Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.2018, Síða 39

Læknablaðið - 01.04.2018, Síða 39
LÆKNAblaðið 2018/104 199 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R kallað eftir áframhaldandi uppbyggingu heilsugæslunnar, bættum starfskjörum heimilislækna og réttindum til einka- reksturs. Árið eftir varð svo stríðsástand er nær allir heimilislæknar sögðu upp störfum. Samkomulag náðist ekki í þetta sinn og heimilislæknar hættu störfum. Þetta ástand skapaði eðlilega mikla örvæntingu meðal lækna um árangur uppsagna. Mannfall var mikið í okkar röðum, þar eð margir hættu störfum sem heimilislæknar, fluttu erlendis eða skiptu yfir í aðra sérgrein. Að lokum var gerður fastlaunasamningur, en launasamningar heimilislækna fóru undir kjaranefnd. Segja má að launamálin hafi komist í höfn árið 2002 er kjaranefnd úrskurðaði að heimilislæknar skyldu njóta sömu launa- kjara og sjúkrahúslæknar. Launabaráttan var erfið en hún var sannarlega þess virði og snérist ekki einvörðungu um krónur og aura heldur virðingu sérgreinarinnar og að við værum metin til jafns við aðra sérfræðinga í stéttinni. Launabaráttan var einnig grunnurinn að öflugu vísindastarfi innan greinarinnar og að mörgu leyti forsenda þess. Hvert stefnum við? Okkur er hollt að hafa í huga orð Einars Benediktssonar „Að fortíð skal hyggja, ef frumlegt skal byggja, án fræðslu þess liðna sést ei hvað er nýtt“. Þessi samantekt mín er aðeins lítið brot af þessari merku sögu um ríkisrekna heilsugæslu, þverfaglegt samstarf margra starfsstétta í heilsugæslu, starfsaðstöðu, menntun og vísindastörf. Allt sem þarf til þess að tryggja gæði þjón- ustunnar. Sagan kennir okkur að það tekur oft langan tíma og samstillt átak að koma hugmyndum í framkvæmd. Þar skiptir hugsjónin og þrautseigjan mestu máli. Alla tíð hef ég haldið tryggð við upphafs- hugmyndirnar um þverfaglega ríkisrekna heilsugæslu. Nýjar rannsóknir sýna að fólk sem leitar til heilsugæslunnar er oftar en ekki fjölveikt, með marga langvarandi sjúkdóma samtímis. Í slíkum tilvikum er þverfagleg nálgun margra starfsstétta í heilsugæslunni nauðsynleg. Hugmynda- fræði brautryðjenda um þverfaglega heilsugæslu hefur því sannað gildi sitt. Lítill hluti heimilislækna hefur stundað sjálfstæðan rekstur í heilsugæslu á síðustu áratugum. Möguleikar á sjálfstæðum rekstri heimilislækna hafa nú skánað. Þessi valkostur getur vonandi laðað að fleiri í stéttina. Hins vegar krefst aukið sjálfstæði aukins aðhalds og eftirlits. Enda þótt vel hafi til tekist með menntun starfsfólks í heilsugæslunni, svo sem sérnámi í heimilislækningum hér á landi og sérnámi í heilsugæsluhjúkrun, er ljóst að betur má ef duga skal. Tölu- verður skortur er nú á sérmenntuðum heimilislæknum um land allt og víða á landsbyggðinni er samfelldri þjónustu ábótavant. Kannski er því ástæða til að dusta rykið af hugsjónum og aðferðafræði braut- ryðjenda okkar fyrir nokkrum áratugum. - Ef við viljum heilsugæslu verður að skapa heilsugæslu. - Ef við viljum heimilislækna verður að mennta heimilislækna. - Ef við viljum efla gæði heilsugæslunnar verðum við að efla vísindarannsókir og þróunarverkefni í heilsugæslu. Ný kynslóð tekur við góðu búi en þó eru margar ógnanir og nýjar áskoranir framundan eins og getið er hér að framan. Ég vil því segja við unga fólkið okkar: Munið að þið þurfið framtíðarsýn, áætl- un að settu marki, metnað, ástríðu og ákveðinn skammt af þráhyggju ef vel á að takast. Læknaball 11. maí Hljómsveitin Sobril leikur fyrir dansi á vorfagnaði lækna, – föstudagskvöldið 11. maí, í Iðnó. 100 ára afmælisball Læknafélags Íslands – húsið opnar kl 21.30 og dansinn hefst kl 22. Aðgangseyrir 1000 kr.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.