Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 31.03.1982, Side 3

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 31.03.1982, Side 3
Inngangur Þróun alþjóðaefnahagsmála Áhrif olíuverðshækkunarinnar 1979 og 1980 á heimsbúskapinn fjöruðu smám saman út í fyrra. í flestum iðnríkjum var þó lítið slakað á aðhaldsaðgerðum, sem gripið var til í því skyni að draga úr verðbólgu í kjölfar hækkunar olíuverðs og heimsbúskapurinn er því ennþá í lægð. Helstu einkenni efnahagsástandsins í heiminum að undanförnu hafa verið þessi: Lítill vöxtur þjóðarframleiðslu í flestum iðnríkjum og samdráttur iðnaðar- framleiðslu í mörgum ríkjum. Hjöðnun verðbólgu. Vaxandi atvinnuleysi. Óvenju háir vextir vegna aðhaldssamrar stefnu í peningamálum. Miklar sveiflur í gengi helstu gjaldmiðla og þá fyrst og fremst hækkun dollars gagnvart Evrópumyntum. Verðbólga hafði hjaðnað nokkuð á árinu 1978 en var þó meiri í flestum löndum en við upphaf áttunda áratugarins og mun meiri en á sjötta og sjöunda áratugnum. Frá árinu 1979 hafa stjórnvöld flestra iðnríkja leitast við að draga úr eftirspurn til þess að koma í veg fyrir, að hækkun olíuverðs ylli vaxandi verðbólgu. Verð- bólguáhrif seinni olíuverðshækkunarinnarurðu því minni en áhrif hækkunarinnar 1973/74, en hins vegar virðist samdráttur í efnahagsstarfsemi langvinnari nú en þá. Sú breyting hefur orðið á hagstjórn í mörgum ríkjum, að meiri áhersla er lögð á peningamál en áður. Áhrif efnahagsaðgerða eru því um margt önnur en áður var og veldur það aukinni óvissu um framvinduna á næstunni. Talið er, að þjóðarframleiðsla OECD-ríkjanna hafi vaxið um rúmlega 1% á síðasta ári, og er það svipað og árið áður. Næstu tíu árin á undan var meðalhag- vöxtur hins vegar 3'/2%. Vöxtur iðnaðarframleiðslu sömu ríkja var líklega innan við 1% í fyrra, en í hitteðfyrra dróst iðnaðarframleiðslan saman um 1%. Þessi breyting er þó eingöngu vegna þess, að iðnaðarframleiðslan jókst mjög mikið í Bandaríkjunum framan af síðasta ári, en fyrir mitt ár hægði á vextinum og síðan tók alveg fyrir hann. í flestum öðrum hinna stærri iðnríkja var minni vöxtur eða meiri samdráttur iðnaðarframleiðslu í fyrra en árið áður. Á síðastliðnu ári dró talsvert úr verðbólgu í iðnríkjum. Fór þar margt saman. Áhrif olíuverðshækkunarinnar árin áður voru að mestu komin fram, efnahags- starfsemi dróst saman, meðal annars vegna aðgerða stjórnvalda, og talsvert dró úr 1

x

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..
https://timarit.is/publication/1297

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.