Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.09.2018, Page 46

Læknablaðið - 01.09.2018, Page 46
426 LÆKNAblaðið 2018/104 Verið velkomin í verslun okkar Opið virka daga kl. 8:30–17:00 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is ACCUVEIN ÆÐASJÁIN HJÁLPAR ÞÉR AÐ FINNA GÓÐAN STUNGUSTAÐ • Getur dregið úr sársauka við stungur • Eykur stungunákvæmni • Auðvelt í notkun • Tækið er handhægt, nett og létt • Standur fylgir fyrir handfrjálsa notkun Ársæll Jónsson Í tilefni af því að 50 ár eru liðin frá því að hópurinn á meðfylgjandi myndum útskrifaðist frá læknadeild Háskóla Íslands hittust þau á ný í sumarbústað í Úthlíð í Biskupstungum. Eftir kandídatsár á Íslandi fóru þessir kandídatar allir til framhaldsnáms, ýmist til Svíþjóðar, Bretlands eða Bandaríkjanna. Þeir völdu sér barnalækn- ingar, öldrunarlækningar, ónæmislækningar, endurhæfingarlækningar, efna- skiptalækningar, krabbameinslækningar, veirurannsóknir og lyfjarannsóknir. Flestir komu heim til starfa en tveir ílentust í Bandaríkjunum. Tveir eru enn starfandi á Íslandi og þurftu þeir nýlega að standast próf á vitræna getu til að endurnýja starfsleyfi sitt. Þeir stóðust báðir með prýði. 50 ár frá útskrift Mynd tekin í júlí 2018. Hópurinn samankominn, frá vinstri: Sigurður Björnsson, Guðni Þorsteinsson, Davíð Gíslason, Gunnar Sigurðsson, Guðrún Agnarsdóttir, Atli Dagbjarts- son, Snorri Þorgeirsson og Ársæll Jónsson. Mynd: Gyða Magnúsdóttir. Mynd frá febrúar 1968 (Guðrún Agnarsdóttir). Teikning Tryggva Magnússonar í Speglinum 1929 Þessi teikning var birt í júníblaðinu (blaðsíðu 299) en farið var rangt með nafn eins af læknunum. Tryggvi Ásmunds- son er Læknablaðinu alltaf haukur í horni og benti góðfús- lega á þessa villu sem er hér með leiðrétt. Frá vinstri eru eftirtaldir læknar: Helgi Tómasson geðlæknir, Guðmundur Thoroddsen kvensjúkdómalæknir, Gunnlaugur Einarsson háls-, nef- og eyrnalæknir og for- maður LR, Guðmundur Hannesson formaður Læknafélags Íslands og ritstjóri Læknablaðsins og Matthías Einarsson skurðlæknir. Jónas frá Hriflu er með pípuhatt og í kjól- fötum og líst ekki á blikuna þegar læknarnir setja upp ygglibrún.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.