Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 31.03.1982, Page 68

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 31.03.1982, Page 68
68 selt til Evrópu og gengi dollars gagnvart Evrópumyntum hefur því skjótt áhrif á verðið. Mjölverð í dollurum var mjög hátt árið 1977 en lækkaði síðan fram á mitt ár 1979, er það hækkaði á ný. Hækkaði verðið nokkuð jafnt og þétt fram eftir árinu 1980 og þó einkum síðustu mánuðina. Meðalverðið 1980 var rúmlega 25% hærra en árið áður. Strax í upphafi síðasta árs tók verðið að lækka og á síðasta fjórðungi ársins var mjölverð í dollurum 26l/o lægra en á sama tíma árið áður. Á árinu öllu 1981 var verðið 7% lægra en árið áður. Ef verðið er hins vegar umreiknað í þýsk mörk, þá hækkaði það um 15% milli áranna 1980 og 1981. Það sem af er árinu 1982 hefur mjölverðið í dollurum enn farið lækkandi og um miðjan mars var það 14% lægra en að meðaltali 1981 og lægra en það hefur verið síðan á öðrum fjórðungi ársins 1976. Hér virðist fara saman margar ástæður. Uppskera á soja- baunum hefur verið mikil að undanförnu og reyndar hafa bæst við stórir fram- leiðendur, t. d. Brasilía. Eftirspurn hefur hins vegar verið lítil vegna almenns samdráttar í heimsbúskapnum og auk þess virðist hafa dregið úr notkun fiskmjöls í fóðurblöndur. Gengisþróun dollars á hér einnig nokkurn hlut að máli. Lýsisverð hefur verið mun stöðugra en mjölverð síðustu árin. Meðalverð í dollurum var nánast óbreytt árin 1979 til 1980 en í fyrra lækkaði verðið um 8%. Mikið af lýsi er selt til Bretlands og ef verðið er umreiknað í sterlingspund, hækkaði það um 7%. Að undanförnu hefur dollarverðið verið nær 10% undir meðalverðinu 1981. Við ákvörðun Ioðnuverðs í október síðastliðnum var afurðaverðmæti loðnu til bræðslu miðað við ríkjandi markaðsverð einungis 10—15% hærra í krónutölu en á sama tíma árið áður. Kostnaður við veiðar og vinnslu hafði hins vegar hækkað um40—50%. Heildarkostnaður loðnuvinnslu miðað við það hráefnisverð, ergilti til septemberloka, var þriðjungi hærri en afurðatekjur. Innstæða á loðnu- reikningi Verðjöfnunarsjóðs fiskiðnaðarins var þrotin, þannig að tekjuvöntunin varð ekki bætt með greiðslu úr sjóðnum að óbreyttum aðstæðum, þótt verðþró- unin hafi gefið tilefni til þess. í ljósi hinnar erfiðu stöðu greinarinnar var hráefn- isverð lækkað um tæplega 6%, útflutningsgjald af loðnuafurðum var lækkað úr 5,5% í 3,6% og jafnframt var við þessar óvenjulegu aðstæður aflað fjár í Verð- jöfnunarsjóð með lántöku. Endurgreiðsla lánsins er þó bundin tiltekinni þróun markaðsverðs, þannig að hagur veiða og vinnslu verði viðunandi, áður en til greiðslu lánsins kemur. Þrátt fyrir þessar aðgerðir var halli á loðnuveiðum og -vinnslu á síðastliðnu hausti. Gengislækkunin í janúar færði verksmiðjunum að vísu talsverðar tekjur af þeim birgðum, sem þá voru óseldar, en hluta af þeim gengishagnaði var ráðstafað til Verðjöfnunarsjóðs. Vetrarvertíð á loðnuveiðum er nú úr sögunni, a. m. k. í bili, en þegar best lét voru veidd yfir 500 þúsund tonn á vetrarvertíð og talsvert af því fryst. Veruleg óvissa ríkir um loðnuveiðar næsta haust og vetur. Það ræðst ekki fyrr en í október hvort talið verður fært að veiða eitthvað, en það verður í mesta lagi aðeins brot af þvísem veriðhefurundanfarin ár. Þessi atvinnugrein, sem áárinu 1979 skilaöi um

x

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..
https://timarit.is/publication/1297

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.