Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 31.03.1982, Side 34

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 31.03.1982, Side 34
34 Milljónir króna Magnbreyting á verðlagi hvers árs frá fyrra ári % Bráðab. Áætlun Spá Bráðab. Áætlun Spá 1980 1981 1982 1980 1981 1982 Einkaneysla .............................. 8 300 Samneysla ................................ 1 590 Fjármunamyndun ........................ 3613 Birgða- og bústofns- breytingar ............................ 103 Þjóðarútgjöld ........................... 13 606 Án birgða- og bú- stofnsbreytinga ......................... 13 503 13 070 18 880 0 5,0 1,0 2 385 3 484 2,0 2,0 2,0 5 518 7 521 8,6 2,1 -6,0 231 160 21 204 30 045 3,2 4,2 -1.3 20 973 29 885 2,4 3.9 -0,7 Þessi niðurstaða er mjög frábrugðin þeirri spá, sem sett var fram í þjóðhagsáætlun á liðnu hausti en þar var ekki búist við neinum vexti þjóðarútgjalda á árinu. Niðurstöðuna um rúmlega 4% vöxt í fyrra má bera saman við 3,2% aukningu 1980 og 1,67o aukningu á árinu 1979. Án birgða- og bústofnsbreytinga eru þjóðarútgjöldin talin hafa aukist um tæplega 4% samanborið við spá þjóðhags- áætlunar um 0,5% aukningu og borið saman við 2,4% aukningu 1980 og 1,6% aukningu á árinu 1979. Niðurstaða spánna um hina einstöku þætti þjóðarútgjaldanna á árinu 1982 sýnir rösklega 1 % samdrátt. Að birgða- og bústofnsbreytingum frátöldum er samdrátturinn minni samkvæmt spánni eða rösklega V2%. Viðskiptakjör Á árinu 1981 bötnuðu viðskiptakjörin gagnvart útlöndum lítilsháttar eftir að hafa rýrnað mikið næstu tvö árin á undan. Viðskiptakjarabatinn nam 1%, sem er minna en vonast var til um og eftir mitt ár, en viðskiptakjörin versnuðu talsvert á síðasta fjórðungi ársins. Á síðasta ári voru viðskiptakjörin 1 1 % lakari en árið 1978, fyrir olíuverðshækkunina 1979 og 1980, og 18% lakari en þau hafa orðið best, árið 1973. Án viðskipta álverksmiðjunnar bötnuðu viðskiptakjörin um 3'/2% á árinu 1981. Við upphaf síðasta árs var ekki útlit fyrir, að viðskiptakjörin bötnuðu á árinu, og á fyrsta fjórðungi ársins voru þau 2-3% lakari en mcðaltal ársins 1980. Á öðrum og þriðja ársfjórðungi bötnuðu viðskiptakjörin hins vegar að mun enda fór þá að gæta áhrifa af hækkun á gengi Bandaríkjadollars gagnvart Evrópumyntum. Bandaríkjadollar vegur mun þyngra í útflutningstekjum íslendinga en í innflutn- ingi, en ekki eru til nákvæmar tölur um hvernig útflutningur og innflutningur skiptist á einstakar myntir. Líklega er þó um 70% af vöruútflutningi selt í dollurum en aðeins rúmlega þriðjungur vöruinnflutnings keyptur í dollurum. Frá meðaltali ársins 1980 til ágúst 1981 hækkaði gengi Bandaríkjadollars um 25-40% gagnvart helstu Evrópumyntum. Hækkunin gagnvart sterlingspundi og norskrLogsænskri krónu varvið neðri mörkin en hækkunin gagnvart þýsku marki, frönskum franka og danskri krónu var við efri mörkin. Á síðustu mánuðum ársins

x

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..
https://timarit.is/publication/1297

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.