Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 31.03.1982, Page 36

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 31.03.1982, Page 36
36 eða talsvert umfram meðalveröhækkun vöruinnflutnings. Verð á bensíni á Rott- erdammarkaði lækkaði á fyrri hluta ársins en hækkaði á ný eftir mitt ár, en var í árslok lægra en það var í ársbyrjun. Verð á gasolíu og svartolíu Iækkaði einnig fram eftir ári, en hækkaði síðan undir lok ársins. Verð á gasolíu var í árslok svipað og við upphaf ársins en verð á svartolíu talsvert lægra. Hér þarf að hafa í huga, að verðbreytinga á Rotterdammarkaði gætir ekki í innflutningi samkvæmt verslun- arskýrslum fyrr en að nokkrum tíma iiðnum. Þetta getur skipt máli á þessu ári, þar sem verð í Rotterdam hefur lækkað mjög mikið það sem af er þessu ári, eins og nánar verður vikið að. Reynsla ársins í fyrra sýnir glöggt, hversu spár um viðskiptakjör eru óvissar, þegar gengisbreytingar eru jafn miklar og raun ber vitni. Það eru fáir þættir efnahagsþróunar, sem jafn erfitt hefur reynst að spá og breytingum á gengi helstu viðskiptamynta. Þótt gengi dollars gagnvart flestum Evrópumyntum hafi þegar farið hækkandi undir lok ársins 1980 og á fyrstu mánuðum síðasta árs, var almennt ekki búist við því, að hækkunin yröi jafnmikil og raun varð á fram yfir mitt ár. Þegar gengi dollars lækkaði á ný á síðustu mánuðum ársins, var því yfirleitt spáð, að dollarinn mundi halda áfram að lækka á árinu 1982, að minnsta kosti gagnvart sumurn myntum, þótt lækkunin yröi minni en hækkunin á árinu 1981. Það sem af er þessu ári hefur gengi dollars hins vegar hækkað gagnvart nær öllum myntum og um miðjan mars var það í sumum tilvikum orðið hærra en það var í ágúst í fyrra. Ekki verður hér sett fram spá um gengisþróunina á árinu, en viðskiptakjaraspáin er reist á þeirri forsendu, að gengi dollars gagnvart helstu myntum verði á árinu öllu hið sama og það var að meðaltali í janúar og febrúar. Útflutningsverð á sjávarafurðum er heldur lægra í dollurum við upphaf þessa árs en meðaltal síðasta árs. Verð á frystum fiski er að vísu 1-2% hærra, en saltfiskverð er nær 5% lægra, verð á skreið er heldur lægra og mjöl- og lýsisverð er talsvert lægra. Að því er saltfiskverðið snertir, þá má líta á lækkun þess sem beina afleiðingu af hækkun Bandaríkjadollars frá því snemma árs í fyrra. Sama gildir einnig að nokkru leyti um mjöl- og lýsisverð. Áhrif gengishækkunar dollars á viðskiptakjörin eru því til lengdar ekki eins hagstæð og gengisbreytingarnar einar gefa til kynna, þar sem þær hafa áhrif á markaðsverð, þó þess gæti ekki fyrr en að nokkrum tíma liðnum. Ekki er nú unnt að sjá fyrir neinar breytingar á markaðs- verði afurða á næstunni. Bandaríkjamarkaður er erfiður vegna mikillar sam- keppni við Kanadamenn, verð á saltfiski og skreið hefur heldur farið lækkandi og sama gildir um mjöl og lýsi. Mjölverðið er nú óvenju lágt og það gæti því hækkað eitthvað á ný, en það munar hins vegar lítið um það nú vegna lítillar framleiðslu. Hér verður miðað við, að útflutningsverðlag sjávarafurða verði að meðaltali óbreytt í dollurum frá því sem það er á fyrstu tveimur mánuðum ársins, en það þýðir 1-2% lækkun frá því í fyrra. Eins og áður sagði, lækkaði álverð mikið í fyrra og líkur eru á, að meðalverðið á þessu ári verði heldur lægra en í fyrra, þótt verðið hækki eitthvað síðar á árinu. Talið er, að verð á kísiljárni verði hærra á þessu ári en í fyrra. Sama gildir um aðrar

x

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..
https://timarit.is/publication/1297

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.