Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 31.03.1982, Qupperneq 30

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 31.03.1982, Qupperneq 30
30 fjárfestingarvörum en neysluvörum. Þá benda tiltækar byggingarskýrslur til þess, að bygging verslunar-, skrifstofu-, gistihúsa og annarra bygginga af svipuðu tagi hafi aukist um fimmtung á síðastliðnu ári en þar hafði fremur verið búist við samdrætti. Af öðrum liðum má nefna, að um 15-16% aukning er talin hafa verið í fjárfestingu í fiskveiðum vegna innflutnings fiskiskipa og endurbóta á skipum erlendis, sem voru með mesta móti. Á árinu voru fluttir inn 4 skuttogarar, þar af 3 notaðir, 4 notuð fiskiskip og auk þess skipsskrokkur, sem verður fullgerðui innanlands. Innlend skipasmíði var með svipuðu móti og árið áður og skipa- smíðastöðvar störfuðu með nær fullum afköstum. Að undanförnu hefur verið unnið við að koma fyrir hreinsibúnaði í álverksmiðjunni og var því lokið á árinu. Loks má nefna, að áætlað er að fjárfesting í landbúnaði og fiskvinnslu hafi á árinu 1981 haldist óbreytt frá því sem var árið áður, en þá gætti nokkurs samdráttar í þessum greinum. Bráðabirgðatölur úr byggingarskýslum ársins 1981 sýna, að smíði íbúðarhúsa hefur dregist saman til muna. í haustspá var talið að samdrátturinn gæti numið um 5%, en nú er ljóst, að hann hefur orðið töluvert meiri eða um 10%. Mestur er samdrátturinn í kaupstöðum, en þar héfur víða verið mikið um íbúðabyggingar undanfarin ár. í ársbyrjun voru íbúðir í smíðum mun færri en um undangengin tvenn áramót en þær voru þó svipaðar að rúmmáli og áður. Á hinn bóginn var í fyrra hafin smíði færri íbúða en árið áður og hefur byrjunum þá farið fækkandi þrjú ár í röð. Því má ætla, að íbúðir í smíðum í lok ársins 1981 hafi verið mun færri en í ársbyrjun og fyrirliggjandi verkefni við íbúðabyggingar þeim mun minni. Engin einhlít skýring virðist vera á því, hvers vegna dregið hefur úr íbúðabygg- ingum að undanförnu en nefna má nokkra þætti. í fyrsta lagi hefur víða verið mikið byggt undanfarin ár, og hefur á ýmsum stöðum tekist að mæta að miklu leyti uppsafnaðri þörf fyrir íbúðarhúsnæði. í öðru lagi kann lóðaskortur að hafa dregið úr nýsmíði í bráð. Um tekjubreytingar má segja, að reynsla liðinna ára bendir til þess, að umsvif við smíði íbúðarhúsa séu háð tekjum að verulegu leyti. Kaupmátt- ur ráðstöfunartekna er talinn hafa aukist um 3% á mann á árinu 1981 eftir rösklega 1% samdrátt 1980 og 1'/2% aukningu 1979. Því virðist ólíklegt, að tekjuþróunin hafi dregið að marki úr íbúðabyggingum í fyrra þótt ekki hafi hún ýtt undir þær. Á hinn bóginn má vera, að sú breyting, sem orðið hefur á fjármagns- markaði nokkur undanfarin ár hafi dregið úr íbúðabyggingum. Kjörum banka- lána og lífeyrissjóðslána hefur verið gjörbreytt og þessi lán eru nú fullverðtryggð og bera jákvæða raunvexti. Jafnframt hefur reglum um greiðslur afborgana og vaxta verið breytt þannig, að greiðslubyrði hefur verið jöfnuð yfir lánstímann, en það hefur aftur á móti valdið því, að menn geta í mun minna mæli en áður nýtt sér vaxtafrádrátt til að draga úr skattbyrði sinni. Takmörkun vaxtafrádráttar með breytingum skattalaga hefur því í reynd naumast nokkur áhrif lengur. Að öllu samanlögðu hafa þessar breytingar haft það í för með sér, eins og að var stefnt, að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..
https://timarit.is/publication/1297

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.