Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.07.2018, Page 14

Læknablaðið - 01.07.2018, Page 14
R A N N S Ó K N 338 LÆKNAblaðið 2018/104 daga dánartíðni kvenna 1,3% samanborið við 1,4% hjá körlum (p=1). Heldur fleiri konur gengust undir neyðaraðgerð, eða 6% bor- ið saman við 4% karla. Dánartíðni þeirra kvenna innan 30 daga frá aðgerð var 30% borið saman við 19% hjá körlum en munurinn var ekki marktækur (p=0,3). Í töflu IVa eru sýndir forspárþættir dauða innan 30 daga frá aðgerð en helstu sjálfstæðu áhættuþættirnir fyrir dauða voru langvinn nýrnabilun, hjartabilun og hærri aldur. Kvenkyn reyndist hins vegar ekki sjálfstæður forspárþáttur dauða innan 30 daga (OR 1,00; 95%-ÖB: 0,98-1,01, p=0,5). Lifun Mynd 1a sýnir heildarlifun sjúklinga eftir aðgerð. Einu ári eftir að- gerð voru 95% (95%-ÖB: 93-98) kvenna á lífi borið saman við 97% (95%-ÖB: 96-98) karla og var munurinn ekki marktækur (p=0,2). Ekki reyndist heldur marktækur munur á lifun 5 árum eftir að- gerð, eða 87% (95%-ÖB: 83-91) hjá konum borið saman við 90% (95%-ÖB: 89-92) hjá körlum (p=0,2). Síðkomnir fylgikvillar Á mynd 1b sést tíðni MACCE en einu ári eftir aðgerð var hún 8% hjá báðum kynjum (p=0,2). Fimm árum eftir aðgerð var tíðni MACCE ívið hærri hjá konum, eða 21% borið saman við 19% hjá körlum, án þess þó að munurinn væri marktækur (p=0,3). Ein kona (0,3%) og 7 karlmenn (0,4%) þurftu á endurhjáveituaðgerð að halda á eftirfylgdartímanum. Heildartíðni kransæðavíkkunar eftir að- gerð var 7% hjá báðum kynjum. Í töflu IVb eru sýndir forspárþættir verri lifunar en þeir voru hærri aldur, hjartabilun, langvinn nýrnabilun og sykursýki. Kven- kyn reyndist hins vegar ekki sjálfstæður forspárþáttur síðri lifun- ar (HR 1,10; 95%-ÖB: 0,83-1,45, p=0,5). Umræður Þessi rannsókn náði til allra sjúklinga hjá heilli þjóð sem gengust undir kransæðahjáveitu á 13 ára tímabili. Ekki reyndist marktæk- ur munur á horfum eftir kyni, hvort sem litið er til fylgikvilla, 30 daga dánartíðni eða lifunar. Þetta eru mikilvægar upplýsingar fyrir þá sem koma að meðferð kransæðasjúkdóms hér á landi, en þó sérstaklega fyrir þau hundruð kvenna sem gengist hafa undir kransæðahjáveitu á þeim rúmu þremur áratugum sem þessar að- gerðir hafa verið framkvæmdar hérlendis.26 Hlutfall kvenna sem gengust undir kransæðahjáveitu á rann- sóknartímabilinu var 18% sem er heldur lægra en í erlendum rannsóknum þar sem það er yfirleitt á bilinu 22-30%.8-12 Skýringin á þessu lága hlutfalli kvenna hérlendis liggur ekki fyrir en rann- sókn á árangri kransæðavíkkana á Íslandi á árunum 1987-1998 sýndi einnig lágt hlutfall kvenna, sem þó jókst úr 19% í 25% allra víkkana á tímabilinu.27 Spurningin er hvort konum með alvar- legan kransæðasjúkdóm sé síður vísað í kransæðahjáveitu hér á landi. Í nýlegri rannsókn á rúmlega 100.000 sjúklingum sem fóru í kransæðamyndtöku vegna bráðs kransæðasjúkdóms í Svíþjóð og 0.4 0.6 0.8 1.0 0 30 60 90 120 Mánuðir frá aðgerð Li fu n án M AC C E Kyn Karlar Konur Mynd 1b. Kaplan-Meier-graf sem sýnir lifun án MACCE eftir kransæðahjáveitu á Íslandi 2001-2013 og 95% öryggisbil (brotalínur). Mynd 1a. Kaplan-Meier-graf sem sýnir lifun kvenna og karla sem gengust undir kransæðahjáveituaðgerð á Íslandi frá 2001-2013 og 95% öryggisbil (brotalínur). 0.4 0.6 0.8 1.0 0 30 60 90 120 Mánuðir frá aðgerð Li fu n Kyn Karlar Konur Tafla IVa. Sjálfstæðir forspárþættir dauða innan 30 daga frá kransæðahjáveitu. Gagnlíkindahlutfall og 95% öryggisbil. Forspárþáttur Gagnlíkindahlutfall 95% ÖB p-gildi Aldur, ár 1,00 1,00-1,00 <0,001 Kvenkyn 1,00 0,98-1,01 0,6 Háþrýstingur 0,99 0,98-1,01 0,4 Sykursýki 1,01 0,99-1,03 0,1 Langvinn nýrnabilun 1,04 1,02-1,13 <0,001 Hjartabilun 1,07 1,03-1,13 0,03 Tafla IVb. Sjálfstæðir forspárþættir verri lifunar eftir kransæðahjáveituaðgerð. Áhættuhlutfall og 95%-öryggibil. Forspárþáttur Áhættuhlutfall 95% ÖB p-gildi Aldur, ár 1,08 1,06-1,10 <0,001 Kvenkyn 1,10 0,83-1,45 0,5 Háþrýstingur 0,91 0,70-1,17 0,4 Sykursýki 2,01 1,52-2,67 <0,001 Hjartabilun 3,62 2,06-6,38 <0,001 Langvinn nýrnabilun 1,74 1,33-2,30 <0,001 Fyrri saga um kransæðavíkkun 1,20 0,91-1,64 0,2

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.