlku sem lést langt fyrir aldur fram. En minningin lifir áfram í hjörtum okkar. Minningar um veru okkar í Malmö á síðasta ári og samverustundir um síð- ustu jól gleymast ekki. Við vott- um foreldrum, syni, ættingjum og vinum okkar dýpstu samúð. Drottinn gef þú dánum ró, hin- um líkn sem lifa. Sofðu lengi, sofðu rótt, seint mun best að vakna. Mæðan kenna mun þér fljótt, meðan hallar degi skjótt, að mennirnir elska, missa, gráta og sakna. (Jóhann Sigurjónsson) Bjarney Þuríður Runólfs- dóttir og Bragi Agnarsson. Elsku Kata frænka mín er fallin frá og sársaukinn sem fylgir fráfalli hennar er svo yfirþyrmandi að einungis virð- ist vera hægt að takast á við hann í skömmtum. Ég á erfitt með að finna réttu orðin til að lýsa Kötu sem best. Ég reikna með að ég segi það sama og aðrir sem þekktu hana, þarna fór afskaplega brosmild og glaðleg ung kona, alltaf var stutt í hláturinn. Hún Kata mín var svo sannarlega ímynd gleðinnar og lífshamingj- unnar. Það þýðir hins vegar ekki að lífið hafi verið henni auðvelt. Langt í frá. Flest okk- ar þurfa einungis að þola brot af því á okkar ævi sem lagt var á Kötu á hennar 35 ára löngu veru hér á jörð. Að hafa misst bæði systkini sín úr sjúkdómi sem hún var sjálf með eru að- stæður sem flest okkar geta ekki einu sinni ímyndað sér. Lífið var því Kötu alls ekki allt- af auðvelt. En hún var óhemju þrautseig og sterk og bar sárs- auka sinn af mikilli reisn. Vilj- inn og staðfestan í því að njóta lífsins voru sterk. Brosið og glaðlyndið voru ekki gríma til að fela sársaukann heldur vitn- isburður þess hversu ákveðin hún var í því að sjá það góða í lífinu og njóta þess. Því eins og hún sagði sjálf oftar en einu sinni veit maður aldrei hvenær það verður of seint. Kata var mjög rausnarleg og hjálpsöm. Ég bað um að fá að gista hjá henni í tvær vikur haustið 2013 þegar verið var að taka íbúðina mína í gegn. Vik- urnar tvær urðu á endanum átta en aldrei var það neitt mál, bara hlegið að því þegar ég spurði hvern einasta föstudags- eftirmiðdag sex vikur í röð hvort ég mætti nokkuð vera eina viku í viðbót. Ekki var nóg með að hún byði húsnæði held- ur fór hún líka í alls kyns sendi- ferðir með mig, bíllausu frænk- una, í ljósabúðir, gardínubúðir og annað. „Ekkert mál“ var alltaf svarið við bónum um slíka greiða. Þessi tími, sem og annar tími sem ég hef eytt með Kötu þegar ég hef fengið að búa hjá henni til skemmri tíma eða komið í lengri heimsókn, hefur alltaf verið góðar stundir sem einkennst hafa af góðum sam- ræðum, Netflix-seríu mara- þonglápi og bjór og sushi við sem flest tækifæri. Síðustu samskipti okkar voru einmitt plan fyrir næsta slíkan hitting, en ég lét hana vita að ég yrði í Svíþjóð í haust og myndi því koma og heimsækja hana á af- mælisdaginn hennar eins og ég hafði gert síðustu tvö ár. „Jess! Ég eeeelska hefðir“ var svarið við því. Nú verður ekki af því, né fleiri samverustundum, en ég er þakklát fyrir þær dýr- mætu stundir sem við áttum saman. Við höfum grátið sam- an, en ekki nærri jafn mikið og við höfum hlegið saman. Kata hafði svo einstakt lag á því að brosa í gegnum tárin. Elsku bestu Óli, Inga, Kor- mákur og Róbert. Engin orð fá lýst þeirri óbærilegu sorg sem fylgir fráfalli