Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 31.03.1982, Síða 28

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 31.03.1982, Síða 28
28 olíuverðshækkana og lagningar nýrra hitaveitna. Innflutningur annarrar neysluvöru en hér hefur verið getið jókst að mun á liðnu ári eða um 9% að því talið er. Um selda þjónustu, sem telst til einkaneyslu, er lítið vitað enn sem komið er, en sýnt þykir, að í ýmsum greinum hafi gætt talsverðrar aukningar. í heild er nú áætlað, að þjónustuútgjöld einkaneyslunnar hafi aukist um 5-6% á árinu 1981. Þær áætlanir, sem hér hafa verið raktar, eru að hluta byggðar á tölum fyrir fyrstu níu mánuði ársins. Niðurstaðan um 5% heildaraukningu einkaneyslunnar er því engan veginn ótvíræð og raunar benda síðustu veltutölur til þess, að aukningin sé fremur vanmetin en ofmetin. Sú áætlun, sem hér er sett fram, felur í sér lækkun sparnaðarhlutfalls af tekjum annað árið í röð. Að svo stöddu sýnist óvarlegt að gera ráð fyrir meiri neysluaukningu og þar með meiri samdrætti í sparnaði en hér er gert, miðað við fyrirliggjandi upplýsingar um þróun tekna og verðlags á árinu 1981. Upplýsingar um sparnað einstaklinga eru ófullkomnar en líta má á þær vísbendingar, sem eru fyrir hendi. Heildarinnlán í bönkum og sparisjóðum jukust töluvert mikið að raungildi á árinu 1981, ef uppfærsla vaxta og verðbóta er meðtalin. Hins vegar jukust útlán innlánsstofnana til einstaklinga verulega á síðastliðnu ári, einkum neyslulán. Tölur um útlán til íbúðabygginga og íbúða- kaupa benda til töluverðrar aukningar að raungildi þrátt fyrir að íbúðabyggingar hafi dregist saman að mun. Bendir þetta til þess, að einstaklingar hafi varið töluvert minna af eigin tekjum og sparnaði til íbúðabygginga en árið áður. Þær vísbendingar, sem hér hafa verið raktar, gefa að því er virðist, tilefni til að ætla að útgjöld til einkaneyslu hafi aukist meira á síðastliðnu ári en svarar til aukningar kaupmáttar einstaklinga. Að svo stöddu og uns fyllri upplýsingar eru fyrirliggj- andi er hér gert ráð fyrir, að sá munur nemi um það bil 1% að raungildi en munurinn kynni að hafa verið meiri. Eins og áður sagði, er að svo stöddu ekki unnt að setja fram spá um kaupmátt ráðstöfunartekna á þessu ári, fyrst og fremst þar sem kjarasamningarnir í vor munu ráða þar miklu um. Þetta þýðir einnig, að ekki er hægt að setja fram beina spá um einkaneyslu, en hún ræðst fyrst og fremst af kaupmáttarþróuninni, þótt aðrir þættir hafi þar einnig áhrif. Hér verður því notuð sú forsenda, að einkaneysla á mann verði óbreytt á árinu 1982 frá því sem hún var í fyrra, og heildaraukningin verði um 1% eða í hátt við fólksfjölgun. í þessari forsendu felst þannig nokkur aukning einkaneyslu, þrátt fyrir samdrátt þjóðartekna. Ástæðan er meðal annars sú, að hin mikla aukning einkaneysluútgjalda á síðari hluta ársins í fyrra og fyrstu mánuðum þessa árs (ef marka má innflutningstölur) mun hafa áhrif á tölur þessa árs, þótt dragi úr útgjöldum, þegar líður á árið, en um það er of snemmt að spá. Ef einkaneysluaukningin verður meiri en hér er reiknað með, verður viðskipta- hallinn á árinu óhjákvæmilega meiri en hér er spáð, og er þá reyndar ólíklegt, að hann verði minni en á síðasta ári.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..
https://timarit.is/publication/1297

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.