Morgunblaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 71
ÍSLENDINGAR 71 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2018 Sigfús Eymundsson fæddist áBorgum í Vopnafirði 24.5.1837. Foreldrar hans voru Jón Pétursson, bóndi á Refsstað, og k.h., Guðrún Eymundsdóttir. Sigfús var fyrsti íslenski ljós- myndarinn sem gerði ljósmyndun að lífsstarfi. Hann fór upphaflega til Kaupmannahafnar og Bergen til framhaldsnáms í bókbandi. Í Bergen var meistari hans jafnframt ljós- myndari og lærði Sigfús hjá honum. Í rúm 40 ár eða allt til ársins 1909 rak hann ljósmyndastofu í Reykja- vík á horni Austurstrætis og Lækj- argötu sem lengi vel var ein elsta varðveitta götumynd borgarinnar, en hornið var jafnan kallað Ey- mundssonarhornið. Hann stofnaði auk þess Bókaverslun Sigfúsar Ey- mundssonar sem hefur verið með elstu fyrirtækjum landsins. Ljós- myndastofa hans var eftirsótt því ljósmynd á heimili var ákveðið stöðutákn. Sigfús nýtti sér mögu- leika ljósmyndarinnar til fjöldafram- leiðslu og aflaði sér tekna með því að framleiða myndir af köppum úr fornsögunum, embættismönnum, skáldum og þjóðfrelsishetjum. Mannamyndir hans mótuðu stefn- una hér á landi í gerð slíkra ljós- mynda auk þess sem hann fór víðia á meðal fólks að mynda alþýðuna. Sigfús tók meðvitað þjóðernis- legar ljósmyndir og bjó þannig til ákveðna ímynd af Íslendingum. Landslag og náttúra hafa verið áberandi viðfangsefni í íslenskri ljósmyndun, rétt eins og í myndlist- inni. Hann ljósmyndaði landslag á klassískan hátt og seldi erlendum ferðamönnum myndirnar áratugum áður en „frumherjarnir“ í landslags- málun komu til sögunnar. Segja má að hann sé fyrsti Íslendingurinn sem sá möguleikann í landkynningu í gegnum ljósmyndun. Fjöldi ljósmynda Sigfúsar hefur varðveist og haldnar hafa verið sýn- ingar á myndum hans, þær má skoða m.a. á vef Ljósmyndasafns Reykja- víkur. Sigfús Eymundsson lést 20.10. 1911. Merkir Íslendingar Sigfús Ey- mundsson 107 ára Guðrún U. J Straumfjörð 90 ára Guðmundur Vilhjálmsson 85 ára Anna Þóra Ólafsdóttir Erla Á. Emilsdóttir Hulda Friðbertsdóttir Kópur Kjartansson Rut Árnadóttir 80 ára Halldór Friðriksson Smári S. Wuum Svanborg Daníelsdóttir Viktoría Jónsdóttir 75 ára Málfríður Ólína Viggósdóttir 70 ára Elías Þorvaldsson Guðrún Kristjánsdóttir Gylfi Örn Ármannsson Júlía K. Óskarsdóttir Karl Helgi Gíslason Kristján Bogason Kristján Jóhannsson Magnús Ólason Ólafía K. Sigurgarðsdóttir Óskar Berg Sigurjónsson Steinunn B. Jóhannesdóttir Unnþór B. Halldórsson Vigdís V. Pálsdóttir 60 ára Arnar Hjaltason Grazyna Anna Raszewska Jóhannes Ólafsson Kolbrún A. Valdimarsdóttir 50 ára Atli Örn Snorrason Eva Qing Ye Guðlaugur Halldórsson Heimir Gestur Hansson Hjördís Erna Traustadóttir Ingibjörg S. Steindórsdóttir Jóhanna Haraldsdóttir Lilja S. Guðlaugsdóttir Minna Hartvigsdóttir Sigríður Á. Gunnlaugsdóttir Sigurður Ragnarsson Theódóra Þórarinsdóttir Tryggvi Brian Thayer 40 ára Aldis Mihailovs Ágúst Sigvaldason Ásgeir Sigurðsson Birna Ruth Jóhannsdóttir Bjarney Sævinsdóttir Einar Árnason Friðrik Óskar Friðriksson Grímur A. Gunnlaugsson Guðjón Ingi Guðmundsson Hallur Jónasson Heiða K. Arnbjörnsdóttir Helga Ingadóttir Ívar Örn Benediktsson Joanna Maria Lidmann Ragna María Ragnarsdóttir Steindór Aðalsteinsson Þorsteinn Emilsson 30 ára Arnar Ragúels Sverrisson Ástþór Smári Eyjólfsson Bjarni Stefánsson Elín Erlendsdóttir Gabriela Korvel Hekla Hannesdóttir Hjalti Þórhallsson Hlynur Hauksson Jakub Hanzlícek Jónas Stefánsson Samart Chantavong Sandra Sachniukiene Teitur