Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 31.03.1982, Síða 52

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 31.03.1982, Síða 52
52 Aukning peningamagns og sparifjár fór einnig vaxandi um og eftir mitt ár og náði hámarki í lok ágúst. Nam aukningin þá 86'X) miðað við sama tíma árið áður. Breytingar annarra peningamagnsstærða voru svipaðar. Sem fyrr voru erlendar lántökur veigamikil uppspretta peninga. Gjaldeyrisstaðan batnaði um 638 mill- jónir króna til ágústloka en aðeins um 83 milljónir á sama tíma árið áður. Greiðsluhalli ríkissjóðs gagnvart Seðlabanka skipti litlu máli bæði árin og endur- kaup afurðalána voru tiltölulega minni á þessum tíma í fyrra en árið áður (miðað við hækkun verðlags). Útlán bankanna áttu einnig stóran hlut að máli. Frá áramótum til ágústloka í fyrra jukust útlán bankanna um 1 627 milljónir króna (1 428 milljónir án endurkeyptra afurðalána) samanborið við 906 milljónir á sama tímabili árið áður (792 milljónir án endurkaupa). Lausafjárstaða bankanna versnaði talsvert í maí og júní, batnaði síðan verulega í júlí en versnaði á ný í ágúst. Hafði hún þá versnað um 133 milljónir frá áramótum samanborið við 274 milljónir á sama tímabili árið áður. Þrátt fyrir hina miklu aukningu útlána var staða bankakerfisins í ágústlok í fyrra því betri en á sama tíma árið áður. Lausa- fjárstaða innlánsstofnana var í ágústlok í fyrra jákvæð um 186 milljónir króna en hafði árið áður verið neikvæð um 138 milljónir króna, og voru innlánsstofnanir þá í verulegum yfirdrætti í Seðlabanka. Þessa bættu stöðu má að talsverðu leyti rekja til hinnar sérstöku innlánsbindingar. Á síðasta þriðjungi ársins varð breyting á þróun peningamála frá því sem var fram eftir ári og einkum þó á fyrsta þriðjungi ársins. Frá ágústlokum til áramóta breyttist gjaldeyrisstaðan minna en nam gengisbreytingum og því var raunverulega um nettóútstreymi að ræða, sem dregur úr peningamyndun. Greiðsluafkoma ríkissjóðs hafði sömu áhrif, en staða hans gagnvart Seðlabanka batnaði verulega á síðustu mánuðum ársins og mun meira en á sama tíma árið áður. Endurkaup afurðalána voru talsverð síðustu mánuðina en þó minni í krónutölu en árið áður. Allir þessir þættir hreyfðust þannig í þá átt að draga úr peningaþenslu, enda dró úr aukningu peningamagns og sparifjár á síðasta þriðjungi ársins. Útlán banka og sparisjóða héldu hins vegar áfram að aukast og lausafjárstaða bankanna versnaði í september og október. í lok nóvember var hin sérstaka innlánsbinding lækkuð í 2,5% og síðan felld alveg niður í lok desember. Síðustu tvo mánuði ársins batnaði lausafjárstaða bankanna á ný, en í lok ársins var hún samt sem áður lakari en í ársbyrjun. Eins og hér hefur verið rakið, voru talsverðar sveiflur í þróun peningamála á síðasta ári. Framan af ári jókst peningamagn æ örar vegna mikillar erlendrar lántöku og halla á ríkissjóði og innlán jukust einnig mikið. Útlán jukust hins vegar minna og lausfjárstaða bankanna var tiltölulega góð. Þegar leið á áriö hægði á innstreymi erlends fjármagns, greiðsluafgangur var á ríkissjóði og mjög dró úr innlánsaukningu. Útlán fóru hins vegar ört vaxandi og lausfjárstaða bankanna þrengdist. Þegar litið er á árið allt, jukust flestar peningastærðir meira en verið hefur undangengin ár. Peningamagn og sparifé jókst um rúmlega 71% saman- borið við 43% hækkun lánskjaravísitölu (hækkun framfærsluvísitölu að tveimur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..
https://timarit.is/publication/1297

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.