Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.2018, Síða 52

Læknablaðið - 01.04.2018, Síða 52
212 LÆKNAblaðið 2018/104 Krabbameinsfélag Íslands hefur nú endurnýjað að stórum hluta tækjabúnað Leitarstöðvarinnar til skipulegrar leitar að brjóstakrabbameini. Safnað var fyrir tækjunum í Bleiku slaufunni 2016. Alls söfnuðust 132 milljónir í átakinu sem runnu óskiptar til tækjakaupanna. Endur- nýjunin gerist í tveimur áföngum og hafa hópleitartæki nú verið uppfærð. „Ávinn- ingurinn af endurnýjuðum tækjabúnaði er meðal annars minni geislun og óþægindi við myndatökur, meiri hraði í myndatöku, nákvæmari skjáir sem bæta greiningar- möguleika, hagræðing vegna lægri bilana- tíðni og sparnaður við viðhald tækjanna,“ segir í tilkynningu frá félaginu. „Þetta er til mikilla bóta og eykur gæðin í starfi okkar í leit að brjóstakrabba- meini,” segir Magnús Baldvinsson, röng- tenlæknir og yfirlæknir á Leitarstöðinni. „Þessi endurnýjun auðveldar mjög alla vinnu okkar og fullnægir nú þeim kröf- um sem gerðar eru fyrir slíka starfsemi, bæði varðandi gesti Leitarstöðvarinnar og starfsfólk hennar,“ bætir hann við. „Hér er um mikið framfaraskref að ræða og afar ánægjulegt að hægt sé að styðja leitarstarfið með þessum hætti,” segir Halla Þorvaldsdóttir, fram- kvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins og segir jafnframt að Bleika slaufan njóti mikillar velvildar meðal landsmanna enda sjáist það á afgerandi hátt hjá Krabba- meinsfélaginu hve miklu er hægt að áorka með dyggum stuðningi almennings. Í þessum fyrri áfanga voru hópleitar- tæki uppfærð, en einnig tölvu- og hug- búnaður sem notaður er við hópleitina ásamt hugbúnaði til geymslu og skoðunar á myndum. Einnig hafa nýir skjáir sem notaðir eru til greiningar á röntgenmynd- um verið endurnýjaðir, en þeir búa yfir stóraukinni upplausn og fleiri greiningar- möguleikum sem auðvelda vinnu við greiningar á brjóstakrabbameini. Í seinni áfanganum verða tæki til sérskoðana uppfærð og keypt ný tæki sem innihalda möguleika til þrívíddargreiningar, mynda- töku með skuggaefni og nýrri tækni við sýnatöku úr meinum. Einnig verða keypt ómtæki til notkunar við sérskoðanir og hugbúnaður fyrir boðun uppfærður. Ný tæki á Leitarstöð Krabbameins- félagsins fyrir 132 milljónir króna ■ ■ ■ Magnús Hlynur Hreiðarsson Á myndinni eru frá vinstri: Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, Magnús Baldvins- son, röntgenlæknir og yfirlæknir á Leitar- stöðinni og Guðrún Birgisdóttir, deildar- stjóri á röntgendeild Leitarstöðvar við eitt af nýju tækjunum. U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R Ný stjórn FAL Stjórn Félags almennra læknra hefur verið skipuð. Hún er sem hér segir: Formaður: Guðrún Ása Björnsdóttir, gjaldkeri: Jón Kristinn Nielsen, ritari: Guðrún Arna Jóhannsdóttir. Meðstjórnendur eru: Agnar Hafliði Andrésson, Katrín Hjaltadóttir, Ragnhildur Hauksdóttir, Berglind Bergmann, Stefán Þórsson, Perla Steinsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir (6. árs læknanemi) og Árni Johnsen (5. árs læknanemi og formaður FL).

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.