Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 31.03.1982, Side 37

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 31.03.1982, Side 37
37 vörur, nema landbúnaðarafurðir, að útflutningsverð gæti hækkað eitthvað. Niðurstöður framangreindra forsendna eru þær, að útflutningsverð í dollurum lækki um 1% milli áranna 1981 og 1982. Sé hins vegar miðað við meðalgengi allra mynta kemur fram um 2% hækkun. Á innflutningshlið hefur orðið mikil breyting á þróun olíuverðs frá því sem verið hefur síðustu þrjú árin. Verð á hráolíu í heiminum hefur farið lækkandi síðustu mánuðina og olíuverð á Rotterdammarkaði hefur nánast hrapað. Það á einkum við um verð á bensíni og gasolíu, en svartolíuverð hefur veriðstöðugt. Um miðjan mars var bensínverð 23% lægra í dollurum en meðalverð ársins 1981, gasolíuverð var 13% lægra og svartolíuverð 12% lægra. Verð á bensíni oggasolíu í Rotterdam hefur ekki verið lægra síðan í apríl 1979, en verð á svartolíu er hins vegar svipað og um mitt síðasta ár. Þessi lækkun er mun meiri en skýrist af lækkun hráolíuverðs og verð á þesum vörum er nú langt undir kostnaðarverði. Tiltölulega lítil aukning eftirspurnar eftir olíu gæti því leitt til hækkunar á Rotterdamverði, þótt engin breyting verði á hráolíuverði. Ef verð á þessum vörum helst óbreytt út árið, verður innflutningsverð olíu til landsins samkvæmt verslunarskýrslum 12% lægra í dollurum á þessu ári en í fyrra. Árin 1979-1981 nam hækkun olíuverðs samtals 140% þannig að olíuverð á árinu 1982 verður meira en tvöfalt hærra en árið 1978. Hér þarf einnig að hafa í huga, að olíuverð er í dollurum. Á meðalgengi er lækkunin á þessu ári því minni eða 9%. Verð á öðrum innflutningi en olíu hefur undanfarin ár hækkað um 5-8% á föstu meðalgengi. Samkvæmt spám alþjóðastofnana, t. d. OECD, í lok síðasta árs hefði mátt búast við 7% hækkun innflutningsverðs á föstu meðalgengi á þessu ári. Hækkunin gæti hins vegar orðið heldur minni vegna minni heimsviðskipta en áður var spáð. Á fyrrnefndri forsendu um olíuverð gæti innflutningsverð miðað við meðalgengi hækkað um 3% (óbreytt í dollurum) eða heldur meira en útflutnings- verð. Viðskiptakjörin yrðu þá 1 % lakari á þessu ári en í fyrra. Lækkun olíuverðs mun einnig hafa áhrif til lækkunar á útgjöldum flugfélaga og skipafélaga og því koma fram í minni verðhækkun þjónustuútgjalda en ella. Viðskiptakjör í þjón- ustuviðskiptum gætu því batnað nokkuð, en það fer þó meðal annars eftir því hvernig vextir á alþjóðalánamarkaöi verða á þessu ári, auk þes sem erfitt er að áætla verðbreytingar í þessum viðskiptum. Ef viðskiptakjör í vöru- og þjónustu- viðskiptum eru tekin saman á sama hátt og gert er í þjóðhagsreikningum, verður niðurstaðan sú að viðskiptakjör verði óbreytt frá því sem þau voru í fyrra. Þetta byggist þó á því, að lækkun olíuverðs að undanförnu standist og gengi dollars lækki ekki frá því sem það var á fyrstu tveimur mánuðum ársins. Utanríkisviðskipti Innflulningur Framvinda vöruinnflutnings árin 1980 og 1981 var æði skrykkjótt og átti það að minnsta kosti að hluta rætur að rekja til þeirra breytinga, sem urðu á verðhlutföll- um innlendrar og erlendrar framleiðslu af völdum gengisþróunarinnar. Gengis-

x

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..
https://timarit.is/publication/1297

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.