Páll Reynisson Vaidas Daunoras Til hamingju með daginn 30 ára Teitur býr í Garðabæ, lauk MSc-prófi í fjármálum fyrirtækja og vinnur við Landsbank- ann. Maki: Fanney Ingvars- dóttir, f. 1991, flugfreyja hjá Icelandair. Dóttir: Kolbrún Anna, f. 2017. Foreldrar: Jóna Lár- usdóttir, f. 1962, flug- freyja, og Reynir Krist- insson, f. 1960, sjálf- stæður atvinnurekandi. Teitur Páll Reynisson 30 ára Jónas ólst upp í Reykjavík, býr á Akureyri, lauk prófi í margmiðl- unarfræði og prófi sem leiðsögumaður og er öku- leiðsögumaður. Maki: Arna Benný Harð- ardóttir, f. 1988, MSc í íþrótta- og heilsufræði. Sonur: Benóný Þór Jón- asson, f. 2016. Foreldrar: Stefán Gunn- arsson, f. 1967, og Eyrún Björnsdóttir, f. 1969. Þau búa í Kópavogi. Jónas Stefánsson 30 ára Hlynur býr í Kópa- vogi, lauk BSc-prófi í við- skiptafræði og MSc-prófi í markaðsfræði og alþjóða- viðskiptum frá HÍ og er verkefnastjóri hjá Aur. Maki: Eyrún Anna Tryggvadóttir, f. 1991, rekstrarstjóri hjá Hreyf- ingu. Sonur: Theodór Birkir Hlynsson, f. 2016. Foreldrar: Haukur Víð- isson, f. 1963, og Margrét Arnþórsdóttir, f. 1964. Hlynur Hauksson vegar aldrei fyrir stöðugum áhuga mínum á klassískri tónlist. Ég hlusta enn mikið á tónlist og hlakka til tón- leika Sinfóníuhljómsveitarinnar í Hörpu hinn 1. júní nk. þegar maður fær að heyra sinfóníu Mahlers númer tvö.“ Og svo er það myndlistin, Guð- mundur. Þú hefur málað töluvert og haldið sýningar. „Já, það er langt síðan ég byrjaði að fikta við það, fyrst pastelliti, vatnsliti og teikningar. Ég hef haldið sex sýn- ingar, nú síðast í vor, á ummyndunum með tölvutækni. Ég hef afskaplega gaman af þessu og það viðheldur ímyndunaraflinu og sköpunargleð- inni.“ En hefurðu aldrei skrifað, eins og Thor, bróðir þinn? Jú, ég hef nú eitthvað skrifað en hef alveg haldið því fyrir sjálfan mig. Þessi áhugi á listum og bókmenntum er líklega kominn frá Brettingsætt- inni. Þetta er einhver þörf sem maður getur ekki afneitað. Þetta elur mann upp og er gott með öðru góðu.“ Guðmundur var sæmdur hinni ís- lensku fálkaorðu 17. júní 1998 fyrir störf í þágu tónlistar á Íslandi. Fjölskylda Eiginkona Guðmundar er Guðbjörg Herbjörnsdóttir Vilhjálmsson, f. 22.3. 1930, húsfreyja og fyrrv. skólaliði. Foreldrar hennar voru hjónin Her- björn Guðbjörnsson, f. 31.5. 1898, d. 12.2. 1984, bifreiðarstjóri í Reykjavík, og Guðbjörg Jónsdóttir, f. 9.9. 1896, d. 29.10. 1991, húsfreyja. Börn Guðmundar og Guðbjargar eru: 1) María Kristín, f. 20.8. 1966, húsfreyja í Danmörku, var áður gift Birgi Sigurþórssyni, tæknifræðingi í Reykjavík, en þau slitu samvistir og eru börn þeirra Sara María, f. 1987, og Vilhjálmur William, f. 1989. Seinni maður Maríu Kristínar var Torben Machon raftæknifræðingur en þau skildu og eru börn þeirra Nína Júlía, f. 1996, og Martin, f. 2000. 2) Guð- mundur Thor, f. 6.10. 1967, mat- reiðslumaður í Reykjavík. Systkini Guðmundar: Thor Vil- hjálmsson, f. 12.8. 1925, d. 2.3. 2011, rithöfundur; Helga, f. 15.8. 1926, fyrrv. starfsmaður Handíða- og myndlistarskólans; Margrét Þor- björg, f. 29.7. 1929, d. 8.3. 2018, hús- freyja, og Hallgrímur, f. 26.10. 1930, d. 7.4. 1945. Foreldrar Guðmundar voru Guð- mundur Vilhjálmsson, f. 11.7. 1891, d. 26.9. 1963, forstjóri Eimskipafélags- ins, og k.h., Kristín Thors, f. 16.2. 1899, d. 27.7. 1972, húsfreyja. Íslenskt einangrunargler í nýbygginguna, sumarbústaðinn eða stofugluggann. Fagleg ráðgjöf og öruggur afhendingartími. Smiðjuvegi 2, Kópavogi – sími 4889000– samverk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.