Kötu. Við erum öll til staðar fyrir ykkur til að ganga þrautagönguna sem ligg- ur fyrir. Megi minningin um Kötu, bros hennar, styrk og yndi vera ljós ykkar og kraftur í tímanum sem er fram undan. Guðrún Sif Friðriksdóttir. Elskuleg bróðurdóttir mín, Katrín, er fallin frá, einungis 35 ára gömul. Katrín ólst upp hjá foreldrum á Akureyri ásamt tveimur eldri systkinum. Katrín var glaðvært barn og skipti ekki auðveldlega skapi, hún stundaði fótbolta og skíði og hafði líka áhuga á listgrein- um, einna helst leiklist. Þegar Katrín var sjö ára var djúpt skarð höggvið í fjölskyldu henn- ar þegar bróðir hennar, Jósep, lést. Andrúmsloftið á heimilinu var þrungið sorg. Í þessum að- stæðum á ég minningu um litlu sjö ára stelpuna þar sem hún gengur á milli manna og réttir pappírsklúta þeim sem henni virtist þurfa á þeim að halda, strax þá svo hugulsöm og næm á þarfir annarra. Þrettán árum síðar dó eldri systirin, Anna María, og lét eftir sig soninn Róbert og Árna sambýlismann. Missirinn og sorgin skildu eftir sig óendanlega djúp sár hjá fjölskyldunni. Katrín var þá ein eftir af þremur systkinum. Það eru ýmsir áhrifavaldar í lífinu sem gera menn að því sem þeir verða, bæði eðlislægir þættir og lífsins reynsla. Katrín var þrautseig, ábyrg og glað- lynd og alltaf var stutt í brosið og smitandi hláturinn. Þrátt fyrir að hún hefði mátt þola mörg áföll bugaðist hún ekki en þau hafa eflaust haft áhrif á ýmis viðhorf hennar til lífsins, aukið innsæi hennar á líðan annarra og ábyrgðarkennd gagnvart sínum nánustu. Katrín kom þeim skilaboðum oft á framfæri við vini og vandamenn að vera góðir hver við annan; þeir vissu ekki hvenær það yrði of seint. Hún var til staðar þegar á þurfti að halda og hún var for- eldrum sínum mjög náin. Hún stóð vaktina um fjölskyldu sína, svo góð og gefandi. Lífsstarfið sem hún valdi var lækningar og sérfræðigreinin meinafræði. Katrín var hlý og ábyrg mamma. Sonur hennar Kor- mákur ber það með sér að hafa verið alinn upp af ástúð. Hann var stolt mömmu sinnar og þau tvö mjög hænd hvort að öðru. Hann mun nú alast upp hjá Friðriki föður sínum og Svövu fósturmóður og með stuðningi afa og ömmu sem munu hjálpa honum að geyma með sér minn- ingar um elskuríka móður. Skyndilegt og svo óvænt frá- fall Katrínar er fjölskyldunni óbærilegur harmur en minning- ar um Kötu eru fallegar og þær munu ylja og smitandi hlátur hennar mun hljóma í huga mér. Elsku Kormákur, Óli, Inga og Róbert, hugurinn er hjá ykkur, megi allar góðar vættir veita ykkur styrk í sorginni og styðja í lífinu fram undan. Halldóra Haraldsdóttir. Okkur á heilsugæslunni í Hamraborg varð illt við að heyra af fráfalli Katrínar Ólafs- dóttur læknis. Hún kom fyrst til okkar sem 5. árs læknanemi í sumarafleys- ingar. Þegar við sáum fjöl- breytta ferilskrá hennar og fengum umsagnir fyrri vinnu- veitanda varð okkur strax ljóst að hana vildum við fá til okkar. Katrín stóð vel undir vænt- ingum. Glaðleg í viðmóti, áreið- anleg, fljót að bregðast við, vel að sér, næm á líðan annarra og alltaf tilbúin að takast á við ný verkefni og læra. Það var því mikil gleði þegar ég tilkynnti samstarfsfólki að Katrín hefði valið að koma aftur til okkar sem kandídat. Hún var vinsæl bæði hjá samstarfs- fólki og sjúklingum. Um skeið hafði hún hug á að leggja fyrir sig heimilislækningar og hvatti ég hana eindregið til þess, því hún hafði allt til að bera sem þarf til að verða góður heim- ilislæknir. Hún valdi síðar meinafræði og líkaði það vel. Ég samgladd- ist henni yfir að hafa fundið grein þar sem hún fann sig vel en sagði henni um leið að við hefðum gjarnan viljað fá hana í okkar lið því hún hefði orðið góður heimilislæknir. Í samtölum okkar Katrínar kom glöggt fram umhyggja og væntumþykja hennar gagnvart sínum nánustu, Kormáki syni hennar og foreldrunum, sem hún var greinilega í einstaklega góðu sambandi við. Þeirra missir er sárastur og hugur okkar er hjá þeim. Kristjana S. Kjartansdóttir. Það er bæði óraunverulegt og ósanngjarnt að Kata sé fallin frá. Horfin frá Ingu og Óla, sem hafa nú misst sitt þriðja barn, og horfin frá Kormáki. Sorgin er alltumlykjandi og al- gjör. Í augnablikinu get ég ekki ímyndað mér umhyggjusamari og sterkari manneskju en Kötu. Það er því undarlegt að hafa ekki Kötu til að hugga mann á þessum erfiðu tímum, en hún var alltaf boðin og búin ef eitt- hvað bjátaði á og gilti þá einu hvar hún var stödd í heiminum. Katrín fékk sinn skerf af áföll- um í lífinu, hún missti bæði systkini sín, Jósep og Önnu Maríu, en það var einmitt í gegnum samband mitt við Önnu Maríu sem ég kynntist Kötu. Hún var á fimmtánda ári og í minningunni var hún strax þá orðin sú gegnheila manneskja sem hún var alla tíð. Ég minn- ist sérstaklega gleðinnar sem fylgdi Kötu. Þrátt fyrir áföllin tapaði hún ekki gleðinni. Hún hafði innilegan og smitandi hlátur og datt reglulega í góð- látlega stríðni og á köflum í skemmtileg kjánalegheit. Hún var Kormáki góð móðir og sam- band þeirra svo fallegt og það er auðvelt að sjá að hluti af Kötu mun ávallt lifa í Kormáki. Kata leit líka á Róbert, fóstur- son minn, sem litla bróður sinn og er umhyggja hennar í hans garð með því fallegasta sem ég þekki. Samvera fjölskyldu og vina var Kötu mikilvæg og eitt af því sem hún elskaði var að finna ný og ný borðspil til að spila. Mörg borðspilanna á mínu heimili eru gjafir frá henni og ég mun um ókomna tíð minnast Kötu við spilaborðið. Ég hitti Kötu síðast á föstudaginn langa, 30. mars síðastliðinn, en þá voru ná- kvæmlega 15 ár frá dánardegi Önnu Maríu. Við fórum þá sam- an, ásamt okkar nánustu, í kirkjugarðinn, drukkum kaffi, snæddum kvöldverð, spiluðum borðspil og rifjuðum upp gaml- ar minningar. Í leiðinni varð til falleg minning sem ég mun að eilífu varðveita. Elsku Kormákur, Inga Lára og Óli. Guð styrki ykkur og varðveiti í þessari miklu sorg. Árni Friðriksson. Katrín Ólafsdóttir er látin. Þessi skemmtilega og harðdug- lega kona féll í valinn langt fyr- ir aldur fram. Glaðlegur hlátur Kötu hljómar ekki framar í þessu jarðlífi en brosið hennar bjarta lifir í minningunni. Kata skildi eftir sig fallegar lífsmyndir sem göfga og ylja. Hún auðgaði líf þeirra sem hún átti samskipti við og kenndi samferðafólki sínu að meta hinn líðandi dag og bera virðingu fyrir morgundeginum. Dugnað- ur hennar í námi og starfi gleymist ekki þeim sem með fylgdust. Þungur er harmur okkar sem eftir sitjum. Sorgin er óbærileg og það er eiginlega ekki hægt að útskýra þær tilfinningar sem fóru í gegnum hugann þegar fréttin um sviplegt fráfall Kötu barst. Sumt þarf að segja oftar en einu sinni áður en fólk nem- ur hin nöpru boð. Hugur ættingja og vina er með syni Kötu, Kormáki, sem treysti svo mjög á móður sína. Kormákur mun nú feta lífsins veg án móður en hann geymir í huga sér allt það góða sem hún lagði honum til í uppeldinu ásamt Friðriki og Svövu fóstur- móður hans. Slíkur grunnur skiptir máli þegar menn taka út þroska. Mikil er sorg foreldra Kötu. Þeir elskuðu hana og dáðu – og hún var þeim elskuleg dóttir sem umgekkst foreldrana af svo miklum kærleika að eftir var tekið. Hún var þeim allt. Óli og Inga Lára hafa gengið í gegn- um meiri sorgir en hægt er að lýsa, en með Kötu er þriðja barn þeirra hjóna horfið yfir móðuna miklu. Við sem höfum þekkt þau hjón í áratugi skynjum þá þungu sorg sem umlykur Óla og Ingu Láru og við biðjum alla – þessa heims og annars – að gefa þeim þann sálarstyrk að þau megi, þrátt fyrir allt, njóta sólargeisla sumarsins og lífsins í framtíðinni. Með Kötu er gengin góð kona. Áskell Þórisson og Vilborg Aðalsteinsdóttir. Elsku Kata. Hvernig á að skrifa minn- ingargrein þegar það eru engin orð? Syrgja, þegar engin tár eru eftir? Segja bless, þegar ég vil ekki kveðja? Bara að þú hefðir getað gefið mér svör. Við hefðum að minnsta kosti getað rætt málin fram og til baka og komist að niðurstöðu sem við báðar hefð- um sætt okkur við. Þannig vor- um við. En þú ert ekki hér. Og ég sem í einfeldni minni hélt að þú værir örugg. Að með hjálp læknavísindanna, sem við báðar höfðum helgað líf okkar, myndu draugar fortíðarinnar aldrei ná á þér takinu. Það sem ég hafði rangt fyrir mér. Það sem lífið er óréttlátt! Ég er svo reið, Kata. Reið fyrir þína hönd. Fyrir hönd fjöl- skyldu þinnar, Kormáks. Að þú skyldir ekki fá lengri tíma til að blómstra. Eftir allt. Ég veit hins vegar ekki hverjum ég á að reiðast. Svo ég steyti hnefana upp í loftið. En það gagnast víst lítið. Á sama tíma er ég svo þakk- lát. Þakklát fyrir að hafa kynnst þér. Að þú skyldir velja Katrín Ólafsdóttir FALLEGIR LEGSTEINAR Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is Á góðu verði Verið velkomin Opið: 10-17 alla virka daga Elskulegur faðir minn, tengdafaðir og afi, JÓHANNES BRIEM, Hlíðarhúsum 3, sem lést sunnudaginn 6. maí, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju föstudaginn 25. maí klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeir sem vilja minnast hans eru beðnir um að láta Björgunarsveitina Ársæl og Slysavarnadeildina í Reykjavík njóta þess. www.landsbjorg.is/forsida/minningarkort Björn Briem Anna Steinunn Hólmarsdóttir Sigurður Þráinn Sigurðsson Jóhannes Rúnar Björnsson Briem Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, STURLA SIGTRYGGSSON bóndi, Keldunesi í Kelduhverfi, lést þriðjudaginn 15. maí. Útförin fer fram frá Húsavíkurkirkju föstudaginn 25. maí klukkan 14. Bára Siguróladóttir Jón Tryggvi Árnason Elva Sturludóttir Héðinn Svarfdal Björnsson Helga Sturludóttir Jón Kristinn Auðbergsson Rakel Sturludóttir Jón Guðni Karelsson Dagný Sturludóttir Jón Reynir Sigtryggsson og barnabörnin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.